Morgunblaðið - 13.03.1991, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ
B 3
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Loðnuhrogn
í Keflavík
■ keflavík-frysting
á loðnuhrognum hófst í
Keflavík fyrir rúmri viku.
Um 45 tonn voru fryst og
voru það fyrstu hrognin sem
fryst eru á Suðurnesjum á
loðnuvertíðinni. Loðnan var
úr Kefivíkingi KE lOþ sem
landaði 827 tonnum í tveim
sjóferðum. Hrognin voru
fryst í húsi Keflavíkur hf.
sem er í eigu Miðness hf. í
Sandgerði.
------------
Sandhverfa
vistuð í
Limafirði
■ í APRÍL og maí ætlar
danska hafrannsóknastofn-
unin að sleppa 100.000 lif-
andi sandhverfum í Lima-
firði í þeirri von, að fiskurinn
ílendist þar og verði upphaf-
ið að nýjum stofni. Verður
fiskurinn keyptur frá Noregi
en hrygningarstofn innlendu
sandhverf unnar er löngu
hruninn þótt einhvern slæð-
ing sé þar enn að finna.
25.000 fiskar verða merktir
og á að bera saman vöxt
þeirra og innlendu fiskanna
og kanna hvort þeir verða
um kyrrt eða leita út úr firð-
inum í vetur.
Mjöhykið
ekki hollt
■ STARFSMÖNNUM í fiski-
nyölsverksmiðjum er hætt-
ara en öðrum við þrálátum
lungnasjúkdómum eins og
astma og lungnakvefi. Er
þetta niðurstaða köununar,
sem vinnusjúkdómadeild
sjúkrahússins í Álaborg í
Danmörku gekkst fyrir. Var
kannað heilsufar 25 maiuta,
sem störfuðu eða höfðu starf-
að í fiskimjölsverksmiðjum í
Esbjerg og Skagen, og
reyndust 12 vera veikir í
lungum. Er það rakið til
mjölsins, þessa fína ryks, sem
fyllir loftið í verksmiðjunum.
Drauganet í
Eystrasalti
■ DANIR telja, að um 300
sovésk og pólsk skip týni frá
sér netum í Eystrasalti á ári
hverju og veldur þetta öðrum
sjómönnum, ekki síst Borg-
undum, verulegum vandræð-
um. Hefur verið áætlað, að
30-60.000 drauganet séu þar
á reki og mörg þeirra halda
„veiðunum“ áfram með al-
varlegum afleiðingum fyrir
þorskstofninn. Hefur danska
sjávarútvegsráðuneytið beð-
ið sjómenn á Borgundar-
hólmi og aðra að safna sam-
an öllum upplýsingum um
þessi mál og á síðan að taka
það upp í Eystrasaltsfisk-
veiðiráðinu, sem kemur sam-
an til fundar í september.
1 ...................
Fiskveiðistjómumn ónýt
og eftírlitið skrípaleikur
í Esbjerg er gengið út frá,
að allir veiði ólöglega
AÐ undanförnu
hafa átt sér stað
miklar umræður
innan Evrópu-
bandalagsins um
fiskveiðisljórnunina og þótt flestir virðist sammála um, að hún hafi
brugðist í flestu, er engin samstaða um hvað við skuli taka. Það er
þó ekki aðeins, að fiskveiðistjórnunin hafi reynst ónýt, heldur er
sjálft eftirlitið með henni einn allsherjarskrípaleikur ef marka má
orð og yfirlýsingar formanns sjómannafélagsins í Hanstholm í Dan-
mörku og fyrrverandi veiðieftirlitsmanna.
Hlutverk danskra fiskveiðieftir-
litsmanna á vesturströnd Jótlands
er tvíþætt, annars vegar að kæra
tiltekinn en lítinn fjölda sjómanna
fyrir ólöglegar veiðar til að þóknast
Evrópubandalaginu og hins vegar
að skipta sér ekki af lögbrotunum
til að ganga ekki of nærri hagsmun-
um sjómannanna.
„Ef þeir kærðu sig um gætu
þeir stöðvað lögbrotin á einni viku
en Kent Kirk sjávarútvegsráðherra
heimilaði í raun og veru fijálsar
veiðar allt síðasta ár,“ segir Peter
Sand Mortensen, sjómannafélags-
formaður í Hanstholm.
Vilja styrk
á hvert kíló
SAMTÖK útgerðarmanna í
Tromsö hefur lagt til við norsk
stjórnvöld, að á fyrsta verðlags-
tímabili verði greiddur 0,65 nkr.
flatur styrkur, rúmar sex kr. ísl.,
á hvert kíló físks og rækju upp
að 80 tonnum. Gerir tillagan ráð
fyrir nokkru minni ríkisstyrk en
á síðasta ári en þá var styrkurinn
reiknaður þannig, að hann
ininnkaði eftir því sem aflinn
jókst. Nú er hins vegar að auki
beðið um sérstakan styrk við
veiðar, sem þykja ekki jafn arð-
bærar og aðrar.
Styrkurinn skal greiddur eftir á
og hann má skerða ef aflinn verður
meiri en áður hafði verið gert ráð
fyrir. Þá er þess krafist, að styrkur-
inn fyrir hvert veitt kíló af keilu,
blálöngu, hrognkelsi, skarkola og
öðrum flatfiski og háf verði ein
króna norsk eða um 9,30 kr. ísl.
Þetta á einnig við um báta, sem
eru minni en 45 fet, og stunda ufsa-,
hlýra- eða karfaveiðar. Ufsaveiðar
í nót eru þó undanskildar. í tillög-
unni segir, að engu skipti í hvers
konar vinnslu aflinn fari, bræðslu,
frystingu, söltun, skreið eða tii
neyslu sem ferskur.
