Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 7
B 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991
ana. Árið 1760 vígðist hann svo til
þingaprests í Sólheima- og Dyrhóla-
þingum með búsetu á Felii. í Mýr-
dalnum lenti hann í mesta stappi og
málaþrasi við öfundarmenn sína, sem
ófrægðu hann á ýmsa lund og reyndu
jafnvel að koma því til leiðar að hann
missti hempuna. Þetta endalausa
málaþras mun hafa valdið því að
losna tók um hann og hann fór að
renna augum til annarra prestakalla.
„Árið 1778 féll til þetta Kirkjubæj-
arklaustursprestakall. Eftir langa
umþenking og bæn til guð réði ég
það af að sækja það,“ segir Jón í
ævisögunni.
Þegar hann flytur að Kirkjubæjar-
klaustri er hann kominn í það hérað
á íslandi, sem best hafði sloppið við
harðindin eftir miðja öldina. I sveit-
unum austan Mýrdalssands var slík
árgæska að bændur vissu ekki kinda
sinna tal og vinnufólk og húsgangs-
lýður var orðinn svo uppástöndugur
að ekki vildi neyta nema hinnar
krydduðustu og sætustu fæðu. Og
svo magnað var ástandið, að sumir
prestar þar töldu sig ekki geta mess-
að nema þeir hefðu tóbaks- og
brennivínshressing.
Þannig lýsir séra Jón sveitar-
bragnum í sveitunum milli Sanda og
von hann vitni í Ovidus — og segir
að hér eigi við:
Luxuriant animi rebus plerumque
secundis sem þýðir: Að jafnaði leggj-
ast menn í óhóf, þá allt lætur í lyndi.
Frá sjónarmiði Jóns, sem var auð-
vitað mótað af trúarskoðun aldarinn-
ar, var því engin furða þótt skapar-
inn gripi um taum og reiddi dóms-
svipuna yfir þennan lífsnautna lýð.
Og enn slógu örlagadísirnar vef-
inn. Nú var séra Jóni ætlað miklu
stærra hlutverk en venjulegum
sveitapresti, enda birtust senn í
leiftrandi skini forystuhæfileikar
hans.
Áður en eldurinn yfirféll birtist
fjöldi teikna bæði á himni og á jörðu,
sem gáfu til kynna hvað í vændum
var. Vatnsskrímsli sáust í Feðgakvísl
í Meðallandi, eldhnettir og maurildi
hjá Steinsmýri, hljóðfæri í jörðu og
klukknahljóð í lofti. Pestarflugumar
voru stórar sem mannsfingur og
lömb og kálfar fæddust vanskapaðir,
t.d. á Hunkubökkum var eitt lambið
með hræfuglsklær í stað lágklaufa.
Allt þetta taldi séra Jón guðs bend-
ing þess, sem í vændum var - og
fyrr en varði skall ógnin yfir.
„Árið 1783 þann 8. júní, sem var
hvítasunnuhátíð, í heiðríku og spöku
veðri um dagmálabil kom upp fyrir
norðan næstu byggðarfjöll á Síðunni
svart sandmistur og mökkur svo stór,
að hann á stuttum tíma breiddi sig
yfir alla Síðuna og nokkuð af Fljóts-
hverfinu, svo þykkt að dimmt v^rð
í húsum og sporrækt á jörðu. Var
það duft, sem niður féll, sem út-
brennd steinkolaaska. En af þeirri
vætu, sem úr þeim svarta mökk ýrði
þann dag í Skaftártungunni, var það
duft, sem þar niður féll, svört bleyta
sem blek. Fyrir landsunnan hafkalda
létti þessum mökk frá og tilbaka um
daginn, svo ég sem aðrir prestar hér
kunnum undir blíðum himni þann
hátíðisdag framflytja guðsþjónustu-
gjörð hver gleði snögglega umbreytt-
ist í sorg“.2
Hér er áhorfandi að lýsa upphafi
ægilegustu náttúruhamfara íslands-
sögunnar, gosinu í Lakagígum,
mesta hraungosi í veröldinni á sögu-
legum tíma.
Næstu vikur og mánuðir voru
skelfingartímar í sveitunum milli
Sanda. Hraunflóðið vall fram Skaft-
árfarveginn, breiddi úr sér yfir landið
gróna, eyddi byggðum og boðaði
ógn. Þann 22. júní afbrann sú væna
og nýbyggða Hólmaselskirkja í Með-
ailandi með öllum ornamentum, bók-
um og graftólum ásamt klukkunni
stóru frá Þykkvabæjarklaustri. í
byijun júlí eyddust stórbýlin Holt og
Skál — ásamt kirkjunni í Skál, og
næstu daga stefni hraunflóðið fram
Skaftárfarveginn í áttina að Kirkju-
bæjarklaustri."
