Morgunblaðið - 13.12.1991, Blaðsíða 1
fllurispmiWtóiifo
FÖSTUDAGUR
13. DESEMBER 1991
D
Jólasveinar
koma til
byggða
FYRSTI jólasveinn-
inn, Stekkjastaur,
kom til byggða í gær.
I dag stikar Giljagaur
um borg og bæi og
gleður börnin og á
morgun setur Stúfur
glaðning í skó þeirra.
Dagana fram að jólum
birtast þeir síðan hver
af öðrum, Þvörusleik-
ir, Pottasleikir, Aska-
sleikir, Hurðaskellir-
Skyrgámur, Bjúgna-
krækir, Gluggagægir,
Gáttaþefur,
Kjötkrókur
og Kertasníkir.
Mikil ásókn Breta og
fleiri í pakkaferðir til
Disneylandsins í París
í EVRÓPSKUM ferðablöðum hefur mikið
verið fjallað um það undanfarnar vikur að
ásókn í pakkaferðir til nýja Disney-landsins
í París sé nijög mikil. Garðurinn verður
opnaður formlega 12. apríl.
í breskum blöðum segir að áhugi virðist
mestur þar í landi og hafa nokkrar ferðaskrif-
stofur boðið pakkaferðir í 3-4 daga fyrir 124
pund (um 13 þúsund íslenskar) fyrir fullorðna
og 79 pund fyrir börn. Önnur ferðaskrifstofa
býður ferð fyrir tvo fullorðna, þriggja daga
gistingu og bílaleigubíl og eins dags veru í
Disney-landi á 270 pund. Sú þriðja býður
þriggja daga gistingu á mann fyrir 99 pund
(ríflega tíu þúsund krónur).
Ahugi virðist einnig mikill í fleiri Evr-
ópulöndum og eru Spánn og Þýskaland
sérstaklega nefnd.
Samvinnuferðir/Landsýn hefur
auglýst Euro-Disney hérlendis.
Ferðablað spurðist fyrir þar á bæ
hvort mikið væri spurt um Disney-
landsferðir héðan næsta sumar. Þau
svör fengust að áhugi virtist verulegur.
Samvinnuferðir/Landsýn hefur verið
með sumarhúsatilboð ekki ýkja langt frá
París og er búist við að þeir pakkar verði
skipulagðir í tengslum við
ferð. Ekki er þó byijað að taka
pantanir og er ekki hægt að gera það
fyrr en verðbæklingur liggur fyrir í byrjun febr-
Adflutningsgjöld hækka. útsöiuverð á bíium
hækkar nokkuð ef hugmyndir ríkisstjórnarinnar
verða að veruleika. Verð bíla sem eru með 3 þús-
und rúmsentimetra vél hækkar um 5% og þriggja
miljóna króna jeppi mun því hækka um 150 þúsund
krónur.
uar.
Gestir Disney-
landsins í París
fálíklegaað
hitta Mjallhvíti
og hennar hug-
þekku vini
dvergana.
Bflar hækka
HÆKKUN aðflutningsgjalda á
bilum, sem ríkisstjórnin kynnti
nýverið, hefur í för með sér tals-
verða verðhækkun á bílum. Að-
flutningsgjöld af meðalstórum
jeppa hækka um 6%, en á litlum
fólksbíl um 1%.
Hækkunin er í þrepum þannig
að verð bíla með 1.300 til 1.600
rúmsentimetra slagrými hækkar
um 1%, þeir sem era með vélar á
bilinu 1.600-2.000 rúmsentimetra
hækka um 2%, 2.000-2.300 rúm-
sentimetra vélar í bíl verða til þess
að bíllinn hækkar um 4%. Þeir bílar
sem eru með 2.300-3.000 rúmsenti-
metra vél hækka um 6% og þeir
sem eru með stærri vélar hækka
um 10%.
Margir bílar hækka samkvæmt
þessu um 6% en bandarískir bílar
virðast koma verst út úr þessu ef
hugmyndirnar verða að veruleika.
Útsöluverð í 6% flokknum mun
hækka um 3,5% en um 5% í 10%
flokknum.
Ef við tökum sem dæmi Chrysler
Saratoga með 3 lítra vél kostar
hann núna tæplega 1,6 milljónir og
mun hækka um tæp 80 þúsund
krónur. Ford Explorer með 4 lítra
vél, sem kostar 2,8 milljónir, hækk-
ar um 150 þúsund.