Morgunblaðið - 16.11.1991, Síða 43

Morgunblaðið - 16.11.1991, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 43 KNATTSPYRNA / ÞYSKALAND Eyjólfur Swerrisson hefur staðið sig vel með VfB Stuttgart að undanförnu og gerði eitt mark gegn Wattenscheid í gærkvöldi. Eyjólfur skoraði EYJÓLFUR Sverrisson gerði þriðja mark Stuttgart í gær- kvöldi er liðið sigraði Watt- enscheid, 3:1, á útivelli i'þýsku úrvalsdeildinni. Eyjólfur var í framlínunni með Fritz Walter og lék í peysu númer tíu, en Ásgeir Sigui-vinsson lék jafnan í peysu með því númeri þeg- ar hann lék með lið- inu. Sigurinn var ós- anngjarn því Wattenscheid sótti nær látlaust allan tímann og fékk fjölda tækifæra til að skora. Stutt- gart fékk hins vegar aðeins fjögur færi í leiknum og nýtti þrjú þeirra FráJóni Halldórí Garöarssynii Þýskafandi — öll í fyrri hálfleik. Guido Buch- wald gerði fyrsta markið á 12. mín. með giæsilegu skoti, annað markið var sjálfsmark á 28. mín. og Eyjólf- ur gerði það þriðja á 36. mín. eftir fyrirgjöf frá Walter. Eyjólfur skutl- aði sér fram fyrir varnarmann og skoraði af stuttu færi. Mjög vel gert. Tveir aðrir leikir vonj í gær- kvöldi; Werder Bremen sigraði topplið Frankfurt 1:0 og var það gamla kempan Klaus Allofs sem gerði eina mark leiksins á lokamín- útunum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þá gerðu Duisburg og Bayern Munchen jafntefli, 1:1. Duisburg komst yfir en Wolfgang Wohlfarth jafnaði undir lokin. GETRAUNIR Sameiginlegur pottur íslendinga og Svía Sölukössum verður lokað á hádegi í dag Fyrsti getraunaseðilinn í sameiginlegum getraunapotti sænska fyrir- tækisins AB Tipstjanst og Islenskra getrauna verður í dag og má búast við að 13 réttir gefi vinningshafa allt að 30 milljónum króna. Röðin á getraunaseðlinum kostar nú 10 krónur í stað 20 krón- ur áður. Sölukössum verður lokað kl. 12 á hádegi. Þrettán leikir eru á getraunaseðlinum og fara 27% vinningsupphæð- ar í fyrsta vinning, 17% verða greiddar fyrir 12 leiki réttá, 18% fyrir 11 leiki rétt og 38% fyrir 10 rétta. Vinningur á eina röð getur samt aldrei orðið hærri en 10 milljónir sænskar krónur, eða tæplega 30 milljónir íslenskar krónur. JUDO Frey Gauta gengur vel Freyr Gauti Sigmundsson jú- dómaður frá Akureyri hefur staðið sig vel á Evrópumeistara- móti 21 árs og yngri í Finnlandi. Hann keppir í dag um 3. - 7. sæti. Freyr Gauti sat hjá í fyrstu umferð, en sigraði Guksel frá Tyrklandi í 2. umferð á fallegu „taio-toshi” bragði og fékk þar með „ippon” eða fullnaðarsigur. í 3. umferð tapaði hann fyrir Eggenfellner frá Austurríki, en sá komst’ í fjögurra manna úrslit og fékk Freyr Gauti því uppreisn- arglímu. Þar vann hann Saksa frá Tékkóslóvakíu, náði fastataki í góifi þegar 40 sek. voru eftir. Um helgina Körfuknattleikur Sunnudagur: 1. deild karla: _ Hagaskóli KFR - ÍR_...............kl. 14 Sandgerði Reynir - IS..........kl. 17 Blak Laugardagur: 1. deild karla: Digranes HK-hrótturR..............kl. 16 1. deild kvenna: Höfn Sindri - Víkingur............kl. 14 Húsavík Völsungur- ÍS.............kl. 12 Knattspyrna Í dag verður leikið til úrslita í framhalds- skólamóti KSÍ. Leikið verður á sandgras- vellinum í Kópavogi. K\. 