Morgunblaðið - 29.06.1991, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29..JÚNÍ 19ai
a o
JB, 7
Frimod Joensen: „Gjógv,“ olía á masónít.
á“, segir Frimod og birtist með sæt-
lega mynd af blómum í vasa. Einnig
er hann með litla mynd pakkaða í
maskínupappír og tekur hana upp:
„Þessi er frá Kvívík", segir hann;
nokkur litskrúðug hús í forgrunninn
og aftar eyjan Koltur.
— Ég spyr út í aðra færeyska list-
amenn.
„Ég þekki ekki marga þeirra. En
hér eru vissulega margir sem vilja
vera listamenn: rithöfundar, tón-
listarmenn og máiarar.“
— En eru það ekki?
Frimod hristir höfuðið. „Þetta er
svo lítið samfélag að það er ekki
grundvöllur fyrir það. Það eru svo
margir sem teikna og mála án þess
að þeir séu listamenn."
— Hvað með unga málara?
„Þeir eru margir. En þeir mála
allir abstrakt. Ég hata abstrak-
tið!“ segir hann, kveður fast að
og patar höndunum út í loftið
til áherslu orðum sínum: „Það
er húmbúkk. Ég veit það. Einu
sinni var danskur blaðamaður
frá Politiken í heimsókn hjá Pic-
asso í Cannes og tók við hann
viðtal. Þá sagði Picasso meðal
annars: „Því minna sem fólk
botnar í myndum mínum, því
meira er borgað fyrir þær!“
Þetta er rétt og þannig geta
svona karlar blekkt almenning.
Það kann ég ekki að meta því
ég veit að þetta er engin list.“
— Nú málar Ingálvur av
Reyni bæði abstrakt og fígúra-
tíft, hvernig kanntu að meta
það?
„Hann gerir já bæði, en fólk
kann mun betur að meta gömlu
myndirnar hans, þær eru betri.
Annars heldur fólk yfirleitt að
ailt nýtt sé betra, og hefur það
upp á stall."
— En vilja Færeyingar ekki
helst sjá landslagsmyndir?
„Jú, það vil ég. Eg vil ekki
sjá abstraktið.
Nei, fólk hrífst af furðu-
legustu hlutum. Rokk og ról er
nú eitt. Það þoli ég ekki. Það
er væmið og tilgerðarlegl, og
gerir marga klikkaða.“
— En er nokkuð svo mikið
af rokkurum í Færeyjum?
„Hér! Hér er allt fullt af svona
rokkurum. Það er sko alveg á
hreinu.“
— Þú segist mála allt mögu-
legt.
„Já já, nakið fólk, tré, fjöll
og hús. Á sumrin fer ég um
eyjarnar og skyssa, veturna nota
ég mikið í að vinna úr þeim ferð-
um.“
— Zacharias Heinesen sagð-
ist einnig fara um eyjarnar á
sumrin og skyssa.
„Já, hann málar svona hálf-
abstrakt,“ segir Frimod og er
ekkert ánægður með það.
Við ræðum að lokum um eldri
listamenn á eyjunum, Frimod
er hrifinn af grafíklistakonunni
Elinborgu Lutzen og ég minnist
á frumheijann Mikines.
„Já, hann var sá fyrsti,“ seg-
ir Frimod. „Hann gerði nú margt
gott, var fantagóður málari. Og
ekki neitt abstrakt!"
KÁRI ÁRTING BÓKAÚTGEFANDI
Bcekur seljast best
fyrirjólin
I SAMTOLUM við færeyskt bókmenntafólk keinur glögglega í
ljós að mikil gróska hefur verið í bókaútgáfu síðustu árin. Bók-
um á færeysku hefur fjölgað mikið, frumsömdum sem þýddum,
barnabókum, skáldsögum og hverskonar handbókum.
Helstu bókaútgáfurnar eru
Kennarasamband Fær-
eyja, sem gefur út meginhlutann
af þeim barnabókum sem koma
út, Skólabókaforlagið sér um
námsbækur og Stúdentafélagið í
Kaupmannahöfn hefur gefið út
margar skáldsögur, smásagna-
og ljóðasöfn. Þá
er það Bóka-
garður, sem
Emil Thomsen
stýrir, en hann
einbeitir sér að
endurútgáfum
gamalla bóka, og
stórum verkum
eins og lista-
verkabókum.
