Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991
BLAÐ
4 Aflayfirlit og
staðsetning
fiskiskipa
Kvótinn
5 Endurskoðuð út-
hlutun aflakvóta
smábáta
Viðtal
3 Höskuldur
Ásgeirsson hjá
lceland Seafood í
Boulogne
Markaðsmál
10 Fiskeldið
eykur eftirspurn
eftir mjölinu
Netin dregin
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónaason
Á myndinni sést Benóný Benónýsson, skipverji á Gullborgu VE, við
rúlluna. Mikið er af þorski við Suðuriand á þessari vertíð og jafn-
vel meira en undanfarin ár. Uppistaðan í aflauum er 5 kílóa þorsk-
ur, að sögn Sveins Jónssonar skipstjóra á Jóhanni Gíslasyni frá
Þorlákshöfn. Margir reyna að forðast þorskinn til að spara kvótann
en ufsinn hefur lítið gefið sig í vetur.
Þorskaflinn góður en
ufsinn gefur sig lítíð
Þórunn Sveinsdóttir VE
aflahæst með 550 tonn
„VIÐ erum búnir að landa
um 550 tonnum frá áramót-
um,“ segir Sigurjón Oskars-
son skipsljóri á Þórunni
Sveinsdóttur VE, sem er afla-
hæsti báturinn á vetrarvertíðinni. Mikið er af stórum þorski á vertíðarsvæð-
inu við Suðurland en ufsi hefur lítið gefið sig þar í vetur. Styrmir VE
hefur landað næst mest af Vestmannaeyjabátum á vertíðinni, eða 497 tonn-
um. Aflahæsti báturinn frá Þorlákshöfn er Jóhann Gíslason ÁR með 358
tonn en aflahæsti báturinn frá Grindavík er Hafberg GK með 429 tonn.
í Þorlákshöfn var landað 4.038 tonn-
um í febrúar í fyrra en um 2.300 tonn-
um í febrúar í ár. Þar af lönduðu 19
netabátar 1.300 tonnum en 20 netabát-
ar lönduðu 2 þúsund tonnum í Þorláks-
höfn í febrúar í fyrra. Skýringin á afla-
samdrættinum er sú að Þorlákshafnar-
bátar komust ekki á sjó vegna brælu
fyrstu tíu dagana í febrúar síðastliðn-
um og ufsinn hefur ekki gefið sig á
þessari vertíð, að sögn Jónu Engilberts-
dóttur á hafnarvoginni í Þorlákshöfn.
I Grindavík var landað um 2.250
'tpnnum'í febröár síðástliðriúnfen 3i4ö,0J
'tohnum í íeDrúar í íýrr á. ‘þár var lána-J
að um 850 tonnum í janúar siðastliðn-
um en 1.244 tonnum í sama mánuði í
fyrra.
„Við erum með 1.400 tonna afla-
kvóta og gætum veitt allan kvótann á
vertíðinni en verðum að geyma eitthvað
af honum," segir Siguijón Óskarsson.
Þórunn Sveinsdóttir VE er með 500
tonna ufsakvóta en á eftir að veiða um
300 tonn af honum. „Við höfum verið
að eltast við ufsa í-hálfan mánuð en
hann hefur lítið gefið sig á þessari
vertíð," segir Sigurjón. Hann segist
' ;ekki' hafa fenþið herhá’.éitt tonri af ýsu
':'frk'áfarnótuln/,ÍH<ugsanlégt er að ufei
og ýsa hafi verið ofveidd í sóknarmark-
inu. Hins vegar er mikið af þorski í
Köntunum en við merkjum ekki að
Grænlandsþorskur sé genginn á miðin
hér.“
Atli Sigurðsson, skipstjóri á Styrmi
VE, segist hafa reynt að forðast þors-
kinn undanfarið til að spara þorsk-
kvóta sinn. „Það virðist vera nóg af
þorski i Köntunum hér og helmingurinn
af þeim þorski, sem við höfum veitt,
er 5 kíló. Ufsinn er hins vegar voðaleg-
ur ræfill en við ætlum að veiða löngu,
sem er utan kvóta,“ segir Atli.
