Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991 að bæta inn í verkið nokkrum helstu perlum Porters, lögnm sem eru löngu orðin klassísk. Þau voru hugsuð og unnin frá grunni upp á nýtt, þannig að þetta er öðru- vísi uppfærsla en gerð hefur verið á þessu verki áður og heyrist mér flestir harla ánægðir með hvemig til hefur tekist.“ — Hvaða leið ferð þú sem út- setjari. Ert þú trúr frumútgáfum eða ferð eigin leiðir? „Þessi lög era flest samin á fyrri hluta aldarinnar, þegar jazz- inn, það stórkostlega listform, er að fæðast og þroskast. Flest lögin era innblásin af þeirri miklu jazz- vakningu sem mótaði samtíð Cole Porters. Ég hef reynt að vera trúr uppranalegri hljómsetningu og sveiflu laganna, en hef um leið reynt að fegra þau með nútímaleg- um litum. Ég var til dæmis ekki nógu sáttur við útfærslur margra þekktustu listamanna veraldar á „Red, Hot and Blue“ útgáfunni, sem barst mér nýlega, og hélt mig víðsijarri slíkum vinnubrögð- um. Mér hefur reyndar oft fundist Porter karlinn vera að horfa yfir öxlina á mér meðan lögin vora á teikniborðinu. Ég tók þann pól í hæðina að láta eingöngu heimamenn sjá um tónlistarflutninginn og að sjálf- sögðu mótar val á hljóðfæraleikur- um hinn tónlistarlega prófíl. Mér heyrist að Tónlistarskólinn á Ak- ureyri hafí veitt mörgum innfædd- um efnispiltinum hollt tónlistar- uppeldi." — Hvemig á það við þig að vinna í leikhúsinu? „Það hefur verið afskaplega skemmtilegt. Þetta leikhús er notalegt; sérlega indæll og skemmtilegur vinnustaður. Ég á reyndar bágt með að ímynda mér að hlýlegra andrúmsloft' sé að fínna í öðram leikhúsum, hér á landi eða annarsstaðar. Stærðin er kjörin, fullt á öllum sýningum, og yfírbyggingin ekki of mikil. Vitaskuld er kvíði í manni fyrir frumsýningu. Ég hef unnið í verk- inu frá grunni, útvegað nótur, útsett og breytt ýmsu; það hefur þurft að taka tillit til margra óska og ólíkra sjónarmiða. En vonandi nær þetta allt að ganga upp.“ — Er þessi vetur hjá L.A. kannski þara byijun á starfí þínu í leikhúsinu? „Ég get vel hugsað mér að vinna meira við leikhúsið, og sama held ég sé að segja um Ragn- hildi, konuna mína. Það væri helst að börnin okkar kynnu að gera athugasemdir við áframhaldandi leikhúslíf, því þau hafa einungis séð okkur með höppum og glöpp- um undanfamar vikur.“ Næturklúbbadúfan (Vilborg Halldórsdóttir), Ragnhildur Gísladóttir: Leikur Lilli Vanessi o g Kötu Ragnhildur Gísladóttir söng- kona fer með titilhlutverkið, hlut- verk Lilli Vanessi og skassins Kötu. „Það er mjög skemmtilegt,“ segir Ragnhildur, þegar hún er spurð að því hvernig það sé að vera komin á svið og farin að leika í söngleik. „Þetta er allt annað en að syngja með Stuðmönnum. Ég var svo heppin að fá að spreyta mig fyrst í Ættarmótinu, og það var góður undirbúningur; ég lærði margt á því, raddbeitingu og ann- að slíkt. Þetta er alveg geysilega skemmtilegt, það skemmtilegasta sem ég hef geft held ég bara.“ — Þannig að þetta er einungis byijun á leiklistarferli? „Ég vona það. Þetta hentar mér mjög vel, mér finnst svo gaman að leika. Auðvitað finnst mér líka gaman að syngja, en leikurinn er svo mikið nýnæmi. Annars stendur til hjá fjölskyld- unni að fara utan, og dveljast um tíma, en ég get vel hugsað mér að koma aftur til Akureyrar. Ég kann mjög vel við mig hér; bæði í leikhúsinu og staðnum sjálfum.