Morgunblaðið - 01.03.1991, Side 41

Morgunblaðið - 01.03.1991, Side 41
AiQRquNBLAÐiÐ yös;rypAGyR 1. iiyiARZ, 1991 41 1 Sigríður Helga- dóttír - Minning Fædd 21. júlí 1909 Dáin 24. febrúar 1991 „Hvað varð um yður, Austurstrætisdætur, með æskuléttan svip og granna fætur, sem ungir sveinar buðu í bíó forðum og bekkjarskáldin vöfðu hlýjum orðum?“ Þessar ljóðlínur Tómasar koma mér ósjálfrátt í huga þegar ég sest niður til þess að skrifa kveðjuorð til okkar kæru vinkonu, Sigríðar Hejgadóttur. I minningunni lifir Sigga sem ein hinna sönnu og dáfögru Reykja- víkurdætra, þeirra sem sprönguðu „með æskuléttan svip og granna fætur“ um Austurstræti, meðan það var og hét og Tómas gerði ódauðlegar í kvæðum sínum. „Sumar urðu gamlar fyrr en varði“ segir svo Tómas seinna I sama kvæði, en Sigga var ein þeirra kvenna sem aldrei varð gömul, þó svo að árin segðu annað. Allt fram á síðustu stundu hélt hún sínum æskublóma og kvenlegri reisn, öll sín verk vann hún af æðruleysi og vandvirkni, sem hvort tveggja er svo einkennandi fyrir þá kynslóð Islendinga, sem er nú óðum að safnast til feðra sinna. Daginn sem Sigga kvaddi var hún að undirbúa veislu, hafði boðið nokkrum göml- um vinkonum til að eyða með sér dagstund. Allt var til reiðu, borðið uppálagt, tandurhvítur dúkur og heimabakaðar smákökur. Alúð og umhyggja í hverjum hlut. En sú veisla var aldrei haldin. Kallið var komið. Og hún hlýddi því kalli af þeirri hljóðlátu reisn sem henni einni var svo eiginleg. Sigríður Helgadóttir var fædd í Skólaholtinu árið 1909. Foreldrar hennar voru þau Helgi Helgason, verslunarmaður, og Kristín Sigurð- ardóttir, fangavarðar Jónssonar, Guðmundssonar, ritstjóra. Helgi var alla tíð verslunarstjóri hjá fyrir- tæki Jes Zimsens í Hafnarstræti, en var kannski þekktari meðal Reykvíkinga sem einn af brautryðj- endum leiklistarinnar hér á landi. Lék hann í fjöldamörg ár og var bæði vinsæll og vel látinn. Þeim Helga og Kristínu varð fjögurra barna auðið. Elstur var Jón, síðar kaupmaður á Skólavörðustíg. Jón er látinn fyrir allmörgum árum, en eftirlifandi kona hans er Klara Bramm. Næstelst var María. Hún giftist Robert Knoop og settist að í Suður-Ameríku. María er látin fyrir nokkrum árum. Síðan kom Rannveig, sem syrgir nú yngsta systkini sitt, Sigríði. Maður Rann- veigar var Sveinbjörn Egilsson, útvarpsvirkjameistari, og bjuggu þau alla tíð á Óðinsgötu 2, sem Helgi hafði byggt snemma á öld- inni. Öll hlutu þau systkinin einhveija menntun, jafnvel systurnar líka, sem var fremur fátítt á þeim tíma. Sigga var send í Verslunarskólann. Seinna lagði hún land undir fót og dvaldist í Þýskalandi við nám og störf. Þar eignaðist hún góða vini sem hafa haldið tryggð við hana æ síðan. Eftir heimkomuna fékk hún vinnu í Reykjavíkurapóteki, í hjarta höfuðborgarinnar. Þar starfaði hún árum saman eða allt þar til hún gifti sig árið 1942. Kannski var það tiiviljun sem réði því að manns- efni Sigríðar kom líka úr verslunar- stétt eins og faðir hennar. Kristján Jónsson var upphaflega innan- búðarmaður hjá Silla og Valda. En hann átti sér þann draum að starfa sjálfstætt, hörkugreindur og harð- duglegur. Innan fárra ára hafði Kristján eignast sínar eigin versl- anir, sem allar báru nafnið „Kidda- búð“. Það má segja að Kiddi hafi borið Siggu á höndum sér. Þau áttu fallegt heimili, sem bar vitni um fágaðan og yfirlætislausan smekk þeirra beggja. Þau lifðu góðu, heilbrigðu lífi á meðan Kidda entist heilsa og líf. Því miður hefur hann löngu kvatt þennan heim en minningin lifir um sérstæðan per- sónuleika og góðan dreng. Kiddi og Sigga eignuðust eina dóttur, Herdísi, sem nú hefur mikið misst. Herdís varð ekkja á síðastliðnu ári. Eiginmaður hennar var Arnar Ingólfsson, stórkaupmaður. Börn Herdísar og Arnars eru Sif og Kristján. Nú þegar komið er að kveðju- stundinni streyma minningarnar fram í hugann. Kiddi og Sigga voru nánustu vinir okkar hjónanna og barna okkar um árabil. Við átt- um saman ótal gleðistundir, hvort sem það var upp til fjalla eða úti við strendur, heima eða erlendis. Þau voru höfðingjar heim að sækja og aðeins það besta borið á borð. En „öllu er afmörkuð stund“ og „tíminn, það er fugl sem flýgur hratt“. Kveðjustundin er runnin upp og aðeins minningin lifir. Það sem okkur er efst í huga er þakk- læti, þakklæti til forsjónarinnar fyrir að hafa átt þetta yndislega fólk að vinum, og að við skyldum hafa fengið að njóta samvista við Siggu svona lengi. Við drúpum höfði og biðjum fyrir dóttur henn- ar, Herdísi og barnabörnunum tveimur. Guð veri með þeim og gefi þeim styrk í sorg sinni. Aldís, Björgvin og fjölskylda. Sigga okkar er látin. I huga okkar býr minningin um hjarta- hlýja, glæsilega konu sem okkur var einkar kær. Lífsgleði hennar var mikil. Ahugi hennar beindist að tónlist og leiklist og ferðalög voru hennar yndi. Hún ferðaðist til landa nær og fjær, en einkar kær var henni staður í íslenskri sveit, við Álftavatn. Þar dvaldi hún oft og við ljölskyldan áttum þar góðar stundir saman og nutum kyrrðar og náttúrufegurðar í góðu yfirlæti. Hlýlega heimilið á Njálsgötunni bar þess glöggt merki hve Sigga unni fögrum munum. Á hverjum jólum áttum við fjölskyldan þar yndislega stund. Það var stutt í brosið hjá Siggu og notalegt að vera með henni. Jólahátíðin verður tómleg án hennar. Við minnuinst hennar með hlýjum hug og þakk- læti fyrir liðnar stundir. Yfir ævi Siggu var reisn sem hún hélt til síðustu stundar. Elsku Heddý, Sif og Kristján. Guð blessi ykkur og styrki á sorgar- stund. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Berglind K. Þórsteinsd. og fjölsk. Einar S. Sigurðs- son - Minning Fæddur 20. júní 1949 Dáinn 21. janúar 1991 Eg ætla ekki að skrifa æviminn- ingar Einars heitins, en mig og fjöl- skyldu mína langar að minnast vin- ar okkar og frænda með nokkrum fátæklegum orðum. Þegar foreldrar Einars fluttu frá Sandgerði til Grindavíkur árið 1968 þá vildi hann vera eftir hér í-fæð- ingarbæ sínum, sem honum þótti afar vænt um. Einar var fæddur í Sigtúni hér í bæ, sem nú er Tjarnar- gata 10. Hér á heimili okkar hjóna var Einar heitinn kærkominn gest- ur og kom fyrir að hann gisti hjá okkur nótt og nótt. Honum fannst gaman að koma til okkar, því kona mín er móðursystir hans. Einar heitinn var alveg sérstakur persón- uleiki, hann var vinur vina sinna og líkaði öllum vel við hann. Hann var hreinn og beinn, hann var skemmtilegur í hvívetna, duglegur og ósérhlífínn við hvaða vinnu sem var, bæði til sjós og