Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991 B 3 „Ég hef nú fengið að sýna á mér aðrar hliðar líka, þannig það er ekki hægt að stimpla mig svo auðveldlega. En það hefur sitt að segja að ég er söngvari. Þessi söngleikur er að vissu leyti frábrugðinn flestum öðrum. Flétt- að er samanvið hann Shakespeare- verki, lauslega í það minnsta, og við höfum farið nær raunsæislegu yfirbragði í því fremur en að vera með einhvem dáraskap.“ — Sumir segja að söngleikur sé meiri skemmtidagskrá en leik- list. „Já, maður hefur heyrt það, en hann krefst meira af leikaranum. Þetta er samruni margra forma, leikarinn þarf að geta sungið, dansað og kröfumar í leik em síst minni. En auðvitað eru söngleikir léttari í forminu og meira gaman- yfirbragð yfír þeim heldur en djúp- um dramatískum verkum, en ég held að enginn hafi sagt að gamanleikarinn sé minni listamað- ur en þeir alvarlegu, og ef eitthvað er þá er oft erfiðara að leika góð- an gamanleik.“ Þórunn Sigurðardóttir: Leiksljóri Þórunn Sigurðardóttir leikstýrir Kysstu mig Kata. „Ég hef oft leik- stýrt hér áður,“ segir þómnn, „sex eða sjö sinnum. Það er mjög gott að vinna hérna; mikið næði og leikhúsið er alveg yndislegt. Síðast var ég að leikstýra hér Húsi Bern- örðu Alba, eftir Lorca, þá var ein- ungis einn gítarleikari sem sá um tónlistina, og enginn hljóðnemi. Nú hinsvegar er húsið allt fullt af rafmagnshljóðfærum og FM- bylgjum sem þarf að stilla saman, og það getur verið meira en lítið mál. En það er gott að skipta um og fara í svona léttari verk á milli, þá kemum maður aftur ferskari til að takast á við dramatískari verk.“ — Ertu að segja að lítið drama sé í söngleiknum? • „Nei, alls ekki! Þetta er ofsalega skemmtileg, stór og lífleg sýning." — Þið breytið verkinu nokkuð, skiptið út nokkmm lögum fyrir önnur þekktari. „Já. Það var ákveðið þegar ég byijaði að vinna að þessu í sumar. Strax var ljóst að gera þyrfti nýja þýðingu, við fengum Böðvar Guð- mundsson til þess, og síðan þurfti Hin yndisfríða Bjanka (Vilborg Halldórsdóttir) dansar milli vonbiðla sinna. að safna liði. Ég ákvað að hafa áhöfnina frekar unga, því skemmtilegustu lögin eru jazzleg og hæfa þeim vel. Við Jakob skipt- um út nokkrum óperettulögum, sem vora ekkert sérlega hentug fyrir okkur, fyrir önnur þekktari og ijörlegri sem henta söngvurun- um betur. En verkinu breytum við ekkert, Böðvar þýddi textana og setti þá við nýju lögin.“ — Þú ert með atvinnu- og áhugaleikara í bland, hvernig er að vinna með svona blandaðan hóp? „Ég get ekki sagt annað en það sé gaman. Aðalatriðið við að vera með svona stóran hóp er að láta hann vinna vel saman. Þetta er flókin vinna og þolinmæðispuð. Við höfum gert mikið á stuttum tíma, og álagið er mikið meðan á undirbúningi stendur. En þessi ljöll hér á Akureyri eru svo ró- andi; maður er bara hérna í leik- húsinu, og það er ekkert annað til fyrir manni en leikhúsið og fjöll- in. Hvort það tekst að gera sýning- una eins skemmtilega og hún hef- ur alla burði til að vera verður bara að koma í ljós, en ég hef gaman af henni og vonandi finnst það fleirum.“ — efi William Heinesen Einar Benediktsson Þegar barnið er fætt segir skáld- ið um þann „stórviðburð" sem fæð- ing jafnan er: „Er lífið ekki frá- bært? Alveg óþreytandi! Sprúðlandi af möguleikum! Hver veit — kannski liggur þama nýr Snorri! Allavega ný mannvera, ný sál, móða á spegli, upphaf alls!...“ Þýð- ingjn er Þorgeirs. Árið 1965 hafði Heinesen verið boðið að minnast Einars á Pressu- balli Blaðamannafélags íslands, en úr því varð ekki. í staðinn sendi hann bréf stílað til Matthíasar Jo- hannessen og var það lesið upp ásamt ljóðinu Dauði Einars Bene- diktssonar. Það var Helga Valtýs- dóttir leikkona sem las bréfið og flutti ljóðið á frummálinu og í þýðingu Matthíasar. í bréfinu stendur: „Ég hefði mjög gjarnan ... viljað segja nokkur orð um Einar Bene- diktsson, sem ég var svo heppinn að kynnast persónulega og virði mjög mikils. En sem eins konar uppbót sendi ég ljóð um Einar. Ég orti það 1960 á færeysku og var það birt í tímariti okkar Varðin. Ég orti þetta ljóð er ég heimsótti Island 1954, þegar við ókum fram- hjá þeim stað á Suðurlandinu, þar sem Einar dvaldist síðustu ár ævinnar, reikaði óþolinmóður fram og aftur, gamalt skáld og farinn að heilsu, en stoltur og óbugandi þar sem hann var milli hvítbrim- andi strandar og líflauss eldvatnsins við Krísuvík. Vitneskjan um þessi örlög — með stórbrotið og dram- atískt landslag að bakhjarli — hafði óafmáanleg áhrif á mig. Ég hafði ungur hitt þetta mikla skáld, meðan hann enn var fullur af þrótti og lífs- krafti, mikilli póesiu, skaphita og einnig miklum húmor.“ í ljóðinu sem birtist í danskri gerð í ljóðabók Heinesens Hymne og Harmsange (1961) skoðar Einar skáld að lokum örlög sín, stendur að eigin sögn sundraður „þar sem myrkur ákallar myrkur" ávarpar náttúruna, hin illu og góðu öfl og kveður þjóðir heimsins. Þetta kraftmikla og myndríka ljóð endar á þessu erindi sem líta má á sem hvatningu í fullu gildi: Verið nú kvödd á minni heljarþröm þið sveinar og meyjar á jörðu. Veri það síðasta óskin mín að þið haldið ungum líkömum ykkar þar sem frumöldur sjávar sjóða á keipum stoltari en Atlantshafið - að þið varðveitið Ijósið í sál ykkar, eftirsóknarverðan sköpunarmátt orðsins og sverðsodda torsótta á tungu - að góðleiki, reiði, von og þijózka megi eins og ilmandi blóðberg blómstra nú og ávallt á þessum hafsins klettum. Þorgeir Þorgeirsson hefur einnig þýtt Dauða Einars Benediktssonar og birtist ljóðið ásamt fleiri ljóðum Heinesens í þýðingu Þorgeirs í ljóða- og þýðingasafni eftir hann 1975. Tilvitnuð þýðing Matthíasar hefur ekki komið í bók. Englendingurinn W. Glyn Jones sem ritað hefur bók um skáldskap Wilíiams Heinesens, Færo og Kosmos, 1974, segir um Dauða Einars Benediktssonar að ljóðið sé meðal þeirra ljóða skáldsins sem vitni um vonina góðu sem lífið og heimurinn byggist á. Det gode Háb nefnist einmitt ein af kunnustu skáldsögum Heinesens. Jóhann Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.