Morgunblaðið - 24.05.1991, Síða 3

Morgunblaðið - 24.05.1991, Síða 3
8 3 kÖíiGUNBLÁÐIÐ FÖSTÍJDÁGIÍR .24. MAÍ 1991 Helga Friðfinnsdóttir Ijóð eftir sjálfa sig og foreldrana á skólaskemmtun nýverið. Ég lít á það sem hlutverk skólans að örva börn til þess að mynda sér skoðan- ir, þora að segja þær og rökstyðja, spyrja spurninga og vera ófeimin að tjá tilfinningar sínar. Við kenn- um börnum að þau séu öll jafngild, öll dugleg, þótt á mismunandi svið- um sé og allar tilfinningar séu jafn- réttháar. Við viljum ekki að börn byrgi neikvæðar tilfinningar innra með sér eða fái útrás fyrir þær með barsmíðum og látum. Skoð- anaágreining verða þau líka að leysa með orðum en ekki hnefum. Enginn þarf að láta lítillækka sig eða misbjóða sér og allir verða að velja og hafna að eigin geðþótta, þannig öðlast einstaklingurinn frelsi og ávinnur sér vináttu og traust.“ Helga segir að auðvitað komi upp ýmis vandamál í mannlegum samskiptum í Hvaleyrarskóla eins og í öðrum skólum. Þá sé nauðsyn- legt að leiða málin til lykta eins fljótt og hægt er, kalla málsaðila á fund og fá þá til að segja hug sinn afdráttarlaust. Námið í fjöl- skyldumeðferð segir hún að hafi hjálpað sér mikið til þess að ta- kast á við vandamál af þessu tagi.„Stríðni og einelti eru stund- um beittustu vopn barna, þau geta verið miskunnarlaus og gera sér ekki grein fyrir hvernig er að vera fórnarlömb sjálf. Um daginn varð t.d. lítil stúlka fyrir því að hópur barna lagðist á eitt um að stríða henni í skólabílnum á leið í íþrótta- tíma. í þessu tilviki afréð ég að láta stúlkuna og forsprakka hóps- ins búa til leikþátt og leika atvikið nákvæmlega en þó með breyttri hlutverkaskipan. í lokin var litla stúlkan hin ánægðasta en hin voru gráti næst. Þarna held ég að börn- in hafi skynjað hvernig er að lenda sjálf í svona aðstöðu." — Eru foreldrasamstarf og markviss málörvun jafn mikilvægir þættir fyrir farsælt skólastarf? „Vellíðan barnsins í skólanum er aðalatriðið í mínum huga og til þess að barninu líði vel þarf það að vera fært um að tjá sig munn- lega og fá tækifæri til að tjá tilfinn- ingar sínar í máli og myndum, í leik og leikþáttum. Samstarf heim- ila og skóla er einn þátturinn í þessu. Foreldrar og systkini koma í skólann og hlýða á barnið flytja Ijóð, ræðu eða leika í leikriti og oft má varla á milli sjá hvorir eru stolt- ari af frammistöðunni, foreldrarnir eða barnið sjálft að ógleymdum kennurunum, sem finnst þeir þarna sjá árangur starfs síns.“ — Hvernig er kennslu í mark- vissri málörvun háttað? „Hún er í raun fléttuð inn í allt skólastarfið, en „Markviss málörv- un í leik og starfi" er þó skráð á stundatöfluna sem u.þ.b. hálftíma námsefni í byrjun hvers skóladags hjá fyrsta, öðrum og þriðja bekk og fjóra daga vikunnar í fjórða og fimmta bekk. Hver kennari býr til vikuáætlun og kennir samkvæmt henni. Oft reynir heilmikið á hug- myndaflug kennarans til þess að gera námsefnið fjölbreytt og skemmtilegt. Þeir hafa verið ein- staklega áhugasamir og búið til alls konar verkefni, sem tengjast helstu áhersluþáttum s.s. rími, Ijóðum, frásögn, upplestri, fram- sögn, umræðum og munnlegri og leikrænni tjáningu. Kennslan fer fram í afslöppuðu andrúmslofti í „heimakróki", þar situr hver á sín- um púða, sem foreldrarnir saum- uðu reyndar hér í skólanum í vetur og börnin teiknuðu myndir á. Stundum er þó notað ræðupúlt og brýnt er fyrir öllum að sýna þeim sem er að tala þá tillitssemi