Morgunblaðið - 24.05.1991, Page 6

Morgunblaðið - 24.05.1991, Page 6
§ ö - MORGÚnBLAÐIÐ 'MfeTÚD’ÁÍGÚáVy/MAí'ig^í Margar konur verða fyrir því aftur og aftur að laðast að sömu gerð karlmanna. Þegarfundum þeirra ber fyrst saman, eru þær alveg vissar í sinni sök: Þetta er einmitt sá rétti fyrir mig. En óðara en varir er öll hrifningin horfin aftur. Hér á eftir verður rætt um það frá sálfræðilegu sjónarmiði og kyn- lífsathugunum, hvernig á þessu stendur. Hrifnæmi Það skellur á með ofurkrafti, og það er jafn erfitt að hafa taumhald á því eins og á kynferðislegum við- brögðum líkamans; það er ákaft, æsandi, ástríðufullt — en er það ástin? Það virðist að minnsta kosti vera eins og ást. Og það er einung- is einn karlmaður af mörgum hundr- uðum sem vekur þvílíkt tilfinninga- rót hjá konu; það gæti t.d. verið þessi „með sérstaka augnaráðið" eða sá sem hefur þetta „kyn- örvandi göngulag", hinn „glað- væri", sá „einarði" eða sá „krafta- legi". Aftur og aftur er það sama manngerðin meðal karlmanna sem hefur ómótstæðilegt aðdráttarafl á konuna: Það blossar upp „amour fou"eins og Fransmenn orða það, „örlagaþrungin hrifning" eins og Bandaríkjamenn kalla fyrirbrigðið. Það uggvænlega við þess háttar skot er, að það hefur á sér öll höfuð- einkenni sannrar ástar, þótt þetta sé reyndar einungis tálsýn: Voldug hamingjutilfinning tekurvöldin og fullvissan er hundrað prósent: Þetta er „sá eini rétti". Karlmaður á borð við besta kampavín, bæði freyðandi af tilfinningahita og eggj- andi; karlmaður eins og segull, aðl- aðandi og ómótstæðilegur, karl- maður á borð við hæsta happdrætt- isvinning! Konur halda staðfastlega í þá rómantísku hugmynd, að tilfinning- ar séu alltaf óskeikular með tilliti til hinnar einu sönnu ástar. En samt eru tilfinningar þeirra stöðugt að leiða þær á villigötur. Karlmaðurinn þarf aðeins að hafa til að bera rétt- ar „maka-útlínur", aðeins vissa eig- inleika sem konur setja mjög á odd- inn og þá er þeim oftast öllum lok- ið af hrifningu: Þær gana beint inn íhina örlagaríku hrifningar-gildru. Og það er að verða sífellt algeng- ara, að fólk verði einmitt fyrir þessu; karl og kona hefja sig saman í blind- flug á vit hamingjunnar, en eftir einungis sex vikur og í síðasta lagi eftir tvö ár lenda þau svo aftur heldur harkalega á grjóthörðum grundvelli raunveruleikans: Það reyndist sem sagt ekki vera „sá eini rétti", og allt þeirra samband hafði bara verið þrotlaus streita og uppnám; óskirnar höfðu reynst ós- amrýmanlegar, væntingar allar ólík- ar, tilgangur lífsins allur annar að mati hvors um sig. Á Vesturlöndum fer hjónaskiln- uðum sífellt fjölgandi; æ fleiri hjón sjá enga aðra leið út úrtilfinninga- legum ógöngum sínum enað láta leysa upp anda og atferli móður eða föður og á samspili foreldranna í dagleg- um háttum eða annarra fyrirmynda. Mynstrið í þessu atferli hefur barns- heilinn tileinkað sér og geymir. Síð- ar nýtist þetta heimafengna mysnt- ur sem forrit fyrir hæfum og viðeig- andi ástar-aðila sem verið er að kjósa sér. Þetta er ómeðvitað ferli, því að heilinn er „óskaplega íhalds- samt hugsunartæki. Heilinn hafnar því yfirleitt að læra nokkuð nýtt til viðbótar en kýs fremur að fylgja