Morgunblaðið - 05.07.1991, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991
operunni
hópurinn geri upphitunar- og slök-
unaræfingar í einn og hálfan klukku-
tíma fyrir hverja sýningu.„Svo tekur
að minnsta kosti tvo tíma að ná sér
niður á jörðina aftur eftir sýningu,"
segir hann.
Fyrst börn, svo unglingar
Pétur Gunnarsson rithöfundur
og einn höfunda Grænjaxla sagði
í samtali við Daglegt líf að söng-
leikurinn hefði verið barn síns tíma,
þar sem þjóðmálaumræðan og
klassísk vandamál unglinganna
hefðu verið tekin til umfjöllunar.
Fjórir leikarar Þjóðleikhússins,
ásamt leikstjóra kölluðu Pétur og
Spilverk þjóðanna til samstarfs
haustið 1976 og Grænjaxlar urðu
til í svokallaðri leiksmiðju, þar sem
hver þátttakandi lagði sitt af mörk-
um. Pétur segist hafa verið ritari
hópsins. „Ég blaðsetti hugmynd-
irnar sem komu upp, svo unnum
við úr þeim,“ segir hann. Umgjörð-
in var skýr, leikritið átti að höfða
til unglinga. Grænjaxlar voru síðan
sýndir 1977 og 1978 í grunnskól-
um, í Þjóðleikhúsinu og á Kjarvals-
stöðum. „Þroskasaga fjögurra
barna er rakin í Grænjöxlum," seg-
ir Pétur. „Það er fylgst með þeim
í leikskóla og síðan er þeim fylgt
eftir upp unglingsárin."
Margir þekkja tónlistina
Létta ádeilu er að finna í Græn-
jöxlum, en henni er komið á fram-
færi með hnitmiðaðri kímni og létt-
leika, enda segir Pétur Gunnars-
son að það sé þorin von að ætla
að fjalla um mannlífið án þess að
láta húmorinn fylgja. Hluti tónlist-
arinnar er þekktur og kom út á
plötu Spilverks Þjóðanna, „Sturlu".
„Það var heilmikið mál að grafa
upp þá tónlist sem ekki hafði kom-
ið út á plötu," segir Magnús Geir
leikstjóri hjá Gamanleikhúsinu.
„Hún leit út fyrir að vera glötuð,
en við höfðum uppi á tónlistar-
mönnum sem léku hana með leik-
hóp Þjóðleikhússins 1977 og 1978
og þeir rifjuðu hana upp fyrir okk-
ur. Við fengum síðan tónlistar-
menn í lið með okkur og tókum
tónlistina upp bæði með og án
söngs. Á sýningum verður lifandi
tónlist, það er að segja við syngj-
um beint en undirspilið verður á
bandi.“
Magnús Geir segir að sexmenn-
ingarnir sem leika í Grænjöxlum
hafi æft frá klukkan átta á morgn-
ana fram yfir miðnætti á hverjum
degi frá því að vorprófum lauk.
„Við ákváðum að sleppa sumar-
vinnunni þar til í ágúst, en þá ætl-
um við að vinna öll kvöld og allar
helgar.“
Gamanleikhúsið sýndi Línu
langsokk í Iðnó og íslensku óper-
unni í vetur og var uppselt á allar
sýningar. „Við hefðum gjarnan vilj-
að sýna oftar," segir Magnús Geir
og heldur áfram: „Hins vegar voru
prófin í nánd svo við ákváðum að
einbeita okkur að skólanum."
Áætlað er að sýna Grænjaxla fjór-
um sinnum, en síðan heldur hópur-
inn til frlands og Hollands þar sem
söngleikurinn verður sýndur á leik-
listarhátíðum. „Við ætlum að nota
tækifærið og fara á námskeið í
leiklistaskóla á írlandi. Við höfum
gert það áður og höfðum bæði
gott og gaman af.“ Gamanleik-
húsið hefur tekið þátt í leiklistarhá-
tíðum víða í Evrópu á síðustu
árum, auk þess að hafa skipulagt
og staðið fyrir námskeiðum í ýms-
um þáttum sem tengjast leikhús-
vinnu, svo sem líkamsbeitingu og
förðun.
Þeir sem leika í Grænjöxlum
eru: Auður Sverrisdóttir, Bryndís
Björk Ásgeirsdóttir, Hólmfríður
Lydía Ellertsdóttir, Magnús Geir
Þórðarson, Magnús Þór Torfason
og Ragnar Kjartansson.