Morgunblaðið - 05.07.1991, Síða 1

Morgunblaðið - 05.07.1991, Síða 1
Morgunblaðið/Jón Svavarsson ;\v\mvwm A BOLAKAFI 4 5 Vatnsþjálffun ungbarna á vaxandi vinsældum aá fagna hér á landi. Tæpt ár er liðið síðan Snorri Magnússon þroska- þjálfi og íþróttakennari fékk aðstöðu til slíkrar þjálfunar í sundlauginni við Skálatúnsheimilið og í vor hófu hjónin Jón Júlíusson og Helga Gunnarsdóttir íþróttakennarar að kenna ungbarnasund í Suðurbæjarlauginni í Hafnarfirói. Ásókn er mikil og margir foreldrar panta tíma meðan barnið er enn í móðurkviði, enda ekki ráð nema í tíma sé tekið því best er að barnið sé tveggja til þriggja mánaða og a.m.k. fjögur kíló þegar því er fyrst dýft í kaf. Ýmis varnarviðbrögð, þ. á m. kafviðbragðið, eru mjög sterk fyrstu mánuðina eftir fæðingu en markmiðið með vatnsþjálfun ungbarna er m.a. að við- halda þessum meðfædda eiginleika. Daglegt llf heimsótti Snorra Magnússon í Skálatúnslaugina og fylgdist með viðbrögðum nemendanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.