Þá eru fjöl-
margir smærri
aðilar sem gefa
út bækur, en
einn þeirra er
Kári Árting í
Kollafirði sem
stjórnar Bóka-
klúbbnum; þeim
eina sinnar teg-
undar í Færeyj-
um. Kári telur
markaðinn fyrir
bókaklúbb góð-
an, fólk kaupi
það mikið af bók-
um, bæði frum-
sömdum og þýddum. En hann
segir að þó verði að leggja
áherslu á þekkta höfunda sem
ekki þarfnast mjög mikillar
kynningar. Bókaklúbburinn hef-
ur starfað í nokkra mánuði og
hefur sent frá sér bækur eftir
egypska nóbelsverðlaunahafann
Naguib Mahfouz, Fay Weldon,
Herbjörgu Wassmo, endurútgáf-
ur á bókum eftir Jens Pauli
Heinesen, og um þessar mundir
er væntanleg bók Einars Kára-
sonar, Þar sem Djöflaeyjan rís,
en Carl Johan Jenssen þýðir.
Nýjar bækur í Færeyjum kosta
á bilinu 2.200 til 2.600 krónur.
Kári lætur
prenta í Dan-
mörku til að geta
haldið verðinu
eins mikið niðri
og mögulegt er,
en prentun er
mun dýrari í
Færeyjum.
„Upplag
hverrar bókar er
á milli fimm og
sexhundruð ein-
tök“, segir Kári,
„en söluhæstu
bækurnar á jóla-
bókaflóðinu fara
kannski í rúm-
lega 1.600 ein-
tökum. Bækur
seljast lang best
hér fyrir jólin,
rétt eins og á
íslandi, en eitt
af markmiðum
bókaklúbbsins er
að koma með
nýjar bækur á
markað allt árið til að vega upp
á móti þeirri fjöldaframleiðslu.
Ég stefni þannig að því að gefa
út um tíu bækur á ári og það
ætti að geta gengið ágætlega,
með lítilli yfirbyggingu og ef
vandað er til allra þátta útgáf-
unnar.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Kári Árting bókaútgefandi.
Ballettar með íslenska dansflokknum
— Hvað hefur þú helst verið að semja þess
utan síðustu árin?
„Ég var lengi með ballettana tvo í smíðum;
Turnana fjóra, sem byggir á ljóði eftir Heine-
sen, og Harra Pétur og Elínborgu. Ég samdi
tónlistina á árunum 1984-86, en ballettarnir
voru settir á svið í Norðurlandahúsinu fyrir
tveimur árum með Islenska dansflokknum.
Þetta voru heilmikil verk, dularfull og nokkuð
færeysk vona ég. Síðustu árin hef ég einnig
samið nokkuð af kammertónlist, hef til dæmis
unnið nýtt verk út frá dönsum eftir Svabo og
það verður frumflutt í sumar. Þá hef ég samið
ýmis einleiksverk fyrir mismunandi hljóðfæri,
þar á meðal klarínettukonsert sem verður senn
fluttur á sinfóníutónleikum í Kaupmannahöfn.
Ég er að byija að semja tónlist við kvik-
mynd um fuglalíf í Færeyjum, en kvikmynda-
tónlist er nokkuð sem ég hef ágæta reynslu
af. Þá er ég einnig að semja einleiksverk fyrir
íslenskan sellóleikara, Höllu Bryndísi Gylfa-
dóttur. Það er gert í samstarfi við íslenska
aðila, Halla mun væntanlega koma og halda
tónleika hér og þá verða leikin færeysk verk
og íslensk."
— Hvernig gekk samstarfið við íslenska
dansflokkinn á sínum tíma?
„Mjög vel. Dansararnir og aðrir sem unnu
að uppsetningunni voru ákaflega áhugasamir.
Ætlunin var að taka verkið upp á íslandi og
kvikmynda það þar, en því miður varð ekki
af því. Þjóðleikhúsið gat ekki staðið fyrir upp-
færslunni og enginn annar staður var til að
dansa á. Það er ósk mín að ballettarnir verði
einhvemtiman settir upp á íslandi, þó ég viti
ekki hvort af því geti orðið. ísland er líka lítið
land og þar er ekki hægt að gera allt sem
menn langar til. Ég veit líka að ástandið er
erfitt hjá dansflokknum, hann býr við aðstöðu-
leysi og hefur úr litlum peningum að moða.
En ég hef einnig átt ágætt samstarf við ís-
lenska tónlistarmenn, einkum þó í jassi.
Ég er ákaflega áhugasamur um balletta og
óperur. Það reyndist erfitt að semja ballett hér
og fá hann settan upp, en það væri enn erfið-
ara í Kaupmannahöfn. Danir líta alltaf með-
hálfgerðri fyrirlitningu á það sem kemur frá
Færeyjum og Grænlandi. Mér finnst betra að
eiga samstarf við Svía og Norðmenn, þeir bera
virðingu fyrir Færeyjum sem litlu og sjálf-
stæðu landi.“
Færeyskir tónlistarmenn eru kamelljón
Hljómsveitin Yggdrasill heldur um þessar
mundir upp á tíu ára afmæli, en hún hefur
leikið jasskennda tónlist eftir Kristian inn á
átta hljómplötur. „Yggdrasill er enn starfandi
og í haust
förum við í
tónleikaferð
um Norður-
lönd, og
komum til ís-
lands í sept-
ember. Ég
skrifa tón-
listina sem
við leikum og
leita mikið
áhrifa í
myndlist,
skáldskap og
slíkt. Ég
reyni að opna
fyrir þau
áhrif sem ég
verð fyrir,
inn í tónlist-
ina.“
— Seljast
hljómþlötur
ykkar ekki
víða?
