Morgunblaðið - 01.03.1991, Side 40
n40
Kjartan Jóns-
son - Minning
Fæddur 10. ágúst 1912
Dáinn 20. febrúar 1991
Svo að lifa, ég sofni hægt,
svo að deyja, að kvöl sé bægt,
svo að greftrast sem guðs barn hér,
gefðu sætasti Jesú, mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Okkur er úthlutað fjölskyldu, en
við veljum okkur vini, er skrifað
einhvers staðar. Það er því gott
þegar það fer saman að fjölskyldan
er okkar bestu vinir.
Kjartan reyndist fjölskyldu sinni
góður vinur. Hann var ákaflega
geðprúður maður og þegar ég
hugsa til baka, man ég aldrei eftir
að hafa séð hann reiðan. Við virtum
skoðanir hans og leituðum ráða hjá
honum, og aldrei komum við að
tómum kofunum.
Kjartan tengdafaðir minn var
fæddur á ísafirði 10. ágúst 1912.
Hann var sonur hjónanna Jóns
Bjamasonar skipstjóra og Karitasar
Magnúsdóttur. Hann átti fjögur
systkini: Guðmundu Jónsdóttur, d.
1987, gift Bjama Pálssyni fulltrúa;
Karitas Jónsdóttur, d. 1911; Bjarna
Jónsson lækni, kvæntur Þóru Arna-
dóttur; og Guðrúnu Jónsdóttur, d.,
1980, gift Sveini Jónssyni. Tvö hálf-
systkini átti Kjartan, þau Högna
Jónsson, kvæntur Birnu Sigurðar-
dóttur, og Sigurborgu Jónsdóttur,
gift Sigurði Þórarinssyni.
Kjartan fluttist ungur til Reykja-
víkur. Hann starfaði um tíma við
útgerð, en hóf síðan störf hjá Helga
, Magnússyni og Co. og varð síðar
verslunarstjóri hjá sáma fyrirtæki.
Árið 1967 stofnaði hann sína eigin
býggingavöraverslun og rak hana
um tuttugu ára skeið, en þá hætti
hann fyrir aldurs sakir.
Kjartan var tvíkvæntur. Fyrri
konu sinni, Margréti Magnúsdóttur
Thorberg, kvæntist hann 5. maí
1948. Margrét átti tvö börn frá
fyrra hjónabandi, þau Kirsten Thor-
berg, búsett í Portúgal, gift Victor
Sa’Macado, og Flemming Thorberg
matreiðslumann, d. 1976, kvæntur
Gerði Thorberg. Kjartan og Mar-
grét eignuðust tvo syni, þá Magnús
G. Kjartansson framkvæmdastjóra,
kvæntur Auði Kristmundsdóttur
kennara, og Bjarna_ Kjartansson
kaupmann, kvæntur írisi Vilbergs-
dóttur. Margrét lést 3. maí 1965.
Síðari kona Kjartans- er Unnur
Ágústsdóttir og lifir hún mann sinn.
Unnur á tvö börn af fyrra hjóna-
bandi, þau Hrafnhildi Schram list-
fræðing og Ágúst Schram sölu-
stjóra, kvæntur Báru Magnúsdóttur
danskennara.
Unnur er mikil félagskona og var
lengi formaður í Thorvaldsenfélag-
inu og í Bandalagi kvenna í Reykja-
vík. Oft voru því margir kvenna-
fundirnir haldnir á Sóleyjargötunni.
Við stríddum tengdapabba oft með
því, hvernig honum fyndist að vera
nánast meðlimur í þessum félögum.
Hann sagði fátt, brosti í kampinn
og lét sér vel líka.
Kjartan hafði unun af lestri góðra
bóka og var mjög víðlesinn. Því var
mjög gaman að sitja og spjalla við
hann um heima og geima.
