Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 3
MORGTUNBILA'ÐIÐ FÖSTUÐAGUR- 271 SEPTEMBER 11991
B 3
þeirra er með sveip í hárinu sem
sveigist til vinstri, þá er hinn
tvíburinn með hægrisveigðan
sveip.
Skýringin er sennilega sú, að
frjóvgað eggið hafi ekki skipt sér
fyrr en seint en þá hefur grunnur
að þróun tveggja einstaklinga þeg-
ar verið lagður. Börnin tvö verða
því eins og spegilmynd hvort af
öðru, en það sést gleggst á svoköll-
uðum síömskum tvíburum, þar sem
frjóvgað eggið hefur skipt sér afar
seint á þróunarferlinu og tvíburarn-
ir eru alltaf spegilmynd hvor af öðr-
um. Þessi kenning getur gefið skýr-
ingu á því, að eineggja tvíburar
beita oft sinni hendinni hvor. En
verið getur, að þessi sama kenning
eigi jafnvel við um allt örvhent fólk.
Ákveðinn munurhefurfundistá
stærð heilahvelanna hjá örvhentum
og rétthentum. Þessi mismunur
þarf þó ekki að vera ástæðan fyrir
örvhendu. Eins líklegt er að vöxtur
heilans sé með örlítið öðru móti hjá
örvhentum, því að það er vitað að
vöxtur heilans er mjög undir því
kominn hvaða þjálfun börn hafa
fengið á uppvaxtarárum sínum og
hver reynsla þeirra hefur verið í
bernsku ogæsku.
Nýlega hafafranskirvísinda-
menn sett fram kenningu, byggða
á víðtækum rannsóknum þeirra á
örvhendu, þar sem áhersla er á
nýjan leik lögð á heilahvelin og áhrif
þeirra á atferli manna. Hæfni
manna til að gera sér grein fyrir
rými og fjarlægðum á upptök sín í
hægri helmingi heilans (en sá helm-
ingurstjórnar vinstri hendinni). Örv-
hentir íþróttamenn hafa það fram-
yfir rétthenta, að þegar heilinn
greinir myndina af mótleikara fyrir
framan þá, sendir hann bein og
tafarlaus boð til hinnar virkari
vinstri handar. Hjá þeim rétthentu
er það einnig hægri helmingur heil-
ans sem greinir einstök atriði allra
kringumstæðna, en hægri heila-
helmingur verður síðan að senda
þessa greiningu yfirtil vinstra heila-
hvels hjá rétthentum og gefa þeim
vinstra skipun um viðbrögð hægra
handleggs og handar.
Hættirfremurtil
þunglyndis
Nokkur munur hefur fundist á
örvhentu fólki og rétthentu að því
er tilfinningasviðið varðar. Það þyk-
ir fullvíst, að örvhentu fólki sé hætt-
ara við ýmsum tilfinningalegum
örðugleikum í æsku og reyndar líka
á fullorðinsaldri. Er þá einkum um
þunglyndisköst að ræða en einnig
um kvíða og hræðslutilfinningu að
vissu marki. Til þessa gætu einkum
legið tvær ástæður; í fyrsta lagi að
hinum örvhentu hafi verið strítt sem
börnum eða þá einungis að þeim
hafi sjálfum fundist, að þau væru
öðruvísi. Skýringin gæti þó líka ver-
ið líffræðilegs eðlis. Nýjar athugan-
ir hafa leitt í Ijós, að uppspretta og
heimkynni neikvæðra tilfinninga og
kennda eru í hægra heilahveli. Ef
örvhentur maður notar hægra
heilahvel til þess að stjórna vinstri
dæmi: Flutningur á hringingu.
Tveir kostir eru í boði, annars veg-
ar að flutt sé strax eða að síminn
hringi 4 sinnum og ef ekki er svar-
að þá hringi hann annarstaðar.