„Já og nei.
Við seljum á
mörgum
stöðum en
ekki mörg eintök. Við erum ekki þekkt nafn
úti í heimi og höfum ekki þá peninga sem
þarf til að kynna hljómsveitina á alþjóðlegum
markaði. Við seljum mest á tónleikum, og ég
held það sé nokkuð algengt fyrirkomulag hjá
sveitum sem þessari. Hljómplötumarkaðurinn
er svo gríðarlega stór að það þarf mikið kynn-
ingarstarf og peninga til að komast inn í sölu-
kerfið. Það er helst að litlar verslanir sem sér-
hæfa sig í nýrri tónlist og heimstónlist nái að
selja nokkur eintök. Elsta Yggdrasilsplatan er
farin í eitthvða 1000 eintökum, sú næsta í
yflr 500, síðan ein í 300, svo eins og sjá má
er þetta ekki mikil sala. Þær seljast smátt og
smátt. En Spilamennirnir, sem er þjóðlaga-
hljómsveit sem ég er í, hefur selt yfir 10.000
hljómplötur svo þar er engin ástæða til að
kvarta. Með
Spilamönn-
unum eru
tónleikar á
döfinni í
Bandaríkj-
unum og
Eistlandi á
árinu.“
— En
hvernig
gengur að
lifa af því að
vera tónlist-
armaður
hér?
„Menn
verða að
vera kamel-
lión í eðli
sínu. Menn
spila 'rokk,
jass, klassík
og jafnvel
fyrir dansi
heilu næt-
urnar, föstu-
dags- og
laugardags-
kvöld. Sjálf-
ur hef ég oft geit þetta og það getur verið
býsna gaman, jafnvel þó spilað sé til fimm um
morguninn. Ef menn gera allt þetta er mögu-
leiki á að geta framfleytt sér. Þá eru einnig
margir sem eru að semja tónlist, Tónskáldafé-
lagið hefur um hundrað meðlimi, og þeir semja
allrahanda tónlist. Þá getur maður fengið ein-
staka verkefni hjá útvarpinu og sjónvarpinu,
en það er bara íhlaupavinna. Að spila í jass-
klúbbnum gefur engin laun, menn fá ekki einu-
sinni fyrir bjómum!
Yfir sumartímann er reyndar hægt að gera
ýmislegt í sambandi við túrismann, „góðu ferð-
amennina" sem hafa áhuga á menningu og
listum. Þá er bæði hægt að leika á tónleikum
í Norðurlandahúsinu og Listaskálanum. Ég fæ
alltaf eitthvað í höfundarlaun í hvert sinn þeg-
ar tónlist mín er leikin, bæði hér á landi og
erlendis."
— Ertu ekki orðinn meiri Færeyingur í þér
en Dani eftir öll þessi ár hérna?
„Jú kannski, ég kann ákaflega vel við mig
hér og hvað tónlistina varðar er ég algjör
Færeyingur. En í litlum löndum er alltaf meira
horft á hvaðan maður kemur. Á íslandi var
það því þannig til skamms tíma að menn urðu
að taka upp íslensk nöfn til að skera sig ekki
úr hópnum. Þannig er austurríkismaðurinn
Páll P.Pálsson íslenskt tónskáld rétt eins og
ég er færeyskt. Ef tónlist mín hefur byggt á
einhveijum grunni hefur hann aðallega verið
færeyskur, en á síðustu árum hef ég einnig
farið að vinna með þjóðlega tónlist annarra
landa. En að sjálfsögðu er ég danskur, þótt
ég líti á mig sem færeyskan tónlistamann og
tónskáld. Á því er enginn vafi.
Það er skemmtilegt hvað tónlistarlífið hér
hefur þróast mikið og ég held það megi segja
að við séum sífellt að verða alþjóðlegri. Þegar
ég kom hingað fyrst var jú mikill tónlistar-
áhugi, en allan samanburð vantaði. Ef einhver
gat glamrað svolítið á píanó, og ég tala ekki
um ef hann gat leikið eitthvða eftir Beethov-
en, þá var hann á heimsmælikvarða", segir
Kristian og hlær; „og það er ekki nema gott
eitt um það að segja, en þetta hefur samt
breyst síðustu áratugina."
Kristian Blak Morgunblaðið/Einar Falur