Morgunblaðið - 18.08.1991, Síða 2
2 B
- -MORe-ö-NBL-AÐiÐ-
FASTElGWtííöM
rSKIVI 33,QyvJHV. J í
-^NNUDAGUR-tS.- AGUST 199h
Dimíðadfegr
iiii í Ásholtí
ÁRMANNSFELL hf. lauk í vor
framkvæmdum við smíði og
fullnaðarfrágang íbúðakjarnans
við Ásholt í Reykjavík. Þar eru
63 íbúðir auk húsvarðaríbúðar
og 87 bílastæða í bilageymslu-
húsi. Nú er á vegum Reykjavík-
urborgar unnið að frágangi á
lóð sunnan við byggðina, en þar
hefur verið útbúið bílastæði fyr-
ir 50 bíla, auk þess sem gangs-
tigar hafa verið hellulagðir og
grænum reitum komið fyrir á
milli þeirra.
Nú þegar er flutt í yfir 40 íbúð-
ir í Ásholti. Helztu kostir
byggðarinnar eru nálægðin við
miðbæinn, en stutt er þaðan í verzl-
anir, banka og aðra þá þjónustu,
sem er að fá í miðbænum. íbúarn-
ir hafa nú stofnað húsfélag og
ráðið sér húsvörð, sem annast allan
daglegan rekstur hússins. Sér hús-
vörðurinn m. a. um þrif á sam-
eign, umhirðu garðsins auk þess
sem hann er íbúunum innan hand-
ar um ýmis atriði, sem koma upp.
Sambyggð eins og Ásholt, þar
sem bæði eru íbúðir í íjölbýlishús-
um og sérbýli í gi'ennd við miðbæ,
hefur ekki þekkzt hér á landi áð-
ur, en þekkist víða í borgum er-
lendis. Það voru þeir Rúnar Gunn-
arsson og Gunnar Guðnason arki-
tektar, sem hönnuðu húsið, en
Morgunblaðið/KGA
Garðurinn í Ásholti gefur byggðinni þar skemmtilegan blæ, en hann
er í senn skjólsæll og fallegur. Komið hefur til tals hjá eigendum
að sameina nýtingu leikherbergis og garðinn fyrir sérstaká barna-
gæzlu fyrir fólk með yngri börn.
Kjartan Mogensen landslagsarki-
tekt hannaði grðinn og nánasta
umhverfi hússins. Kjartan hannaði
einnig þær framkvæmdir, sem
þessa dagana er unnið að á vegum
Reykjavíkurborgar, þannig að
samræmi er í hönnun á umhverfi
hússins. Við Brautarholtið er nú
verið að rífa niður girðingu, sem
reist var á meðan á framkvæmdun-
um stóð og þar verður sett vegrið.
Enn eru nokkrar íbúðir, einkum
stór sérbýli óseld í Áholti, en það
er Eignamiðlunin, sem annast sölu
íbúða þar.
Töluveró
léóaeftlr-
spurn hjá
bors
TÖLUVERÐ lóðaeftirspurn hef-
ur verið hjá Reykjavíkurborg að
undanförnu. I júlí var úthlutað
16 lóðum undir einbýlishús í
Engjahverfi og eru þær allar
farnar. Þá var einnig úthlutað
lóðum fyrir 144 íbúðir í fjölbýlis-
húsum og fengn þær færri en
vildu. I júní var úthlutað lóðum
í Engjahverfi fyrir 373 íbúðir í
fjölbýlishúsum og var eftirspurn
meiri en úthlutuninni nam.
Þetta kom fram f viðtali við
Valgerði Gunnarsdóttur hjá
borgarverkfræðingi. Hún sagði að
á næstunni yrði úthlutað nýju svæði
í Rimahverfi og er þar um 126 ein-
býlishúsalóðir og 6 keðjuhúsalóðir
að ræða. Gert væri ráð fyrir, að
hluti lóðanna yrði byggingarhæfur
í nóvember og desember nk. en hin-
ar síðari hluta árs næsta árs.
