Morgunblaðið - 16.11.1991, Side 25

Morgunblaðið - 16.11.1991, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ 'LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 25 Lakkrís eftir fiðlutíma Morgunblaðið/Rúnar Þór Henni Sunnu þótti upplagt að tylla sér aðeins niður og maula lakkrís á meðan hún beið eftir að mamma kæmi að sækja hana eftir fiðlutíma í Tónlistarskólanum á Akureyri. Listvinafélag stofnað við Akureyrarkirkju LISTVINAFÉLAG við Akureyrarkirkju verður stofnað á fundi í safnað- .arheimili kirkjunnar kl. 16 á morgun, sunnudag. Markmið félagsins verður að efla tengsl kirkjunnar við listafólk. Hátíðarmcssa verður í Akureyrarkiriyu á morgun, en þann dag er vígsluafmæli kirkjunnar. Undirbúningur vegna stofnunar Listvinafélagsins hefur staðið yfir um skeið og á morgun verður stofn- fundur haldinn í Safnaðarheiinili Akureyrarkirkju. Þann dag er vígslu- afmæli kirkjunnar, en 51 ár er liðið frá því hún var vígð og eitt ár frá því Safnaðarheimilið var tekið í notk- un. Bjöm Steinar Sólbergsson organ- isti við Akureyrarkirkju sagði að markmið Listvinafélagsins yrði að efla og styðja við listastarfsemi af ýmsu tagi við Akureyrarkirkju og hyggðist féiagið ná markmiðum sín- um með því að hvetja til listsköpunar er tengist kirkju og kristindómi auk þess sem félaginu væri ætlað að vera vettvangur umræðna um kirkj- ulist. Kirkjulistavika hefur tvívegis verið haldinn við Akureyrarkirkju og þá hefur kirkjan í samvinnu m.a. við Húsavíkurkirkju og Reykjahlíðar- kirkju í Mývatnssveit staðið fyrir Sumartónleikum í þessum kirkjum 5 síðastliðin sumur. Hátíðarmessa verður í kirkjunni á morgun, sunnudag á vígsluafmæli hennar og mun Kvenfélag Akur- eyrarkirkju efna til basars og kaffi- ‘ sölu að lokinni messu í Safnaðar- heimilinu, en ár er liðið frá því það var tekið í notkun. Akureyrarbær og Raupfélag Eyfirðinga: Meira tap vegna gjaldþrots Istess en gert var ráð fyrir Einföld ábyrgð vegna láns upp á 33 milljónir fellur líklega á þessa aðila AKUREYRARBÆR mun tapa mun meira fé vegna gjaldþrots ístess hf. en gert var ráð fyrir í endurskoðaðri fjárhagsáætlun, en líklegt er að einföld ábyrgð sem bærinn ásamt Kaupfélagi Eyfirðinga veitti fyrir tveimur árum muni falla á þessa aðila. Fóðurverksmiðjan Laxá hf. sem stofnuð var eftir gjaldþrot ístess síðasta sumar hefur óskað eftir kaupum á verksmiðjuhúsi í Krossanesi, en bærinn hefur tekið sér frest til 27. nóvember til að svara tilboðinu. Akureyrarbær og Kaupfélag Ey- fírðinga voru í ábyrgðum vegna láns sem tekið var í ágúst árið 1989 að upphæð 23 milljónir króna, en það var tiyggt með veði í verskmiðjuhúsi Istess hf. í Krossa- nesi. Upphæðin er nú komin í tæp- ar 33 milljónir króna, sem skiptist jafnt á milli bæjaris og KEA, þann- ig að líklegt er að rúmlega 16 millj- ónir króna muni falla á þessa aðila til viðbótar því sem áður hafði ver- jð gert fyrir. Laxá hf. hefur óskað eftir kaup- um á verksmiðjuhúsinu við Krossa- nes og hljóðar kauptilboðið upp á 28 milljónir króna. Bæjarráð Akur- eyrar hefur tekið sér frest til 27. nóvember til að svara kauptilboð- Harka hlaupin í mjólkursamlagsdeiluna; Utilokað að hækka launin nema til komi hagræðing - segir Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri Vmnumálasambandsins inu, en verði því tekið er ljóst að lánið mun falla á bæinn og kaupfé- lagið. Heimir Ingimarsson formaður bæjarráðs sagði ljóst að skellur bæjarins yrði mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir þegar fjárhagsá- ætlun yfirstandandi árs var endur- skoðuð í ágúst síðastliðnum. Bær- inn muni tapa umtalsverðum fjár- munum vegna gjaldþrotsins auk þess sem allt hlutafé hans í fyrir- tækinu um 80 milljónir króna tapist. Rekstur Laxár gengur mun betur en búist hafði verið við og sagði Einar Sveinn Ólafsson verksmiðju- stjóri að sala hafi verið mun meiri en von var á. Þar komi m.a. til gott árferði síðasta sumar, sem varð til þess að laxinn óx hraðar og þurfi þar af leiðandi meira fóð- ur, þá hafi þeim Laxármönnum tek- ist að smíða margskonar búnaði til framleiðslu seiðafóðurs, en það var áður flutt inn. Söfnun til kaupaá nýrnavél fyr- irFinnEydal SÖFNUN á fé til kaupa á „nýrnavél” fyrir Finn Eydal tónlistarmann er að hefjast á vegum Zontaklúbbsins Þór- unnar hyrnu á Akureyri. Finn- ur er kiarinettuleikari og tón- listarkennari