Kjartan og Unnur höfðu undan-
farin ár eytt nokkram mánuðum á
ári hveiju á Spánarströnd. Þau
nutu samverastundanna og veð-
urblíðunnar þar, meðan vetrarvind-
ar geisuðu heima á Fróni. í lok
nóvember héldu þau í eina slíka
ferð. En margt fer öðravísi en ætl-
að er. Kjartan veiktist og var flutt-
ur fársjúkur heim til Islands um
miðjan janúar. Þrátt fyrir góða að-
hlynningu á Landakoti lést hann
þann 20. febrúar. Við fjölskylda
hans sitjum eftir með söknuð í
hjarta.
Ef ég ætti að velja grafskrift
hans, þá yrði hún þessi: Hann var
vinur vina sinna og hann var trúr
og tryggur fjölskyldu sinni.
Auður Kristmundsdóttir
Kjartan Gissur Jónsson, móður-
bróðir minn, andaðist miðvikudag-
inn 20. febrúar sl. á Landakotsspít-
ala eftir skamma legu þar. Kjartan
var sonur hjónanna Jóns Bjarnason-
ar og Karítasar Magnúsdóttur sem
bjuggu á ísafirði framan af búskap
sínum en síðar í Reykjavík. Systkini
Kjartans voru Guðmunda Sigríður
og Guðrún Jónsdóttir, móðir þess
er þetta ritar, en þær eru báðar
látnar og Bjarni, yfirlæknir, sem
lifír nú einn systkina sinna. Kjartan
var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var
Margrét Thorberg sem lést 1965.
Kjartan og Margrét áttu saman tvo
syni, Magnús Gissur og Bjarna. Af
fyrra hjónabandi átti Margrét son
og dóttur, Kirsten, sem er gift
stjórnmálamanni í Portúgal, og son,
Flemming, sem var matreiðslu-
meistari og bjó lengi í Bandaríkjun-
um þar sem hann lést í slysi fyrir
nokkram áram. Synir Kjartans og
Margrétar, þeir Magnús og Bjarni,
eru báðir kvæntir. Magnús Auði
Kristmundsdóttur og Bjarni írisi
Valbergsdóttur. Syinni kona Kjart-
ans er Unnur Ágústsdóttir sem
hann kvæntist 1967. Unnur á tvö
börn af fyrra hjónabandi, þau
Hrafnhildi Schram og Ágúst
Schram.
Kjartan, móðurbróðir minn og
nafni, en ég var látinn heita í höfuð-
ið á honum, var stór maður og
mikill að vallarsýn. Hann var há-
vaxinn og þéttvaxinn, dökkur yfir-
litum með svipmikið andlit, miklar
augabrúnir og nánast sambrýndur
og í alla staði þannig gerður að
hann vakti athygli fyrir glæsileik
og höfðinglegt yfirbragð. Þessi lýs-
ing á raunar við þá báða bræðurna,
Kjartan og Bjarna, og mátti vart í
milli sjá hvor var höfðinglegri eða
glæstari að vallarsýn. En líkams-
burðir og ytri glæsileiki er lítils virði
eða einskis virði sé hinn innri mað-
ur og hjartalagið ekki úr sama kjör-
viðnum. Þar skjáplaðist skaparan-
um heldur ekki er hann lagði Kjart-
ani móðurbróður mínum til andleg
verðmæti. Nafni minn var hveijum
manni raunbetri og bóngóður,
hjálpsamur og velviljaður með af-
brigðum. Hann gat að vísu oft ver-
ið snöggur til svars og fékkst lítt
um að þóknast viðmælendum sínum
með því að tala ávallt eins og þeim
kynni að líka en það dró ekki úr
eðlislægri góðmennsku hans og
kærleiksríku hugarfari. Það er líka
þannig að undir yfirborði, sem við
fyrstu sýn kann að virðast hijúft,
leynist oftar en ekki hinn fegursti
eðalsteinn, sem skín og glitrar langt
umfram það sem virðist mögulegt
við fyrstu sýn. Þannig var mín
reynsla af Kjartani móðurbróður
mínum. Sem ungum dreng reyndist
hann mér sannur og heill frændi,
leiðbeinandi og félagi og sem full-
orðnum manni reyndist hann mér
góður vinur reiðubúinn til hjálpar
og aðstoðar hvenær sem á hefði
þurft að halda án þess að setja
nokkurn tímann eigin hagsmuni,
óskir eða hugmyndir í fyrirrúm.
