Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NOVEMBER 1991 11 Verkfræðing- ar óttast ekki erlenda samkeppni VEGNA umræðna sem orðið hafa um stöðu íslenskra verk- fræðinga í samkeppni við verk- fræðinga frá löndum Evrópu- bandalagsins vill Verkfræðinga- félag íslands taka fram: „íslenskir verkfræðingar hafa langa reynslu af samkeppni við erlenda kollega sína og hafa staðið sig vel í þeirri samkeppni. Þannig voru sett skilyrði frá Alþjóðabankanum um að • okkar fyrstu stórvirkjanir væru hannaðar erlendis. Þessu fékkst síðan breytt og dettur engum lengur í hug að leita til erlendra verkfræðinga með þessa hönnun, enda hefur vinna íslensku verkfræðinganna verið mun hagkvæmari og sérþekking á islenskum aðstæðum hefur nýst vel í þeirri vinnu. Einnig má benda á að ávallt er íslenskir verktakar hafa tekið að sér störf erlendis, hafa þeir notað íslenska verkfræðinga við þessi störf og hafa talið það hagkvæm- ast. Með tilkomu evrópska efnahags- svæðisins opnast einnig möguleik- ar fyrir íslenska verkfræðinga til að hasla sér völl á erlendri grund. Hér á landi er til staðar sérfræði- þekking sem mögulegt ætti að vera að koma á framfæri erlendis, má þar nefna virkjanir, hagnýtingu jarðhita og ýmislegt varðandi sjáv- arútveg. Menntun íslenskra verkfræð- inga er mjög fjölbreytt, þannig hafa þeir flestir hlotið hluta af, eða alla menntun sína erlendis. Einnig má benda á að íslenskir námsmenn taka gjarnan þátt í atvinnulífinu á námsárum sínum langt umfram það sem tiðkast í öðrum löndum og eru því betur í stakk búnir til að takast á við fjölbreytt viðfangs- efni í starfi sínu heldur en flestir erlendir verkfræðingar. Verkfræðingafélag íslands telur því enga ástæðu til að óttast sam- keppni frá verkfræðingum í lönd- um Evrópubandalagsins vegna samninga um evrópska efnahags- svæðið.” Ráðstefna um úrgang SAMBAND íslenskra sveitarfé- laga og Hollustuvernd ríkisins í samvinnu við umhverfisráðu- neytið, Félag íslenskra iðnrek- enda, Iðntæknistofnun, Endur- vinnsluna hf. og Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðisins bs. standa fyrir ráðstefnu um spilli- efni og förgun úrgangs 26. nóv- ember nk. Áhersla er lögð á að ræða vandamál sem atvinnulífið stendur frammi fyrir varðandi kostnaðar- aukningu við förgun úrgangs og þá sérstaklega förgun hættulegra efna. Ræddir verða möguleikar á breyttri hráefnanotkun og minnk- un urgangs. Á ráðstefnunni verður fjallað um reynslu af rekstri Sorpu, m.a. spilliefnamóttökunni. Leitast verð- ur við að svara spurningunum: Hvað eru spilliefni? og Af hverju eru þau hættuleg umhverfinu og heilsu manna? Ráðstefnan er sniðin að þörfum tæknimanna sveitarfélaga, sveit- arstjórnarmanna, heilbrigðisfull- trúa sveitarfélaga, ráðamanna iðnfyrirtækja og fyrirtækja sem selja vörur og þjónustu í úrgangs- geiranum. Allar nánari upplýsingar gefur Birgir Þórðarson hjá Hollustu- vernd ríkisins. BIKARINN AKSTURSÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 1991 KARL GUNNLA UGSSON SUZUKI 750 GSXR Aörir sem voru tilnefndir: Árni Grant sandspyrna, Árni Kópsson torfæra, Guölaugur Halldórsson vélsleöar, Hlöðver Gunnarsson kvartmíla, Ingimar Baldvinsson rally cross, Sigurjón Haraldsson sandspyrna, Steingrímur Bjarnasson torfæra, Steingrímur Ingason, Tómas Jóhannesson rallakstur. Bíkarinn verður til sýnis í Miklagarði ásamt Suzuki sigurhjóli Karls Gunnlaugssonar. luZMMA'UMM' fColUl / Allt í einu timariti! • Skotveiði, líflegt viðtal við skyttuna Einar Pál Garðarsson • Fyrirsætan Claudia Schiffer þénar 200 milljónir á ári • Aeróbickennarinn Dísa í World Class í fullu fjöri • Tennisstjarnan Boris Becker í fjötrum frægðarinnar • Flugmaóurinn Húnn Snædal smíðaði tvíþekju í bílskúrnum • Ævintýraferðin framhaldsgrein um Vatnajökulsferðina • Myndbönd, nýja framúrstefnu myndbandsupptökuvélin • Ökukappinn, Akureyringurinn Árni Grant opinberar allt • Meistaraslagurinn, torfærukapparnir og raunir sumarsins • Jeppabreytingar, hvað kosta þær og nýjustu jepparnir FÆSTÁ NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 677766 VERÐ íLAUSASÖLU KR. 290,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.