Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 12
SÉRBLAÐ UM SiÁVARÚTVEG
MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991
Aukiðnám
Ýsunni pakkað
í fiskvinnslu
í Færeyjum
Vinnuaðstöðu um borð í
• •
togaranum Orvari bylt
FISK VINNSLU SKÓLINN í Vest-
manna I Færeyjum útskrifar fyrstu
nemendur sína í vor. Jafnframt verð-
ur skipan námsins þá breytt og náms-
tími lengdur í þrjú ár og fræðslan
aukin. Fyrstu nemendumir verða þó
útskrifaðir eftir tveggja ára nám.
Nemendur em nú 34.
Fiskvinnsluskólinn í Vestrnanna hef-
ur aðeins verið starfræktur i tvö ár, en
þó hefur verið ákveðið að lengja náms-
tímann úr tveimur árum í þijú. Mesta
breytingin verður á öðru námsárinu, þar
sem nemendur velja sér sjálfír starfs-
verkefni og eiga að því loknu að verða
betur undir framhaldsnám búnir.
Reynslan af beinni starfsþjálfun hefur
verið misjöfn, því misjafnt er hve geng-
ur að fylgjast með þjálfuninni. Þá hafa
sumir sótt starfsþjálfun til annarra
landa. Því er ætlunin að samræma þessa
þjálfun betur.
Morgunblaðið/Sigurgeir
ÞAÐ era mörg handtökin við flskinn áður en hann fer á markað er-
lendis. Einna mest vinna er við pökkun í fimm punda pakkningarnar
fyrir Bandaríkin, enda er það einhver verðmætasta pakkningin, seld
á 3,30 dollara pundið. Stöllumar Guðrún og Birgitta í „Hraðinu“ í
Eyjum vinna við að taka pönnumar frá borðunum og líkar það vel.
Skagstrendingur hf. í
fremstu röð í vinnuvernd
SKAGASTRÖND - GJOR-
BYLTING liefur orðið á
vinnuaðstöðu um borð í
fyrstitogaranum Örvari
frá Skagaströnd eftir sam-
vinnu sjómanna og sjúkraþjálfarans Magnúsar Olafssonar. Arni Sigurðsson
* stýrimaður á Örvari segir að það eigi sérstaklega við um blóðgunarkerfið
sem var hannað upp á nýtt í samvinnu við Magnús. Einnig hefur verið
kornið fyrir hækkanlegum pölium við vélarnar svo hver maður getur staðið
í réttri hæð við þær. „Sumir voru dálítið tortryggnir á breytingarnar í
fyrstu en ég held ég megi fullyrða að allir eru ánægðir í dag og veikindi
vegna bakverkja og vöðvabólgu hafa minnkað stórlega," sagði Arni.
í síðustu inniveru mætti áhöfnin á
frystitogaranum Örvari á fund með
Magnúsi Olafssyni sjúkraþjálfara. Fund-
urinn var haldinn að undirlagi útgerðar-
innar og tilgangur hans var að bæta
heilsu og líðan sjómanna á Örvari.
Sumarið 1989 fékk Skagstrendingur
hf. Magnús Ólafsson sjúkraþjálfara til
að fara út á sjó með skipum félagsins,
Arnari og Örvari, til að geta bent á
hvað betur mætti fara í vinnulagi og
vinnuaðstöðu um borð. í framhaldi af
því mætti Magnús á fund með áhöfninni
og læknum úr héraðinu. Á þeim fundi
benti Magnús sjómönnum á ýmsar leiðir
til að draga úr sjúkdómum í baki og
fótum og til að koma í veg fyrir vöðva-
bólgu, en nokkuð hefur borið á slíkum
kvillum um borð í íslenskum frystiskip-
um. Einnig lagði Magnús fram nokkrar
tillögur að úrbótum með staðsetningu
véla og færibanda með hliðsjón af að
gera sjómönnum verk sín sem auðveld-
jist. Telur Magnús að Skagstrendingur
hf. sé í fremstu röð meðal útgerða hvað
vinnuvernd snertir.
Að sögn Sveins Ingólfssonar fram-
kvæmdastjóra Skagstrendings er til-
gangurinn með þessari vinnu að bæta
heilsu áhafnarinnar. Telur hann að slíkt
muni skila sér í bættri líðan og ánægð-
ari áhöfn sem aftur verður til þess að
vinnan gengur betur og be'tri nýting
fæst úr hráefninu. Sveinn sagði að út-
gerðin legði mikla áherslu á að sjómenn-
irnir tækju sér frí reglulega, helst þriðja
FÓLK
Sýnir gott
fordæmi
■ HREINLÆTI við fisk-
vinnslu eins og hverja aðra
matvælaframleiðslu er mikil-
vægt. Því
skiptir miklu
máli að allir
fari eftir sett-
um reglum og
yfirmennirnir
sýni gott for-
dæmi. Það
gerir
Tryggvi
Finnsson, framkvæmdastjóri
Fiskiðjusamlags Húsavíkur.
