Morgunblaðið - 27.07.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.07.1991, Blaðsíða 7
B 7 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1091 Á ytra borði var vindurinn léttur og ljós og lék sér við bita og stög nema skjálftinn í brúnni fór dökknandi er leið á daginn. Það var sveipur í vindinum innhverfur eins og rós og innst var hann kólfur sem greiddi bjálkunum slög dökkrauður kólfur og sveiflaðist út yfir sæinn. Á bakaleið hreyfði hann við ágreining tums og ár, það var apríl og sólin var hörð sólin var kjami vindsins en vindurinn grár; dekstraðu vindinn sem blæs nú um voga og börð ekki um brýr eða tuma né Lou sem steig út á vindinn af brúnni og burtu af jörð, dekstraðu vindinn, að hann segi engar sögur á ný. Þó að sóiin sé blíðari nú og kólfur hjartans kvikari, er meiri þin trú á kjama málsins og Foster sem lét af því að fleiri en Lou hefðu brenglaða hugmynd um brú. og lesandinn nái andanum, eitt- hvað gefins, svo sem eins og sam- band sólarinnar og vindsins." Þú notar mikið litaorð í kvæðum þínum. í George Washington Bridge fer skjálftinn dökknandi (ekki beinlínis litaorð), kólfurinn er dökkrauður, vindurinn grár. „Ég nota þau til að dramatísera frekar en til að lýsa. Ég hef meiri áhuga á litbreytingum heldur en stöðugum lit. Þær koma af stað hreyfingu. Það getur allt farið af stað út af einum litardepli í lands- laginu. Ég hef til dæmis sérstakan áhuga á samsetningu græns sem era tveir litir og gefur þess vegna möguleika á alls konar óvissu. Það kemur sér oft vel til þess að hreyfa kvæði.“ Þegar þú segir þettta dettur mér ekki síst í hug nýjasta kvæða- bók þín, Kvæði 90. Litir eru þá ekki alltaf ákveðin tákn hjá þér? „Nei, en stundum. í George Washington Bridge gefur grái liturinn til kynna kuldann í vindin- um þrátt fyrir sólskinið. Það getur verið að allir skrifi ekki undir það, en grátt er að minnsta kosti ekki heitur litur.“ Hvernig þú talar um andstæður og merkingu kvæðis og fleira kem- ur mér til að fullyrða að þú leggir mikla áherslu á margræði í ljóðlist. „Það er óhjákvæmilegt að kvæði sé margrætt. Ekki kemur til mála að nokkur maður geti lesið allt út úr kvæði. Kvæði eru sprottin úr óvissu og óskýranlegum uppr- una. Mér finnst þó áríðandi að yfirborð kvæðis skiljist á einhvern hátt.“ Er til mælikvarði að dæma kvæði eftir? „Nei. Kvæðið er einhvers konar staðreynd ef það heppnast, annars ritgerð og ekki kvæði.“ Þú notar víða rím og ljóðstafi, ræður form einhveiju? „Það er ekki til neitt algilt form. Það kann að vera skrýtið, en það er fjarstæða að segja hvernig kvæði eigi að vera og ekki að vera. Samt á að vera hægt að segja hvort kvæði er gott eða vont.“ Hver á að segja það? „Sumir era meira inni í skáld- skap en aðrir. Það er hægt að dæma skáldskap eftir margs konar reglum og ef þær virka sannfær- andi, þá gott og vel. Menn búa sér til alls konar tæki til að fara eftir.“ í spjalli okkar Kristjáns Karls- sonar þótti mér rætast það sem sumir telja óhugsandi, skýring ljóðs lyfti því frekar en sligaði. Ég hef að vísu þá skoðun að Ge- orge Washington Bridge sé þannig ljóð að það þoli ýmislegt, m.a. til- raun til skýringar. Kristján hafði síðasta orðið, sagði og hló við: „Annars skyldi maður trúa var- lega því sem höfundur segir um eigin verk.“ Jóhann Hjálmarsson Morgunblaðio/Einar Falur Ungskáldin sem standa að Suttungi: Sindri Freysson, Gerður Kristný, Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Úlfhildur Dagsdóttir og Nökkvi Elíasson. Suttungar lesa úr verkum sínum SUTTUNGUR nefnist nýstofnaður félagsskapur nokkurra ung- skálda, hvers ætlun er að gangast fyrir upplestrum þar sem meðlimirnir fimm; Gerður Kristný, Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Nökkvi Elíasson, Sindri Freysson og Úlfhildur Dagsdóttir, lesa upp úr verkum sínum, auk þess sem þau bjóða gestum úr hópi eldri og kunnari skálda að lesa upp. Fyrsta ljóðakvöld Suttungs verður haldið í Skuggasal Hótel Borgar næstkomandi fimmtudags- kvöld og verða Ingibjörg Haraldsdóttir og Óskar Arni Óskarsson gestir kvöldsins. Fimmmenningarnir segja að þeim finnist að hóp sem þennan vanti í ljóðmenn- ingu íslands í dag, auk þess sem þetta auðveldi þeim að koma sér á framfæri. „Við sem stöndum að þessu erum fimm ein- staklingar með ákaflega skiptar skoðanir og ólíkan skáldskap, og það teljum við styrkleikamerki frekar en hitt. Við viljum prófa okkur áfram í þessu samstarfi, því sameinuð hljótum við að eiga auð- veldara með að hrinda hugmynd- um okkar í framkvæmd.