fastmótuðu hugsanamynstri sem hann hefurlært héráðurfyrr." Heilinn flokkar niður af hinni mestu smásmygli það sem er við hæfi í atferli annarra og það sem ekki fellur inn í mynstrið og beitir við það mjög þéttri skynjunarsíu: Ein- ungis karlmenn, sem passa að öllu leyti ífgrrits-mynstrið, komast í gegn. Ástæðan kann að vera sú að þeir hafi svo sterk áhrif — eða séu svo dularfullir — eða svo hjarta- hlýir. Allt annað karlkyns vekur þá konunni ekki hinar minnstu hrifn- ingarbylgjur. Þau augljösu einkenni sem aðrir karlmenn hafa til að bera passa einfaldlega ekki inn í valforri- tið hjá hinni gjafvaxta konu. En hvað skal þá segja þegar sá kraftalegi, sem hjarta konunnar hefur kjörið sér til maka, reynist vera sjálfselsk- ur harðstjóri, sá dularfulli reynist vera hinn mesti sérvitringur, sá hjartahlýi ekkert annað en dusil- menni? Það er meiriháttar ófögnuð- ur. Makaval sem stöðutákn Það tekur yf irleitt langan tíma að læra nýjan hugsanagang og nýj- ar aðferðir við að draga ályktanir. Það verður fyrst að gera sér fulla grein fyrir, hvað það raunverulega er að elska; fólk verður fyrst að gera sér almennilega grein fyrir hverjar eðlilegar þarfir þess eru í daglegu lífi og á tilfinningasviðinu. Vegna þess hve endurhæfing hugs- unarháttarins tekur langan tíma, er svo algengt að konur jafnt sem karlarendurtaki glappaskotin í ásta- málum, af þvíað sú slæma reynsla, sem þau höfð- þolað af fyrri mistökum, hefur samt ekki kennt þeim neitt nýtt, Ef einhver kona á það til að hríf- ast aftur og aftur af sterkleg- um, stjórnsömum karl- mönnum, þá gerir hún séreinfaldlegaekki Ijóst, að hún er sennilega aðfara að ráði foreldra sinna um að „leita að manni sem geturséð sómasamlegafyrir fjölskyldu". En öll tilfinningatengsl við slíkan sjálfselskan harðstjóra þljóta bráttaðfaraútum þúfur, af því að hann sértil þess að eiginkonan sé fyrst og fremst auðsveipen komist ekki upp neð neinatilburði til persónulegs sjálfstæðis í hjónabandinu. Samt er það svo, að í mörgum tilvikum erþað harla augljóst hvers vegna makavalerlátið byggjast á skyndilegri, illa grundvallaðri hrifningu; þannig velja konur sér stundum maka af hreinniog beinni hégó- magirnd og líta þá gjarnan á manninn sem„góðan feng" eða nauðsynlegt „stöðutákn". Kon- an laðast þá sérstaklega að þeim karlmanni sem hefur öruggt „markaðsgildi" íþjóðfélaginu. Því myndarlegri og betur gefinn sem hann er, þeim mun erfiðari kann hann að vera konunni sem ætlar sér að „næla í hann", en eftir að henni hefur svo tek- ist það, finnst slíkri konu að hún sé sjálf orðin miklu eftir- sóknarverðari í augum ann- arra karlmanna. Eig- inmaðurinn gegnir þá meira eða minna því hlutverki að vera hennar helsta djásn sem hún geturpunt- að sig með. En það þarf ekki að vera annað en einhver sérstakur kvik- myndaleikári sem slærí gegn á hvíta tjaldinu sem konantekur sér beint til fyrirmyndar, þegarhún verðuryfirsig ástfangin af karlmanni með áþekkt yfir- bragð og svipað útlit og kvikmynda- hetjan sem þá stundina er ítísku. Stundumerþað hægláturfjárafla- maðursem kveikir samstundis skíðlogandi ástarbál í hjarta konu sem hefur einsett sér að koma sérfyrst og fremst upp fjárhags- lega öruggum