Hann lætur ekki undir höfuð
leggjast að setja upp hárnetið
og fara í sloppinn, þegar kom-
ið er í vinnslusalinn.
Tryggvi
Finnsson
Andri stjórnar
fiskmarkaði
Þorlákshafnar
■ ANDRI Guðmundsson,
sjávarútvegsfræðingur, hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
nýstofnaðs
Fiskmarkaðar
í Þorlákshöfn.
Andri er 34 ára
innfæddur
Reykvíking-
ur. Hann lauk
prófi frá Sjáv-
arútvegshá-
skólanum í
Tromsö 1987
og réðst þá sem markaðsfulltrúi
að Istess hf á Akureyri. Frá
áramótum 1989 var Ándri í
hálfri stöðu sem kennari í fisk-
eldisfræðum á Klaustri og hálfri
stöðu hjá Búnaðarsambandi
Suðurlands við að athuga
möguleika á bleikjueldi sem
aukabúgrein fyrir bændur.
Andri
Guðmundsson
Síldarsnúðar með brúnni
sósu og kræklingskrókettur
■ ISLENDINGAR háfa lengst
af verið ónýtir við að borða síld
og krækling þó ýmislegt hafi _
verið reynt. Velunnari okkar Ur
verinu gaukaði að okkur merki-
legum bæklingi, sem Fiskifélag
íslands gaf út árið 1916 og
heitir hann Ódýr fæða - leiðbein-
ingar um matreiðslu á síld og
kræklingi. Bæklingurinn er
þýddur af Matthíasi Ólafssyni,
ráðunaut, upp úr tveimur norsk-
um smábæklingum. I formála
segir hann meðal annars svo:
„Væri það mjög mikill hagur
fyrir íslenzku þjóðina, ef hún
neytti síldar að miklum mun
meir en hún gjörir, því auk þess
sem hún að næringargildi jafn-
ast á við nautakjöt, er hún ljúf-
fengur matur, ef hún er sæmi-
lega matreidd, og að mun ódýr-
ari en kjöt jafnvel þótt tillit sé
tekið til hins háa verðs, sem nú
er á henni.“ Uppskriftirnar eru
margar bæði girnilegar og fram-
andi og nefnast til dæmis síldar-
býtingur, síldarómelett, síld-
arsnúðar með brúnni sósu,
hrognabýtingur, kræklings-
snúðar og kræklingskrókett-
ur.
Hafnarhús
í Grindavík
■ IVFTThafnarhús, sem á
meðal annars að geyma hafnar-
vigtina og Fiskmarkað Suður-
nesja, á að vera komið upp í
Grindavík fyrir haustið. Var
þetta samþykkt á almennum
fundi í Sjómannastofunni Vör
fyrir nokkru og skipuð nefnd
til að annast framgang málsins.
Er hún skipuð fulltrúum atvinn-
ulífsins í Grindavík og Jóni
Gunnari Stefánssyni bæjar-
stjóra. Er áætlað, að húsið
muni kosta 50-60 milljónir kr.
SJOMANNAMAL
Að draga á bátinn
Síðast var talað um orðtakið: Það gaf á bátinn. No. bát-
ur kemur fyrir f ýmsum öðrum orðasamböndum eða orðtök-
um, sem voru eðlilega í upphafí tengd máli sjómanna, en
urðu svo síðar eign almennings og þá í breyttri merkingu.
Að draga á bátinn hlýtur upphaflega að hafa verið haft
um fiskidrátt. En frá
18. öld er það þekkt
orðtak um það að
taka hraustlega til matar síns. Frá síðari hluta 19. aldar
er annað dæmi í OH, sem hljóðar þannig: „hann hafði dreg-
ið nógu mikið á bátinn' af öllu góðgætinu." Líkingin við
fiskidrátt er auðsæ. í Sturlungu kemur svo fyrir orðtakið
að sjá fyrir báti sínum. í bardaganum á Þveráreyrum þótti
Þorgilsi skarða, að frændi sinn, Sturla Þórðarson, færi óvar-
lega. Því svaraði Sturla með þessum orðum: „Lát mig sjá
fyrir báti mlnum, frændi, sem auðið má verða.“ Líkingin
er dregin af bátseiganda, sem sjálfur viil ráða ferðinni, eins
og HH bendir á í ísl. orðtökum. En Sturla vildi einmitt
ráða sjálfur ferðum sínum í bardaganum.
- JAJ
21 paHur. 1 x 20 lbs. Pryst fLök. TilBremerliaveiL Ámánudagskvöld. Pyrir kl. 22:00?
1 O/
J10/