Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 32
c~ 32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 Gunnlaugur Jónas- son fv. bankagjaldkeri, Seyðisfirði - Minning Mig langar með nokkrum orðum að minnast Gunnlaugs Jónassonar, en hann lést 10. nóvember sl. á sjúkrahúsinu á Seyðisfírði. Gunn- laugur fæddist á Eiðum í Eiðaþing- há 18. janúar 1895. Hann var því á 97. aldursárinu þegar hann lést. Foreldrar Gunnlaugs voru Jónas Eiríksson, þá skólastjóri á Eiðum, og Guðlaug Margrét Jónsdóttir frá Eiríksstöðum á Jökuldal. Gunn- laugur stundaði nám á Eiðum og á Hólum, en þaðan varð hann bú- fræðingur árið 1913. Fljótlega upp úr því fluttist hann til Seyðisfjarðar og vann að mestu við verslunar- störf á Vestdalseyrinni. Þar var þá mikil verslun og sóttu Héraðsmenn og Jökuldælingar mikið verslun þangað. Var því talsvert um að vera á Vestdalseyrinni í þá daga. Árið 1931 fékk Gunnlaugur vinnu í útibúi Utvegsbanka Islands á Seyðisfirði og gerðist bankagjald- keri. Þar vann hann í 30 ár eða til ársins 1961. Þegar hann nú var kominn í fasta vinnu og fluttur inn í bæ, lét hann verða af því að festa ráð sitt og 19. desember 1931 kvæntist hann Vilhelmínu Jóns- dóttur, sem átti heima á Fossi, úti á Vestdalseyri. Skömmu síðar eign- uðust þau húsið nr. 48 við Austur- veg. Þar bjuggu þau mest allan sinn búskap og ólu upp börnin sín 5, sem öll eru á lífi. Það var í bankanum, sem ég eiginlega kynntist Gunnlaugi fyrst, en ég hóf starf þar árið 1946. Það kom mikið í hlut Gunnlaugs að leið- beina mér, óreyndum og fákunn- andi, um starfið í bankanum. Ég á margar ljúfar og skemmtilegar endurminningar frá þeim tíma og samveru okkar í bankanum. Til dæmis minnist ég ferða inn í Bank- asel, en þennan sumarbústað voru þeir bankamenn búnir að byggja, 'pegar ég kom í bankann. Fyrst, áður en menn áttu almennt bíla, 'pótti talsvert ferðalag og mikil til- ireyting að fara þangað inneftir mda var talsvert gert af því og afnvel verið þar um helgar. Gunn- íaugur var einna duglegastur af )kkur að nota þennan sumarbú- ’.tað. Ég man, að minnsta kosti, ;ftir einu sumri, sem hann bjó þar ,nnfá með alla fjölskylduna. Hann ijólaði í vinnuna á morgnana og nneftir á kvöldin. En þá þurfti iann að leiða hjólið ipest alla leið, )ví að oftast var hann með talsverð- m farangur, mat og annað, sem ii þurfti og brekkurnar erfiðar. Gunnlaugur hafði mikinn áhuga i skógrækt og raunar á hverskonar •æktun. Hann var einn af stofnend- ím Skógræktarfélags Seyðisfjarð- ir og sat lengi í stjórn þess. Skóg- •æktarfélagið hóf skógrækt „inni landa”, rétt við hliðina á Bankasel- nu, í kjarrivaxinni hlíðinni. Það var )ví engin furða þótt Gunnlaugur íyti þess að vera þama innfrá. Jann átti stóran þátt í því gróður- setningarstarfi sem þar var unnið. A'í miður átti skógræktin þama engi vel erfitt uppdráttar vegna ígengs búfjár. En þegar búfé ’ækkaði og nú þegar við emm al- reg laus við það, er að koma í ljós ill myndarlegur skógur barrtijáa )g birkitrjáa. Stóru grenitrén, sem nð sjáum nú í garðinum við Austur- 'eg 48, eru verðugt minnismerki im elju og dugnað Gunnlaugs í rjárækt. Þau sýna hvað hægt er \ð gera í trjárækt hér á Seyðis- irði, eins og Gunnlaugur sagði oft nð mig. Tré þessi eru sprottin upp if fræum sem hann sáði um 1946. Þegar ég kom í bankann og nörg ár eftir það var ekki eins nikið að gera og er nú til dags. Jenn vom almennt ekki með ékkareikninga og yfirleitt minni nðskipti almennings við bankann. 