Valgerður sagði, að engum lóðir
hefði verið úthlutað á eldri svæðum
nema hvað búið væri að úthluta lóð
fyrir fjólbýli fyrir aldraða við Sléttu-
veg og væri Ármannsfell að byggja
þar. Þá sagði Valgerður, að alltaf
væri eitthvað um, að fólk skili lóðum
til baka og þá aðllega lóðum fýrir
einbýlishús, en þær færu þá yfir-
leitt mjög fljótt aftur.
SMIÐJAN
Bakkaboró á lijóliiin
í GÓÐU veðri er gott að eiga sér
lítinn garð eða pall þar sem njóta
má máltíða úti undir berum
himni í sól og yl.
á kemur sér vel að eiga bakka-
borð á hjólum, sem hægt er
að tína áhöld og aðrar nauðsynjar
á inni í eldhúsi og búri og aka því
öllu í einni ferð út í garð í sólina.
Raunar liggur
það í augum uppi
að slíkt hjólaborð
getur sparað mörg
sporin, allan ársins
hring,b æði við að
bera á borð og að
taka af borði áhöld
og mat.
Þeir hafa verið
margir dagar á sumrinu á þessu
ári, sem hægt hefur verið að mat-
ast úti. Tæki sem þetta bakkaborð
hefði vafalítið oft og víða komið sér
vel í sumar.
Smiðjan leggur því fram verkefni
sem er kjörið til að smíða heima
og sem er ætlað hvort heldur er
konum eða körlum til að smíða.
Efni
í fætuma fjóra sem mynda X á
báðum hliðum borðsins er gott að
nota lista 38 16 mm og 95 sm
langa. Til þess að ná réttu lagi á
endum fótanna þarf 14 sm langa
listabúta af sama gildleika, 8 stk.
og þarf að líma þá vandvirknislega
utan á enda fótanna, á báða enda
en á gagnstæðar hliðar. Skýringar-
mynd F.
Nú kann einhver að spyija úr
hvaða viði borðið skuli smíðað. Fura
er ágæt, einnig er hugsanlegt að
smíða það úr harðviði, beyki, eik,
mahoní, eða öðmm góðum viði.
Ef ætlunin er að mála borðið,
þá má jafnvel smíða það úr 12 mm
krossviði. Verði krossviður notaður
ræð ég þó eindregið frá því að nota
lakkhúðaðan krossvið, bæði límist
hann illa og málning tollir illa á
lakkhúðinni. Einnig ræð ég frá því
að nota furu eða oregonpinekross-
við. Þessi krossviður flísast illa á
brúnum. Ölakkaður birkikrossviður
er ágætur eða annar fíngerður
krossviður.
Efnislisti:
1. í fætur (nefndir framar): 4
stk., 38 16 mm, lengd 95 sm.
2. í fætur: 8 stk. 38 16 mm,
lengd 14 sm.
3. í handfang: 1 stk. kefli, 30
mm þvermál, lengd 36,5 sm.
4. Sívalir listar, þverstk: 4 stk.,
dýlar 12 mm þvermál, lengd 43 sm.
5. Á milli fótanna, v. hjólin: 1
Stk. 30 22 mm listi, lengd 36,5 sm.
6. Hjól: 2 stk., 200 mm þvermál.
Efni í bakkana:
7. hliðar: 4 stk., 45 18 mm, lend
65 sm.
8. Gaflar: 4 stk., 60 18 mm,
lengd 32,4 sm.
9. Griplistar: 4 stk., 15 13 mm,
lengd 32,4 sm.
10. Þverlistar undir botn: 4 stk.
20 20 mm, 36 sm.
11. Krossviðar- eða glerbotnar:
2 stk., 33,8 62,8 sm, þykkt 5 mm.
12. Meising skrúfur, hálfkúptur
haus, lengd 38 mm og 4 mm þver-
mál, 16 stk.
Samsetningar og smíði:
Þegar efnis hefur verið aflað er
gott að hefjast handa við að smíða
fæturna, líma saman í þá og saga
út með grófri útsögunarsög lagið á
endum fótanna.
Merkja þarf fyrir götum sem
bora þarf í fætuma og bora með
12 mm bor, göt í gegnum fætuma
þar sem dýlarnir eiga að ganga í
gegn. Handfangið er best að skrúfa
með fallegum skrúfum og þarf að
bora 5 mm þvermál göt þar sem
handfangið á að festast.