og landsmönn- um að góðu kunnur fyrir framlag sitt til íslensks tónlist- arlifs. Hann er nýrnasjúkling- ur og þarf að nota „nýrnavél” þrisvar í viku, en hún er stað- sett á Landspítalanum. Af því hlýst að Finnur getur ekki stundað starf sitt við Tónlist- arskólann á Akureyri og horf- ir fjölskylda hans fram á að þurfa að flytja til Reykjavíkur. Zontakonur vilja gera Finni kleift að eignast eigin „nýma- vél” sem staðsett yrði á heimili hans, eins og sérfræðingar mæla eindregið með og gera á þann hátt fjölskyldu hans mögulegt að búa áfram á Akureyri. Þegar að því kemur að Finnur þarf ekki að nota „nýmavélina” leng- ur, muni Norðlendingur sitja fyr- ir með afnot af henni. Ákveðið hefur verið að efna til styrktartónleika vegna söfn- unarinnar og verða þeir haldnir í Reykjavík 5. desember næst- komandi og á Akureyri degi síð- ar eða 6. desember. Fjölmargir landskunnir listamenn sunnan og norðan heiða munu stilla sam- an strengi sína af þessu tilefni, en á meðal aðila sem stuðla að skemmtuninni eru Tónlistarskól- inn á Akureyri, Tónlistarskóli Eyjafjarðar, Lúðrasveit Akur- eyrar, Jazzklúbbur Akureyrar, Sjallinn og Jazzvakning í Reykjavík. Tónlistarmönnum sem vilja leggja málinu lið er bent á Atla Guðlaugsson hja Tónlistarskóla Eyjafjarðar eða Kolbein Gíslason í Sjallanum. Þá munu félagar úr Þómnni hyrnu leita til fyrirtækja og fé- lagasamtaka um framlög, en safna þarf um 1,5 milljónum króna til tækjakaupanna. MIKIL harka virðist hlaupin í deilu Vinnumálasambands samvinnufélag- anna og Iðju, félags verksmiðjufólks og Verkalýðsfélags Húsavíkur vegna ágreinings um námskeiðsálag til ófaglærðs starfsfólks mjólkur- samlaganna. Verkfall var í samlögunum i gær, föstudag og svo verður einnig á mánudag og þriðjudag, en unnið verður í Mjólkursamlagi KEA á Akureyri í dag, laugardag. Sáttasenyari hefur boðað fund í deilunni á Akureyri á miðvikudag, en finnist ekki lausn skellur á ótímabundið verkfall frá og með 25. nóvember næstkomandi. Ekkert þokaðist í samkomulagsátt á fundi deiluaðila með sáttasemjara á fundi á fimmtudagskvöld. Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri Vinnu- málasambands samvinnufélaganna sagði í gær að enginn árangur hefði orðið á fundinum. Ljóst væri að um afar erfitt mál væri að ræða og aðil- ar gerðu sér grein fyrir þunga þess. Hann sagði að námskeiðsálagið sem deilan snýst um og tíðkast í öðrum greinum matvælaiðnaðar hefðu kom- ið til á sínum tíma vegna þess hversu lág laun voru greidd í matvælaiðnaði og 'á cihhvétrt ■hóft hefði þurft að lyfta þeim upp. Ófaglært starfs- fólk í mjólkuriðnaði hefði hins vegar búið við önnur og betri kjör. „Það er útilokað að við getum hækkað launin, nema þá að eitthvað komi á móti, einhvers konar hagræð- ing sem hefði það í för með sér að ekki yrði um að ræða kostnaðarauka fyrir samlögin. Við ræddum þessi mál lítillega á fundinum og munum eflaust fara betur í saumana á þeim möguleikum sem fyrir hendi er á þeim vettvangi,” sagði Hjört- ur. „Staðan er mjög þung og því miður sýnist mér á öllu að'stefnt geti í langt verkfall. Ég hef af því þungar áhyggjur,” sagði hann. Kristín Hjálmarsdóttir formað- ur Iðju sagði félagið myndi ekkj hvika frá sínum kröfum. „Við vilj- um ná fram viðurkenningu á starfsnámi þessa fólks, það er okkar krafa og frá henni verður ekki hvikað.” Félagið hafnaði alf- arið tilboði Vinnumálasambands- ins um eingreiðslu vegna nám- skeiðanna á þessum forsendum. Þórarinn E. Sveinsson mjólkur- samlagsstjóri sagði að ríflegur skammtur af mjólkurvörum hefði verið sendur í verslanir á fimmtudag, þá yrði unnið við átöppun og út- keyrslu í dag, laugardag og ættu birgðir því að endast fram á þriðju- dag er verkfalli lýkur. Fólk ætti því ekki að svo stöddu að verða vart við skort á mjólkurvörum vegna verk- fallsins, en þó gæti vantað einstaka tegundir í verslanir eftir helgi. Töfrallautan - miiapantanir Islenska óperan sýnir Töfraflautuna eftir Mozart í félagsheimilinu Ydölum, Aðaldal sunnudaginn 24. nóvernber kl. 15.00 og 20.30. Miðapantanir eru teknar í síma félagsheim- ilisins, 43588, fró mónudegi 18. nóv. til föstudags 22. nóv. kl. 17-19. Laugardag 23. nóv. kl. 14-17 og sýningardag. Sala aðgöngumiða og pantana við inn- ganginn. Menor - Félagsheimiliö Ýdalir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.