Morgunblaðið - 01.03.1991, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1991
37
Hún fæddist á Þóroddsstöðum í
Ölfusi þann 1. marz 1898. Foreldrar
hennar vovu Jón Ólafsson, bóndi, og
kona hans, Guðrún Gísladóttir, fædd
á Þóroddsstöðum. Árið 1905 fluttust
þau til Reykjavíkur, þar sem amma
ólst upp.
Hún giftist afa mínumj Þorvarði
G. Þormar, árið 1923. Arið 1924
settust þau að á Hofteigi þar sem
afi gerðist prestur, en þar fæddist
Guttormur, pabbi minn, árið 1925.
Vorið 1928 fluttust þau að Laufási
við Eyjafjörð, þar sem afi tók við
prestsembætti. Þar fæddust synir
þeirra, Halldór og Hörður í gamla
torfbænum og síðar bættist Vilborg
fósturdóttir þeirra í barnahópinn.
Seinan fluttu þau í húsið, og þar
bjuggu þau, þegar ég kom til þeirra
í sveit, lítil stelpa. Margt var um
manninn þarna á sumrin þegar verið
var að gera upp gamla bæinn, þar
voru verkamenn og vinnufólk.
Það hlýtur að hafa verið mikið
verk að vera húsmóðir á svona stóru
heimili, en amma stóð sig með mestu
prýði.
Mikið var nú gott að vera þarna
hjá þeim, afa og ömmu, þau voru
mér svo góð, að ég man ekki eftir
að hafa haft heimþrá og var ég þó
eina barnið á bænum. Afi spilaði við
mig og við vorum oft í búðarleik,
og svo smíðaði hann handa mér litla
hrífu, svo ég gæti verið með að
„snúa“. Amma var alltaf svo kát og
skemmtileg, þrátt fyrir annríkið; við
lékum alveg sérstakan leik, sem við
höfum seinna haft gaman af að rifja
upp saman, ég var Rósa eða Gola
og amma var alltaf að spjalla við
þær stöllur. Alltaf var hún líka jafn
glöð, þegar ég færði henni fjólur úr
fjólubrekkunni minni, og svo fékk
ég að „hjálpa“ henni við kleínubakst-
urinn, en át svo mikið af deiginu,
að eitt sinn freistaðist hún til að
baka kleinurnar meðan ég var úti.
Eg held að þetta sé eina skiptið sem
ég móðgaðist pínulítið við hana, en
við sættumst nú fljótt, enda klein-
urnar góðar.
Seinna fluttu þau afi til Reykja-
víkur, vegna veikinda afa. Þau
bjuggu lengst af á Kirkjuteignum
og var alltaf gaman að koma þang-
að. Ég man þegar ég, unglingurinn,
kom til þeirra, amma horfði upp til
mín og sagði glettin: „Þú ert að
verða eins stór og ég!“ En amma
var lágvaxin og ég var löngu vaxin
henni upp fyrir höfuð.
Við misstum afa því miður allt
of fljótt, hann dó árið 1970. Amma
bjó enn um skeið á Kirkjuteignum
og vann þá á Þjóðminjasafninu. Oft-
ast gekk hún þaðan heim til sín á
Kirkjuteiginn.
Þegar hún var 83 ára, flutti hún
í draumaíbúðina sína í Sólheimum.
Hún var svo ánægð með þessa fall-
egu íbúð og þar bjó hún alveg til
dauðadags. Það var gaman að sjá
hvernig hún lék á aldurinn, og ég
veit það núna, að það var bjartsýnin
og lífsgleðin, sem gerðu henni það
kleift.
Amma var afar myndarleg kona,
vel af guði gerð og heilsuhraust.
Ég man, hvað hún var fín í pey-
sufötunum með flétturnar hvítu, og
seinast, þegar hún var búin að klippa
flétturnar og hætt að nota peysuföt-
in, var hún samt svo falleg með
glansandi hvítt hárið og tindrandi
augun.
Samband hennar við börnin sín
var alla tíð mjög náið og voru þau
flest hjá henni, þegar hún lézt á
heimili sínu eftir stutta sjúkdóms-
legu, sátt við lífið og tilveruna. Við
munum sakna hennar, en minningin
lifir.
Margrét
Mig langar nokkrum orðum að
minnast vinkonu minnar frú Ólínu
Þormar. Ég er búin að vita af henni
í yfir 50 til 60 ár, þá var hún prest-
kona í Laufási í Grýtubakkahreppi
í S-Þingeyjarsýslu. Þegar hún um
fermingaraldur missti móður sína,
kom hún á heimili tengdaforeldra
minna, sem síðar urðu, þeirra Ingi-
leifar Bjarnadóttur og Guðmundar
Egilssonar. Hún var hjá þeim til
tvítugsaldurs. Það var gagnkvæm
vinátta alla tíð með þeim hjónum
og börnum þeirra. Hún gekk í
Kvennaskólann, sem þá þótti góður
skóli fyrir ungar stúlkur.
