Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 Aðalfundur Bílgreinasambandsins: Velja megi skoðun hjá verk- stæðum eða Bifreiðaskoðun Miklar álögur og há gjöld á bíla úr takt við tímann AÐALFUNDUR Bílgreinasam- bandsins, sem haldinn var í Kefla- vík fyrir skömmu, samþykkti ályktun þar sem hvatt er til þess að viðurkennd verkstæði fái heim- Ólafsfjörður: Sjö milljónir kr. í atvinnu- leysisbætur GREIDDAR hafar verið út tæp- lega 7 milljónir króna í atvinnu- leysisbætur hjá vinnumiðluninni í Olafsfirði á þessu ári, en allt síðasta ár voru greiddar 5,5 millj- ónir króna í atvinnuleysisbætur. Fjórtán vor skráðir atvinnulausir í Olafsfirði um síðustu mánaða- mót. Þetta kom frani á fundi at- vinnumálanefndar Olafsfjarðar fyrir skömmu. Fyrstu níu mánuði ársins höfðu verið greiddar atvinnuleysisbætur hjá vinnumiðluninni í Ólafsfirði að upphæð um 6,8 milljónir kóna, en á sama tíma í fyrra námu greiðsl- urnar tæplega 4,8 milljónum króna. A síðasta ári voru greiddar út um 5,5 milljónir króna í atvinnuleysis- bætur. Bótadagar voru 3.796 fyrstu níu mánuði ársins, en voru 2.596 á síðasta ári. ild til að taka að sér almenna skoð- un ökutækja. Vill fundurinn að bifreiðaeigendur geti valið milli skoðunar hjá Bifreiðaskoðun Is- lands hf. og viðurkenndum verk- stæðum. Með því móti megi spara og veita bifreiðaeigendum um land allt betri þjónustu. Á aðalfund Bílgreinasambandsins mættu 120 þátttakendur, félags- menn, makar þeirra og gestir. Á fundinum flutti Ari Edwald, aðstoð- armaður dómsmálaráðherra, erindi þar sem hann ræddi m.a. nýlegar breytingar á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, einkum hvað varð- aði mengunaiTeglur. Einnig var sér- staklega rætt um árgerðaskráningu bifreiða og almenna skoðun og áhrif EES samninga á þessi mál, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Bílagreinasambandinu. í aðalfundarsamþykkt Bílgreina- sambandsins segir að miklar álögur og há gjöld á bíla séu úr takt við tímann, ekki síst nú á tímum aukinn- ar samvinnu milli landa og með til- komu sameiginlegs markaðar í kjölf- ar samninga um Evrópska efnahags- svæðið. Hvatt er til lækkunar á þess- um gjöldum. Fundurinn telur áríð- andi að ákvæði um tollalækkanir á bílum í EES samningunum leiði til raunverulegrar lækknunar en að ekki verði tekin upp önnur gjöld í staðinn. Þá er vakin athygli á því að háir tollar á vörubifreiðum skekki sam- keppnisstöðu þeirra sem þá nota, í samkeppni við erlenda aðila. Ályktað var gegn „svartri” atvinn- ustarfsemi og bent á nauðsyn eftir- lits og aðgerða gegn henni. Bent er á að sala tjónabna sé uppspretta „svartrar” atvinnustarfsemi. í álykt- un fundarins er fagnað framkomnum hugmyndum um sérstakan Bílgrein- askóla og eru yfirvöld hvött til þess að hraða ákvörðunum og fram- kvæmdum í því efni. Reuter Landbúnaðarráðherra ávarpar þing FAO Halldór Blöndal, landbúnaðairáðherra, sat í gær 26. þing mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Róm og var myndin tekin þegar ráðherra ávarpaði þingið. Breytingartillögur við frumvarp til fjáraukalaga 1991: Operan fær 10 milljónir Hr í seyj arferj a 7 milljónir - Ferðamálaráð 16 milljónir O' SAMKVÆMT breytingartillögum fjárlaganefndar við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1991 hækka „útgjöld samkvæmt heimildará- kvæðum” fjárlaga um 700 m. kr. vegna fasteignakaupa á árinu. Teknir eru inn nokkrir nýir fjárlagaliðir, m.a. Ferðamálaráð 16 m. kr. vegna skulda