3að vom því oft hlé hjá gjaldkera. Junnlaugur notaði þennan tíma oft il að ganga um gólf. Hann gat íotað breidd hússins ng úg dáöisi að því hvað hann sveiflaði sér létti- lega í hring á öðram hælnum, þeg- ar hann sneri við, við gluggann á norðurhliðinni og við gluggann á suðurhliðinni, gegnt gjaldkera- stólnum. Með tímanum var komin afmörkuð slóð í gólfdúkinn, sér- staklega á snúningsstöðunum. Ég vissi að Gunnlaugur var mjög slæmur í hnjáliðunum, þeir vildu stirðna ef hann sat lengi. Hann þurfti því að liðka sig. Ég tók eftir því að hann var oft mjög hugsandi á þessum gönguferðum. Hann var þá kannski að bijóta eitthvað mál bæjarins til mergjar eða þá að semja blaðagrein eða eitthvað í þá áttina. Gunnlaugur var nefnilega störfum hlaðinn fyrir utan gjaldke- rastarfíð. Hann sat í bæjarstjóm í 26 ár, eða frá 1924 til 1950, þar af var hann forseti bæjarstjómar í 17 ár. Hann var líka forseti Fjórðungsþings Austfirðinga frá stofnun þess árið 1943 og samfellt í 20 ár. Fleiri embætti hafði hann á vegum ríkis og sveitafélaga. Svo var hann ritstjóri Gerpis, meðan það tímarit var gefíð út. Ég man að það fór mikið af tíma hans í þetta blað og ég held að hann hafí kappkostað að hafa það sem veg- legast. Það var augljóst að það var ýmislegt, sem var að bijótast um í kollinum á Gunnlaugi og engin furða þótt hann notaði hléin til að hugsa. Öll þessi störf og embætti fyrir utan fjöldan allan af blaða- greinum tóku vitaskuld mikið af tíma hans. Þó að það hafí verið rólegt í bankanum fyrstu árin eftir að ég byijaði að vinna þar, hafði það ekki alltaf verið svo, eftir því sem þeir sögðu mér eldri starfsmennirn- ir. Þeir töluðu oft um stríðsárin. Þá vom á Seyðisfirði nokkur þús- und hermenn og höfðu þeir mikil viðskipti við bankann og margir með tékkareikninga. Þá var allt handfært og mest allt handreiknað. Þeir hafa þá haft nóg að gera baka- mennirnir. Gunnlaugur var ekki alltaf við kassann. Seinustu árin hans í bank- anum gegndi hann starfi bókara og var þá jafnframt fulltrúi útibús- stjóra. Þegar Gunnlaugur hætti í bank- anum árið 1961, eftir 30 ára starf, var hann búinn að ávinna sér full eftirlaun og enn með fulla starfs- örku. Hann gat ekki hugsað sér að hætta alveg að vinna. Hann tók því að sér bókhald hjá Síldarverk- smiðju ríkisins og gegndi því starfí í allmörg ár. Fyrir nokkrum árum fór Gunn- laugur að tapa sjón, sem svo ágerð- ist. Hús þeirra hjóna við Austurveg var orðið of erfítt fyrir þau. Það var því ráðist í að festa kaup á þjónustuíbúð við Múlaveg og selja gamla húsið. Þau fluttu í nýju íbúð- ina um mitt sumar 1990. Þau kunnu fljótt mjög vel við sig þar og Gunnlaugur var furðu fljótur að læra að rata um hana, enda mjög þægileg, lítil og engir stigar, eins og voru á Austurveginum. Mikið var hann feginn þegar hann fékk píanóið sitt í nýju íbúðina. Hann sagði mér, þegar ég heim- sótti hann, að hann hafí orðið svo hissa þegar hann settist við það og hann hafði getað spilað, fingurn- ir hafí bókstaflega ratað um nótna- borðið. Því miður naut Gunnlaugur ekki þess að vera lengi í nýju íbúðinni. Hann veiktist skömmu fyrir síðustu áramót; svo að leggja varð hann inn á sjúkrahúsið. Þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Hann náði sér nokkuð eftir veikindin en hann þurfti það mikla umönnun að hann gat ekki verið heima. Það