Þetta getur til dæmis hentað ef
fólk á von á áríðandi símtali en
þarf að vera annars staðar. Þá
má vísa númerinu þangað, en það
má vera hvar sem er á landinu, í
farsímakerfið eða í símboða. Einn-
ig gæti þetta hentað í öryggisskyni
ef íbúð mun til dæmis vera mann-
laus í einhvern tíma. Bein lina:
Þetta er það sem einnig er kallað
„hot line" en þá nægir að lyfta sím-
tólinu af og þá hringir síminn sjálf-
krafa í fyrirfram ákveðið símanúm-
er. Þetta gæti t.d. gagnast fólki
sem af einhverjum ástæðum á
erfitt með að velja númer á skíf-
unni. Til að setja inn t.d. neyð-
arnúmerið í Reykjavík yrði valið
‘53*000 og þá er hringt sjálfvirkt
í þetta númer þegar símtólinu er
lyft af. Símtal bíður: Ef þessi þjón-
usta er notuð verða þeir sem
hringja í númerið ekki varir við að
Þar sem þessir sjúkdómar eru
líka á kreiki í nánustu ættingjum
hins örvhenta gæti það bent til
þess að hugsanleg arfgeng hneigð
til örvhendu sé í beinum tengslum
við hneigð til ofvirkni í ofnæmiskerf-
inu. Þá þykir og ýmislegt benda til
þess, að þessi einkenni skjóti líka
upp kollinum hjá öðrum nánustu
ættingjum hins örvhenta, án þess
þó að verða það mikil, að þau geri
vart við sig sem örvhenda. Hins
vegar ber á það að líta, að mjög
virkt ónæmiskerfi þarf ekki endilega
að vera ókostur. Það getur nefni-
lega líka nýst til að verja líkamann
gegn skaðlegum áhrifum veira og
sýkla.
Og það er annar kostur við að
vera örvhentur, og sá kostur kemur
í Ijós á síðari æviárum hjá þeim sem
hafa orðið fyrir því að fá snert af
heilablóðfalli sem hefur í för með
sér truflanir á tali — eða svokallað
afasi. Örvhent fólk sem orðið hefur
fyrir áfalli af því tagi virðist í flestum
tilvikum vera fljótara að ná aftur
tökum á eðlilegri talhæfni heldur
en rétthentir. Astæðan er örugg-
lega sú, aðfjölmargirörvhentir
styðjast við boð frá heilahvelum
þegar þeirtjá sig ítöluðu máli.
Þess vegna eiga þeir auðveldara
með að efla nýja miðstöð fyrirtal
í þeim helmingi heilans sem ekki
varð fyrir skakkaföllum af völdum
blæðingarinnar.
síminn sé á tali þó
hann sé upptek-
inn. Sá sem
hringt er í, heyrir
hinsvegar við-
vörunartón sem
segir honum að
símtal bíði
hans á línunni.
Þegar hann
leggur á byrj-
ar síminn að
hringja og sá
sem beið á
línunni nær
sambandi.
Fyrir utan
þetta eru
möguleikarnir
hendinni, þá er hugsanlegt að sá
helmingur heilans verði við það
mun virkari og af þeim sökum eigi A
þunglyndi og hræðslutilfinningar
greiðari aðgang að honum. En
hægra heilahvel rúmar ekki ein-
göngu neikvæðar kenndir og tilfinn-
ingar, heldur er ímyndunaraflið
einnig staðsett í þeim hluta heilans
svo og miðstöð drauma.
Staðsetning þessara hughrifa og
kennda í hægra helmingi heilans
gæti verið skýringin á öðrum al-
gengum mun á rétthentum og örv-
hentum. Það lítur nefnilega út fyrir,
að örvhentir hafi oft ríkari sköpun-
.argáfu og listrænni hæfileika. í
rannsókn sem gerð var í Bandaríkj-
unum varð niðurstaðan til dæmis
sú, að í stórum hópi listamanna
hafi verið þrisvar sinnum fleiri örv-
hentir en rétthentir heldur en í sam-
svarandi hópi háskólamenntaðra
manna. Þennan mun má líka skýra
með því, að örvhent fólk sem notar
hægra heilahvel til þess að stjórna
vinstri hendinni eigi auðveldara
með að tjá tilfinningar sínar og
ímyndanir.
En það eru líka öll líkindi á, að
sumir líkamlegir sjúkdómar leggist
öðruvísi á örvhenta en rétthenta.
Fyrir skemmstu hafa menn komist
að raun um, að örvhentum sé hætt-
ara við sjúkdómum sem snerta
ónæmiskerfið. Er þá um að ræða
sjúkdóma eins og liðagigt, hey-
mæði, ofnæmi og ef til vill einnig
mígrenu.