við ferðamálasjóð, Islenzka ópéran, 10. m. kr., Hríseyjarferja 7 m. kr, veiðistjóri 9.5 m. kr., vegna flutnings INNLENT og halla á rekstri frá fyrra ári. Meðal fasteigna, sem ríkið hefur nýlega fest kaup á, er svonefnt SS-hús við Laugamesveg. Það var metið á 430 m. kr. Þar af greiddi ríkissjóður 50 m. kr. í peningum, 80 m. kr. með skuldabréfum og afhentar vom fasteignir í eigu ríkissjóðs sem metnar voru á 300 m. kr. „í fjáraukalögum fyrir árið 1991 er tekjufært andvirði þeirra eigna sem ríkissjóður lét í maka- skiptum fyrir SS-húsið,” segir í nefndaráliti fjárlaganefndar, „þó Tvö verk eftir Áskel Más- son flutt á Norðurlöndunum Hætt við flutning óperu á Listahátíð VERK eftir Áskel Másson, tón- skáld, var flutt í Danmörku á fimmtudagskvöld og var það tekið upp af danska ríkisútvarp; inu og verður útvarpað síðar. I síðustu viku voru tvö verk eftir Áskel frumflutt í Svíþjóð. Frum- flutningi á óperu eftir Áskel, sem vera átti á Listahátíð, hefur hins vegar verið frestað. Áskell Másson sagði í samtali við Morgunblaðið að fimmtudag- inn, 7. nóvember, hefði verið frum- fluttur eftir sig marimbukonsert, í Gautaborg í Svíþjóð, og hefði ein- leikari verið Roger Carlsson, mar- imbuleikari. „Það var troðfullt hús og þegar tónleikunum var lokið voru einleikarinn og hljómsveitar- stjórinn, Juníchi Hirokami, hylltir og þegar ég var kallaður upp á svið stóð allur salurinn upp og ætlaði fagnaðarlátunuin seint að linna,” segir Áskell. „Daginn eftir var verkið tekið upp á geisladisk, sem kemur út næsta vor. Á laugar- daginn, 9. nóvember, voru tónleik- arnir svo endurteknir og á sunnu- dag var frumflutt eftir mig verk í Stokkhólmi á stórri slagverkshátíð, sem þar var. Þetta var einleiksverk sem ég samdi upp úr marimbukons- ertinum.” „Sama kvöld,” segir Áskell, „var flutt eftir mig verkið Októ Nóvemb- er, fyrir strengjasvéit, í Vaxjö, í Morgunbl aðið/Bj ami Áskeli Másson tónskáld. Svíþjóð. Það verk hefur síðan verið flutt í fimm borgum í Svíþjóð. Það er Musica Vitae kammersveitin ásamt Petri Zakari, hljómsveitar- stjóra, sem hefur flutt það.” Það var þessi kammersveit sem flutti verkið í Danmörku á fimmtu- dag. Áskell sagði að marimbukon- sertinn hefði hann samið eftir pönt- un af Nomus sjóðnum, sem sé sjóð- ur sem öll Norðurlöndin taki þátt í og úr honum séu pöntuð tónverk. Skilyrði um að verkið yrði frum- flutt í Svíþjóð, hafi fylgt þessari pöntun. Aðspurður um framhaldið, sagði Áskell að uppi væru áform um að meira yrði spilað eftir hann. „Það virðist vera mikill áhugi, bæði hjá Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar og þeim aðilum sem reka Musica Vitea kammersveitina, en þeir heita Mus- ik i Kronoberg, og reka þeir bæði kammersveitina og blásarakvint- ettinn Quintessence. Ég er einmitt að ljúka við stórt verk fyrir blásara- kvintettinn, sem einnig er eftir pöntun. Þetta verk verður frum- flutt bæði á íslandi og í Svíþjóð í janúar á næsta ári, í tónleikaferð Quintessence hópsins.” Það hefur nú verið á döfinni í nokkurn tíma að ópera éftir Áskel yrði frumflutt á Listahátíð. Ekkert hefur orðið að því enn og nýlega var hætt við vegna ijármagnsleys- is. „Listahátíð vissi að ég væri með óperu, og átti hún að vera frum- flutt núna á næstu hátíð, en það fékkst ekki fjármagn. Nú er því rætt um að flytja hana á Listahá- tíð 1994, en það er alls óvíst. Þetta er með viðamestu verkum sem hér á landi hafa verið samin." Áskell segir að hann sé orðinn