Morgunblaðið - 01.03.1991, Side 48
MORGtfNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1991
48
íied/nAtm
f?ú ert i blóðflpfcki A B eldfinnt.//
Ast er...
/í-ZW
.. aðklóra henni á bakinu.
TM Reg. U.S. Pflt Off.—all rights reservod
° 1990 Los Angeles Times Syndicate
y/tW
J<0
Leitt að þurfa að kalla á þig
í sumarleyfinu. Bréfið er
mjög áríðandi.
taylor*
Ég spurðj: Hver var ástæða
þess að þú hættir í fyrra
starfi.
HOGNI HREKKVISI
Misnotkun unglings á ster- 1
um til rannsóknar hjá RLR I
Rannsóknarlögrcgla ríkisins hefur til rannsóknar mál sem Matthías sagði að ekki einungis
sprottið er af grun um að unglingsstúlku hafi verið útveguð horm- gætu lyf þessi valdið stórhættu-
ónaiyf, svokallaðir sterar, sem hún hafi notað í þeim mæli í legri brenglun á líkamsstarfsemi
tengslum við íþróttaiðkun að líkamsstarfsemi hennar hafi beðið manna, ekki síst þegar um karl-
nokkurn skaða af. Lyfjanefnd ÍSÍ hafði frumkvæði að því að mál hormónalyf væri að ræða, heldur H
þetta var sent til lögreglurannsóknar en samkvæmt uppiýsingum fylgdi hætta á smitsjúkdómum, H
frá landlæknisembættinu er talið að þessum lyfjum hafi verið svo sem alnæmi, ef steralyf eru H
- - smyglað til landsins og að útilokað sé að lyfjunum hafi verið tekin í sprautuformi, einsoggrun- H
HHflflÍÍSÍ^Í^PiHlili^HHIii^HHHH^^^HHHHIIHMIBMMHMM^^HHIHIi fjjjj
Einkennilegt inn-
flutningsbann
Slæm um-
gengni
Til Velvakanda.
Á sunnudaginn var fórum við
hjónin í gönguferð niður að Tjörn
með barnabarnið okkar til að sýna
því þessa perlu borgarinnar. Okkur
til mikillar hrellingar tókum við eftir
því að mikið magn af brauði maraði
í kafí alls staðar meðfram bökkum
hennar. Eins voru hún og bakkar
hennar stráð plastpokum af öllum
gerðum og litum. Hafði hluti þeirra
fokið á grindverk og trjágróður í
nágrenninu svo helst minnti á illa
farna jólatrésskreytingu.
Endur og svanir héldu sig úti á
miðri Tjörn, þótt enn stæðu nokkrir
Reykvíkingar, sennilega þar sömu
erinda og við hjónin, og köstuðu
brauði til fuglanna. Þeir sýndu þessu
örlæti borgarbúa aftur á móti hið
mesta tómlæti, syntu um eða snyrtu
fjaðrir sínar, greinilega pakksaddir.
Það er einlæg von okkar að borg-
arbúar sjái nú að sér, hætti að kasta
brauðafgöngum, plastpokum og
öðru rusli út í Tjörnina og noti held-
ur til þess gerða sorpkassa, sem
finna má á víð og dreif umhverfis
hana eða taki það með sér heim
aftur. Öll viljum við halda þessari
perlu Reykjavíkur hreinni og fag-
urri, svo að við getum notið hennar
með börnum og barnabörnum okk-
ar, stolt af fegurð hennar á sólfög-
rum sunnudegi.
Hjón í Vesturbænum
Til Velvakanda.
Fólk hefur eflaust lesið frétt á
baksíðu Morgunblaðsins um stera-
notkun ungrar stúlku. Við lestur
slíkra frétta hneykslast eflaust
margir á því að íþróttafólk skuli yfir-
höfuð vilja nota svoleiðis lyf. Ég
ætla ekki að /éttlæta notkun stera
á neinn veg. Ég vil hins vegar vekja
athygli á hverskonar valkostum
margir íþróttamenn standa frammi
fyrir.
Einhver lög segja að ekki megi
flytja inn alls konar vaxtarhvetjandi
efni. Þessi efni eru ótalmörg og virka
misvel og getur fólk kynnt sér þau
í amerískum og breskum vaxtar-
ræktartímaritum. Þessi efni eru ekki
sterar né hormónar heldur t.d. alls-
kyns hvatar og amínósýrur. Þessi
efni eru seld í búðum erlendis, oft í
matvöruverslunum. Þessi efni geta
íþróttamenn hérlendis ekki fengið,
eiga þess aðeins kost að borða gamla
próteinríka skyrið eða taka stera.
Já, ég get vitnað um það að ef
ég hefði áhuga á gæti ég farið og
keypt mér stera á morgun. En ef ég
hins vegar vil fá mér amerískan pró-
teindrykk með meltingarhvötum þarf
ég að smygla honum inn til lands-
ins. Það stendur ekki undir sér að
smygla inn efnum en ýmsir ónafn-
greindir menn sjá „bisness" í stera-
sölu.
Ég trúi ekki öðru en að sú vara
sem FDA (Lyfja- og matvælaverslun
Bandaríkjanna) samþykkir geti ekki
eins verið samþykkt hér. Ef ég þekki
íslenskt stjórnkerfi rétt verður engin
breyting á þessu en mér finnst þetta
samt umhugsunarvert og vildi ég
gjaman að Lyfjaeftirlit ríkisins gæfi
þessari umfjöllun gaum.
íþróttamaður
Þessir hringdu ...
