Morgunblaðið - 16.11.1991, Side 9

Morgunblaðið - 16.11.1991, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 9 •• BORÐSTOFUHUSGOGN Ný sending___ Mikið úrval af borðstofuhúsgögnum úr bæsaðri eik - hvítu - svörtu - mahóní á mjög hagstæðu verði. Petra borð + stólar í beyki - hvítu - svörtu. Borð + 4 stólar kr. 35.700,- stgr. Visa - Euro raðgreiðslur OPID í DAG TIL KL. 16 SUNNUDAG FRÁ KL. 14-16 □□□QQEZD HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66 HAFMARFIRDI SÍMI 54100 I 1 turjpm! jrl Bladið sem þú vaknar vió! Nýtt hlutverk Atlants- hafsbandalagsins Samskipti við fyrrum fjendur í Austur- Evrópu, ný varnarstefna og hlutur Evr- ópuríkjanna í vörnum Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) voru til umræðu á fundi leiðtoga aðildarríkjanna 16 í Rómarborg í síðustu viku. Á fundinum var m.a. ákveð- ið að hefja formlegt samráð við ríkin í Mið- og Austur-Evrópu og samþykkt var ný varnarstefna sem einkum tekur mið af óvissuástandi í álfunni austanverðri og gerir ráð fyrir mun minni herafla á vegum NATO en áður. ítrekuð var nauð- syn þess að Bandaríkjamenn haldi úti liðsafla í Evrópu en jafnframt komu skýrt fram á fundinum þær hræringar sem eiga sér stað um þessar mundir á vettvangi evrópskra öryggismála. Breska dagblað- ið The Daily Telegraph telur að á fundin- um hafi ekki tekist að eyða efasemdum um framtíðarhlutverk Bandaríkjanna inn- an bandalagsins. Bandaríska dagblaðið The Washington Post telur hins vegar að bandarískir ráðamenn megi ekki fyll- ast óþolinmæði þó svo ýmsar þær hug- myndir um samstarf Evrópuríkjanna á sviðu öryggis- og varnarmála falli þeim ekki í geð. Róttæk breyt- ing Breska dagblaðið The Daily Telegyaph segfir í forystu'grein: „Rómaryf- irlýsingin um frið og samstarf þai- sem er að finna viðbrögð NATO við hruni kommúnismans og upplausn Varsjárbanda- lagsins felur í sér róttæk- ustu breytingu á stefnu NATO allt frá því að bandalagið var myndað árið 1949. Heraflinn verður minni og hreyfan- Iegri en áður. Hlutur kjarnorkuvopna í vörn- um bandalagsríkjanna mun minnka verulega og kenningin um sveigjan- leg viðbrögð á átakatím- um, sem fól í sér hugsan- lega beitingu kjarnorku- vopna á upphafsstigum átaka, hefur verið lögð til hliðar. Þrátt fjTÍr að þessi niðurskurður hafl verið ákveðinn er nauð- synlegt að bandalagið verði áfram öflugt í Ijósi þeirrar óvissu sem skap- ast kann í austri og suðri.” Síðar segir í greininni: „Á fimmtudag hvatti Ge- orge Bush Bandaríkja- forseti starfsbræður sína til að skýra frá því með ótvíræðum hætti hvort þeir vildu enn að Banda- ríkin tækju þátt í vömum Evrópuríkjanna.” Blaðið telur forsetann liafa fengið jákvætt svar við þeirri spurningu þar sem vísað sé til þess í lokayfir- lýsingu fundarins að samvinna ríkjamia beggja vegna Atlants- hafsbandalagsins verði áfram algjörlega nauð- synleg. „Hins vegar munu umræður um sam- skipti Evrópu og Banda- ríkjanna magnast eftir því sem leiðtogafundur Evrópubandalagsins í Maastricht færist nær. Tillaga Frakka og Þjóð- veija um að myndaður verði lier til þess að gera Vestur-Evrópusamband- ið starfhæft og sá vilji þeirra að fella Vestur- Evrópusambandið inn í Evrópubandalagið getur orðið til þess að grafa undan Atlantshafsbanda- laginu á sama tíma og þess verður vart að ein- angrunarhyggja fer vax- andi á meðal þingmaima í Bandaríkjunum . . . Breytingar á vettvangi NATO nú þegar kalda stríðinu ér Iokið em nauðsynlegar. En það væri heimskulegt að veikja samstarf Norður- Ameríku og Evrópurílq- anna, í því felst hiim ein- staki styrkur Atlants- hafsbandalagsins.” Samvinna og samkeppni Bandaríska dagblaðið The Washington Post segir í forystugrein er birtist í The Intemation- al Ilerahl Tribune á mánudag að mesta afrek Bandaríkjamanna í Evr- ópu eftirstríðsáranna hafi verið að tryggja frið og samvinnu lýðræðis- ríkjanna, sem áður höfðu barist og enn vom full grunsemda. Sá samruni sem stefnt hafi verið að í Evrópu hafi ávallt falið í sér þann möguleika að Evrópuríkin yrðu ekki eingöngu bandamenn og tilbúnir til að lúta forystu Bandaríkjmina heidur einnig keppinautur. Blaðið víkur síðan að áhyggjum þeim er fram komu í ræðu Bush Bandaríkjaforseta og tel- ur að það sé eðlilegt að í Bandaríkjunum velti menn því fyrir sér hvem- ig bregðast beri við sí- fellt auknu samstarfi Evrópuríkjanna á vel- flestum sviðum auk þess sem fyrir liggi að al- menningur í Bandaríkj- unum hafi uppi efasemd- ir um tilgang þess að halda úti liðsafla í Evr- ópu er kosti mikið fé. Síðan segir í forystu- grein bandaríska dag- blaðsins: „Nú er því tími til kominn að Banda- ríkjamenn og Evrópubú- ar ræði skipan heims- mála eftir að ógnunin af Iiálfu Sovétríkjanna heyrir sögunni til. En menn verða að fara var- lega. Bandaríkjamenn mega ekki missa þolin- mæðina og krefjast þess í raun að Evrópuríkin annaðhvort viðurkenni forystuhlutverk Banda- rikjamanna eða vísi þeim á dyr. . . Bandalag lýð- ræðisríkjanna beggja vegna Atlantshafsins hefur hlutverki að gegna nú þegar kalda stríðinu er lokið og réttu leiðirnar til að skilgrcina það hlut- verk liggja einnig fyrir.” Há ávöxtun á erlendum verðbréfum Opið í Kringlunni í dag á milli kl.10 og 16. Ráðgjafi Fjárfestingarfélagsins í erlendum verðbréfum, Agnar Jón Ágústsson hagfræðingur, verður í Kringlunni í dag. Hægt verður að fá fróðlegt upplýsingaefni um horfur á helstu hlutabréfamörkuðum. Verið velkomin! Raunávöxtun í Skandifond verðbréfasjóðunum frá áramótum: Continental Europe.....-0,11% FarEast................ 30,58% Global................. 25,23% Intemational............12,48% Japan.................. 12,95% Mediterranean...........-7,22% Natural Resources........7,45% Nordic...................1,54% North America...........42,93% United Kingdom.......... 2,82% Q2> VERÐBRÉFAMARKAÐU R FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.