Ofvirkt ofnæmiskerfi
að hefur löngum verið vitað að
fólk geti verið örvhent, en sú
vitneskja, að sumir séu örveygðir,
er aftur á móti tiltölulega ný af
nálinni. Staðreyndin er sú, að um
það bil fimmti hver maður notar
vinstra augað mun meira en hægra
auga. Ekki er hins vegar eins auð-
velt að greina það í fljótu bragði,
hvort augað menn nota meira, á
sama hátt og þegar í stað má sjá
þegar fólk er örvhent. Með ósköp
einföldum tilraunum er þó auðvelt
að komast að raun um hvort augað
menn noti raunverulega meira. Ein
af þessum tilraunum er þannig.
Horfðu með báðum augum á
einhvern lítinn hlut í rúmlega
tveggja metra fjarlægð eða jafnvel
lengra frá þér. Þetta geturtil dæm-
is verið skráargat eða hurðarhúnn.
Bentu því næst með vísifingri beint
á þennan hlut, og um leið horfirðu
stöðugt á hann með báðum aug-
um. Vísifingurinn sést þá dálítið
ógreinilega, af því að augnaráðið
beinist að hlutnum sem er fjær.
Haltu nú fingrinum alveg kyrrum
og lokaðu hægra auga. Haldi fing-
urinn samt áfram að benda beint
á hlutinn, þá eru öll líkindi á því,
að þú sért örveygð(ur). Gerist það
hins vegar, að fingurinn sýnist fær-
ast alllangt til hægri þegar hægra
auganu er lokað, þá ertu í hópi
þeirra fjögurra ef hverjum fimm
sem eru hægra-eygðir, þ.e. einn
af þeim sem nota hægra augað
mun meira en hið vinstra.
Heilinn vill ákveðna mynd
En af hverju eru menn þá taldir
örveygðir, ef fingurinn hefur ekkert
færst til þegar hægra auganu er
lokað í tilrauninni sem lýst var hér
að framan? Sú ályktun er dregin
af því, að þegar maður horfði með
báðum augum opnum á hlutinn,
þá hefur vinstra auganu greinilega
verið beitt meira við að staðsetja
hlutinn með vísifingri, án þess að
viðkomandi gerði sér þetta endi-
lega Ijóst; þegar svo hægra auganu
var lokað sást fingurinn samt
benda í nákvæmlega sömu stefnu
og þegar horft var með báðum
augum opnum. Sé maðurinn á hinn
bóginn hægri-eygður — „rétteygð-
ur“ — og loki hægra auganu,
þá má orða það þannig, að hann
hafi í reynd lokað fyrir þá mynd sem
heilastöðvarnar vilja helst fá af
hlutnum sem bent var á og stefn-
unni á hann. Heilanum berst því
ný mynd þegar hægra aug'anu er
lokað, það er að segja sú mynd
af hlutnum sem verður til á sjón-
sviði vinstra augans þar sem fing-
urinn bendir ekki lengur beint á
hlutinn sem horft er á, heldur til
hliðar við hann.
Önnur einföld tilraun felst í því
að láta mann horfa í gegnum lítið
gat á pappírsblaði eða sþjaldi.
Hann mun við þær aðstæður yfir-
leitt kjósa að nota það augað sem
honum er tamara að beita fyrir.sig
þegar hann þarf að skoða eitthvað
gaumgæfilega. Ef hann (eða hún)
ber ósjálfrátt vinstra augað að ga-
tinu til þess að horfa í gegnum,
er viðkomandi að öllum líkindum
örveygður. Það fólk sem reynist
vera örveygt við fyrrnefndu tilraun-
ina beitir í flestum tilvikum líka fyr-
ir sig vinstra auganu í seinni tilraun-
inni. Þess ber þó að gæta, að alveg
á sama hátt og mismunandi stig
eru af örvhendu — sumt örvhent
fólk notar alltaf vinstri höndina, en
sumir örvhentir nota ýmist þá
vinstri eða þá hægri, allt eftir atvik-
um — þannig getur því einnig verið
varið með fólk sem að öðru jöfnu
hneigist til að nota fremur vinstra
augað; að það getur sumt hvert
hafa tamið sér að vera jafnvígt á
bæði augu, ef svo ber undir. Sum-
ir eru því örveygðir að staðaldri en
aðrir geta ýmist beitt fyrir sig
vinstra eða hægra auga þegar
gaumgæfa á eitthvað, allt eftir að-
stæðum.