lands. Sjórinn heillaði hann alla tíð og þar undi hann sér best. Kona Einars heitins er Guðbjörg Ólafsdóttir frá Reykja- vík og eiga þau tvær yndislegar dætur, 9 og 6 ára gamlar, og verða þær nú að sjá á eftir elskulegum manni og föður. Og nú þegar við öll sjáum á eftir góðum vini og félaga eru minningarnar bæði bjartar og fagrar. Einar lætur eftir sig 19 ára gamlan son frá fyrri sambúð og vottum við honum dýpstu samúð. Við biðjum góðan guð að styrkja og varðveita eftirlif- andi eiginkonu og elskulegar dætur og vottum við þeim okkar dýpstu samúð. Sömuleiðis vottum við for- eldrum og systkinum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að varðveita þau öll í Jesú nafni. Okkur finnst þessi sálmur eiga vel við, hann er eftir Ólínu Andrés- dóttur, sem var frænka Einars heit- ins. Þó missi ég heym og mál og róm og máttinn ég þverra finni, þá sofna ég hinst við dauðadóm, ó, Drottinn gef sálu minni að vakna við sönjjsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. (Sálmur 461) Blessuð sé minning hans. Henrik Jóhannesson og fjölskylda, Norðurgötu 20, Sandgerði. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJARNA ÓLAFSSONAR verkstjóra, Hringbraut 71, Keflavik, verður gerð frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 2. mars kl. 14.00. Erla Olsen, Fanney Bjarnadóttir, Ólafur Birgir Bjarnason, Aðalheiður Bjarnadóttir, Olga Sædís Bjarnadóttir, Laufey Jónsdóttir, og barnabörn. Gunnólfur Arnason, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Leifur Kristjánsson, Árni Heiðar Árnason, Kristinn Arnberg t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYSTEINN EINARSSON frá Brú, verður jarðsunginn frá Stóradalskirkju, Vestur-Eyjafjöllum, laugar- daginn 2. mars kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á að láta Ljósheima á Selfossi njóta þess. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, JÓHÖNNU PÉTURSDÓTTUR, Dölum 4, Patreksfirði. Hannes Ágústsson, Valgerður Lára Hannesdóttir, RolfTenden, Sigurður Pétur Hannesson. + Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VIGGÓS K. Ó. JÓHANNESSONAR frá Jófríðarstöðum. Rebekka ísaksdóttir, Bjarney K. Viggósdóttir, Guðmundur H. Gislason, ísak Þ. Viggósson, Jóhannes Viggósson, Ragnheiður H. Hilmarsdóttir, Málfríður Ó. Viggósdóttir, Ólafur B. Ásmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móur okkar, GUÐNÝJAR J. OTTESEN, Túngötu 36a, Reykjavík. Guðlaug Ottósdóttir, Birgir Ottósson, Guðmundur K. Ottósson, Karl Jóhann Ottósson og fjölskyldur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar og stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, SIGHVATAR EINARSSONAR fyrrum bónda á Tóftum í Stokkseyrarhreppi. Sigurður Kristinn Sighvatsson, Ólafur Þórir Sighvatsson, Einar Sighvatsson, Ingunn Sighvatsdóttir, Hjalti Sighvatsson, Sighvatur Einar Sighvatsson, Bryndfs Sveinsdóttir, barnabörn og bí Fjóla Hildiþórsdóttir, Ýr Viggósdóttir, Úrsúla Sighvatsson, Guðrún Frímannsdóttir, Ása Kristín Jónsdóttir, Jón Ingibergur Guðmundsson, Lokað Vegna jarðarfarar SVANBJARGAR HALLDÓRS- DÓTTUR verður skrifstofan lokuð eftir hádegi í dag, föstudag. Bjarni Þ. Halldórsson, heildverslun, Skútuvogi 11, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.