Morgunblaðið - 13.12.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.12.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1991 D 9 Náttúrufegurð. í Andorra er mikil náttúrufegurð. íbúar eru kallaðir „Dalamennirnir“. í húsinu, sem veitingastaðurinn er í. Barinn er innréttaður þannig, að fyrir innan barborðið hafa þau hægindastóla sína til að horfa á sjónvarp. Þeirra líf snýst um að reka veitingastaðinn allan ársins hring. Menn geta valið dýrari veitinga- staði, t.d. Versalles, en þar verður að panta borð tímanlega einkum um helgar. Ferðamenn geta valið alls konar dvalarstaði í Andorra. Gisting í 2ja manna herbergi á 4ra stjömu hóteli, með morgunmat, kostar t.d. 8.000 peseta, eða 4 þús. ísl. kr. Það má fá dýrari gistingu, eða þá ódýr- ari — 2ja manna herbergi allt niður í 400 kr. eftir því í hvaða bæ gist er. Sömuleiðis hótel með hálfu eða fullu fæði. Hvernig er best að kom- ast til Andorra? Tvær leiðir liggja þangað. Þjóðbraut upp frá Barcel- ona á Spáni (226 km) eða frá Toulo- use í Frakklandi (180 km). Ef ekki er ferðast með bílaleigu- eða einka- bifreið er einfalt að taka lest frá þessum stöðum. Frá Bareelona til La Seu d’Urgell og með langferða- bifreið til Andorra la Vella (22 km), eða með lest frá Toulouse til Ax-Les-Thermes, sem er 55 km frá landamærunum. Þaðan eru svo 35 km til Andorra la Vella. Þeir fjölmörgu íslendingar, sem ferðast um Evrópu ættu hiklaust að leggja leið sína til Andorra, ef þeir eru á ferð í S-Frakklandi, eða á N-Spáni. Enginn mun sjá á eftir því að sækja Andorra heim. Þeir sem hafa áhuga að afla sér frekari upp- lýsinga geta haft samband við upp- lýsingamiðstöðina í Andorra la Vella. ■ Sigmundur Ó. Steinarsson Sólarhringurinn í Tókýó ó 30 hósunii I________^ ■--- Frá Tókýó og Túnis - dýrasta og ódýrasta borgin? MIÐAUSTURLÖND voru eina svæðið í heiminum þar sem verðlag fyrir ferðamenn hækkaði ekki á síðustu 18 mánuðum. Það má að langmestu leyti rekja til alls þess sem sigldi í kjölfar Flóadeil- unnar eftir innrás íraka í Kúveit í ágúst 1990. Kaupsýslumenn og aðrir sem þangað áttu erindi, að ekki sé nú talað um skemmti- ferðarmenn, fóru ekki þang- að nema tilneyddir og voru nánast einu gestirnir fjölm- iðlafólk. Aður höfðu borgir í þessum heimshluta jafnan trónað efstar á listum yfir þá staði sem hvað dýrastir voru. Af stórborgum í Mið- austurlöndum er Damaskus á Sýrlandi nú talin dýrust. En langsamlega dýrust er Tókýó, Samkvæmt verðút- reikningum kostar nætur- gisting á góðu hóteli, máltíð- ir og tveir ieigubílar 500 dollara eða 30 þúsund ísl. kr. Lon- don, New York og Stokkhólmur koma næstar þar sem þessir upptöldu kostnaðarliðir eru á'27 þúsund krón- ur. Lengi vel hefur Túnisborg verið ein ódýrasta borgin og ein fárra þar sem hægt hefur verið að komast af með undir 100 dollurum (tæplega 6 þús. kr.) á dag. Þar hefur orðið hækk- un í 115 dollara. Þó er Túnis áfram með ódýrari löndum sem ferðamenn, einkum í hópferðum, sækja heim. í Asíu er Seoul næst á Tókýó með 21 þús.kr. á dag og í Afríku eru Lagos í Nígeríu og Abidjan á Fíla- beinsströnd með um 240 dollara eða 14 þús.kr. Caracas í Venesúela er dýrast í S-Ameríku, 18 þús.kr. Itreka skal að þetta verð er miðað við fyrsta flokks hótel og máltíðir á veitingastöðum með verðlag fyrir ofan meðallag og hvarvetna ætti glöggur ferðamaður að geta fundið ódýrari valkosti sem í flestum tilfell- um væru boðlegir og vel það. Fróðlegt er að freista þess að taka Reykjavík inn í þetta borgadæmi; ef gisting kostar 8.500 krónur, tvær máltíðir á dag 5.400, sem er líklega í ódýrari kantinum, og leigubílar fyr- ir 2.000 krónur verður útkoman um 15.900 krónur eða rétt tæplega 270 dollarar. Séu þessar tölur nokkuð nærri lagi er Reykjavík ódýrari en aðrar höfuðborgir á Norðurlöndum en í Kaupmannahöfn er nauðsynlegt að hafa 381 dollar og í Ósló 375 og 347 dollara í Helsinki. Ævintýraferð í manngerdan helli ÆTLA má að keltneskir ættbálkar hafi koinið til íslands rétt eins og til annarra eyja, á flótta sínum frá meginlandinu, löngu fyrir víkingatímann. I Landnámu er margt því til stuðnings, til dæmis um ferðir Brendans og staðháttalýsingar frá Skotlandi og írlandi. Þá er þar getið um landnám norrænna manna sem vel mætti skilja sem svo að aðrir hafi haft hér búsetu. Frásögnin um flótta • kristinna