Morgunblaðið - 18.08.1991, Page 1

Morgunblaðið - 18.08.1991, Page 1
HEIMILI LÍNt PltrfwiMaliií SUNNUDAGUR 18. AGUST 1991 BLAÐ Aliurs Aullos JT Iþættinum Híbýli/Garður f dag fjallar Hilmar Þór Björnsson um finnska arkitektinn Alvar Aalto, sem er einn af dáðustu arkitektum veraldar á þessari öld. Þrátt fyrir mjög persónu- legan stíl er Aalto talinn einn af fremstu fulltrúum notagild- isstefnunna í heiminum. Hon- um tókst að þróa funktionalis- mann nær manneskjunni og gera hann hlýlegri en aðrir. Aalto notaði náttúrieg efni eins og tré og múrstein og gerði sér sérstakt far um að laga bygg- ingar sínar að umhverf inu. Hann bar líka mikla virðingu fyrir finnskri náttúru og reyndi- að aðlaga hús sín að henni. 24 fjaróar Nýlega er lokið skipulagn- ingu á gömlu svæði í hjarta Hafnarfjarðar. Það af- markaast af Reykjavíkurvegi, Arnarhrauni, Smyrlahrauni og Álfaskeiði. Aðkoma að svæð- inu er að norðan frá Arnar- hrauni en neðan úr bænum frá Smyrlahrauni. — Þarna er gert ráð fyrir 66 íbúðum, bæði í sérbýli og fjölbýli, segir Gunn- laugur Stefán Baldursson arki- tekt í viðtali hér í blaðinu í dag, en hann hefur skipulagt svæð- ið. Byggðin myndast aðallega við húsagötu, sem er í beinu framhaldi af Sléttahrauni. Svæðið er 4 hektarar og ein- kenni þess eru dæmigerð fyrir Hafnarfjörð, hraunlendi með bölum og bollum. Svæðið snýr mjög vel við sólu og útsýni er í austur til Bláfjalla en í suður í átt að miðbæ Haf narfjarðar. Reiknað er með, að fram- kvæmdir hefjist þarna á miðju næsta ári. 16 Reykjavík: Flestlr um íbúd ■ Grafarvogi Fleiri íbúar voru um hverja íbúð í Grafarvogi, Árbæ og Selási árið 1989 en í öðrum hverfum Reykjavíkur. Þannig bjuggu að meðaltali 3,5 íbúar í hverri íbúð í Grafarvogi og 3 íbúar í hverri íbúö i Árbæ og Selási samkvæmf upplýsingum úr Árbók Reykjavíkur 1990. Á meðfylgjandi mynci sést sam- anburður milli áranna 1979 og 1989 á fjölda íbúa á íbúð eftir hverfum í Reykjavík. í eldri hverfum borgarinnar hefur íbú- um á hverja íbúð fækkað t.d. í austurbæ, vesturbæ og suð- urbæ. Þar eru mun færri um hverja íbúð ení nýrri hverfunum þar sem stór hluti íbúanna er ungt fólk með börn. Þróunin í Reykjavík hefur verið þannig á síðustu árum að íbúðum hef ur hefur fjölgað hlutfallslega meira en íbúum. í árslok 1989 voru íbúar borgar- innar 96.727 talsins og bjuggu þeir í 37.487 íbúðum þannig að 2,6 íbúar voru þá að meðal- tali um íbúð. f hjarta Haínar-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.