13.30 leika Há- skóli íslands og Fjölbrautarskólinn í Breið- holti í stúlknaflokki, en Verslunarskóli Is- lands og Tækniskóli Islands í karlaflokki kl. 15. fslenska A-landsliðið spilar æfingaleik gegn U-21 árs landsiiðinu á Sangrasvetlin- um í Kópavogi kl. 11.30 i dag. Sund Bikarkeppni 2. deildar i sundi fer fram í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Keila í dag kl. 10 fer fram Aisca mótið, sem árlegt mót milli flugfólaga og mætast Flug- leiðir og SAS í Öskjuhlíð. Kl. 14 hefst lands- leikur Islands og Bandaríkjanna og ki. 20 hefst Öskjuhliðannótið. Á morgun verður mót á.vegunr KFR ég KR og hefst það kl. 12. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Fjöldi dauðafæra í súginn og ísland lá gegn Austurríki ISLENDHMGAR töpuðu fyrsta leik sínum á fjögurra þjóða móti í handknattleik i borginni Györ í Ungverjalandi í gær; mættu Austurríkismönnum, sem sigruðu 23:20. Austurrík- ismenn voru yfir í leikhléi, 12:10. í hinum leik gærdagsins sigruðu Ungverjar lið ítaia 24:16. Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari, var auðvitað ekki ánægður með útkomuna en sagði Austurríkismenn hafa tekið miklum framförum og vera með ágætis lið. „En ég held að fyrst og fremst hafi verið um rosalegt vanmat minna manna að ræða. Ég vissi auðvitað af þeim möguleika og var búinn að vara þá við, en engu að síður er þessi hætta alltaf fyrir hendi,” sagði Þorbergur. „Undirbúningurinn fyrir þetta mót var allt of lítill. Ein æfing með öllum leikmönnunum og tvær eða þijár með hálfum hópnum. Þetta gengur ekki. Þessar þjóðir eru ekki svo slappar að það þýði að bjóða upp á svona lagað. En þrátt fyrir lítinn undirbúning verð ég að segja að við áttum að vinna þennan leik.” Þorbergur sagði Austurríkis- menn hafa komið íslendingum á óvart með því að leika 3-2-1 vörn, mjög framarlega. Júgóslavar beita þessari varnaraðferð iðulega, en það er einmitt Júgóslavi sem þjálfar lið Austurríkis nú. „Þetta reyndist okkur erfitt, en þó náðum við að skapa okkur mikið af færum, en við klúðruðum 10-12 dauðafærum. Þar af þremur vítum og fimm hraðaupphlaupum.” Þá vörðu ís- lensku markverðirnir iítið — Guð- mundur Hrafnkelsson stóð í mark- inu fyrstu 20 mínúturnar og varði ekki eitt einasta skot. Bergsveinn Bergsveinsson kom þá inn á og varði átta skot það sem eftir var leiksins. Það fyrsta þegar fimm mín. voru liðnar af síðari hálfleik! Þorbergur sagðist ekki örvænta þrátt fyrir tap. „Við verðum að líta á þetta sem hluta af lengra pró- grammi. Það er ef til vill hollt að fá svona rassskell einhvern tíma á undirbúningstímanum,” sagði hann. Mörk íslands gerðu: Birgir Sig- urðsson 6/3, Valdimar Grímsson 3, Sigurður Bjarnason 3, Sigurður Sveinsson 3, Oskar Ármannsson 2, Einar Sigurðsson 2, Konráð Olav- son 1. BLAK Hörkuspenna á Akureyri STÚDENTAR sigruðu KA-menn 3:2 í toppslag 1. deildar karla í blaki á Akureyri í gærkvöldi. Þarna voru greinilega bestu lið deildarinnar á ferðinni og var viðureign