Morgunblaðið - 18.08.1991, Side 11

Morgunblaðið - 18.08.1991, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1991 B 11 Með tromp á hendl BANDARÍSKI fasteignajöfur- inn, Donald Trump, sem raunar má muna sinn fífil fegri, heyr nú örvæntingarfulla baráttu við alls konar aðila, sem hóta þvi að koma í veg fyrir, að hann geti byggt fleiri glæsihús á lóð Mar-a-Lago hallarinnar í Florida, en þessari 118 her- bergja höll á Palm Beach, þar sem m. a. Kennedy- fjölskyldan á sér vetrarsetur, fylgir 6,8 hektara lóð. Svo óheppilega vill samt til fyr- ir Trump, að andstætt öðrum auðmannssetrum á þessu svæði, er Mar-a-Lago á lista yfir 1500 sögulega staði í Bandaríkjunum. Trump þarf því að fá til þess leyfi hjá sérstakri friðunarstofnun (Preservation Foundation), sem sér um friðun slíkra staða, ef gera á umtalsverðar breytingar á eign- inni, þar á meðal ef skipta á eign- inni upp í margar lóðir undir ný hús. Til skamms tíma fór mjög vel á með forráðamönnum stofunar- innar og auðmanninum frá New York, ekki sízt eftir að hann, allt frá árinu 1985, þegar hann eign- aðist Mar-a-Lago, heimilaði stofn- uninni að halda hinn árlega söfn- unardansleik stofnunarinnar á þessu glæsilega setri. En fyrir nokkrum mánuðum sneri Trump blaðinu við og neitaði um leyfi til þess að halda dansleikinn á Mar- a-Lago eftirleiðis, eftir að í ljós kom, að hinir sögufróðu dansgest- ir höfðu ekki bara trampað grasið niður í svörð á lóðinni, heldur létu Donald Trump (sá efri á spilinu) hótar nú að selja trúarleiðtogan- um Moon (þeim neðri) glæsihöll sína í Palm Beach í Florída. það undir höfuð leggjast að sýna þakklæti sitt í verki opinberlega. Fyrrnefnd stofnun vinnur nú ákaft gegn áformum Trumps um að skipta landareigninni upp í lóð- ir, en hann segir, að þar sé einung- is að baki hefndarþorsti foiTáða- manna stofnunarinnar yfir því að fá ekki að halda hinn árlega dans- leik á eigninni. Friðunarstofnunin vísar yfirlýsingum Trumps á bug og hefur ákveðið að skipa Mar-a- Lago á bekk með mikilvægustu sögustöðum Bandaríkjanna eins og Hvita húsinu og Mount Vern- on. Formaður stofnunarinnar hef- ur jafnframt skýrt frá því, að til þess að sýna Donald Trump þakk- læti sitt, hafi stofnunin á sínum tima gefið honum andlitsmynd af þáverandi eiginkonu hans, Ivönu Trump. Trump hefur litlar mætur á þeirri mynd nú, því að Ivana hefur ekki bara náð að taka með sér mikla fjármuni við skilnaðinn við hann heldur einnig fengið það úr- skurðað, að henni sé heimilt að búa á Mar-a-Lago einn mánuð á hveiju ári. Nú hótar Donald Trump friðun- arstofnuninni því að höfða mál á hendur henni og krefjast þar svim- andi fjárhæða í skaðabætur, ef stofnuni reynir að hindra hann í því að byggja á eigninni. Þessar hótanir hafa samt ekki skapað mikinn skelk hjá forráðamönnum stofnunarinnar. Aðrar hótanir af hans hálfu hafa aftur á móti vak- ið upp alvarlegri ugg á meðal þeirra. Donald Trump skortir nefnilega ekki hugarflug. Hann hefur gefið í skyn, að hann kunni að selja Moon-hreyfingunni Mar-a- Largo, sem gæti leitt til þess, að þúsund- ir áhangenda þessar hreyfingar stofnuðu nýtt og annars konar samfélag mitt á meðal þeirra 10.000 efnamanna, sem búa á Palm Beach. En þar til það verð- ur, þarf Trump að borga 300.000 dollara (rúml. 18 millj. ísl. kr.) i eignaskatta á ári fyrir Mar-a- Largo, sem hann keypti á 5 millj. dollara (rúml. 300 millj. ísl. kr.) árið 1985. Glæsilegir,•, þýskir sturtuklefar og baðkarshurðir á frábæru verði ELBA og VARIO sturtuklefar m/4mm öryggisgleri Verá fró kr. 31.139.