Morgunblaðið - 16.11.1991, Page 10

Morgunblaðið - 16.11.1991, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 120 fm íbúðir til sölu Á veðursælum stað í Grafarvogi eru til sölu vel skipu- lagðar íbúðir. Góðar suðursvalir. Stórar stofur og þvottahús á hæðinni. Bílskúr fylgir. íbúðirnar seljast tilbúnar og sameign fullfrágengin. íbúðirnar verða til sýnis, fullbúnar, á næstu dögum. Örn Isebarn, húsasmíðameistari, sími31104. Húseign í Hafnarfirði Nýkomið í einkasölu sem nýtt og fallegt timburhús við Suðurgötu. 163 fm 7 herb. íbúð á hæð og í risi. 36 fm kjallari og 35 fm bílskúr. Parket á gólfum. Opið í dag frá kl. 12-17 Árni Gunnlaugsson, hrl., Austurgötu 10, sími 50764. 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL, löggiltur fastíignasau Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Glæsileg ný íbúð með bílskúr við Sporhamra 118,3 fm á 1. hæð. Svalir. Sér lóð. Sér þvottah. Full- gerð sameign. Húsnæðislán kr. 5 millj. til 40 ára. Góð íbúð - laus strax Á vinsælum stað við Fellsmúla 4ra herb. suðurib. á 3. hæð um 100 fm. 3 svefnherb., þar af eitt forstofuherb. Mikil og góð sameign. Útsýni. Góð eign - tvær íbúðir - verkstæði Á vinsælum stað í Langholtshverfi reisulegt steinhús með 3ja herb. íb. á neðri hæð og 3ja herb. á efri hæð. í kj. er þvottah., geymslur og föndurherb. Góður bílskúr (verkstæði 45 fm). Tilboð óskast. Rétt við Álftamýrarskóla 3ja herb. góð íb. á 3. hæð. Rúmg. stofa, sólsvalir. Ágæt sameign nýlega endurbætt. Bílskúrsplata fylgir. Við Hraunbæ - laus strax 2ja til 3ja herb. góð ib. á neðri hæð. Nýtt bað. Góð geymsla. Ágæt sameign. Vinsæll staður. „Stúdíó”-íbúð í lyftuhúsi Eins herb. ibúð með stórum suðursvölum og góðri innr. i nýendurb. lyftuhúsi v. Tryggvagötu. Sanngjarnt verð. Stór og góð í lyftuhúsi 4ra til 5 herb. íb. ofarlega í lyftuhúsi við Hrafnhóla. Húsvörður. Út- sýni. Laus fljótlega. Tilboð óskast. Stór og góð við Arahóla 2ja herb. íb. á 1. hæð, 65,3 fm. Sér þvottah. í íb. Nýl. parket. Geymsla og föndurherb. í kj. Laus strax. Frábært útsýni.______ Opið í dag frá kl. 10-16. Nokkrar 2ja -3ja herb. ódýrar íbúðir f gamla bænum. ALMENNA FASÍ EIGNASAIAW LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 II Umsjónarmaður Gísli Jónsson Fjórði og síðasti undirflokkur a-stofna er ia-stofnar. í þessum flokki er aragrúi orða, bæði í karlkyni og hvorugkyni, og sí- fellt bætast fleiri við. Fljótlegast væri reyndar að segja að í þess- um flokki væru öll karlkynsorð sem enda í nefnifalli eint. á ir, nema faðir og bróðir, og öll hvorugkynsorð sem enda á i. Fyrst ætla ég að nefna nokk- ur gömul dæmi í karlkyni: drell- ir, fylkir, hersir, læknir, skelmir, stillir (= konungur) og vísir. Beyging í eintölu: læknir- lækni-lækni-læknis; í fleirtölu: læknar-lækna-læknum-lækna. Prófessor Halldór Halldórsson segir í Málfræði handa æðri skólum, bls. 90: „í nútíðarmáli láta sumir r haldast í allri beyg- ingunni, t.d. læknir, læknir, læknir, læknirs; læknirar, læknira, læknirum, læknira, en það er ekki talið rétt.” Halldór Briem segir í sinni málfræði (4. útg. endursk. 