tók hann mjög nærri sér. Hann gerði sér alltaf grein fyrir því hvert stefndi og hann sagði mér oft að hann óttaðist ekki dauðann. . - -Má^bs£3JLÍtunalaugat-,M^- fengið hvíldina sem hann þráði svo mjög, þakka ég honum samfylgd- ina. Konan mín og ég sendum Mínu og börnum hennar og öðru vensla- fólki hugheilar samúðarkveðjur og biðjum þeim öllum Guðs blessunar. Guðmundur Gíslason Stormurinn gnauðaði fyrir utan og birtu var tekið að bregða. Fyrsti snjór vetrarins hafði fallið, vetur konungur enn einu sinni sigrað sumarið, sumar sem varð eitt það besta í manna minnum fyrir gróður landsins og mennina sem á því búa. Kyrrðin inni fyrir var rofín af hvellri símhringingu. Hin aldna eik hafði fallið, hún hafði ekki stað- ið af sér þennan síðasta storm, ekki einungis bognað eins og fyrr heldur brostið. Afí okkar Gunn- laugur Jónasson hafði andast að kvöldi 10. nóvember, 96 ára að aldri. Hugurinn reikar rúma öld til baka, til þess tíma og til þess jarð- vegs sem afi er sprottinn úr og þeirrar ævi sem hann hafði lifað. Þannig reikaði hugurinn til slíkra atburða eins og landnáms í himin- geimnum, lýðveldistökunnar, tveggja heimsstyijalda, kreppunn- ar, aldamótanna, allt til þess tíma þegar íslensk bændamenning stóð hvað hæst. Aldahvörf, upphaf ald- arinnar. Stórhugur og framfarir. Sá tími sem Ísland braust úr ein- angrun sinni til að öðlast gildi meðal erlendra þjóða. Aldamóta- menn. Vissu sem var að íslands beið allt það sem í fólkinu bjó og framtíð þess var í því fólgin. Úr engu verður ekkert. Aldamóta- menn. Margir og áttu það sameig- inlegt að vilja framfarir. Byggja brú, reisa höfn, virkja, bora, vinna! Afí var aldamótamaður. Hafði hugsun og trú á landi og þjóð sem við í núinu vart skiljum. Hann fyllti sinn flokk. Þeirra tími kemur. Faðir afa var Jónas Eiríksson, fæddur á Skriðuklaustri 1851, lengstum skólastjóri á Eiðum, en móðir hans Guðlaug Margrét Jóns- dóttir, fædd 1853, en hún var afar mikilhæf kona. Synir Jónasar og Guðlaugar urðu sex, Halldór, f. 1882, heimspekingur og lengi starfsmaður á Hagstofu Islands; Jón Gunnlaugur, f. 1883, málara- meistari og kaupmaður á Seyðis- fírði; Benedikt, f. 1884, kaupmaður og konsúll á Seyðisfírði; Þórhallur, f. 1886, hreppstjóri og bóndi á Breiðavaði; Gunnlaugur afí, f. 1895; og Emil Biynjólfur, f. 1897, símstöðvarstjóri á Seyðisfirði. Einn son, Friðrik, fyrmm kennara í Reykjavík, átti Jónas eftir lát konu sinnar með ráðskonu sinni, Helgu Baldvinsdóttur, Guðmundssonar. Allir bræðurnir sjö talsins eru nefndir Eiðabræður cinu nafni. Af bræðrunum sjö er Friðrik einn á lífi. Afí kvæntist 19. desember 1931 Vilhelmínu Jónsdóttur, fæddri 15. nóvember 1906, þá bú- settri á Vestdalseyri. Þeim varð fímm barna auðið og eru þau öll á lífi. Áslaug, gift Hjalta Nielsen sem lést 1967; Jónas, giftur Margréti Pétursdóttur; Hallfríður, gift Bjarna Þorsteinssyni; Lárus, giftur Höllu Gísladóttur, og Jón, giftur Pálínu Karlsdóttur. Við sem njótum nú allrar þeirrar menntunar sem við óskum og sum- irjafnvel meiri en þeir kjósa beruin ekki skyn á þá þrá sem fólk af eldri kynslóð hafði til menntunar. Skiljum ekki að menntun er munað- ur. Ekki vegna einhvers heldur hennar sjálfrar vegna. Vegna þess gildis sem hún hefur fyrir hvern þann sem vill reyna tilveruna og tilverurnar. Skiljum ekki að í besta falli, og þó sjaldnast, var aðeins eitt barnanna sent til menntunar. Eiðabræður, spekingarnir. Einn