múnka bendir til kristniboðs þeirra meðal búenda landsins enda fóru þeir allt til Grænlands og Norður Ameríku í sama tilgangi. Því má ætla að búseta hafi verið hér og að húsagerð þeirra á suðurlandi hafí meðal annars verið hellar, gerðir í mjúkan sandstein og mó- berg. Það sannast á því að ekki má grafa fyrir húsi eða mannvirki svo hellar komi ekki í ljós. Alltþetta varð til þess að ferðafé- lagið Utivist ákvað að fara í ævin- týraferð, gista og skoða manngerða hella í Rangárvallasýslu. Árla morguns þann 9. nóvember s.l. lögðu 27 ferðalangar af stað í ferðina. Ekið var í Hvolhrepp hvar gengið var um Vatnsfell er svo hét til foma en í dag kallast það Árgils- og ylur biðu þeirra ásamt ilmandi og vel steiktu lambakjöti, grænmeti og kartöflum. Var svo unað við át mikið, sögur sagðar- og sungið fram eftir kvöldi. Glaðir og þreyttir skriðu ferðalangar síðan í svefn- poka sína á hellisgólfi inni í bless- uðu landinu okkar og sváfu allir vel og lengi. Sunnudagsmorgun vöknuðu hell- isbúar við morgunlestur mikillar draugasögu og þegar litið var út um hellisopið blasti við alhvít jörð og logndrífa. Var þá kröftuglega gengið að morgunverði og síðan frágangi bústaðar okkar enda ekk- ert skilið þar eftir nema fótspor okkar. Síðan var haldið að skógrækt ríkisins að Tumastöðum og gengum við um hinn gróskumikla skóg sem Land Landsnúmer Alsir 213- Bahrein 973- Belize 501- Búlgaría 359- Danmörk 45- Fílabeinsströndin 225- Franska Pólynesia 689- íran 98- Ítalía 39- Kína 86- Líbýa 218- Mauritíus 230- Pakistan 92- Portúgal 351- Quatar 974- Sam.Arab.Fustad. 971- Svíþjóð 46- Venesúela 58- Taiwan 886- Tékkóslóvakía 42- Zambía 260- Yemen 967- staðafell í Hvolshreppi en Vatns- dalsfjall í Fljótshlíðarhreppi. Tveir fórum við þó beint á ákvörðunar- stað til að undirbúa komu þeirra göngumóðu. Er við komum í Koð- anshelli í Vatnsdal var sett upp eld- stæði og ábreiður lagðar á gólf hellisins. Meðferðis höfðum við limafagurt lamb svo og nokkur við- bótarlæri er urðu indælis kvöldmált- íð. Þegar göngufólkið kom til hellis- ins var farið að rökkva og byijuð slydduél þó sumir vildu ganga meira. Þessir vösku karlar og konur gengur á hið tigna og fræga fjall Þríhyrning sem þekkt er úr Njáls- sögu. Myrkt var orðið er þríhyrning- ar sneru aftur og var þá gott að koma í hellisskjólið þar sem birta Fljótshlíðingar hafa ræktað þar. Var farið að hvessa og við héldum að síðasta áfanga ferðarinnar, manngerðum helli að Þórunúpi, rúnum ristur og þakinn veggjakroti ýmissa tíma. Var þetta forvitnileg og hressandi ganga í snjófjúkinu. Þar sem við heyrðum illspár í út- varpi um veður og færð var ákveð- ið að Tialda síðan til Reykjavíkur. Hálka var á veginum og skafrenn- ingur á Hellisheiði en það er engum rétt og vel búnum bíl og ferðalöng- um annað en gaman. Komum við svo glöð og létt til Reykjavíkur í rökkurbyijun og getum varla beðið eftir næstu ævintýraferð. Björn Finnsson. Höfundur er farastjóri hjá Útivist • •• og var þá gott að koma í hellisskjólið þar sem birta og ylur biðu þeirra ásamt ilmandi og vel steiktu lambakjöti, græn- meti og kartöflum. Saga í deiglu á viðráðanlegu verði ÞVÍ ER spáð að á árinu 1992 verði stórmikil aukning á ferðalögum Bandaríkjamanna til Evrópu; þeir vilji sjá söguna gerast þegar verið sé að bræða Evrópu saman í eina heild. Ferðaskrifstofur í Banda- ríkjunum búa sig í óða önn undir að bjóða viðráðanlegt verð þar sem bandarískir ferðamenn hafi á síðari árum gerst æ meðvitaðri um vöru- og þjónustuverð og láti ekki lengur bjóða sér hvað sem er. Það er Ferðamálaráð Evrópu sem hefur aðsetur í París sem hefur komist að þessari niðurstöðu og dreg- ur þá ályktun af umræðum á því sem fram kom í máli ferðamálafrömuða frá Bandaríkjunum og Evrópu sem komu saman í New York í sl. mánuði. Þó svo að á síðasta ári hafi dregið úr ferðum Bandaríkjamanna til útlanda sem svar- ar allt að 20 prósentum - einkum vegna Flóastríðsins — eru allar spár á þá lund að þarna verði stórbreyting á. Ekki síst vegna þess að Bandaríkja- menn álíta að í Evrópulöndum fái þeir það fyrir sinn snúð sem þeir sækjast eftir og einnig ræður það tölu- verðu að hollustuhættir og hreinlæti í Evrópuríkjum eru víðast hvar til sóma. Bandaríkjamenn flykkjast tll Evrnpu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.