og virðingu að hlusta. Annars er þemavinnan e.t.v. skýrasta dæmið um hvernig hægt er að tengja sam- an markvissa málörvun og for- eldrasamstarfið." — Hvert er meginmarkmið þemavinnunnar? „Öll þemavinna hjá okkur bygg- ist fyrst og fremst á að efla tengsl, mynda vináttu og samkennd milli kennara, barna og foreldra, kenna börnunum að tjá sig munnlega og hvetja drengi og stúlkur til að leika sér og vinna saman í hópum. Önn- ur markmið helgast af því við- fangsefni, sem tekið er fyrir hverju sinni. Fyrsta viðfangsefni okkarvar haustið þá jólin og síðast fjölluðum við um fugla. Unnið var með hvert þema í fjórar vikur. Síðustu vikurn- ar fyrir páska unnum við saman að viðfangsefninu; „Leikir, inni- og útileikir, dans og leikræn tjáning.'1 Inn í verkefnið var auðvelt að flétta ýmsum námsgreinum s.s. móður- máli, stærðfræði, tónmennt og leikfimi. Ennfremur hentaði það vel til að fjalla um ýrnis vandamál, t.d. einelti, efla samstarfsvilja barn- anna og kenna þeim að virða og fara eftir reglum. Frímínúturnar voru líka notaðar til hins ýtrasta, ákveðnir leikir voru skipulagðir og allir kepptust við að finna upp á einhverju nýju og skemmtilegu." — En hlutverk foreldra, hvernig tóku þeir t.d. þátt í leikjaþemanu? „Börnin unnu verkefnið bæði í skólanum og heima. Kennararnir höfðu samband við foreldrana og báðu þá að aðstoða börnin við að skrifa niður lýsingu á einum inni- leik og einum útileik auk þess voru þeir beðnir um að hjálpa þeim við að búa til lítið Ijóð um leiki. Við höfum hvatt foreldra, afa og ömm- ur til þess að segja börnunum sögur frá æskuárum sínum og!. þarna var kærkomið tækifæri til að fá frásögn af uppáhaldsbernsk- uleikjum þeirra. A þennan hátt geta börnin miðlað hvert öðru og kennurum sínum þekkingu og fróð- leik og vafalaust er hægt að verð- veita ýmsa leiki frá gleymsku með þessum hætti. Skemmtun, sem haldin var í skólanum í lok þema- verkefnisins, var punkturinn yfir i-ið, þátttaka foreldra var mjög góð, hvert einasta barn kom fram, kynnti sig, fór með Ijóðið sitt og án efa hefur sjálfsmynd þeirra eflst og sjálfsöryggi aukist eftir góða frammistöðu. Ýmislegt fleira var til skemmtunar þ. á m. leikþættir og dans, einnig fengu börnin for- eldrana með sér í leik og skiptust Fylgstmeó Foreldrum stendur til boða að koma í skólann og fylgjast með skólastarfinu. Hér er Guðrún Ólafsdóttir í heimsókn, en hún og eiginmaður hennar, Adolf Örn Kristjánsson, eiga tvo syni í Hvaleyrarskóla, Óskar í 5. bekk og Adolf í 2. bekk. Þau hjónin eru foreldrafulltrúar hvort fyrir sinn bekkinn og seg- ir Guðrún það ágætis fyrirkom- ulag og vel þess virði að leggja eitthvað af mörkum til eflingar samstarfinu. „Mérfinnst strák- arnir okkar hafa lært heilmikið á þessum eina vetri, þeir eiga auðveldara með að tjá sig og þótt oft kastist í kekki milli þeirra geta þeir rætt málin og beðist fyrirgef ningar þegar málin hafa verið til lykta leidd.“ á að útskýra leikreglur og stjórna leikjunum." A undanförnum árum hefur ver- ið mikil umræða um samstarf heimila og skóla, foreldrastarf í skólum og starf foreldrafélaga. í aðalnámskrá grunnskóla eru ákvæði um slíkt samstarf og í nýju grunnskólalögunum er hlutur for- eldra gerður stærri varðandi ákvarðanir um skólamál. Einn liður í þeirri viðleitni er að skólaráð verði starfrækt við sérhvern grunnskóla og eiga starfsmenn skóla, nem- endur og foreldrar að tilnefna hver sinn fulltrúa til setu í ráðinu. Eins