Morgunblaðið - 16.11.1991, Síða 21

Morgunblaðið - 16.11.1991, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 21 Noregur: Arne Tre- holt neitað um náðun Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaósins. AÐ UNDANFÖRNU hefur verið mikið deilt í norsku stjórninni um mál njósnarans Arne Tre- holts en ríkisstjórnin ákvað í gær að hafna umsókn hans um náðun. Vitað er að margir ráðherrar í stjórn Verkamannaflokksins voru hlynntir því að umsókn Treholts yrði veitt brautargengi. Meðal þeirra voru Torbjorn Berntsen um- hverfismálaráðherra og Tove Strand atvinnumálaráðherra, sem bæði voru kunningjar njósnarans, en Kari Gjesteby dómsmálaráð- herra var mjög andvíg náðun. Gjesteby sagði stjórnina hafa komist að þeirri niðurstöðu að rangt væri að framkvæmdavaldið gripi í raun fram fyrir hendurnar á dóms- valdinu með því að náða njósnar- ann. Gro Harlem Brundtland for- sætisráðherra og Thorvald Stolten- berg utanríkisráðherra voru bæði á móti náðun. Treholt hefur setið inni í átta ár en hann var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að njósna fyrir Sovétmenn. Reuter Ashrawi verði dregin fyrir rétt Lögregluyfirvöld í ísrael lögðu til í gær að Hanan Ashrawi, talsmað- ur palestínsku fulltrúanna á ráðstefnunni um frið í Miðausturlönd- um í Madrid, yrði dregin fyrir rétt vegna tengsla við Frelsissam- tök Palestínumanna (PLO). Ashrawi sagði þetta lið í tilraunum Israela til að þagga niður í henni. Á myndinni ávarpar hún fund palestínskra háskólanema á Vesturbakkanum í gær. Rússland: Ríkiseinokun í utan- ríkisverslun afnumin •• 011 olíuútflutningsleyfi numin úr gildi Moskvu. Reuter. iZutcUlCL Heilsuvörur nútímafólks Misstu ekki af ódýrustu fermingarmyndatökunum í vor ! Myndatökur á kr. 10.500,00 innifalið 6 myndir 9 x 12 cm og 2 stækkanir 20 x 25 cm. og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma Ljósmyndastofumar: Bama og fjölskylduljósmyndir Armúla 38 sími 677-644 Ljósmyndastofan Mynd Hafnarfirði sími 65-42-07 Ljósmyndatofa Kópavogs sími 4-30-20 BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti gaf í gær út tilskipanir um víðtækar efnaliagsráðstíifanir sem hann sagði stjórn sína hafa samþykkt. Meðal annars afnam hann ríkiseinokun sem gilt hefur um öll utanrík- isviðskipti. Jeltsín, sem einnig gegnir starfi forsætisráðherra Rússlands, gaf m.a. út tilskipun þar sem yfirstjórn gull- og demantavinnslunnar í Rússlandi er tekin úr höndum sovét- stjórnarinnar og færð undir ríkis- stjórn hans. Sömuleiðis nam hann öll olíuútflutningsleyfi úr gildi. Að sögn Jegors Gajdars, fyrsta aðstoð- arforsætisráðherra, er það gert til að tryggja nægt olíu- og eldsneytis- framboð heima fyrir. í þingræðu sagði Jeltsín að stjórn sín hefði samþykkt að opna landið fyrir erlendum fjárfestingum og myndu útlendingar fá jafnan rétt til íjárfestinga í rússnesku efna- hagslífí og heimamenn. Tilskipan- irnar höfðu ekki verið birtar opin- berlega í gær en Jeltsín sagði í þing- inu að rússneska stjórnin hefði nú tekið yfir stjórn verulegs hluta sov- ésks atvinnu- og efnahagslífs. Hann boðaði breytingar á ríkisstjórn sinni og sagði að ráðherrum yrði fækkað úr 46 í 23. ■ BELFAST - Bresk yfirvöld sendu í gær hundruð hermanna til Belfast til viðbótar þeim sem voru þar fyrir eftir að þrír menn, tveir kaþólikkar og einn mótmælandi, höfðu verið skotnir til bana. Talið er að mótmælendur hafi myrt mennina til að hefna drápa írska lýðveldishersins (IRA) á fjórum mönnum daginn áður. ■ TYRUS - Þrjú börn biðu bana í gær þegar ísraelskir her- menn og líbanskir bandamenn þeirra gerðu stórskotaárásir á þorp í suðurhluta Líbanon's. Þetta er harðasta árásin sem gerð hefur verið á svæðinu á undanförnum vikum. ■ TAPAI - Að minnsta kosti 33 manns fórust og rúmlega hundrað slösuðust þegar hraðlest rakst aftan á kyrrstæða lest í norðvesturhluta Tævans í gær. Þetta er mesta lest- aslys í sögu landsins. Talsmaður samgönguyfirvalda sagði að hrað- lestin hefði komið „mínútu á undan áætlun”. Kœrar þakkir til allra þeirra, er sýndu mér hlýhug á sjötugsafmœlinu mínu. Guðmunda Jónasdóttir, Höfðagötu 21, Stykkishólmi. Stórlækkað verð á jólastjörnu, frákr. 560.- BIómastofaFriófínns Suðurlandsbraut 10,108 Reykjavík, sími 31099. Maður, líttu þér nær! Hjá okknr tærðii Hlleg föt á oróöii \ eröi t ’ dnengjjapeysa kr. 1.995 drengjjabuxur kr. 2.495 henrapeysa kr. 3.995 herrabuxur kr. 2.995 I rullukragabolur kr. 995 1 I telpnapeysa kr. 2.495 1 telpnabuxur kr. 1.995 1 ríítlukragabolur kr. 495 dömupeysa kr. 3.995 domubuxur kr. 2.995 1 rullukragafeolur kr. 995 | ii k' M I V 1 (tjp :*& *í'þwL.í :»... ... 'éi ssgsséfefta '* ■ H. <r •'*.'* i T'i I Mk\ a KAUPSTAÐUR yHIKUG4RDUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.