Ég á margar fallegar og skemmt-
ilegar minningar frá samverustund-
um mínum sem ungs drengs með
nafna mínum, bæði hér í borginni
og eins á stuttum ferðalögum um
nágrenni borgarinnar og í fallegum
litlum sumarbústað hans í nágrenni
við Tröllafoss. Mér er líka minnis-
stæð djúp og fölskvalaus systkina-
ást Kjartans og móður minnar,
Guðrúnar, sem ég skynjaði sjálfsagt
sterkast á útfarardegi móður
minnar þegar ég gat hvergi hugsað
mér annars staðar að vera heldur
en hjá nafna mínum. Hlýjar tilfínn-
ingar móður minnar í garð bróður
síns komu svo auðvitað hvergi betur
fram en í því er hún kaus að fyrsta
og eina barn hennar bæri nafn bróð-
ur hennar.
Unni Ágústsdóttur, eftiriifandi
konu Kjartans, kynntist ég eftir að
þau gengu í hjónaband en Unni
þekkja fjölmargir Reykvíkingar,
ekki síst fyrir margvísleg störf
hennar að félagsmálum kvenna og
líknarmálum ýmsum. Unnur reynd-
ist nafna mínum með eindæmum
traustur föranautur þann tíma sem
þau áttu saman en atorkusemi, lífs-
gleði og dugnaður skín ávallt frá
henni. Unnur og Kjartan bjuggu á
fallegu heimili við Sóleyjargötuna í
Reykjavík og með fögram hætti
gengu þau börnum hvors annars í
föður og móðurstað. Var allt sam-
band þeirra við stjúpbörn sín, börn
hvors annars, einstaklega fallegt
og gæfuríkt og var heimili þeirra
unaðsrík miðstöð þessara fjöl-
skyldna allra.
Trygglyndi þeirra við ijölskyldur
sínar og vini var mikið og heimili
þeirra stóð ávallt opið gestum og
gangandi og þar var öllum tekið
af sömu hlýjunni og hveijum manni
boðinn sami góði viðurgjörningur-
inn.
Eins og flestir íslendingar á aldri
Kjartans Jónssonar vann hann sem
ungur maður öll algeng störf til
sjós og lands. Mestan hluta starfs-
ævi sinnar vann hann sem verslun-
armaður í Reykjavík. Lengst af eða
frá 1941 til 1966 starfaði hann hjá
fyrirtækinu Helgi Magnússon og
Co. sem var ein af stærstu bygg-
ingavöruverslunum Reykjavíkur og
starfaði lengi við Hafnarstræti í
Reykjavík í því húsi sem nú hýsir
verslunina Rammagerðina ásamt
fleiri fýrirtækjum. Kjartan var lengi
verslunarstjóri þessarar verslunar.
Þeim fækkar nú óðum sem minn-
ast Kjartans heitins við verslunar-
störf í verslun Helga Magnússonar
og Co. en áreiðanlega minnast þeir,
sem enn eru á lífi og nutu aðstoðar
hans þar, fyrst og fremst einstakrar
vöruþekkingar og í hvívetna heiðar-
legra ráða og leiðbeininga. Þar voru
höfð í heiðri þau sannindi, sem hver
verslunarmaður ætti að temja sér,
að öllu skiptir að koma heiðarlega
og af drengskap fram við viðskipta-
vininn, að selja honum einungis það
sem hann þarf á að halda og selja
honum ekki köttinn í sekknum held-
ur aðeins vörar sem menn treysta
sér af einlægni til að mæla með.