og nú háttar eru skólarnir mislangt á veg komnir með skipu- lagt foreldrasamstarf. Helga segir að aðstæður til að byggja upp slíkt samstarf í Hvaleyrarskóla hafi ver- ið sérstaklega hagstæðar, einkum vegna þess að skólinn er ennþá fámennur og því auðveldara að kynnast bæði börnum og foreldr- um. Kennarar hafi því getað lagt grunninn fyrir framtíðina og verði efalítið betur í stakk búnir til að halda áfram á sömu nótum þótt nemendum fjölgi. En eru allir for- eldrar jafn reiðubúnir til þess að leggja á sig vinnu í tengslum við foreldrafélagið, eða lendir vinnan e.t.v. á einum eða tvennum for- eldrum? „Til þess að koma í veg fyrir slíkt var farin sú leið að stofna bekkj- arfélög foreldra. Mér virðist það hafa gefið góða raun og vera hvetj- andi fyrir foreldra. Með þessu móti finnst þeim nálægðin við barn sitt meiri og auðveldara að hafa áhrif til þess að þjóna hagsmunum þess. Á fyrsta bekkjarfundi vetrar- ins var ákveðið að skipta viðfangs- efnum í verkefnahópa. Foreldrar völdu sér síðan þann hóp, sem féll best að áhugamálum þeirra. Ég er sannfærð um að þetta er rétta leiðin til þess að virkja starfs- krafta þeirra, því það er eins með fullorðna og börn, allir njóta sín best á því sviði, þar sem hæfileik- arnir eru mestir." — Er þá ekkert eitt foreldrafé- lag við skólann? „Hvert bekkjarfélag þarf að til- nefna tengilið úr sínum hópi. Til hans getur skólinn leitað ef koma þarf boðum til foreldra bekkjarins, minna á samkomur, skipuleggja verkefni o.s.frv. Tengjliðirnir mynda síðan foreldraráð fyrir allan skólann. Þeir velja úr sínum hópi talsmenn samtakanna og ákveða hverjir skuli sitja kennarafundi sem áheyrnarfulltrúi foreldra. Tengilið- ur foreldra þarf einnig að vera reiðubúinn til að sitja í skólanefnd og skólaráði. Helga segir áhuga sinn á kennslu síst fara þverrandi með árunum og mikið af frítíma sínum verji hún í lestur alls kyns efnis viðvíkjandi starfinu. Hún er ánægð með fyrsta starfsárið í Hvaleyrar- skóla og finnst mikið hafa áunnist, sérstaklega finnst henni foreldra- samstarfið hafa gengið vel. „Þegar foreldrar koma að eigin frumkvæði með tillögur til eflingar samstarf- inu, styrkir það trú mína á mikil- vægi þessa starfs. Hvaleyrarskól- inn stendur foreldrum alltaf opinn fyrir fundi, námskeið og hvað eina, sern kemur nemendum til góða. Ég vil að skólinn sé „lifandi" vettvangur fyrir nemendur, for- eldra og kennara; raunveruleg miðstöð fyrir uppalendur, þ.e. kennara og foreldra. Hvorugur aðilinn getur án hins verið og sam- eiginlega bera þeir ábyrgð á upp- eldi og fræðslu barnanna. Góður árangur næst ekki nema gagn- kvæmt traust og virðing ríki þeirra á milli. Skólinn hefur betri aðstöðu til að vera leiðandi á þessu sviði, en samstarfið krefst vilja, tíma og kjarks af öllum vegna þess að um er að ræða vinnubrögð, viðhorf og hugsunarhátt, sem mörgum er ennþá framandi. Sum okkar hafa reist varnarmúra í kringum sig, múra sem einangra, sundra og skaða. Til þess að geta raunveru- lega sameinast; börn, foreldrar og kennarar, þurfa þessir múrar að hverfa. Samvinna heimila og skóla skapar samhyggð og traust og leggur grunninn að kærleika og gleði sem brýtur þessa múra.