Morgunblaðið - 05.07.1991, Side 5

Morgunblaðið - 05.07.1991, Side 5
D 5 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991 Hafsteinn Briem, þriggja mánaða, unir sér vel í lauginni með móður sinni Kolbrúnu Sigurðardóttur. Afinn, Sigurð- ur Grétar Guðmundsson og amman Helga Harðardóttir fylgjast stolt með. Morgunblaðið/Jóns Svavarsson Guölaug Arnardóttir setur dóttur sína Hildi Þórisdóttur, tveggja mánaða, í fyrsta skipti í kaf. Sú stutta gretti sig örlítið en var annars hin brattasta, enda segist Guðlaug hafa vanið hana vel við vatn í baðinu heima. óreldrarnir Arna Kristmannsdóttir og Ingvaldur Hafsteinn Eggertsson með son sinn Stefán Árna, og Kári Indriðason ásamt syni sínum Kolbeini Tuma. í Noregi í sjö ár. Engum þeirra þúsunda þarna, sem notið höfðu slíkrar kennslu hafði orðið meint af og komiðhafðiíljósað smitsjúkdómar voru sjaldgæfari hjá þessum börnum en öðrum. Annars segir Snorri að rannsóknir á ungbarnasundi hafi lítið verið stundaðar, þótt liðinn sé rúmlega aldarfjórðungursíðan byrjaðvarað þjálfa ungbörn á þennan hátt fyrst í Kanada en fleiri þjóðir fylgdu fljótlega íkjölfarið. - Núfinnstáreiðanlegamörgum kaldranalegt að dýfa tveggja mánaða hvítvoðungi íkaf. Væri ekki betra að barnið væri svolítið eldra t.d. sex mánaða eða svo? „Ýmis varnarviðbrögð, þ.á.m. kafviðbragðið, eru mjög sterkfrá fæðingu og þartil barnið erorðið þriggja til fjögurra mánaða. Þetta er þó ekki algilt, ég hef t.d. fundið fyrir kafviðbragði hjá tíu mánaða barni. Ef sex mánaða óþjálfuðu barni er dýft í kaf, þá er hætta á að því svelgist á, hósti eða kasti upp vegna þess að kafviðbragðið hefur dofnað eða horfið. Hjá tveggja mánaða barni eru viðbrögðin allt önnur, það lokar ósjálfrátt fyrir öndunarveginn og heldur í sér andanum í nokkrar sekúndur. Ef eitthvað vatn kemst inn um vitin, kyngir barnið og dregur síðan andann að sér á ný. Jón Júlíusson, íþróttakennari, gerði nýlega rannsókn, sem leiddi í Ijós að við köfun verður hjartsláttur barna hægari, en það eru viðbrögð líkamans til að spara súrefni. Vatnsþjálfun ungbarna viðheldur meðfæddu kafviðbragði. í byrjun þurfa kafæfingar að vera undir leiðsögn kennara eða kunnáttumanns en eftir þrjár til fjórar kennslustundir geta foreldrar tekið við. Þegar foreldrar panta tíma hjá mér, en það gera þeir stundum þegar barnið er.enn í móðurkviði, bið ég þá að hefja undirbúningsæfingar um leið og naflastrengur barnsins er gróinn og hægt er að baða það.“ - Hentarvatnsþjálfun öllum börnum? „Ég ráðlegg foreldrum að láta ungbarnaeftirlitið og/eða barnalækni vita um fyrirhugaða þjálfun, þannig að tryggt sé að barnið sé nægilega hraust til að þola þá „vosbúð“, sem ungbarnasundi fylgir. Þó eru til fullfrísk börn sem ekki hafa fyrrnefnt kafviðbragð. Þau drekka eða sjúga vatnið í stað þess að loka fyrir öndunarveginn. Mérfinnstekki ástæða til að taka óþarfa áhættu og legg í slíkum tilvikum fremur til að sleppa kafþjálfun alveg eða a.m.k. seinka um nokkra mánuði. Mín reynsla er sú að börn bregðist í fyrsta skipti við köfun á þrjá vegu. Sumum bregður ekki hið minnsta og koma jafnvel brosandi upp úr kafi, önnur verða hálf fúl, en láta sig þó hafa það að fara aftur í kaf án þess að mögla og svo eru ákveðnu börnin, sem þverneita, gráta og sætta sig alls ekki við þetta hlutskipti sitt. Börnin í síðasttalda hópnum verða þó alveg eins góð og hin þegar fram í sækir." Þótt Snorri hafi kynnt sér ungbarnasund vel og viðað að sér öllum fáanlegum heimildum meðan hann vann að lokaritgerð sinni, segir hann að mesta prófraunin hafi verið að dýfa barni í kaf sjálfur. Það hafi hann ekki ætlað sér að prófa fyrr en á eigin barni, sem fæðast átti í ágúst 1990. Hann eignaðist reyndar tvö börn, tvíburana Steineyju og Berglindi og hóf þjálfun þeirra um leið og þær höfðu aldurtil. Núna eru þær vel sjálfbjarga í vatni, fylgja pabba sínum oft í Skála- túnslaugina og finnst líka mjög skemmtilegt að faraí almenningssundlaug. Að vísu voru tvíburarnir ekki fyrstu börnin sem Snorri kafþjálfaði, því að stuttu áður en þeir fæddust lagði ein kunningjakona hans fast að honum að taka barn sitt í þjálfun áður en það missti meðfætt kafviðbragð. Snorri sló til, allt gekk vel og síðan hafa u.þ.b. fimmtíu börn notið vatnsþjálfunar hjá honum og ekkert lát er á pöntunum og fyrirspurnum. - Enn eitt tískufyrirbrigðið ? „ Égvilekkitrúaþví. Áhugifólks kann að einhverju leyti að stafa af því nýjabrumi sem er á þjálfun af þessu tagi og hjá fámennri þjóð eru fréttirnar fljótar að berast. Þjóðfélagsstaða ungra barna hefur breyst eftir að fæðingarorlof lengdist. Núna eru mæður heima hjá börnum sínum fyrstu sex mánuðina og hafa meiri tíma til þess að einbeita sér eingöngu að uppeldi og umönnun þeirra. Ég held þó að ungbarnasund verði ómissandi þáttur í uppeldi barna þegarfram líða stundir. Reynsla annarra þjóða af slíkri þjálfun er góð og hér á landi, þar sem fólk stundar sund mjög mikið, myndu allir njóta góðs af og foreldrar þyrftu ekki að láta af sundlaugarferðum sínum þótt nýr fjölskyldumeðlimur bættist í hópinn.“ vþj

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.