- NAP0LI baðkars- hurðir i mörgum stærðum Verð frá kr. 12.900.- NIZZA sturtuklefi m/horn- opnun Verð frá kr. 16.900.-1 MILAN0 CLASSIC baðkars- veggir Verð frá kr. 32.500.- FASTEIGNASALA VITASTÍG 13 Öpið í dag ící. 12.ÖÖ-14.ÖÖ Bergþórugata. Ein- stakl.íb. 35 fm í kj. Verð 2,5 millj. Orrahólar. 3ja herb. falleg íb. 88 fm. Suðursv. Góð lán áhv. Einarsnes. 3ja herb. íb. 53 fm. 50% útborgun. Verð 3,5 millj. Rekagrandi. 2ja herb. íb. 52 fm. Fallegar innr Verð 5,4 millj. Laugarnesvegur. 4ra herb. ib. 92 fm. Suðvestursv. Áhv. gott húsnlán. Verð 6,9 millj. Æsufell. 2ja herb. íb. 55 fm. Nýl. húsnlán áhv. 3,7 millj. Stórholt. 4ra-5 herb. íb. 127 fm á tveimur hæðum. 33 fm bílsk. Mikið endurn. Suðurgarður. Hrísateigur. 3ja herb. íb. 61 fm. Sérinng. Fallegurgarður. Stelkshólar. 3ja herb. íb. 77 fm. Fallegar innr. Verð 5,9 millj. Engjasel. Raðhús 207 fm auk 30 fm bílskýlis. Makaskipti mögul. á 4ra herb. íb. í sama hverfi. Lyngmóar. 3ja herb. íb. 82 fm. Fallegt útsýni. Parket. Suð- ursv. Bílsk. Berjarimi. Parhús á tveimur hæðum. ca. 160 fm, innb. bílsk. Sérlega fallegar teikn. Húsiö selst fokhelt innan fullbúið utan. Verð 8,3 millj. Teikn. á skrifst. Laugavegur. 3ja herb. íb. á 2. hæð, 72 fm. Verð 5,5 millj. Garðhús. Parh. á tveim hæðum 195 fm. Húsið selst fullb. að utan og tilb. u. trév. að innan. Verð 10,5 millj. Teikn. á skrifst. Njálsgata. 3ja-4ra herb. íb. á tveimur hæðum 108 fm. Sér- inng. Verð 6,5 millj. Logaland. Raðhús á tveim- ur hæðum 218 fm. 26 fm bilsk. Suðurgarður. Suðursvalir. Hverfisgata. 3ja herb. íb. 43 fm á 1. hæð. Góð lán áhv. Verð 3,8 millj. Kársnesbraut. Glæsil. einbhús 160 fm. 32 fm bílsk. Frá- bært útsýni. Fallegar innrétting- ar. Parket. Eskihlíð. 4ra herb. íb. 108 fm á 3. hæð. Gott útsýni. Góð sameign. Suð-vestursv. Láland. Glæsil. einbhús á einni hæð 193 fm. 26 fm bílsk. Sérlega fallegt hús. Eiríksgata. 4ra herb. fb. á Skriðustekkur 2. hæS þríbýli. Nýl. parket. Góð Einbhús á tveimur hæðum 273 lán áhv. fm auk bílsk. 28 fm. Mögul. á séríb. á jarðh. Melabraut. Glæsil. 4ra herb. sérhæð, 105 fm. 38 fm bílskúr. Fallegt útsýni. Suður- svalir. Seljahverfi Glæsil. einbhús á þremur hæö- um 272 fm. Ca 30 fm bílsk. Mögul. á séríb. á jarðhæð. Háaleitisbraut. 4ra herb. ib., 103 fm auk 25 fm bílskúrs. Suðursv. Fallegar innr. Esjugrund Einbhús, 262 fm. Mögul. á séríb. í kj. Áhv. húsnæðislán áhv. ca 4,6. Vitastígur Til sölu lítið einbhús á tveimur hæðum, 60 fm. Nýtt gler, nýir gluggar, nýtt járn. Rauðarárstígur. 4ra herb. íb. 96 fm. Mikið endurn. Verð 5,9 millj. Hlíðarhjalli - Kóp. Til sölu einbhús á tveimur hæðum 207 fm m. 60 fm bílsk. Húsið selst fullb. að utan, fokh. innan m. grófjafnaðri lóð. Einnig mögul. á að hafa þetta tveggja íb. hús m/sér- inng. í hvora íb. Efri hæðin yrði 107 fm auk 60 fm bílsk. og neðri íb. 80 fm. Teikn. á skrifstofu. Vesturfold Til sölu glæsilegt einbýlishús á einni hæð 220 fm. 50 fm bílskúr. Fallegt útsýni. Húsið selst fullb. að utan. og tilb. u. trév. að innan. Verð 14,5 millj. Teikn. á skrifst. Sæviðarsund — einbhús Til sölu glæsil. einbhús á einni hæð 176 fm. 3-5 svefn- herb., stofur m/arni, glæsil. 40 fm sólstofa m/nuddpottur og sturtu. 32 fm bílskúr. Rólegur staður. Suðurgarður. FÉtAG llFASTEIGNASALA Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.