Morgunblaðið - 16.11.1991, Page 20

Morgunblaðið - 16.11.1991, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 Finnland: Gengið fellt og þjóðarsátt í hættu Ilelsinki. Frá Lars Lundsten. fréttaritara Morgunblaðsins. STJORN Finnlands lækkaði gengi finnska marksins á fimmtudag og Finnar óttast að gengisfellingin leiði til mikillar verðbólgu og þess að aðilar vinnumarkaðarins nái ekki samkomulagi um fram- kvæmd þjóðarsáttarinnar, sem hefur verið í undirbúningi undanfarn- ar vikur. Stjórnin ákvað í gær að tengja markið aftur við evrópsku myntein- inguna, Ecu, en það verður hins vegar skráð á 14% lægra gengi en áður. Gengi marksins lækkaði að meðaltali um 12,3% miðað við aðra gjaldmiðla. Erlendar skuldir Finna námu alls 160 milljörðum fmnskra marka (2.300 milijarða ÍSK) ogjukustþær sem nemur gengisfellingunni. Enn- fremur eru nú miklar líkur á að verðbólgan fari ört vaxandi en hún hefur ekki verið teljandi undanfarin ár. Þess vegna virðist nú ólíklegt að vinnuveitendur og launþegasam- tök geti náð samkomulagi um fram- kvæmd þjóðarsáttar, sem felur í sér þriggja prósenta launalækkun, eins og stefnt hefur verið að undanfarn- ar vikur. Kalavi Sorsa, einn stjórn- armanna finnska seðlabankans, sagði sig í gær úr bankastjórninni og hætti jafnframt að stjórna við- ræðunum um þjóðarsátt. Sorsa átti Sænska þingið: Barátta gegn kynþáttahatri Stokkhólmi. Frá fréttaritara Morgun- blaðsins, Erik Liden. SÆNSKA þingið ætlar að hefja baráttu gegn innflytjendaandúð og kynþáttahatri. Verður það gert með formlegri yfirlýsingu, sem lögð verður fyrir þingið og vafalaust samþykkt þann 10. des- ember nk., á Nóbeldeginum og flóttamannadegi Sameinuðu þjóðanna. hugmyndina að því að samið yrði um launalækkanir. Gengisfellingin hefur einnig valdið fjaðrafoki innan ríkisstjórn- arinnar og í stjórn seðlabankans. Talið var í gær að Esko Aho forsæt- isráðherra (Miðfl.) myndi standa af sér vantrauststillögu á þinginu seint í gærkvöldi. Ennfremur þótti víst að Iiro Viinanen fjármálaráðherra (Hægrifl.) sitji áfram þrátt fyrir hótanir hans um að hann myndi segja af sér ef til gengisfellingar kæmi. Reuter David Duke kyssir litlar, ljóshærðar og vafalaust bláeygðar stúlkur í kosningabaráttunni. Frambjóðand- inn var Ku Klux Klan-leiðtogi og aðdáandi Hitlers yngri árum, segist nú hafa varpað kynþáttahleypidóm- um sínum fyrir róða en ráðgjafar hans ræða þungbúnir um kynblöndun og hættur sem steðji að hvíta kynstofninum. Nýr ríkisstjóri valinn í Louisiana í dag: Bush forseti hvetur flokksmenn sína til að kjósa demókratann New Orleans, Washington. Reuter, Daily Telegraph. LEIÐTOGAR repúblikana gera nú allt sem þeir geta til að reyna að koma í veg fyrir að öfgasinninn David Duke verði kjörinn ríkisstjóri Louisianaríkis í kosningnum sem fram fara í dag, laugardag. Duke segist vera repúblikani og engin lög geta bannað honum það né flokk- urinn rekið hann þar sem flokksskirteini tíðkast ekki. George Bush forseti hefur notað óvei\ju sterk orð til að vara kjósendur við Duke, segir að þeir megi ekki „styðja hleypidóma, gyðingahatur, kynþáttafor- dóma og allan (jótleikann sem stafar af þessum maimi”. Duke svarar því til að innra með sér sé Bush á sama máli og hann. Frambjóðand- inn minnir auk þess á að Bush var sakaður um að höfða til kynþátta- fordóma í baráttu sinni við Michael Dukakis 1988. í skoðanakönnunum kemur fram að 70% Bandaríkjamanna eru andvíg Duke sjálfum en sammála helstu stefnumálum hans. Duke segist vera dyggur stuðn- ingsmaður