„Þann 20. júlí, sem var 5. sunnu-
dagur eftir trinitatis, var sama þykk-
viðri með skruggum, eldingum og
skruðningi og undirgangi. En af því
að veður var spakt fór ég og allir,
sem hér voru þá hér á Síðunni, inn-
lendir sem aðkomnir, sem því gátu
viðkomið til kirkjunnar með þeim
ugga og sorgbitna þanka, að það
kynni að verða í seinasta sinni að í
henni yrði embættað, af þeim ógnum
sem þá fóru í hönd og nálægðust,
er litu svo út, að hana mundi eyði-
leggja, sem hinar tvær. Nær vér
þangað komum, var svo þykk hita-
svækja og þoka, sem lagði af eldinum
ofan árfai'veginn, að kirkjan sást
naumlega eður svo sem í grillingu
úr klausturdyrunum. Skruggur með
eldingum svo miklar kippum saman,
að leiftraði inn í kirkjuna og sem
dvergmál tæki í klukkunum, en jarð-
hræringin iðuleg. Sú stóra neyð, sem
nú var á ferð og yfirhangandi, kenni
mér nú og öðrum að biðja guð með
réttilegri andakt, að hann af sinni
náð vildi ei í hasti eyðileggja oss og
sitt hús, þá var so hans al-
mættiskraftur mikil í vorum breysk-
leika. Ég og allir þeir, er þar voru,
vorum þar aldeilis óskelfdir inni,
enginn gaf af sér nokkurt merki til
að fara út úr henni eður flýja þaðan
meðan guðsþjónustugjörð stóð, sem
ég þó hafði jafnlengri en vant var:
nú fannst ei stundin of löng að tala
við guð. Hver og einn var án ótta
biðjandi hann um náð og biðjandi
þess, er hann vildi láta yfir koma.
Ég kann ei annað að segja, en hver
væri reiðubúinn að láta lífið, ef hon-
um hefði svo þóknazt, og ei fara
þaðan burtu, þó að hefði þrengt, því
hvergi sást nú fyrir, hvar óhult var
orðið að vera.“:l
Þannig lýsir séra Jón eldmessunni
í Eldriti sínu og verður þar ekki um
bætt. Slík hefur þessi stund verið svo
kynngimögnuð að nær útilokað er
fyrir okkur nútímafólk að setjáokkur
í hans spor, þegar hann stendur fyr-
ir altari kirkjunnar og horfir með
eigin augum á eldflóðið steypast
fram, en síðan stöðvast undir emb-
ættinu, eins og hann orðar það sjálf-
ur. Aldrei verður hann samstilltari
söfnuði sínum en á þessari stund,
fólkinu, sem nú átti aðeins vonina
eina og treystir í bæn sinni á hjálp
guðs, sem fjöllin og hraunin hafði
skapað, „Fannst nú ei stundin of
löng að tala við guð ..."
Næstu daga og nætur, vikur og
mánuði var séra Jón vakinn og sof-
inn að hjálpa sóknarbörnutn sínum.
Þegar leið fram á útmánuði 1784
og mannfallið var í algleymingu þá
segist hann í sex vikur samfleytt
ekki hafa farið úr fötum hvorki á
nóttu sem degi — og stöðugt verið
á ferðinni „til að þjónusta fólkið,
bæði það sem burtkallaðist og hitt
sem af hjarði, er ei korriSFtil kirkj-
unnar“.
Árin eftir að Eldinum linnti urðu
séra Jóni mikil raunaár, sér í lagi
eftir að hann missti Þórunni konu
sína haustið 1784, en hjónaband
þeirra hafði þá staðið í 31 ár. Vetur-
inn eftir mátti hann húka í myrkri
og kulda í húsi sínu á Prestbakka,
enda segir hann að sú tíð hafi verið
einhver sú daufasta, sem hann hafi
lifað. Dætur hans hvöttu hann til að
kvænast í annað sinn, en bónorðsför
hans um sumarið varð hin mesta
raunaganga.
Að lokum gaf þó drottinn honum
þá veleðia jómfrú Margréti Sigurðar-
dóttur og stóð brúðkaup þeirra í sept-
ember árið 1787.
Margrét varð honum yndi og stoð
þau ár sem hann átti eftir ólifuð.
Hann andaðist á Prestbakka hinn
11. ágúst 1791 og var jarðsettur við
kórgafl kirkjunnar á Kirkjubæjar-
klaustri - við hlið Þórunnar konu
sinnar. Stuðlabergsdrangur hvílir á
leiði þeirra.
1 Formáli Kristjáns Albertssonar að Ævi
sögu Jó'ns Steingrímssonar, Helgafell,
Rvík 1973.