þreyttur á þessu máli. „Ég hef þrívegis tekið stór lán til þess að geta unnið að þessu verki og hef enn ekki fengið neinn samning um uppfærslu þess. Ég stend þess vegna ákaflega illa af þéssum sökum,” sagði Askell Másson að lokum. að engar peningagreiðslur hafi átt sér stað en kaupverð eignarinnar er ekki gjaldfært á móti. Þannig er misræmi milli færslna á tekna- og gjaldahlið sem sýndi betri af- komu ríkissjóðs en raun er á”. Nánari grein er gerð fyrir bók- haldsmeðferð þessara og annarra fasteignakaupa og síðan segir: „I fjárlögum og fjáraukafrumvarpi fyrir árið 1991 er gerð grein fyrir tveimur atriðum í þessu sambandi: heimildum fyrir peningagreiðslum að fjárhæð 580 m. kr. og tekjum vegna virði eigna sem ríkissjóður lét af hendi i makaskiptum. Hins vegar er ekki færður til gjalda sá hluti kaupverðs sem greiddur er með lánum eða sá hluti sem greidd- ur var með öðrum eignum. Hér er um að ræða rúmlega 700 m. kr. gjaldfærslu á skuldbindingum rík- issjóð en án greiðsluheimilda.” Meðal breytingartillagna fjár- laganefndar, sem fela í sér út- gjaldaauka á árinu, eru: * Alþingi, 5,1 m. kr. * íslenzka óperan, 10 m. kr., * Framhaldsskóli á Húsavík, nýbygging, 5 m. kr. * Jarðræktar- og búfjárræktar- framlög, hækkun, 35 m. kr. * Lögreglustöð í Grindavík, hækkun, 2 m. kr. * Biskupsembættið (m.a. til alþjóðasamvinnu), hækkun, 2.8 m. kr. * Sjúkrahús í Keflavík, nýr lið- ur, 3. m. kr. * Ríkisspítalar, hækkun, 21 m. kr. * Fasteignakaup, hækkun, 700 m. kr. * Halli á Hríseyjarfeiju, 7. m. kr. * Rannsóknarnefnd flugslysa 1,5 m. kr. * Hótel, framlög (skuldum við ferðamálasjóð breytt í hlutafé, í samræmi við skuldbindingar þar um), 16 m. kr. * Styrkveiting til Hitaveitu Hvalfjarðar, 3 m. kr. * Veiðistjóri vegna flutninga og halla frá síðasta ári, 9.5 m. kr. * Landmælingar íslands, korta- gerð, hækkun, 2 m. kr. Nefndaráliti fjárlaganefndar um frumvarp til fjáraukalaga fylgir yfirlit um lækkun framlaga til framkvæmda, m.a. við skóla, sjúkrahús og vegagerð. LANDSLAGIÐ1991, SÖNGLAGAKEPPNIÍSLANDS ATKV ÆÐASEÐILL Landslagið 1991 er að mínu mati: □ DansaÖu við mig - Eldfuglinn □ ÞaÖ er ekki hægt annaÖ - ómar og ÞuríÖur □ Vængbrotin ást - Þúsund andlit □ Enginn er eins og þú - Herramenn og Ruth □ Ég vil dufla og daöra - Edda Borg Merkið aöeins viö eitt lag. AtkvæÖaseÖlar þurfa aÖ hafa borist til Rásar 2 fyrir 26. nóvember. Utanáskriftin er: Rás 2, Landslagið, Efstaleiti 1,150Reykjavík. □ HlustaÖu - Ruth Reginalds □ Reykjavflc - Ágúst Ragnarsson □ Sigrún ríka - íslandsvinir Q Ég aldrei þoröi - Anna Mjöll Q Svo lengi - SigríÖur GuÖnadóttir. Nafn:............................. Heimilisfang:..................... Póstnr.:.................... Sími: Landslagskeppnin hefst SÖNGLAGAKEPPNIN Landslagið 1991 er haldin um þessar mund- ir. Það eru alls tíu lög sem keppa til úrslita, og eru þau kynnt í þáttunum 9-fjögur og Landið og miðin á Rás 2, frarn til 29. nóvember. Þau tíu lög, sem keppa til úr- slita, voru valin af dómnefnd fyrr í haust. Nú hefur verið skipuð átta manna dómnefnd, sem velur lands- lagið í ár. Atkvæðaseðill, sem hér er birtur, verður að hafa borist Rás 2. fyrir -26. nóvember, Atkvæði hlustenda gilda 20% á móti atkvæð- um dómnefndar og atkvæðum gesta á lokakvöldinu, sem verður haldið á Hótel íslandi, föstudagskvöldið, 29. nóvember. Verður því útvarpað í beinni útsendingu í Sjónvarpinp og-á Rás-2:---------;--------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.