þeirra mjög skemmtileg og spennandi. Stúdentar byijuðu leikinn af miklum krafti og unnu fyrstu hrinu auðveldiega, 15:3. KA-menn Reynir Eiríksson skrífar komu mjög ákveðnir til þeirrar næstu og fóru þá með sigur af hólmi, 15:11. Þriðja hrina var Stúdenta, þeir sigruðu 15:12 eftir spennandi leik. KA-menn komust svo í 8:0 í fjórðu hrinu og lögðu þá í byijun grunninn að 15:7 sigri. Á lokasprettinum reyndust Stúd- entar svo sterkari og sigruðu í odda- hrinu 15:11 og rhikilvægur sigiir þeirra var þar með í höfn. Leikurinn var skemmtilegur og brá fyrir mjög góðu spili á báða bóga. Boðið var upp á allt sem hægt er að óska eftir í einum blak- leik. Góðri vörn, fallegu uppspili, föstum og vel útfærðum skellum og mikilli spennu. Bestur hjá Stúdentum var Þor- varður Sigfússon en Bjarni Þór- hallsson var bestur hjá KA. Lið Stúdenta er nú það eina tap- lausa í deildinni en þetta var fyrsta tap KA. KORFUBOLTI Pétur Guðmundsson Pétur til Tindastóls? FORRÁÐAMENN körfuknatt- leiksdeildarTindastóls hafa gert Pétri Guðmundssyni til- boð um að koma til íslands og leika með liðinu í vetur. Pétur tók vel í það, en tók sér f rest fram á miðvikudag til að gefa Tindastólsmönnum ákveðið svar. Pétur lék sem kunnugt er með Tindastóli á síðasta keppnis- tímabili, en átti það við meiðsli að stríða í síðustu leikjunum. Hann hélt síðan til Bandaríkjanna þar sem hann ætlaði að reyna að komast að hjá liði í NBA-deildinni, en það tókst ekki. Síðustu vikur hefur hann leikið í CBA deildinni með liði Sky- force. Tindastólsmenn gera ráð fyrir því að Pétur taki tilboðinu geti leik- ið með liðinu á Sauðárkróki gegÁ Grindavík 24. nóvember. Þrírfara fráÞór Wjarðvíkingarnir þrír sem leikið hafa með Þórsiiðinu frá Akureyri í körfuknattleik, hafa allir ákveðið að hætta með liðinu. Það eru bræðurnir Sturla og Gunnar Örlygssynir og Georg Birgisson. Osætti kom upp milli þre- menninganna og Brad Caseys, þjálfara og sú staða kom upp að annað hvort færi hann frá félaginu eða þeir. Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs var klofin í afstöðu sinni í málinu. Bandaríkjamanninum Joe Harge, sem ieikur með Þór, var boðið að taka við þjálfun meistaraflokks og Casey var boðið að taka að sér þjálfun yngri flokka félagsins. Því hafn- aði hann, og Harge var óákveð- inn. Jafnvel var talið að hann færi elnnig úr landi ef Casey yrði látinn fara. Eftir mikil fundarhöld ákvað stjórnin að halda þjálfaranum og þá kom af sjálfu sér að þre-1 menningarnir hættu, sem er vissulega mikil blóðtaka fyrir liðið sem er án stiga eftir sex leiki. Vegna þessa hefur Helgi Sigurðsson sagt af sér sem for- maður körfuknattleiksdeildar Þórs. Enn tapar landsliðið W Islenska landsliðið í körfuknattleik tapaði enn einum leiknum í æf- ingaferð sinni í Bandaríkjunum á fimmtudag gegn College of South- ern Idaho, 95:59. Staðan í hálfleik var 43:34. Magnús Matthíasson skoraði 23 stig og átti 10 fráköst. Bárður Eyþórsson átti góðan leik og gerði 16 stig. Rúnaf Árnason og Einar Einarsson áttu einnig góðan leik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.