2 Eldrit séra Jóns Steingrímssonar, bls.
346. Prentað aftan við Ævisögu hans,
útgefna af Helgafelli, Rvík 1973.
s Eldrit séra Jóns Steingrímssonar, bls.
362. Prentað aftan við Ævisögu hans,
útgefna af Helgafelli, Rvík 1973.
lýsing á leikmynd og áður en varði
var þetta byrjað að mótast sem leik-
sýning. Jón var afskaplega trúaður
á drauma og alls kyns fyrirboða og
það bauð uppá notkun lýsingar til
þess að skilja á milli draums og
veruleika."
Að sögn Viðars spannar leikritið
líf Jóns og fylgir honum um landið
en hann kom ekki að Klaustri fyrr
en fimmtugur að aldri, þá búinn
að lifa stormasama ævi og verða
bitbein slúðurs og sveitarógs bæði
norðanlands og sunnan. Alls taka
18 manns þátt í sýningunni en fjöldi
hlutverka er alls 75 svo hver og
einn leikur ýmis hlutverk og Viðar
segir að búningarnir séu m.a. hugs-
aðir til að hjálpa áhorfendum að
átta sig á framgangi sögunnar, „að
ný persónu kemur til sögunnar þó
um sama leikarann sé að ræða. Það
var einfaldlega ófært að manna
verkið með 75 leikurum þó ekki
væri vegna annars en að á Klaustri
búa 150 manns og fullmikið að
ætlast til þess að annað hvert
mannsbarn tæki þátt í sýningunni!"
„Sýningin fer fram í gömlu kirkj-
unni á Prestbakka sem er vissulega
skemmtilegur og vel viðeigandi
staður en setur okkur óneitanlega
nokkrar skorður í útfærslu því
kirkjan er friðuð og þar má ekki
hrófla við neinu. Fyrir vikið er erfið-
ara að nýta hana sém leikhús en
þetta hjálpar nútímafólki vafalaust
að mæta þeim tíma sem verkið lýs-
ir. Kirkjan er reyndar frá miðri 19.
VIÐAR EGGERTSSON leikstjori.
öld en engu að síður frá tíma sem
er nægilega fjarlægur okkur í dag
til að skapa fornlega umgjörð. Þrátt
fyrir friðun kirkjunnar höfum við
mætt miklum skilningi sóknar-
prests og sóknarnefndar til að gera
sýninguna mögulega og við höfum
fengið leyfi til að tjalda kirkjuna
og „fela“ hana til að geta fellt tjöld-
in fyrir hápunktinn sem er auðvitað
eldmessa Jóns Steingrímssonar."
Eldmessan sjálf, tex'ti hennar,
hefur ekki varðveist og Viðar segir
það dæmigert fyrir trúarskoðun
Jóns að hógværð hans hafi hindrað
hann í að skrifa upp ræðuna. „Hann
þakkaði ekki sjálfum sér stöðvun
hraunflaumsins, heldur Guði, svo
við höfum reynt að geta í eyðurnar
en okkur fannst ómögulegt annað
en hafa eldmessuna með, þar sem
nafn Jóns hefur kannski fyrst og
fremst haldist á lofti vegna hennar
og áheyrendum gæti fundist þeir
sviknir ef henni væri alfarið sleppt.
Þar áttum við hauk í horni sem er
sóknarpresturinn hér á Klaustri,
séra Sigmjón Einarsson, en hann
skrifaði fyrir okkur eldmessu enda
er hann með fróðari mönnum um
Jón Steingrímsson."
Með helstu hlutverk í sýningunni
fara Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson,
Hjalti Þór Júlíusson og Vignir Snær
Vigfússon; tónlist er eftir Jóhann
Moravek en alls taka um 30 manns
þátt í sýningunni á einn eða annan
hátt.
H0PUR TONLISTARFOLKS HELDUR ÞRENNA T0NLEIKA
Morgunbladið/Einar Falur
Þaé er einvalaliö tónlistarfólks sem stendur aö þrennum
kammertónleikum ó Kirkjubæjarklaustri um næstu heigi.
EDDA ERLENDSDÓTTIR, HELGA ÞORARINSDÓTTIR, GUÐNÝ GUÐ-
MUNDSDÓTTIR, GUNNAR KVARAN, ÓLÖF K. HARDARDÓTTIR,
PÉTUR JÓNASSON, SELMA GUÐMUNDSDÓTTIR OG SIGRÚN ED-
VALDSDÓTTIR.