valinn. Halldór. Sjálfsmenntun. Löngun og þrá til að vita það sem maður veit ekki. Þessa löngun hafði afí og vissi að þekkingin 'er ein- hvers virði. Hann hafði yndi af tónl- ist og samdi fjölmörg tónverk fyrir píanó. Hann var læs á fjölmargar erlendar tungur, s.s. norðurlanda- ’málin," gagnmenntaður maður sem reyndi sig á mörgum sviðum. Ekkert var ósnertanlegt. Allt á sér tilgang sem þó vart verður skilinn. Heims- og lífsspekúlant „par excellence”. Hafði enda eytt hálfri ævinni í að afla sér þekkingar á því sem skipti máli beggja megin tilvemnnar. Hann hafði áhuga á svo mörgu. Þar kippti honum í kynið. Löngum stundum sat hann með bræðram sínum, Eiðabræðmm, í hásal hug- myndanna og virti fyrir sér leik- sviðið, þar sem mennirnir stigu sinn dans og hann átti sín spor; hvar verkin falla eða slá í gegn, sumir vinna leiksigra og aðrir ekki en þar sem allir eru þó hluti af sýning- unni, einn styður annan og enginn má án hins vera. Þetta skildi afí mönnum betur. Hugtakið Eiðamenn hefur verið haft um þá menn sem komið hafa nálægt sögu Eiðaskóla, bæði bún- aðarskólans og seinna alþýðuskól- ans, menn sem hafa lifað með skól- anum, vilja veg hans sem mestan og helgað skólanum hug sinn og hjarta. Eiðabræður verða að teljast mestir Eiðamenn enda aldir upp á Eiðum og Breiðavaði, nági-annabæ Eiða. Þessir menn gátu fylgst með starfi skólans frá fyrstu tíð og voru kunnugir mönnum á hverri skólatíð eftir aðra. Bræðurnir mótuðust mjög af dvöl og starfí fpreldra sinna í Eiðaskóla og átti það eftir að hafa djúpstæð áhrif á skaphöfn og líf þeirra allra. Á upphafsárum ald- arinnar voru Eiðar bústaður framf- ara og framsækinnar hugsunar og þeir Eiðabræður fóru ekki á mis við það. Þarna komust þeir í snert- ingu við nýja strauma erlendis frá. Búnaðar- og ræktunarmál, virkjan- ir, jarðgangagerð, vegafram- kvæmdir og brúarsmíði. Þeir sáu ljósblik nýs dags fyrir þjóð sína og heimabyggð. Þeir voru þó tákn síns tíma, fulltrúar gamalla tíma og manngilda. Engu að síður. Heims- menn. Bændasynir en aðeins einn þeirra búmaður. Sérvitringar? Spjátrungar? Með skilning og sýn á lífið í heild sinni, tilfinningu fyrir erlendum vemleik, erlendu lífi, nýj- um gildum og nýjum tímum. For- boðnum veruleik sem ef til vill er best skilinn við rætur hárra fjalla, fjarri honum sjálfum. Ekkert var þeim bræðrum óviðkomandi og minnugar eru stundirnar þegar afí sat með bræðrum sínum og ræddi þessa heims mál og annarra. Þá stilltu afabörnin háreysti sína og hlýddu á spekina andaktug og góð. Afí hafði mikil afskipti af félags- málum og var kosinn í bæjarstjórn Seyðisfjarðar 1924 og sat þar til 1950 eða í 26 ár samfleytt. Þar af sem forseti bæjarstjórnar í 17 ár frá 1930. Árið 1943 stofnuðu sýslu- og bæjarfélög í fjórðungnum til samstarfs sín á milli undir nafn- inu Fjórðungsþing Austfirðinga og var hann forseti þess í samfellt 20 ár. Árið 1947 hóf Fjórðungsþing Austfirðinga útgáfu mánaðarrits er hlaut nafnið Gerpir. Annaðist afi ritstjórn þessa tímarits þau fimm ár sem það kom út, 1946- 1951. Þar setti hann fram skoðan- ir sínar á margvíslegum málefnum. ensku, • þýsku, frönsku, Ast hans á heimabyggðinni, ■ff Hann.^-------AiiiiluriimAi-öllu.