Námskeið í
fískiðnaði
STYKKISHÓLMI - í VETUR
hefir staðið yfir hér í Stykkis-
hólmi námskeið fyrir fiskvinnslu-
fólk á staðnum og þar hefir fólki
verið leiðbeint um allt sem að
fiskiðnaði lýtur og fengnir menn
til fyrirlestrahalds.
Námskeiðið sóttu 20 manns sem
starfa hjá fiskvinnslunni hér í bæn-
um og töldu þeir sem nutu leiðbein-
ingarinnar að þetta námskeið hefði
borið mikinn árangur og væri nauð-
synlegt. Upplýsingar þær sem væru
á boðstólum kæmu vel að gagni.
Þetta námskeið var haldið í húsa-
kynnum verkalýðsfélagsins hér.
Formaður verkalýðsfélagsins, Einar
Karlsson, sagði að nú væru liðin 5
ár frá því seinasta námskeið þessar-
ar tegundar hafi verið haldið í
Stykkishölmi.
Þá var einnig rætt á þessu nám-
skeiði um komandi kjarasamninga
og hvernig myndi rétt vera að
standa að þeim.
A seinasta námskeiðinu var Giss-
ur Pétursson leiðbeinandi en hann
er forstöðumaður SF. Hann fjallaði
,um mannleg samskipti, ; i
Samsæri þagnarinnar
Kent Kirk vísar þessu á bug og
segir allt með felldu en fyrrverandi
veiðieftirlitsmaður, sem ekki vill
láta nafns síns getið, segir, að starf-
ið felist aðallega í að gera ekki
neitt enda standi sjómenn, eftirlits-
menn og yfirvöld saman.
„Það er nú einu sinni okkar lifi-
brauð að veiða og selja fisk og eftir-
litið er bara til að sýnast fyrir Evr-
ópubandalaginu. Ef ráðuneytið ósk-
aði einhvers annars fengjum við
skipanir í samræmi við það.“
Kærum fyrir ólöglegar veiðar er
haldið í algjöru lágmarki en þó er
ekki hægt að fá uppgefið hjá sjávar-
útvegsráðuneytinu danska hve
margar þær eru. Per Lackmann,
yfirmaður veiðieftirlitsins, segist
ekki vita það og ber því-við,- að að
verið sé koma upp nýju tölvukerfi.
Samkvæmt upplýsingum frá eftir-
litsumdæmunum virðist hins vegar
sem kærurnar hafi verið um eða
innan við 100 allt síðasta ár. Sjó-
menn segja, að lögbrotunum fjölgi
stöðugt en kærufjöldinn breytist
ekkert og í sumum umdæmum hef-
ur þeim fækkað.
Ein kæra er nóg
í Esbjerg svo tekið sé dæmi er
gengið út frá því sem vísu, að allir
stundi ólöglegar veiðar. Þegar skip-
stjóri er kærður og verður sannur
að sök er sektin þung en vegna
þess, að það vakir ekki fyrir yfír-
völdum að setja memrá hausinn
þótt brotlegir séu, er þess gætt, að
sama skipið sé ekki tekið tvisvar.
Auk þess fylgjast sjómennirnir og
þeirra fólk í landi vel með ferðum
eftirlitsmannanna, sem gera lítið
að því að koma mönnum á óvart
nema þegar þarf að fylla kærukvót-
ann.
■ Stöku sinnum kemur nefnd
manna frá yfírstjórn EB í Bmssel
til að kanna hvernig danska eftirlit-
ið stendur sig í starfí og það á að
heita, að hún geri engin boð á und-
an sér. Yfirleitt vita þó allir um
komuna með hálfs mánaðarfyrir-
vara vegna þess, að nefndarmenn
panta sér ávallt hótelherbergi á við-
komandi stað í tíma. Trúlega er það
engin tilviljun, að þessi háttur er á
hafður.
Þrátt fyrir allt er eftirlitið nokk-
urt og sjómennirnir geta aldrei ver-
ið alveg öruggir um, að röðin sé
ekki komin að þeim. Er það haft
eftir eiginkonum þeirra, að þetta
fari mjög illa með þá, þeir séu upp-
stökkir og ergilegir vegna óvissunn-
ar um að geta ekki stundað ólögleg-
ar veiðar í friði.
Nýjung !
Suða og skurður
með sama tækinu !
Með Migcut 250/50 hefur ESAB tekist að
gera eitt tæki bæði fyrir PLASTMASKURÐ
(50 Amp.) allt að 15 mm efnisþykkt og
HLÍFÐARGASSUÐU (250 Amp.)
Hafðu samband við sölumenn okkar sem
veita allar nánari upplýsingar.
Forysta ESAB er trygging fyrir gæðum og
góðri þjónustu.
= HÉÐINN =
SELJAVEGI 2, SlMI 624260
VERSLUN - RAÐGJÖF
lltgeráamiw - skipstiírar
Vegna hagstæðra innkaupasamninga getum við
nú boðið ýmsarvindurá hagstæðu verði.
Togvindur, grandaravindur, gilsvinduro.fi.
Stærðir 3 til 10 tonna.
Getum útvegað lán vegna vindukaupa,
70% af kaupverði til allt að 5 ára.
Einnig getum við boðið dælur og ventla frá
Denison á mjög hagstæðu verði.
Hönnum og setjum upp vökvakerfi.
VÉLAVERKSTÆÐI
SIG. SVEINBJÖRNSSONM HF.,
SKEIÐARÁSI, 210 GARÐABÆ, SÍMI 91-52850, FAX 91 -652860
■SSBBE