Því slíkur viðskiptavinur er allra
manna líklegastur til að koma aftur
og aftur, fremur en hinn sem hefur
á tilfinningunni, að með ómerkilegu
skrami og áróðri hafi verið prangað
inn á hann annaðhvort vörum sem
hann hafði ekkert við að gera eða
vörum sem voru svo lélegar að
gæðum að þær hefðu betur verið
ókeyptar. Slík sölumennska stríddi
gegn hverri hugsun í höfði nafna
míns. Slík hugsun hefði líka strítt
gegn hugmyndum og stefnu þess
fágaða og ágæta menningárfólks
sem átti og rak byggingavöraversi-
un Helga Magnússonar og Co. Þeg-
ar sú verslun hætti starfsemi sinni
1966 stofnaði Kjartan sína eigin
verslun á sama sviði og raunar á
svipuðum stað við Tryggvagötuna.
Þar rak hann verslun sem hann
starfaði nánast alfarið við einn fram
til 1985 er hann hætti þeim rekstri.
Meginhlutann af ævi sinni vann
Kjartan því þjónustustörf við aðra.
Þau störf rækti hann ekki af þý-
lyndi, heldur með mikilli reisn og
þannig að fullkomið jafnræði var
með báðum aðilum. Heiðarleiki,
samviskusemi, góðvilji og dreng-
skapur einkenndi hann í þeim störf-
um eins og í öllu hans lífi.
Ég heimsótti hann oft í litlu versl-
unina við Tryggvagötu og minnist
hans vel þar sem hann hnarreistur
og myndarlegur leiðbeindi af ljúf-
mennsku ungu fólki, sem var að
stíga fyrstu skrefin við að koma sér
upp þaki yfir höfuðið. Ég sakna
nafna míns mikið þótt annir og
veraldarvafstur hafi valdið því að
samverustundum okkar hafi fækk-
að á síðari árum, en það breytti
engu í því að viðmót hans var ávallt
eins og maður hefði rétt verið að
enda við að kveðja hann.
Ég sendi eftirlifandi eiginkonu
hans, Unni, bömum hennar og
barnabörnum, sonunum tveimur,
frændum mínum, Magnúsi og
Bjarna, og fjölskyldum þeirra
dýpstu samúðarkveðjur mínar og
ijölskyldu minnar. Huggun þeirra
eins og annarra sem þekktu Kjartan
Jónsson era fallegar minningar um
góðan dreng og farsælan mann-
kostamann.
t
GUÐRÚN SALÓMONSDÓTTIR
frá Ytri Skerjabrekku,
siðast til heímilis á dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
sem lést 25. febrúar sl., verður jarðsungin frá Hvanneyri í Borgar-
firði laugardaginn 2. mars nk. kl. 14.00.
Hreinn Gunnarsson,
Sverrir Luthers.
t
Hjartkær móðir mín,
SIGRÍÐUR FAABERG,
Laufásvegi 66,
lést á hjartadeild Landspítalans fimmtudaginn 28. febrúar.
Asta Faaberg.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR V. KRISTJÁNSSON
frá Vatnsholti,
er andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 21. febrúar, verður jarðsung-
inn frá Villingaholtskirkju 2. mars kl. 14.00.
Ingveldur Jónsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför bróður okkar,
GUÐMUNDAR BETÚELSSONAR,
verður gerð frá Flateyrarkirkju laugardaginn 2. mars kl. 14.00.
Anna Betúelsdóttir,
Pátfna Betúelsdóttir,
Guðbjartur Betúelsson.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
FRIÐGEIRS GÍSLASONAR.
Sigurbjörg Unnur Óskarsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Móðir mín, amma okkar og systir,
SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR,
Njálsgötu 64,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, föstudaginn 1. mars,
kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á kvennadeild Rauða
krossins.
Herdís Kristjánsdóttir,
Sif Arnarsdóttir, Kristján Arnarsson,
Rannveig Helgadóttir.
t
Bróðir minn, faðir, tengdafaðir og afi,
LEIFUR ÞORLEIFSSON,
Hólkoti,
Staðarsveit,
verður jarðsunginn frá Brimilsvallakirkju, Fróðárhreppi, laugardag-
inn 2. mars kl. 14.00.
Björg Þorleifsdóttir og fjölskylda,
Konný Breíðfjörð Leifsdóttir, Grétar Einarsson
og börn.
Kjartan Gunnarsson