“ — Hvernig á verkið við þig? „Þetta er klassastykki. Alveg sérlega vel skrifuð músík, og gam- an að fá að læra og vinna með þessa „standarda“. Uppfærsla er ólík öllum öðram að því leyti að helmingnum af lögunum er skipt út, fyrir önnur þekktari eftir höf- undinn, eins og Don’t Fence. me In, Night and Day og Every Time You Say Goodbye, og það gerir söngleikinn kannski enn áhuga- verðari.“ Helgi Björnsson: Leikur Fred Graham og Petruchio Helgi Björnsson, leikari og söngvari, fer með .hlutverk leik- stjórans og leikarans Fred Gra- hams, og stertimennisins frá Ver- óna sem tekur að sér að temja óhemjuna Kötu. „Það er mjög gaman að koma hingað til að leika," segir Helgi. „Ég hef aldrei leikið hér í húsinu áður, en hef spilað hér. Það er gott að vera á Akureyri, púlsinn er allur hægari. Og húsið er mjög gott.“ — Þetta er ekki fyrsti söngleik- urinn sem þú leikur í, þú varst til dæmis í Land míns föður, í Iðnó. Er þetta eitthvað svipað? „Já, á vissan hátt. En þetta er annað verk, og þessi tónlist Cole Porters er alveg frábær. Lögin era gullfalleg. Söngleikjaformið þykir mér mjög skemmtilegt — það er alltaf gaman að syngja.“ — Eru það örlög poppsöngvar- ans sem er leikari, að vera ráðinn aðallega í söngleiki? WILLIAM HEINESEN OG EINAR BENEDIKTSSON Færeyska sagnaskáldið mat íslenskar bnkmenntir mikils FÆREYSKA sagnaskáldið William Heinesen er látinn og skilur eftir sig sögur, ljóð og myndir sem munu halda nafni hans á Iofti. Hann fæddist í Þórshöfn aldamótaárið. Skáld- sögur Heinesens og smásögur eru kunnustu verk hans, en hann kvaddi sér fyrst hljóðs sem ljóðskáld 1921 og náði góð- um árangri á því sviði. í skáld- sögunum er ljóðskáldið aldrei langt undan. Víða eru Ijóðræn- ar stemmningar og dulúð hluti frásagnarlistarinnar sem er um margt einstæð. jr Isamtali Matthíasar Johannessen við William Heinesen (Morgun blaðið 1954) kemur í ljós að Heine- sen þekkir vel til íslenskra bók- Teikning eftir William Heinesen mennta. Þegar hann er spurður að því hvaða íslenskt skáldverk hafi haft mest áhrif á hann, er svarið eftirfarandi: „Tvímælalaust gimsteinn ís- lenzkra bókmennta, Njála. Af ein- stökum skáldum hef ég sennilega lært sitthvað af Jónasi Hallgríms- syni og Einari Benediktssyni — og ekki sízt þeim Laxness og Gunnari Gunnarssyni." William Heinesen og Einar Bene- diktsson kynntust um borð í skipi milli Færeyja og Danmerkur. Glæsi- leiki Einars, andríki og hin marg- rómaða mælska hafði áhrif á Heine- sen eins og fleiri. Þessa sér merki í smásagnasafninu Gamaliels be- sættelse (1960) en það kom út í íslenskri þýðingu Þorgeirs Þorgeirs- sonar 1978 undir heitinu Fjandinn hleypur í Gamalíel. Sagan Jómfrú- fæðing gerist einmitt um borð í Botníu árið 1919 á sömu leið og áður var getið. Meðal helstu per- sóna er Einar Benediktsson og sóp- ar að honum, en aðalsöguefnið er reyndar óvænt bamsfæðing á jóla- nótt lengst úti í hafi. „Fáránleg- ustu“ sögum um Einar er haldið til haga (seld norðurljós o. fl.) og skáldið er látið fara með erindi úr Útsæ þar sem það situr að drykkju ásamt litríkum félögum sínum. Þetta „langa særingaljóð“ rís einna hæst í lokaerindinu: Sem leikandi böm á ströndu, er kætast og kvarta, með kufung og skel frá þínu banvæna fangi, ég teyga þinn óm frá stormsins og straumanna gangi stimandi, klökka djúp, sem átt ekkert lijarta. Missýnir, skuggar, mókandi ey og drangi, myndaskipti þín öll, þau skulu mér fylgja. Þó kait sé þitt bijóst, þar sem bliknar geislanna sylgja, þó björgin þú knýir til ákalls, en svarir ei neinu, allt það, sem hjúpur þíns haiborðs gjörir að einu, hnigur að minni sál eins og ógrynnis-bylgja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.