Bílastæði
Okumaður hringdi:
„Reykjavíkurborg hefur áreið-
anlega miklar tekjur af stöðumæi-
um, og þá ekki síður af stöðumæl-
asektum sem eru mjög háar miðað
við afbrotið. Mikill bílastæðavandi
er þó í Miðbænum og oft verður
maður að leggja víðs fjarri þeim
stað sem maður ætlar á. Væri
ekki rétt að veija öllum þeim pen-
ingum sem inn koma í stöðumæla
í Miðbænum til að bæta úr ástand-
inu þar?“
Úr
Kvenúr fannst fyrir utan Kaup-
stað fimmtudaginn 21. febrúar.
Upplýsingar í síma 79740 eftir
hádegi, Sigríður.
Kettlingur
Svartur kassavanur kettlingur
fæst gefins. Upplýsingar í síma
35099.
Taska
Svört æfingataska með Braun
rakvél, æfíngaskóm o. fl. tapaðist
við Barónstíg föstudaginn 22.
febrúar. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í Sigurð í síma
612043. Fundarlaun.
Armband
Gullarmband með plötu merkt
„Þórun Sig.“ tapaðist í Hlíðunum
fyrir nokkru. Finnandi er vinsam-
legast beðinn að hringja í síma
681416.
Hringsagir
Þijár hingsagir töpuðust af bíl
í grennd við Húsasmiðjuna föstu-
daginn 15. febrúar. Finnandi er
vinsamlegast beðinn að hringja í
Rúnu í síma 611525.
Köttur
Bröndóttur köttur með hvítar
loppur og hvíta bringu fór . að
heiman frá sér í Neðstaleiti fyrir
nokkru. Vinsamlegast hringið í
síma 31453 ef hann hefur ein-
hvers staðar komið fram.
Gullarmband
Gullarmband tapaðist 20. fe-
brúar, sennilega við Hverfisgötu
eða fyrir utan JL-húsið. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að hringja
í síma 14434.
Víkyerji skrifar
*
Agæt kunningjakona Víkveija
er um þessar mundir að velta
því fyrir sér hvort hún eigi að taka
löggildingarpróf í skjalaþýðingum.
Skýrði hún Víkveija frá þessum
áformum og blöskraði honum veru-
lega sá kostnaður sem slíku prófi
fylgir fyrir þá sem það taka. Til
að fá að taka þátt í prófinu verður
að greiða 40.000 krónur í óendur-
kræft próftökugjald og til að fá
síðan löggildingarstimpilinn verður
að greiða 50.000 krónur til viðbót-
ar. Þannig er þetta orðið að 90.000
krónum sem viðkomandi verður að
láta af hendi rakna áður en hann
fær að kalla sig löggiltan skjalaþýð-
anda. Ef þar að auki er tekið undir-
búningsnámskeið fyrir prófið kostar
það hátt í tíu þúsund krónur til við-
bótar. Þetta er því ekki svo lítill
peningur, ekki síst þegar haft er í
huga að oft er um að ræða ungt
fólk í máladeildum háskólans. Auð-
vitað er einhver kostnaður prófun-
um samfara en varla nema brot af
þessari upphæð. Er þarna kannski
um dulda skattheimtu að ræða álíka
þeirri og þegar lækningaleyfi voru
hækkuð upp úr öllu valdi? Viðbrögð
unglækna við þeirri ákvörðun fjár-
málaráðuneytisins voru mjög hörð
og leyfin voru lækkuð á ný. Enda
er það hæpið að reyna að hafa sem
mest fé af fólki sem er að fara út
í einhveija atvinnugrein.
%
XXX
Kunningjahjón Víkveija fóru í
Húsdýragarðinn í Laugardal
um síðustu helgi og tóku auðvitað
börnin með. Fjölskyldan hafði mikla
ánægju af að rölta um garðinn og
skoða dýrin og börnin spurðu í þaula
um allt sem vakti áhuga þeirra.
Eftir drykklanga stund voru for-
eldrarnir orðnir lúnir og kaffiþyrst-
ir og jjölskyldan fór á kaffistofuna.
Þar vakti það athygli að umhverfið
var allt mjög snyrtilegt og boðið
upp á ágætis meðlæti með kaffinu.
Hins vegar stóð fjölskyldan stutt
við, því nær ólíft var inni vegna
tóbaksreyks. Skýtur það ekki
skökku við að svo skuli hátta til í
Húsdýragarðinum, sem án nokkurs
efa er jákvæður þáttur í uppeldi
barnanna? Þessu hlýtur að vera
hægt að kippa í liðinn og eðlilegast
væri auðvitað að banna reykingar
með öllu á þessum samkomustað
fjölskyldunnar.
xxx
Itilefni af athugasemd í Víkverja
í gær fer hér áeftir athugasemd
Óskars Guðmundssonar, ritstjóra
Þjóðlífs, sem okkur hefur borist:
Víkveiji í Morgunblaðinu í gær
(28. febrúar) segir frá skoðana-
könnun sem Félagsvísindastofnun
Háskólans gerði um það hvaða
stjórnmálamenn nytu mests trausts
til þess að gegna embætti forsætis-
ráðherra næsta kjörtímabil. Af
þessu tiiefni skal tekið fram að
umrædd könnun var gerð fyrir
fréttatímaritið Þjóðlíf og birtast nið-
urstöðurnar í Þjóðlífi sem kemur út
í næstu viku.
Með kveðju,
Óskar Guðmundsson, rit-
stjóri.