hugsjóna repúblikana og leggur áherslu á baráttu gegn kerf- inu. Hann reynir að höfða til óánægðra, hvítra kjósenda sem telja að hörundsdökku fólki sé hyglað um of á kostnað þeirra. Duke vill skera niður velferðarkerfið og leggur til að þeim sem þiggja aðstoð verði gert skylt að vinna auk þess sem hætt verði að láta blökkumenn ganga fyrir þegar ráðið er í störf. Það sem veldur ugg eru ekki þessi stefnumál í sjálfu sér enda er hann ekki einn um þau, heldur fortíð fram- bjóðandans og ýmsar yfirlýsingar hans um sambúð kynþáttanna. Hann var eitt sinn æðsti prestur Ku Klux Klan-samtakanna, er misþyrmdu blökkumönnum og hefur við nokkur tækifæri lýst aðdáun sinni á leiðtoga þýskra nasista, Adólf Hitler. Nú full- yrðir Duke, sem er 41 árs, að Hitlers- dýrkun hans hafí verið unggæðings- háttur, segist vera orðinn sanntrúað- ur, kristinn maður. Duke sigraði starfandi ríkisstjóra, Buddy Roemer, sem er repúblikani, í forkosningum en Roemer reyndi ákaft að hreinsa til í stjórnmálum ríkisins sem hefur áratugum saman verið alræmt fyrir spillingu. Tekjur af olíuvinnslu ollu því að flestir höfðu það ágætt og skattar voru lágir en nú hefur sigið á ógæfuhliðina, olíu- lindirnar að þverra. Roemer þótti hins vegar hrokafullur og vann ekki hylli landsmanna. Bush forseti hvet- ur repúblikana í Louisiana til að gleyma flokkstryggðinni að þessu sinni og kjósa frambjóðanda demó- krata, Edwin Edwards, sem var rík- isstjóri í mörg ár. Hann er sagður dæmigerður fulltrúi spillingarinnar. Hann hafnar reyndar ekki þeim ásökunum og hefur verið ákærður tvisvar fyrir svindl, einnig er kvennafar hans afar skrautlegt. Áhersla verður lögð á aukna fræðslu en andúð á innflytjendum, sem var mjög áberandi fyrir um tveimur árum hefur blossað upp aftur í Svíþjóð. Hafa þar meðal annars verið að verki stuðnings- menn hreyfíngarinnar „Svfþjóð fyr- ir Svía” og lögreglan oft fengið lít- ið að gert. Þá hafa nokkrir innflytj- endur og verslunareigendur í Stokkhólmi verið myrtir og fyrir viku var íranskur námsmaður drep- inn fyrir utan Tækniháskólann þar í borg. smáskór Ullarfóðruð Moonbuds í st: 22-30. Litir: Bleikur eða mint grænn. Verð: 2.885.- Svartir. Stærðir: 31-35. Verð: 2.485.. Smáskór, Skólavörðustíg 6B. Póstsendum, s: 622812 Opið laugardag kl. 10-16. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsækir Kína: Ólíklegt talið að Kínverjar fallist á úrbætur í mannréttindamálum Pekmg. Reuter, The Daily Telegraph. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í gær til Peking til tveggja daga viðræðna við kínverska ráðamenn. Búist er við að hann vekji máls á mannréttindabrotum kínversku sljórnar- innar en ólíklegt er þó talið að hún breyti stefnu sinni, meðal ann- ars, vegna þess að viðhorf hennar til mannréttinda eru allt önnur en Bandaríkjamanna. Baker er æðsti embættismaður Bandaríkjanna sem farið hefur í opinbera heimsókn til Kína eftir fjöldamorð kínverska hersins á Torgi hins himneska friðar í byijun júní árið 1989. Ljóst er að George Bush Bandaríkjaforseti tekur mikla áhættu með því að senda utanríkisráðherrann til Kína því hann hefur sætt gagnrýni fyrir lin- kind í garð þarlendra stjórnvalda. Bush knúði það í gegn í sumar að samningur um hagstæðustu viðskiptakjör til handa Kínverjum yrði framlengdut um eitt ár þrátt fyrir að meirihluti þingsins væri því andvígur. Á næsta ári, þegar Bandaríkjamenn ganga til forseta- kosninga, kann þingið að setja það skilyrði fyrir áframhaldandi bestu- kjaraviðskiptum að stjómvöld í , Peking