Eftir að ég giftist manninum mín-
um árið 1934, kom hún oft til okk-
ar, þegar þau hjónin komu til
Reykjavíkur á prestastefnu, sem
venjulega var haldin á sumrin. Við
heimsóttum þau að Laufási ásamt
vinafólki okkar og börnum og var
það sérstaklega ánægjulegt og okk-
ur ávalit vel fagnað. Það var gaman
að sjá gamla burstabæinn, sem búið
var að endurnýja, en þar bjuggu þau
fyrstu ár sín í Laufási og þar fædd-
ust tveir yngri drengirnir þeirra.
Eftir að þau hjónin fluttu til
Reykjavíkur varð meiri samgangur
og voru þau alltaf gestir okkar, ef
einhver mannfagnaður var á okkar
heimili. Það var líka alltaf mikið
gaman að koma til þeirra á Kirkju-
teig 18, þar sem þau bjuggu í mörg
ár.
Eftir að frú Ólína missti mann
sinn bjó hún áfram á Kirkjuteigi í
nokkur ár, en 83 ára tekur hún sig
upp og flytur í Sólheima 23 og átti
þar yndisleg 10 ár. Hún kunni mjög
vel við sig þar, átti góða nágranna
og hafði frábært útsýni, enda bjó
hún á 10. hæð og ekkert mál að fara
_ í lyftu.
Synir hennar hafa verið henni ein-
staklega góðir og umhyggjusamir
og hugsað vel um hana. Síðast þeg-
ar dró að leiðarlokum var hún heima
og fékk frábæra umönnun. Meðal
annars kom til hennar frá Akureyri
Vilborg fósturdóttir hennar, sem hún
tók að sér átta ára gamla þegar hún
hafði misst móður sína. Var Vilborg
hjá henni þar til hún andaðist að
morgni 19. febrúar.
Ég votta öllum aðstandendum
innilega samúð. Ég veit að við mun-
um öh sakna hennar mikið. Hér er
góð kona kvödd. Guð blessi minn-
ingu hennar.
Með vinarkveðju,
Marta Tómasdóttir
Guðrún K. Péturs-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 19. október 1913
Dáin 23. febrúar 1991
Kveðja frá barnabörnum
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
•Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
Okkur langar með þessum fal-
lega sálmi að kveðja ömmu okkar
Guðrúnu K. Pétursdóttur sem lést
á Landspítalanum 23. febrúar sl.
Megi algóður guð leiða hana og
vernda í nýjum heimkynnum.
REYKVÍKINGAR!
Ásgeir Hannes Eiriksson,
þingmaður Borgaraflokksins og
fulltrúi Reykvíkinga í fjárveitinga-
nefnd Alþingis, verður á Kaffi-
Hress í Austurstræti í dag, föstu-
daginn 1. marz, kl. 1 2.00-14.00.
Komið og spjallið við eina þing-
mann Reykvíkinga sem er búsettur
í Breiðholti.
fMfagttiililftfeifc
Vörusýning
Kaupmenn
Innkaupastjórar
Vörusýning á fatnaði frá 20 fyrirtækjum verður haldin í húsnæði
okkar í Sundaborg sunnudaginn 3/3 frá kl. 10— 1 8,
mánudaginn 4/3 frá kl. 9-18 og þriðjudaginn 5/3 frá kl. 9-13.
Vörurtil afgreiðslu fyrirvorið og næsta haust.
Tískusýningar daglega.
nlki
barnafatnaður
cl/\|RG
Wids
barna(atnaður
4
FflN- FBN
barnafatnaður
kvenfatnaður
ÍÉÉfe
Trínnifih
kvenundirfatnaður
LO'I
barnafatnaður
PAS
cr aMDINAVIA
gallafatnaður
..
CLAIRe
kvenfatnaður
de haan b.v.
baðsloppar
kven
herrafatnaður
• hF (ír^SíH^ l• Y
mikkvimc
útigallar- úlpur
CappuccinO
barna- og kvenfatnaður
Stummer
barnafatnaður
Euaan
flfiBT*
barnafatnaður
^L°°
kvenfatnaður
sokk
a r
SCANSON
herraskyrtur
imfr
KID's wear
barnafatnað
ur
peysur
zacho
herrapeysur
AGUST ARMANN hf
UMBOÐS-OG HEILDVERSLUN
SUNDABORG 24" REYKJAVÍK