“ vþj Á starfsdögum er umtið skapgndi starf Marsibil Ólafsdóttir órganga- og fagstjóri í Hvaleyrarskóla segir fró kennarasamstarfinu, „heimatilbúnum“ kennslubókum o.fl. HELGAog Marsibil Ólafsdóttir, sem nú er árganga- og fagstjóri í Hvaleyrarskóla, fundu fljótt að áhugi þeirra og skoðanir á mannlífinu fóru saman. Þær hafa báðar mikinn áhuga á skól- astarfi og kynntust reyndar á námskeiði um nýbreytnistarf. Fljótlega hófu þær að vinna saman að ýmsum verkefnum og m.a. lagði Helga sitt af mörkum við lokavinnslu kennslubókar- innar Svona geri ég, eftir þær Marsibil og Sunnevu Filippus- dóttur. í bókinni eru foræfingar og mörg skemmtileg verkefni fyrir 6 ára nemendur. Eftir að Helga fékk skólastjórastöðuna við Hvaleyrarskóla varð það hennar fyrsta verk að ráða Marsibil til starfa. Tíu kennarar starfa við Hvaleyr- arskóla, þar af einungis einn karlmaður, sem kennir íþrótt- ir. Marsibil segir að starfsandinn sé einstaklega góður, enda séu allir kennararnir meðvitaðir um að lítið þýði að kenna börnunum jákvæð viðhorf og að lausn vanda- mála felist í hreinskilnum skoð- anaskiptum, ef þeir geti ekki breytt þannig sjálfir. - Hvernig er samstarfi kennar- anna háttað? „Um vorið, áður en skólinn tók til starfa, kallaði Helga okkur öll á sinn fund til þess að við gætum kynnst og rætt m.a. um hvernig best væri að haga samstarfinu á komandi vetri. í vetur hafa kenn- arafundir verið haldnir einu sinni í viku. Þar eru öll mál tekin til umfjöllunar, við berum upp hug- myndir, ræðum um hvernig leysa Marsibii Olafsdóttir megi hin ýmsu vandamál og látum allt flakka, sem okkur býr í brjósti. Kennarastarfið er ekki einungis fólgið í kennslunni sjálfri, mikill tími fer í að skipuleggja náms- efni, útbúa kennslugögn og séu kennarar áhugasamir fer ómæld- ur tími í lestur og ýmiss konar námskeið. - Er skólastarfiö þá skipulagt á kennarafundum? „Að einhverju leyti, hins vegar fá kennarar svokallaða starfsdaga samkvæmt kjarasamningum. Þessa daga nýtum við m.a. til að skipuleggja þemaverkefni, fara í heimsókn í aðra skóla og kynna okkur hvað þar er helst að ger- ast. Við höfum ennfremur fengið fagfólk á hinum ýmsu sviðum til þess að halda fræðsluerindi. í hugum sumra tengjast starfsda- garnir gömlu mánaðarfríunum, en þau voru frídagar kennara og nemenda og voru haldin í þeim mánuðum þegar enginn annar frí- dagur var. Núna eru starfsdag- arnir ekki hvíldardagar kennara, eiginlega er mesta vinnan einmitt þá og okkur finnst mikilvægt að nýta þá sem allra best.“ - Hvernig vinnið þið þær bæk- ur, sem þið útbúið sjálf og notið sem kennslubækur í skólanum? „Við biðjum foreldra að hjálpa börnunum að búa til Ijóð og sögur í sambandi við þemavinnuna. í lok verkefnisins útbúa kennarar bæk- ur úr þessum efnivið fyrir bekkinn sinn. Við erum einnig að vinna að bókum úr nöfnum barnanna. Þær bækur vinnum við þannig að við sitjum öll saman í heimakróki og reynum að finna eins mörg orð og við getum úr stöfunum í nafni viðkomandi. Síðan fer hvert barn heim með orðin úr sínu nafni og reynir með aðstoð foreldra að nota sem flest þeirra í sína sögu. í skólanum myndskreyta þau svo söguna, en margar skemmtilegar sögur eru afrakstur þessa verk- efnis og ætlunin er að nota þær sem lestrarbækur næsta vetur." Marsibil lauk kennaraprófi árið 1970 og hefur starfað nær óslitið sem kennari síðan þá, síðast í Hjallaskóla í Kópvogi. Þar segir hún að hefðbundið skólastarf hafi oft verið brotið upp með fræð- andi og skemmtilegum valmögu- leikum fyrir nemendur. Marsibil telur reynslu undangenginna ára nýtast sér vel á nýjum stað, enda sé aldrei nein lognmolla yfir kenn- arastarfinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.