“ Suttungarnir eru á aldrinum 21 til 25 ára, og hafa verið að birta skáldskap síðustu misserin í blöð- um, tímaritum og safnbókum, auk þess sem tvö þeirra hafa skrifað einþáttunga sem Nemendaleikhú- sið setti á svið. Þá hafa þau mism- iklá reynslu í að koma fram og lesa upp úr skrifum sínum. En reyna þau á einhvern hátt að líkja eftir Listaskáldunum vondu? „Nei, það er alls ekki ætlunin. Skáldin sem stóðu að þeim hópi höfðu flest líkari bakgrunn en við og komu fram sem meiri heild, og þá voru þau einnig nokkuð eldri en við erum í dag. En það eigum við þó sameiginlegt að rétt eins og þau erum við ung Ijóðskáld sem reynum að koma okkur á fram- færi með það sem við höfum verið að skapa, og allt er það gert af alvöru og þörf.“ -efi flestar voru hálshöggnar og hálsinn lengdur." Gamba, sem er sex til sjö strengja hljóðfæri á stærð við selló, var hljóðfæri háttsetts fólks á endur- reisnartímabilinu. „Það var aðallega götulýður sem lék á fiðlu á þeim tíma.“ Svava lauk fíðlukennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1982 og burtfararprófi á víólu sama ár. Hún helgaði sig víólunni næstu árin og skrifaði doktorsritgerð um sögu fiðlu- og víóluleiks á Islandi. „Ég er mjög fegin að ég lauk víólunáminu og sérhæfði mig ekki fullkomlega í gamalli tónlist. Ég hætti ekki að vera sú sem ég var þótt ég hafi snú- ið mér að þessari músík. Ég lifi á þessari öld og vil spila áfram það sem er skrifað í dag svo og verk frá 18. og 19. öld. En ég er ríkari af því að ég hef eldri tónlist með. Ég spila kannski á óvenju mörg hljóðfæri en mig langar að sameina þetta. En auðvitað er þetta viss „schizophren- ia“. Það kemur fyrir að ég æfi með sinfóníuhljómsveit Basel um morg- uninn, fari síðan í tíma á gömbu og leiki Bach á barokk-fiðlu síðdegis og flýti mér svo heim til að fara í svört föt áður en ég leik aftur á víóluna með sinfóniunni um kvöldið. Það var dálítið erfitt að venjast þessu í byijun og þetta krefst mikillar einbeitingar en smátt og smátt lærir maður að skilja á milli. Það má líkja þessu við að tala mörg tungumál. Það er ekki gott að læra frönsku og þýsku um leið en það er óhætt að bæta þýsku við þegar maður hefur náð góðu valdi á frönsku. Það getur jafnvel orðið til þess að franskan batni af því að nýja tungumálið skerpir hug- ann. — Én ég er fegin að ég lauk víólunáminu, eins og ég sagði áðan. Ég veit að ég kann vel á eitt hljóð- færi og þess vegna er í lagi þó ég kunm ekki nema hálfpartinn á öll hin. Ég myndi ráðleggja ungu fólki að fullmennta sig fyrst á nútíma- hljóðfæri áður en það leggur eldri músík fyrir sig. Það eru auðvitað skiptar skoðanir um þetta en ég tel að það sé sérstaklega mikilvægt fyr- ir Islendinga að sérhæfa sig ekki í gamalli tónlist þó ekki nema vegna atvinnumöguleika í framtíðinni." Svava flutti frá New York til Bas- el til að uppfylla gamlan draum um að kynnast lífinu í Evrópu. „Ég hef aldrei verið eins hamingjusöm og í New York. Það er stórkostlegt að búa þar þegar maður er ungur, hress og á námslánum! En hún er erfið borg og ég sá ekki fram á að ég vildi eyða framtíðinni þar. Það höfð- aði einnig til mín að kynna mér eldri tónlist þar sem maður getur hlýtt á hana og spilað sjálfur í kirkjum sem eru jafngamlar henni og öll gögn og nótur eru til staðar. Það fer gott orð af skólanum í Basel, þótt hann sé misjafn eftir deildum. Hann býr yfir mjög góðu bóka- og nótnasafni og útskrifar bæði spilara og grúskara en það er heilmikil rannsóknarvinna enn óunnin á þessu sviði. Það er stundum sagt skólanum til ágætis að nemendurnir og kennararnir séu alþjóðlegir en peningarnir svissn- eskir!