Kammertónlist
á Klaustri
ÞAÐ ER óhætt að segja að hver menningarviðburðurinn reki
annan á Kirkjubæjarklaustri nú í ágúst. Ekki verður fyrr búið
að frumsýna leikritið um ævi Jóns Steingrímssonar eldklerks er
8 af okkur fremstu tónlistarmönnum koma sér fyrir á Klaustri
til að æfa saman kammertónlist sem siðan verður flutt á þrenn-
um tónleikum dagana 16.17. og 18. ágúst. Þetta eru þau Edda
Erlendsdóttir píanóleikari, Helga Þórarinsdóttir lágfiðluleikari,
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleik-
ari, Ólöf K. Harðardóttir sópransöngkona, Pétur Jónasson gítar-
leikari, Selma Guðmundsdóttir píanóleikari og Sigrún Eðvalds-
dóttir fiðluleikari.
Upphafsmaður þessarar hug-
myndar, að nokkrir tón-
listarmenn safnist saman
úti á landi til ótruflaðra æfinga
um hríð og haldi síðan tónleika,
er Edda Erlendsdóttir píanóleik-
ari sem starfað hefur í París um
margra ára skeið. Hún segist þó
eiga sterkar rætur uppi á Islandi
og þá sérstaklega í Vestur-
Skaftafellssýsluna svo staðai’val-
ið skýrir sig kannski sjálft.
Reyndar kemur fleira til eins og
Edda segir sjálf. „I fyrra var
keyptur vandaður konsertflygill
í félagsheimilið á Klaustri og siíkt
hljóðfæri breytir miklu um mögu-
leikana til tónleikahalds á staðn-
um. Þetta hljóðfæri hefur einnig
gjörbreytt aðstöðu tónlistarskól-
ans til kennslu og nemendatón-
leika. En hugmyndin að tónleik-
unum var í upphafi sú að skapa
aðstöðu fyrir tónlistarfólk til að
koma saman til æfinga og í nokk-
ur ár hefur það verið draumur
okkar, sem að þessu stöndum að
geta hist upp í sveit í nokkra
daga til æfinga að sumrinu.“
Edda segir leynast að baki
þessarar hugmyndar fijókorn
ýmissa stærri drauma um fram-
tíðarfyrirkomulag á tónleikahaldi
af þessu tagi. „Við erum mjög
spennt að vita hvort einhver kem-
ur að hlusta á okkur því þarna
erum við að fitja upp á draum
sem felur í sér eins konar tónlist-
arhátíð á landsbyggðinni; fólk
gæti komið og dvalið á Klaustri
eina helgi og notið góðrar tónlist-
ar og fagurs umhverfis, en það
er einnig mikilvægur þáttur í
þessu að þarna býðst heimafólki
tækifæri til að sækja tónleika í
sinni heimabyggð."
Tónleikarnir verða þrennir og
mismunandi efnisskrá á þeim öll-
um þar sem uppistaðan á hveij-
um tónleikum verður eitt stórt
kammerverk ásamt nokkrum
smærri perlum úr kammertón-
listinni. Hljóðfæraskipanin er
nokkuð óvenjuleg, því auk
strengjahljóðfæranna eru tvö
píanó, sópranrödd og gítar með
í hópnum og það býður upp á
efnisskrá sem verður að ýmsu
leyti nýstárleg fyrir unnendur
kammertónlistar. Til að gefa les-
endum hugmynd um hvað verður
í boði á tónleikunum má nefna
sónötu fyrir gítar og víólu eftir
Telemann, Der Hirt auf dem
Felsen eftir Schubert fyrir sópr-
an, fiðlu og gítar, píanókvintett
eftir Schumann, píanókvartett
eftir Mozart, strengjatríó eftir
Beethoven, svítu fyrir tvær fiðlur
og píanó eftir Moskovskí, sónötu
fyrir fiðlu og gítar eftir Paganini
og Navarre fyrir tvær fiðlur og
píanó eftir Sarrasate. Þá er ekki
allt talið því einsöngslög við und-
irleik gítars eða píanós eftir ís-
lensk og erlend tónskáld verða
einnig á efnisskrám tónleikanna
þriggja. Eflaust verða margir
þess fýsandi að fara að Kirkju-
bæjarklaustri um næstu helgi.
„Við höfum flest öll spilað
saman áður og vitum þvi að sam-
vinnan gengur vel og getum tre-
yst á árangur af samstarfinu,"
segir Edda brosandi og bætir því
við að tónleikahaldið sé liður í
M-hátíð á Suðurlandi sem staðið
hefur í sumar. „Þetta er nánast
allt tónlist eftir 18. og 19. aldar
tónskáld og efnisvalið er því ólíkt
Skálholtstónleikum þar sem
áherslan hefur verið á annars
vegar barokktónlist og svo nýja
tónlist. Við höfum valið okkur
farveg þarna á milli og höfum
leikið okkur að þeirri hugmynd
að þarna bjóðist valmöguleiki við
rokkútihátíðirnar fyrir þá sem
hafa meira gaman af klassískri
tónlist.“ hs
hs