láti pólitíska fanga lausa og virði mannréttindi. Bush vonast til að heimsókn Bakers verði til þess að kínversk stjórnvöld fallist á nægar tilslakanir til að Kína verði ekki eitt af kosningamálun- um á næsta ári. Vestrænir stjórnarerindrekar í Peking telja hins vegar ólíklegt að heimsóknin leiði til meiriháttar breytinga á stefnu kínversku stjómarinnar í mannréttindamál- um þótt hún kunni að láta lausa nokkra andófsmenn, sem voru handteknir þegar herinn kvað nið- ur mótmælin í Peking 1989. Kínverjar líta mannréttindi öðrum augum Áður en kínverski herinn lét til skarar skríða gegn mótmælendun- um í Peking var kínverskum ráða- mönnum hampað á Vesturlöndum sem umbótasinnum. Eftir fjglda- morðin hefur hins vegar verið litið á þá sem blóðhunda. Kínversk stjórnvöld hafa hins vegar allt aðrar skoðanir á mann- réttindamálum en Bandaríkja- menn og aðrir Vesturlandabúar. Þau líta svo á að fjöldamorðin í Peking séu smámunir í saman- burði við ógnaröldina sem ríkti í Kína í menningarbyltingunni 1966-76 og hörmungamar sem gengu yfír landið í „Stóra stökkinu fram á við” 1958-60, er milljónir manna urðu hungurmorða vegna róttækra efnahagsaðgerða stjórn- valda. Margir af núverandi valdhöfuni í Kína voru sjálfír fómarlömb þess- ara herferða og hafa svarið þess eið að þær verði ekki endurteknar. Þeir leggja áherslu á að efnahags- leg umbótastefna þeirra hafí borið mikinn árangur frá því þeir kom- ust til valda fyrir rúmum áratug. Þeim hafí tekist að tryggja 1,1 milljarði Kínveija rétt til þess að hafa í sig og á. Þeir hafí stórbætt heilsugæsluna, samgöngumar og skólakerfíð. „Það er mjög eðlilegt að Kínverj- ar og Bandaríkjamenn hafí ólíkar skoðanir á ákveðnum sviðum mannréttindamála,” sagði Wu Jianmin, talsmaður kínverska ut- anríkisráðuneytisins. „Þetta ætti samt ekki að koma niður á sam- vinnu þeirra.” Kínverskum stjórnvöldum virð- ist þó svíða undan ásökunum Bandaríkjamanna um mannrétt- indabrot því þær urðu til þess að kínverska stjórnin birti í fyrsta sinn bækling um mannréttindamál nýlega. Þar segir meðal annars að án réttarins til að hafa í sig og á séu önnur mannréttindi merking- arlaus. Stefna stjórnarinnar í mannréttindamálum sé í algjöru samræmi við menningarhefðir Kínveija og stöðu kínversks efna- hags. Stjórnarerindrekar segja að æðstu erobættismennirnir í Peking árf 4»^ V líti á ásakanir Bandaríkjamanna sem lið í tilraunum til að grafa undan kínversku stjórninni í kjölf- ar hruns kommúnismans í Sovét- ríkjunum, Austur-Evrópu og víðar í heiminum. „Þeir taka þetta per- sónulega og telja að þeim stafí hætta af Bandaríkjamönnum þar sem baráttumennirnir gegn kom- múnismanum geti nú aðeins beint sjónum sínum til Kína," sagði einn þeirra. Líkur á samkomulagí um vopnasölu Bandaríkjamenn hafa einnig gagnrýnt Kínveija fýrir sölu á vopnum, meðal annars kjarnorku- eldflaugum, til Austurlanda nær. Liklegt er að heimsókn Bakers verði til þess að Kínveijar skuld- bindi sig til að takmarka vopna- sölu sína til svæða þar sem hætta er á stríði. Ennfremur er búist við að Baker leiti eftir samkomulagi um að Bandaríkjamenn og Kín- veijar beiti sér í sameiningu fyrir því að Norður-Kóreumenn hætti við áform sín um að framleiða kjarnorkuvopn. Þá er talið að kín- versk stjórnvöld kunni að gefa út yfírlýsingu um að fangar verði ekki notaðir til að framleiða vörur, sem fluttar eru út til Bandaríkj- anna, en slík nauðungarvinna hef- ur sætt harðri gagnrýni í Banda- ríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.