Morgunblaðið - 27.07.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.1991, Blaðsíða 1
 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991_BLAÐ 13 Bestu Ustamemiirnir fá alltaf tækifæri Morgunblaðið/Einar Falur — segir Garðar Cortes óperusöngvari, óperustjóri og skólastjóri Söngshólans i Reykjavik Garðar Cortes óperusöngvari og stjórnandi Islensku óperunnar er á förum til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hann tekur við stjórn Gautaborgaróperunnar. Garðar er ráðinn til þriggja ára og segist þegar búinn að ákveða að koma aftur til íslands og íslensku óperunnar 1. janúar 1995. Starf óperustjóra í Gautaborg er mikið og fyrir Garðar Cortes er þessi staða mikil viðurkenning á starfi hans hér heima við Islensku óperuna. Óperan í Gautaborg er mikilla umsvifa, 12-17 frumsýningar á hverju leikári, þar er auk þess rekin barnaópera og fyrir dyrum stendur að óperan flytjist í nýtt óperuhús sem verið er að byggja. Starf Garðars verður því að stjórna þessum tveimur óperuhúsum og hefja rekstur Gautaborgaróperunnar í nýju óperuhúsi. Engum blöðum er um það að fletta að Garðar er sá maður sem mest áhrif hefur haft á þróun sönglistarinnar á íslandi síðastliðna tvo áratugi, allt frá stofnun Söngskóians í Reykjavík 1973. Hann hefur ráðið því hversu margir og jafnvel hverjir útskrifuðust sem söngvarar frá Söngskólanum. Hann hefur ráðið því hverjir syngja við íslensku óperuna, hann hefur ráðið því hvaða óperur hafaverið teknar til sýninga við íslensku óperuna og um leið fylgir í kjölfarið að hann hefur ráðið því hvað væri ekki gert og hverjir væru ekki starfandi við óperuna. Einhveijum kann ef til vill að finnast fulldjúpt í árinni tekið og vissulega eru fleiri sem koma við sögu, en þeir sem til þekkja segja einfaldlega: Garðar ræður því sem hann vill ráða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.