bakhjarli í lífinu. Alveg æðislegt að hafa einn slíkan sér við hlið! Vandinn er bara sá, að eiginmenn sem konan hefur valið sér af svo hé- gómalegum ástæðum reynast henni ekki endi- lega sem hinn æskileg- asti lífsförunautur: Það er hægt að ráða bót á Ijótu göngulagi og klunn- alegum hreyfingum, hægt að bæta málfarið, unnt að breyta um hár- greiðslu, stunda líkams- rækt, grenna sig og þjálfa, en „það er ekki hægt að sveigja og beygja skapgerð manns upp á nýtt", segirþýski mannfræðingurinn Hans Wilhelm Jurgens. Það sem í fyrstu virtist svo óskaplega hrífandi í fari mannsins, reynist oft á tíðum vera hrein- asta blekking, og hún kemur fljótt í Ijós í sam- búðinni. Vel getur ver- ið, að hinn aðilinn hafi hjónaband sitt á lagalegum grund- velli. Allur sá mikli fjöldi ungs fólks sem bjó saman í óvígðri sambúð, en hleypur svo skyndilega á brott fyrirvaralítið, það er ótalið í þessu yfirlitiL. En eitt er víst, að tala frá- skilinna karla og kvenna hefurtvö- faldast á síðastliðnum 25 árum. Og það sama gerist aftur og aftur, þ.e.a.s. að hin vonsvikna, fráskilda kona heitir því hátíðlega með sjálfri sér: Þetta verður allt öðruvísi líf með þeim næsta! En því miður verður oftast ekk- ert annað úr því nýja sambandi en bara góður ásetningur; sá unaður sem hin nýja hrifning vekur nær óðar en varir að afmá allar þær mótbárur og öll þau rök sem mæla gegn formlegri sambúð. Gamalkunnugt fyrirbrigði Þetta vissu menn líka hérfyrr á öldum eins og t.d. Marie Henri Beyle, betur þekktur af dulnefni sínu Stendahl. Skáldið fékk að reyna það í fjölmörg skipti hvers konar tálsýn slík örlagaþrungin hrifning var, og hann gerir sér líka fulla grein fyrir þessu fyrirbrigði þegar hann skrifar árið 1822: „Ást- in er einna líkust ákafri hitasótt; hún grípur okkur heljartökum og dvínar svo, án þess að viljinn eigi nokkurn minnsta þátt í því.“ En hvernig stendur þá á því, að svo margar konur og margir karl- menn raunar líka verða fyrir því aft- ur og aftur að festa ást á einhverj- um / einhverri sem fljótlega reynist engan veginn uppfylla þær ósköp eðlilegar kröfur sem viðkomandi gerirtil maka síns? Félagsvísinda- menn og sálfræðingar þekkja vel til lögmálsins sem liggur að baki slíkra raðtengdra glappaskota í ást- amálum. Og af því að þess háttar fræðingarvilja auðvitað brjóta mál- in til mergjar, hafa þeir víst haft upp á sjálfum kjarna vandamálsins og undirrót sem er að finna í bernsku- og æskuárum. Sérhver manneskja leitar sér maka eftir mjög svo flóknu mynstri sem að hluta er tilkomið af erfðaeig- indum, að hluta af fastmótuðu hegðunarmynstri; sem sagt með- fætt og mótað af upþeldi. Að verða ástfanginn — þannig séð — er að hluta eðlisávísun sem tengist æxl- unarhvötinni. En að mestu leyti er ásthrifni samt atferli sem hefur lærst á unga aldri. Alveg eins og hinn frægi atferlisfræðingur, Konrad Lorenz, mótaði grágæsar- ungana frá upphafi með uppalandi atferli sínu, þannig mótast menn líka frá blautu barnsbeini af uppalendum sísnum og þeim sem þeir umgangast. Vísindamenn álíta því, að ástin eigi upptök sín í eins konar ratsjárleit sem byggist ómeðvit- að á skapgerð viðkom-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.