Morgunblaðið - 05.07.1991, Qupperneq 4
4 D
MORGUNBLAÐIÐ I-
5AGUR 5. JULI 1991
Vatnsþjálfun
ungbarna
ÞAÐ ER hin mesta raun fyrir
marga óreynda foreldra að
baóa nýfætt barn sitt. Meó
ólikindum er hversu
skerandi kvein geta komió
úr litlum barka sé réttum
handtökum ekki beitt vió
athöfnina. Án efa þætti
þessum sömu foreldrum
skelfileg tilhugsun aó stinga
barni sinu, aóeins tveggja
mánaóa, á bólakaf i vatn,
enda hefur slikt ekki tiókast.
En timarnir breytast og
sifellt koma fram nýjar
kenningar, ekki hvaó sist
varóandi uppeldismál og
meóferó ungbarna. Eins og
gengur sýnist sitt hver jum,
sumt reynist vel, annaó ekki
t.d. eru menn ekki lengur á
eitt sáttir um ágæti þess aó
láta kornabörn sofa úti i
vagni óháó þvi hvernig
vindar blása.
Snorri Magnússon,
þroskaþ jálf i og
iþróttakennari segir aó
hver ju heilbrigóu barni sé
hollt aó venjast vatni strax
og þaó hefur burói til aó
þola smávægilega
„vosbúó". Yf irleitt er þaó
um tveggja mánaóa aldur,
þegar barnió er oróió a.m.k.
fjögur kiló.
m
Arnaldur Ingvaldsson, fjögurra mánaða, sýnir jafnvægislistir og lætur sig síðan ekki muna um að taka smádýfu á eftir. F
Gústafsson fylgjast meó.
, 118 i
HHI I S I )RHw
undlaugin við Skálatúnsheimilið er
hringlaga og inni í glerskála.
Loftslagið minnir einna helst á milt
hitabeltisloftslag, enda er vatnið í
lauginni 35 u.þ.b. 50 heitara en
í almenningssundlaugum. Þar hefur
Snorri kennt vatnsþjálfun ungbarna
um tæplega eins árs skeið.
Andrúmsloftið er afslappað, á
laugarbakkanum sitja mæður, gefa
börnunum brjóst, ræða saman og
miðla hver annarri af reynslu sinni.
Börnin í lauginni eru misjafnlega
langt á veg komin í þjálfuninni, sum
eiga allmargar dýfur að baki og
bregður ekki hið minnsta þótt þau '
séu sett á bólakaf, enda fer Snorri
öruggum höndum um börnin og
leggur áherslu á að foreldrar geri
slíkt hið sama. Galdurinn virðist
sáraeinfaldur, bara að horfa framan
í börnin, tala við þau sefandi rómi,
blása léttframan íþau... og dýfa
þeim síðan á kaf.
Þarna snýst allt um börn, þetta
er þeirra tími og þau fá athyglina
óskipta.
Snorri segir að lítil börn séu
ótrúlega næm á umhverfið og finni
fljótt ef sá sem meðhöndlar þau er
hikandi og taugaóstyrkur.
„Kennslan felst m.a. í því að kenna
foreldrum rétt handbrögð og fræða
þá um ýmislegt sem viðkemur
vatnsþjálfun ungbarna. Stundum
eru foreldrar uggandi um líðan
barnsins og hafa jafnvel á
tilfinningunni að þeir missi það
óvart ofan í vatnið. Slíkt getur
hugsanlega gerst, en hættan er
engin því viðbrögðin eru snögg,
barninu bregður e.t.v. og þá er
mikilvægast að foreldrarnir haldi ró
sinni og gefi sér góðan tíma til þess
að barnið öðlist öryggi á nýjan leik.
Mér finnst foreldrar barna, sem
koma hingað, vera mjög yfirvegaðir
og áhugasamir. Flestir hafa lesið
sér eitthvað til um efnið, eru
áhugasamirum þróun uppeldismála
og vilja börnum sínum einungis það
besta. Það eru helst ömmurnar og
afarnir, sem hafa áhyggjur og finnst
algjört ábyrgðarleysi af hálfu
foreldranna að leggja slíkar þrautir
á litla krílið, sem betur væri komið
sofandi íbómullarvöggunni sinni.
Til þess að sjá þessar svaðilfarir
barnabarnanna hafa áhyggjufullar
ömmur og afar lagt leið sína hingað.
Mér sýnist þeim létta mikið þegar
þau sjá að hér er aðbúnaður allur
hinn ákjósanlegasti og þau eiga
erfitt með að leyna stoltinu þegar
þau sjá hetjuleg tilþrif
afkomandans."
- Miðast þjálfunin við að þessi
börn verði afreksmenn í
framtíðinni?
„Alls ekki, ég er hins vegar þeirrar
skoðunnar að hér gæti vissrar
tilhneigingar til að ofvernda börn
og er eindregið fylgjandi því að
foreldrar byrji strax að örva
hreyfiþroska barna með þvíað
hnoðast sem mest með þau á
rúmum og dýnum í vernduðu
umhverfi. Nú orðið sér maður
stundum fimm til sex ára börn, sem
aldrei hafa einu sinni farið í kollhnís.
Sumir telja að námsárangur,
vitsmunaþroski og hreyfiþroski
haldist í hendur. Sé eitthvað til í því
þá hefur hvers kyns líkamsþjálfun
auðvitað ótvírætt gildi.“
- Erörvunhreyfiþroskansþá
megintilgangurinn með
vatnsþjálfun ungbarna ?
„Það er meginmarkmiðið, þótt fleira
vinnist. Kornabarn, sem ekki getur
stjórnað hreyfingum sínum, hefur
meiri möguleika á að örva
hreyfifærni sína í vatni og flestum
líður vel, sé rétt hitastig á vatninu.
Hendur og fætur verða virkari og
viðbragðshreyfingar sneggri. Börn
fljóta betur en fullorðnir vegna þess
að eðlisþyngd þeirra er minni og
þau anda að sér meira súrefni.
Með vatnsþjálfun aukast
félagsleg tengsl foreldra og barns.
í vatninu fá foreldrar tækifæri til að
meðhöndla barnið á annan hátt og
við aðrar aðstæður. Kafþjálfunin hjá
mér er einungis fyrsta skrefið, því
að um eiginlega sundkennslu er
ekki að ræða, framhaldið er í
höndum foreldranna. Ég tel
skynsamlegt að lítil börn kynnist því
að vera í meira vatni en í baðkarinu
heima hjá sér. Annars getur
sundlaugin virst eins og sjálft
Atlantshafið, víðáttumikið og
ógnvekjandi, þegareiginleg
sundkennsla hefst um sex ára aldur.
Síðast en ekki síst tel ég vatns-
og kafþjálfun vera mikilvæga af
öryggisástæðum. Ef rétt er að
málum staðið, þá verður barnið
óhrætt í vatni og getur síðar meir,
bjargaðsérásundi."
Snorri útskrifaðistfrá
Iþróttakennaraskóla íslands árið
1988 og fjallaði í lokaritgerð sinni
um ungbarnasund. Sjálfur hefur
hann verið viðloðandi sund frá tíu
ára aldri, bæði keppt og þjálfað,
enda uppalinn á Akranesi, þar sem
sund og fótbolti hafa löngum keppt
um hylli yngri kynslóðarinnar.
Áhuga sinn á ungbarnasundi segir
hann að megi rekja til ársins 1987
er hann hlýddi á fyrirlestur
Norðmannsins Björns Nybakken á
ráðstefnu Sundsambands íslands.
Þá hafði ungbarnasund verið kennt