En hver er þá ástæða þess, að
menn skuli ómeðvitað hyllast til að
beita fremur fyrir sig öðru auganu
en hinu þegar eitthvað er skoðað
nánar? Það má líka orða spurning-
una þannig: Hvernig stendur á því,
að heilastöðvarnar skuli bæla niður
og vísa frá þeirri mynd sem annað
augað nemur? Skýringin kann að
vera sú, að þegar við virðum fyrir
okkur eitthvað sem er í tveggja
metra fjarlægð eða meira, þá er
nokkur munur á þeim myndum sem
hvort augað fyrir sig nemur af
hlutnum, af þv( að það er visst bil
milli augnanna. Þetta millibil gerir
það að verkum, að allt sem er stað-
sett fyrir framan eða
MÖGULEIK-
AR SÍMANS
HAFA AUKIST
TÖLUVERT Á
SÍÐUSTU
ÁRUM
FIMMTI HVER
MAÐURER
ÖRVEYGÐUR
fyrir aftan þann hlut sem maður
er að virða fyrir sér mundi sjást
tvöfalt, ef heilinn vísaði ekki ímynd-
inni frá öðru auganu — oftast því
vinstra — frá og kæfði hana. Heila-
stöðvar hvers og eins einstaklings
hafa því vanist myndinni frá öðru
auganu og taka hana fram yfir þá
ímynd sem berst frá hinu auganu.
Ekki lítur út fyrir að það sé ætt-
gengt að beita fremur vinstra aug-
anu en því hægra, þ.e. að vera
örveygður. Það virðist vera jafn
algengt hjá smábörnum á aldrinum
þriggja til fjögurra ára að beita
annaðhvort vinstra eða hægra
auga fremur fyrir sig, þegar eitt-
hvað er skoðað, og sama gildir um
fólk frá gjörólíkum menningarsam-
félögum.
Hægra auga meira
beitt við lestur
Það lítur út fyrir, að það sé beint
samband á milli þess að beita frem-
ur hægra auganu og þess menning-
arsamfélags sem við tilheyrum og
nærtækasta skýringin er sú, að
meiri beiting hægra augans standi
í sambandi við þann hátt sem við
höfum á við lestur. Þegar við Vest-
urlandabúar lesum hreyfast augun
nefnilega sífellt örlítið til hægri eftir
línunni við að nema orðin. Sam-
kvæmt þessari tilgátu er það hægra
augað sem hefurforystuna. Einmitt
þetta gæti verið ástæðan fyrir því,
að flest temjum við okkur strax í
æsku að beita fremur hægra aug-
anu. Þessi kenning eða tilgáta þyk-
ir sennilegri vegna þeirrar uppgötv-
unar sem nýlega hefur verið gerð,
að fólk beitir fremur vinstra auganu
les að jafnaði nokkru hægar en
þeir sem beita hægra auganu
meira.
En þar sem allir í okkar samfé-
lagi kunna að lesa sætir það nokk-
urri furðu, að ekki skuli allir kjósa
fremur að beita hægra auganu.
Skýringin á því er vafalaust sú, að
bæði augun eru ekki alltaf jafn
skörp frá fæðingu. Komið hefur í
Ijós, að menn sjá í raun og veru
betur með því auga sem þeir hafa
tamið sér fremur að nota. Að öllum
líkindum hafa þeir sem eru örveygð-
ir haft virkara vinstra auga allt frá
fæðingu og hafa því ómeðvitað
kosið að lesa ofurlítið hægar með
vinstra auganu, af því að sjónin á
því var betri og skarpari.
fleiri. Forrit í símstöðvum leyfa
breytingar og viðbætur þegar fram
líða stundir. Að gamni vil ég geta
auglýsingar frá bandarísku síma-
fyrirtæki, sem gefur kost á mis-
munandi hringingum og þá þekkist
á hringingunni hver hringir.
Með þessu hverfur ef til vill við-
kvæðið „hann hlýtur að vera til þín
núna" þegar fólk nennir ekki að
svara. Einnig er boðið upp á sjálf-
virkt endurval sem þýðir að ef ekki
tekst að svara símanum tíman-
lega, má 'velja ‘69 til að hringja í
þann sem seinast reyndi að hringja
í okkur. Með þessu móti væri
óþarfi að klöngrast upp úr baðinu
til að svara símanum. Svona mætti
lengi telja.
Margir halda að allt muni breyt-
ast þegar Ijósleiðarar og myndsím-
ar komi inn á hvert heimili en óþarfi
er að bíða þess. Tæknin er þegar
fyrir hendi til að létta okkur lífið í
samskiptum manna og svo má allt-
af nota svarta símann sem stofu-
stáss með nýju græjunum.
Einar H. Reynis.