„Það er nóg af þorski hér í Kantinum
og jafnvel meira en undanfarnar ver-
tíðir. Uppistaðan í okkar afla er 5 kílóa
þorskur og við lönduðum til dæmis 155
tonnum af þorski í síðustu viku,“ segir
Sveinn Jónsson skipstjóri á Jóhanni
Gíslasyni ÁR. Sveinn segist hafa leitað
að ufsa í rúman hálfan mánuð á ver-
tíðinni en gefist upp á. því, „Ég held
áð 'ufsinn 'komi ekki á þettU svæði úr
'þe'ss’u," segir Svéinri.
Fréttir Markaðir
Telja afkomu
sinni stefnt í
mikinn voða
H STJÓRN Landssambands
smábátaeigenda telur, að
breytingar, sem gerðar voru
á fyrirkomulagi fiskveiða um
síðustu áramót, stefni af-
komu margra smábátaeig-
enda ekki aðeins í tvísýnu,
heldur blasi gjaldþrot við
þeim mörgum. Hafi eignir
margra verið gerðar verð-
lausar og atvinnan einskis
virði með lagasetningu, sem
fari í bága við stjórnar-
skrána. Telur Landssam-
bandið sig knúið til að höfða
prófmál grípi stjórnvöld ekki
til aðgerða./2
-----------
Kerfið ónýtt
og eftirlitið
skrípaleikur
■ STJÓRNUN fiskveiða í
Evrópubandalaginu er gjald-
þrota að margra mati og ekki
er eftirlitið með þeim betra
ef marka má fréttir frá Esbj-
erg í Danmörku. Er það haft
eftir formanni sjómannafé-
lags á vesturströnd Jótlands,
að í raun hafi verið leyfðar
frjálsar veiðar á síðasta ári
og fyrrverandi eftirlitsmaður
segir, að eftirlitið sé bara til
að sýnast./3
-----------
Líkamleg
óþægindi
í fiskvinnu
■ FISKVINNAN er lýjandi
og bendir könnun Vinnueft-
irlitsins til, að óþægindi í
hreyfi- og stoðkerfi séu al-
gengari meðal fiskvinnslu-
fólks en hjá þjóðinni al-
mennt. Raunar er ástandið
verra hér á landi en erlendis
hvað þetta varðar./8
----1 ♦ t--
• •
Orvar með
forystu í
vinnuvernd
■ MIKIL bylting hefur orðið
á vinnuaðstöðu um borð í
frystitogaranum Örvari frá
Skagaströnd og er það stefna
Skagstrendings lif. að hlúa
sem best að sínu fólki. Hefur
útgerðin fengið Magnús Ól-
afsson sjúkraþjálfara í lið
með sér og hefur hann í sam-
vinnu við áhöfnina gengist
fyrir mörgum breytingum,
sem gera vinnuna létt-
an./12 í lö
Fersku flökin
eru dýrust
SÖÖkp/kg
■ BRETAR borga vel fyrir
fersk þorskflök eða um 420
krónur að meðaltali á kíló
miðað við verð í desember
síðastliðnum. Um er að ræða
flök með roði, en séu sömu-
flökin fryst um borð í fiski-
skipi lækkar verðið niður í
330 krónur og enn lækkar
það, séu flökin frysti í landi,
því þá fást aðeins um 270
krónur fyrir kilóið. Um 42
krónur kostar að flytja hvert
kíló af þessum flökum utan
með flugi og er því að frá-
dregnum þeim kostnaði enn
svigrúm, þar sem verð fyrir
fersku flökin er enn nokkru
hærra en þau frystu.
Fersk flök
hæst tolluð
40kp\kg
■ TOLLARafþessumaf-
urðum eru hins vegar afai’
mismunandi, engir á frystum
flökum, en 18% á ferskum
flökum og 20% á söltuðum
flökum, en 3,7% á heilum
fiski. Þegar þessir tollar eru
reiknaðir inn í dæmið, stenzt
útflutningur á ferskum flök-
um ekki samkeppnina. Sé
tollurinn yfirfærður í hrá-
efniskíló, svarar hanntil
36,40 króna á ferskum flök-
um en aðeins 6,10 af heilum
fiski. Tölur þessar eru fengn-
ar úr tillögu til þingsályktun-
, ai’ urn mótun fiskvinnslu-
,,@tefrjíu. -txjnnií.eÓðrd