“ Það verða þrír íslendingar við Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari, hefur lagt stund á gömul hljóð' fœri undanfarin þrjú ár og mun sýna hvað í henni býr í safni Sigurjóns í lok mánaðarins skólann næsta vetur auk Svövu: Guðrún Óskarsdóttir, semballeikari, Helga Jónsdóttir, sem leikur á blokk- flautu, og Vigdís Klara Aradóttir, saxófónleikari, sem er að læra á klassískt klarinett. „Skólastjórinn sagði að við ættum að stofna „dóttir- ensemble“ þegar hann sá nöfnin okkar,“ sagði Svava hlæjandi. „Það kemur vel til greina. Við Norður- landabúarnir í skólanum höfum einn- ig rætt þann möguleika að mynda hóp sem gæti sótt um styrk frá Norðurlöndum til að æfa dagskrá til að flytja þar á næsta ári. Við höfum öll notið góðrar menntunar í Basel og það gæti verið gaman að fara í tónleikaferð til að sýna hvað í okkur býr á meðan við höfum aðgang að gömlu hljóðfærunum og kennurun- um hér.“ Svava líkti gamalli tónlist og rann- sóknum á henni við hreinsun gam- alla málverka. „Málverkin virðast dökk en bjartir og tærir litir koma oft í ljós þegar þau eru hreinsuð. Maður fær aðra hugmynd um verkin og málarann þegar búið er að hreinsa þau. í músíkinni kynnum við okkur þróunina sem hefur átt sér stað á hundruðum ára og reynum að finna hið upphaflega form. Það hefur margt misskiiist á leiðinni frá miðöld- um fram á okkar daga. Við reynum að ímynda okkur hvaða hljóð tón- skáldin heyrðu og fyrir hvaða hljóð- færi þeir skrifuðu. En ég er enginn púrítani, ég hef ekkert á móti því að Bach sé spilaður á nútíma hljóð- færi. — Það má segja að munurinn á gamalli tónlist og nútímatónlist sé eins og munurinn á íslendingasögum og Pétri Gunnarssyni. Það er ólíkur stíll, ólík meðferð á tungumálinu en það er auðvelt að kunna að meta og hafa gaman af hvoru tveggja. Grun- nefnið er hið sama. Það er til góð tónlist og léleg tónlist frá öllum tím- um eins og bókmenntir." Það voru mikil umskipti fyrir Svövu að flytja frá Bandaríkjunum til Evrópu. Hún var ekki lengur á námslánum og hafði ekki atvinnu- leyfi í Sviss en gat þó komist af í lausamennsku. Kópavogsbær veitti henni starfslaun listamanna í hálft ár, „það munaði mikið um það“, og hún spilaði í eitt ár með sinfóníunni í Basel. „Það voru mikil viðbrigði að flytja til Sviss. Ég þurfti að ferðast mikið um til að vinna fyrir mér og gat þess vegna ekki einbeitt mér að náminu sem skyldi. En það felst líka reynsla í að flækjast mikið um. Mað- ur lærir að meta atvinnuleyfi, fastan vinnustað og fastar tekjur af því!“ Hún verður um kyrrt í Basel næsta vetur en veit ekki hvað tekur svo- við.„Það væri stórkostlegt fyrir fólk eins og mig ef ísland gengi í Evrópu- bandalagið. Þá yrðu engin vandræði með atvinnu- og dvalarleyfí lengur og ég stæði jafnfætis öðrum umsækj- endum í Evrópu um stöður við kennslu eða í hljómsveitum. En ann- ars er hollt að upplifa það að atvinna kemur ekki alltaf upp í hendurnar á manni eins og hún gerði þegar ég var við nám í „Tónó“ og manni fannst sjálfsagt að geta spilað og kennt eins og maður vildi. Maður skilur kreppu- árabókmenntir betur eftir að maður upplifir það að vera réttindalaus, peningalaus og öryggislaus í útlönd- um,“ sagði Svava. Hún er þrítug, hefur búið meira en helming ævinnar í útlöndum, fyrst í Eþíópíu og Banda- ríkjunum á unglingsárunum með for- eidrum sínum, Rannveigu Sigur- björnsdóttur og Bernharði Guð- mundssyni, og síðan við nám undan- farin níu ár. „Ég hef að miklu leyti mótast erlendis en tengsl mín við Island eru mjög sterk. Því er eins varið með mig og svo marga aðra íslendinga í útlöndum að ég vil alls ekki að tengslin rofni og helst vildi ég geta látið eitthvað gott af mér leiða fyrir landið. Ég mun því halda áfram að fara þangað, hvað sem framtíðin ber annars í skauti sér.“ — ab.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.