Hjólin þurfa að vera tryggilega
fest, en það fer eftir hvaða gerð
hjóla verður notuð, hvemig þau
skulu festast. Sé gat í hjólinu fyrir
boltafestingu, getur verið gott að
kaupa snittaðan skrúfutein og hafa
hann nógu langan til að hann nái
heill í gegnum báða fæturna og
hjólin. Hann mun þurfa að vera um
45,8 sm langur, en það fer eftir því
hve stór götin á hjólunum eru, hve
gildur teinninn á að vera, trúlega
6-8 mm í þvermál.
Fast ofan við teininn þarf svo
að líma og skrúfa listann sem þar
á að festast á milli fótanna. Þ.e.
listi 30 22 mm 36,5 sm.
Pússning
Öll þessi stykki sem notuð em í
vagninn, sem eru úr tré, þarf að
fínhefla og pússa vel áður en grind-
in verður límd og skrúfuð saman.
Áður en þverstykkin verða límd á
milli er best að líma tvo og tvo
fætur saman í x. Gætið þess að
samlímingin verði ekki á miðju fót-
anna. Dýllinn sem límdur verður í
„miðgatið" á að vera 415 mm frá
neðri enda fótarins sem hjólið og
handfangið festist á, en á hinum
fætinum er sama lengd mæld frá
efri enda að „miðgatinu". Fæturnir
mynda ekki 90° hom hvor við ann-
an í x-inu, þ.e.a.s. ekki réttan vink-
il, en hæfílegt mun vera að 67 til
68 sm mælist út fyrir enda fótanna
að neðanverðu.
Bakkarnir
Á skýringarmynd E er þver-
skurður sýndur af gafli úr bakka.
, i ^
1 £5 ! 1
eftir Bjarna
Ólafsson
Sést greinilega á þeirri mynd hvern-
ig botninn á að vera felldur inn í
hliðar og gafla á bökkunum, Nót
er söguð inn í hliðarnar á þessum
stykkjum, hún þarf að vera 5 mm
breið og 8 mm djúp. Málið sem
gefið er upp sem stærð botnsins
er miðað við að botnplatan gangi 7
mm inn í allar hliðamar. Ekki má
nótin ganga út í enda hliðarstykkj-
anna. Utan á efri brún gaflanna
límist griplisti. Þann lista þarf að
hefla til og pússa vel, eins og allar
hliðarnar.
Hér er gert ráð fyrir að hliðarnar
séu skrúfaðar utan á gaflana eð
tveimur messingsskrúfum í hvert
horn. Bora þarf í hliðarnar fyrir
skrúfunum með 4 mm þvermál bor.
Einnig þarf að bora með 3 mm
þvermál bor svolítið inn í enda gaf-
lanna, áður en skrúfurnar eru
skrúfaðar á sinn stað. Munið eftir
að setja botninn í um leið og bakk-
inn er skrúfaður saman. Einnig er
gott að bera svolítið lím á enda
gaflanna fyrir samsetningu, ef lím
pressist út þegar skrúfurnar herð-
ast, þá þarf að þurrka það af með
rökum klút.
Sama er hvað við erum að vinna,
alltaf borgar sig að vanda sig og
vinna vel. Eins og einhveijir kunna
að hafa veitt athygli legg ég ávallt
ríka áherslu á að smíðisgripir séu
vel pússaðir og að frágangur þeirra
sé góður.
Það orkar tvímælis hvort bakk-
arnir skuli vera skrúfaðir saman á
homunum. Einnig kemur til greina
að geirnegla hornin saman, fyrir
þá sem kunna slíka samsetningu,
eða/að saga nót upp í hliðarnar og
að íengja þá gaflana um 2 sm til
þess að geta sagað tappa á enda
þeirra er ganga skulu inn í nótina
í hliðarstykkjunum. Sjáið skýring-
armynd G. Nót og tappi mega ekki
ganga upp í gegnum hliðina. Hið
sama má segja um skrúfurnar sem
halda handfanginu, í stað þeirra
má vel nota dýl sem borað verður
fyrir og hann límdur í gegnum fót-
inn.
Þegar þið pússið munið þá að'
pússa af sárustu brúnir og að vanda
pússninguna svo að stykkin verða
öll mjúk viðkomu. Þetta á einnig
við þótt borðið verði málað.