1921, bls. 17) að fleirtala af læknir sé læknar, en bætir við í sviga: „í nútímamáli oft læknirar”. Þessi „læknira”-fleirtala hef- ur nú verið bannfærð og henni að mestu útrýmt, og ekki ætla ég að mæla með henni. Sum orð í þessum beygingaflokki eru þó þess eðlis, að slík fleirtala er myndarlegri og „áhrifameiri” einhvern veginn. Umsjónarmað- ur var einu sinni að kenna mjög ungu fólki, og mær var að segja frá henni kisu sinni. Allt í einu kom hún (mærin) þar að sem kisa hennar var umkringd fress- köttum. „Þessir þá líka litlu drellirar,” sagði mærin og hafði hræðst fyrir hönd kisu sinnar. Þessari orðmynd treystist ég þá ekki tii að breyta í „drellar”. Mér þótti sem frásögnin hefði liðið við það. Þá þykir mér áhrifameira að segja „skúrkar og skelmirar”, heldur en skúrkar og skelmar (= illmenni, óþokk- ar), samkvæmt strangasta ritú- ali. Mýgrútur gerandnafna var og er myndaður í flokki ia-stofna, orð eins og geymir, kælir, hermir og hrellir, svo og fjöldi mannanafna: Heimir, Þórir, Birnir, Reynir o.s.frv. Óneitan- lega hljóma sum þeirra eins og fleirtala, t.d. Birnir og Ernir. Hvorugkynsorð í hópi ia-stofna eru yfirleitt auðveld viðureignar og beygingar. Dæmi: kvæði- kvæði-kvæði-kvæðis; flt. kvæði-kvæði-kvæðum-kvæða. Þess er þó að gæta að þau þeirra, sem hafa g eða k á undan i-end- ingunni, frá j í þgf. og ef. flt., dæmi ríki og tæki. Þá segjum við frá ríkjum og tækjum og til ríkja og tækja. Þess er enn að gæta að sum þeirra orða henta illa í fleirt., svo sem beyki og vægi. Þegar þessi einfalda beyging er höfð í huga, er enn furðu- legra að heyra orð eins og happ- drætti beygt rangt í dagskár- kynningu Stöðvar 2, sjá annars- staðar í þættinum. Að lokum er þess að geta, að nokkur orð, sem voru hreinir a-stofnar, hafa við áhrifsbreyt- ingu farið í flokk með ia-stofn- um: sík > síki, beisl > beisli, eng > engi, nest > nesti og reip verð- urreipi. Gamlir menn töluðu til dæmis um vegnest, þar sem við segjum veganesti, en ennþá lif- ir reip í máltækinu að hafa við ramman [mann] reip að draga = þurfa að togast á um reipi við sterkan mann, og síðan í yfir- færðri merkingu að eiga í erfið- leikum, glíma við erfiða þraut. Umsjónarmaður hefur fyrri talað um það, hvernig málvillur koma eins og í kippum eða hvelfiskúrum í ijölmiðlum. Ein gusan var nú í vetrarbyijun, einkum á Stöð 2. Ég hef áður talað um eldinn sem sí og æ „verður laus”, en er hættur að kvikna eftir eðli sínu. Feðgar eiga sama afmælis- dag. Nú vildi svo til að yngra karlmanninum fæddist dóttir 615. þáttur þennan sama dag mánaðarins. Það hét í fréttum að fæðinguna hefði borið upp á sama mánaðar- dag þrisvar í röð „í beinan karl- legg”. Var þó nær upphafi frétt- ar skýrt tekið fram að nýfædda barnið væri stúlka (mær), en ekki piltur (sveinn). Ég veit svo sem ekki hvort þetta telst mál- villa eða einhver önnur villa. Og svo er það eignarfallsleys- ið. í dagskrárkynningu var talað um eitthvað það sem var „í boði Happdrætti Háskóla íslands”, ekki Happdrættis. Er hægt að ögra óspilltri máltilfinningu með öllu gróflegri hætti? Þá var sagt frá mönnum sem skutu liggjandi. En það var of einfalt. Þetta þurfti að hafa á ensku, þó orðin væru að vísu íslensk: þeir skutu „í liggjandi stellingu” (in a lying down pos- ition). Svo auglýsir þetta sig „gefandi” stöð að skandinavísku máli og hefur týnt íslenskunni gjöfull. „Þú” ert mjög hissa á þessu öllu saman, heitir þetta víst á fréttamannamáli, sumra hverra. „Um haustið lést Ormur bysk- up [Ásláksson], og varð hann engum harmdauður á Islandi, svo um það sé getið, nema Arn- grími ábóta. Hann var byskup 14 vetur, og lengstum erlendis í þeim erindum að ákæra undir- menn sína; er ei þess getið, að hann hafi bætt staðinn, prýtt eða auðgað kirkjuna, haldið lær- ingarskóla, sem forveijar hans, né bætt eða styrkt Kristindóm- inn, en