-Lam.ck'A.WtKb'iufl í skrifum hans, eins og þema, eins og tilsögn ... til þeirra sem vilja hlusta. Hann hafði skoðanir hann afi. Margur þætti róttækari í dag með lágfleygri skoðanir. í skrifum hans kemur svo vel fram kristaltær hugsun hans og þekking á svo mörgum viðfangsefnum mannsins. Skipti þá litlu hvað til umfjöllunar var, á flestu hafði hann þekkingu. Mátti þar einu gilda hvort hann tjáði sig um heimspeki, trúfræði, listir, pólitík, hagfræði eða þjóð- félagsmál, alls staðar kom fram innsýn hans í viðfangsefnið. Eitt var það viðfangsefni afa sem átti hug hans allan en það var skóg- rækt. Strax sem ungur maður sá hann fyrir sér að skógrækt yrði atvinnugrein hérlendis og á Fljóts- dalshéraði yrði ræktaður nytja- skógur. Fátt veitti honum meira yndi en gönguferð í laufguðum skóginum, líf í hverri grein, þytur í stráum og laufi. Hallormsstaður, Guttormslundur, Atlavík. Og vitund hans. I garðinum heima hjá sér ræktaði hann margar tegundir tijáa og gerði tilraunir eins og vísindamaður. Ræktaði afbrigði sem við hann er kennt. Lagði fræ til moldar og í áranna rás uxu tré sem byrstu sig við húsið. Þetta hús? spyr maður í fomndran. Aust- urvegur 49? Hátt húsið með reistu þaki, tákn afa og ömmu, traust eins og fjallið sem það krýpur við. Tákn þeirra og upprunans. Gleym- ist aldrei. Andi þeirra ... og þetta hús. Nú litast afí um hinu megin, lít- ur þar frændur og vini, sest enn í hásal þar sem sýnin er tryggust yfir sviðið, betri en nokkru sinni fyrr, þegar hann var sjálfur þátt- takandi í uppfærslunni. Ekkert okkar gleymir heimsóknunum. Leikur við afabörn. „Við skulum róa á selabát...”, skellur fíngur á kinn. „Loffmalakoff.” Eftir stendur minningin um hann, tilfinning og vitund barns, sem fátt skildi en skildi þó. Það er dýrast. Allir heimar snúast um fastan punkt. Líka heimur afa. Amma stóð við bak hans og veitti honum þá festu og öryggi sem spekingar eins og hann þurfa. Megi algóður Guð gefa ömmu okkar líkn, hennar er missirinn mestur. Arfleifð afa og ömmu verður aldrei metin og seint skynjuð. Hafí elsku afí þökk fyrir allt. Góður Guð geymi hann. Gunnlaugur, Kristín Theó- dóra, Vilhelmína, Þóra Lind, Axel Emil og Hjaiti. Gunnlaugur Jónasson var fædd- ur 18. janúar 1895 á Eiðum i Eiða- þinghá í Suður-Múlasýslu. Foreldr- ar hans vom, Jónas Eiríksson skólastjóri þar, síðar bóndi á Breiðavaði í sömu sveit. Kona hans var Guðlaug Margrét Jónsdóttir frá Eiríksstöðum á Jökuldal. Nám við Búnaðarskólann á Eiðum veturna 1905-1906 og 1909-1910. Bú- fræðingur frá Hólum 1913. Vann fjögur sumur 1912—15 við tilraun- astöð Búnaðarsambands Austur- lands á Eiðum. Fluttist til Seyðis- fjarðar haustið 1915 og vann þar við verslun og fiskverkun til 1931. Gjaldkeri og bókhaldari útibús Út- vegsbanka íslands á Seyðisfírði 1931—61. Skrifstofustjórþhjá Síld- arverksmiðjum ríkisins þar frá 1961—68. Bæjarfulltrúi á Seyðis- firði 1924—1950 þar af- forseti bæjarstjórnar í 17 ár. Forseti Fjórðungsþings Austfirðinga 1943—1963. I staðsetningarnefnd embætta og ríkisstofnana 1959— 1962. Rit: Ritgerð í tilefni 50 ára afmælis bæjarstjórnar Seyðisfjarð- ar (bæklingar með myndum af öll- um bæjarfulltrúum á því tíma- skeiði) 1945. Ritstjóri mánaðarrits- ins „Gerpis” 1947—1951. Kvæntist 19. desember 1931 Vilhelmínu Sól- gerði fædd 15. nóvember 1906 Jónsdóttur trésmiðs á Seyðisfírði Erlandssonar, kona han var Ragn- heiður Marteinsdóttir. Gunnlaugur andaðist 10. nóv- ember á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar- ! kaupstaðar. I______________±::±_:;3X_1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.