sóað heldur miklu kirkjufé til óþurftar, og er eigi meira frá hönum að segja.” (Jón Espólín 1769-1834.) ★ Salómon sunnan kvað: Og það var hún Herþrúður Heiðarbrá, svo hress þegar Geirmundur reið þar hjá, með æmum góðvilja hún vild ’onum ylja eftir skaðvæna sundreið í Skeiðará. Hausthefti Skírnis HAUSTHEFTI Skírnis, Tímarits Hins íslenska bókmenntafélags, 165. árgangur, er komið út. Heft- ið er 270 bls. að lengd. Bókmentitafélagið er 175 ára á þessu ári og fylgir Sigurður Líndal heftinu úr hlaði af því tilefni. Mun Skírnir nú vera eitt elsta menning- artímarit sem út kemur í Evrópu. I Jólastjðrnur - okkar verö Jólastjarna 1. fl. kr. 767,- Jólastjarna 2. fl. kr. 695,- Jólastjarna (mini) kr. 295,- Stöndumst verósamanburó! Blómahöllin, Kópavogi, sími 40380 Blómastofan, Kringlunni, sími 681222 Blómastof an, Eióistorgi, sími 611222 Blómaverkstæði Binna, Skólavöróustíg 12, sími 19090 heftinu eru ritgerðir eftir íslenska og erlenda fræðimenn. Einar Már Jónsson skrifar ritgerð um efnisskip- an í kaupmannabálki Konungs- skuggsjár, Rory McTurk fjallar um merkingu nafnsins „loðbrók” og tengir það Gunnlaðarsögu, og Andrew Wawn segir frá Þorleifi Repp og Færeyingasögu. Gísli Jóns- son fjallar um nöfn Dalamanna 1703-1845, Sveinn Einarsson ritar um leikskáldskap Steingríms Thor- steinssonar og Sveinbjörn Rafnsson skrifar stutta ritgerð sem hann nefn- ir „Af fiskrykni og hvalbera”. Þá skrifar Ágúst Hjörtur Ingþórsson ítarlega ritgerð um lýðræði. Vilhjálmur Árnason fjallar síðan einnig um jýðræðishugtakið í Skírn- ismálum. í öðrum Skírnismálum er ritað um deiluefni sem þar hafa gengið að undanförnu. Guðbergur Bergsson skrifar um hlutverk rithöf- unda, Halldór Guðjónsson um hlut- verk háskóla og Þorsteinn Gylfason heldur enn uppi vörnum fyrir kristna trú. Þrjár greinar eru um bækur. Kristján Kirstjánsson skrifar yfirlits- grein um heimspekirit Páls Skúlas- onar, Halldór Stefánsson fjallar um bók Gísla Pálssonar, Sambúð manns og sjávar, og Einar Falur Ingólfsson ritar um Mýrarenglarnir falla eftir Sigfús Bjartmarsson og Svefnhjól Gyrðis Elíassonar. Skáld Skírnis að þessu sinni er Vigdís Grímsdóttir. Einnig er birt þýðing Sverris Hólmarssonar á „Mansöng J. Alfreds Prufrock” eftir T.S. Eliot, ásamt stuttri ritgerð þýðandans um ljóðið. Myndlistar- maður Skírnis er Jóhannes Geir og prýðir mynd hans, „Bið”, kápu heft- isins. Aðalsteinn Ingólfsson fjallar um myndina. Ritstjórar Skírnir eru Vilhjálmur Árnason og Ástráður Eysteinsson. Ritstjóri Bókmenntaskrár, sem nú fylgir Skími í 23. sinn, er Einar Sigurðsson. Afgreiðsla Hins íslenska bókmenntafélags, Síðumúla 21, er opin daglega kl. 13-17. Rafmagns- bilun í Reyk- hólahreppi Miðhúsum. AÐFARANÓTT þriðjudagsins gerði hér leiðindaveður og brotn- uðu tveir raflínustaurar, annar þjá Kambi og hinn hjá Garpsdal í Gilsfirði. Samkvæmt upplýsing- um frá Guðmundi Ólafssyni raf- veitustjóra komst rafmagn þar ekki á fyrr en um hádegisbilið í dag. Vararafstöðin á Reykhólum gekk frá því á þriðjudagsnótt þangað til á fimmtudag og þannig varð minna vart við rafmagnsbilunina nema á nokkrum bæjum. Guðmundur sagði að mældur hefði verið ísþungi á línunni í Gils- firði og hefði hann verið um 7 kg á lengdarmetra. Kennsla í Reykhólaskóla féll niður á þriðjudag og miðvikudag vegna óveðurs og hálku, en öllum börnum utan Reykhóla er ekið ,i skólann. -jjouitou bf* Il(ir - Sveinn .aniaijín l>irtf>v

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.