Morgunblaðið - 13.12.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1991
D 11
I
Hver sem er má ekki
gera vió skemmda bíla
- segir Sævar Pétursson bifvélavirki
MARGIR bifvélavirkjar og bílasmiðir eru ósáttir við það fyrir-
komulag sem viðhaft er hér á landi við sölu á tjónabílum hjá
tryggingafélögunum. Þeir telja að margir bílar sem þar eru seld-
ir séu beinlínis hættulegir í umferðinni vegna þess að ófaglærðir
menn kaupi þá og geri við. Sem dæmi nefna þeir að bílar sem
skemmast séu hafðir á númerum og megi strangt til tekið vera
í umferðinni. Telja þeir eðlilegt að númerin séu klippt af bilum
á slysstað.
££ Það þarf að kynna betur fyr-
ir fólki allar greiðslur frá
O tryggingafélögunum vegna
Om tjóna. I mörgum tilfellum
fær fólk greitt fyrir tjónið
■3 sem það verður fyrir án
0Í virðisaukaskatts (VSK) á þá
0 vinnu sem þarf til að bíllinn
verði eins og hann var fyrir
óhappið. Stundum fær fólk
greiddan VSK af þeim vara-
■0 hlutum sem það þarf að
kaupa, en ekki alltaf,“ segir Sæv-
ar Pétursson einn íjölmargra bif-
vélavirkja sem eru óánægðir með
hvernig málum er háttað.
Sævar bendir á að þegar menn
komi með skemmda bíla til trygg-
ingafélags þá sé viðkomandi oft
sagt að fara og láta gera við bíl-
inn án þess að taka fram að trygg-
ingafélagið verður að fá tjóna-
skýrsluna í hendur áður en þeir
greiða fyrir tjónið. „Þeir sem
lenda í tjóni fara oftast fram á
að fá samkomulagsbætur. Ef eig-
andinn gerði það ekki en léti
tryggingafélagið sjá um að gera
við bílinn þá ætti viðkomandi að
fá greidda dagpeninga eða bíla-
leigubíl á meðan gert er við bíl-
inn. Ef fólk tekur samkomulags-
bótunum fær það þetta ekki og
þarf að auki að greiða virðisauka-
skattinn af vinnunni sjálft, ef það
fer með bílinn á viðurkennt verk-
stæði. Um 17% af munatjónum
eru samkomulagsbætur sem skila
sér ekki inn á verkstæðin.
Það fer allt of mikill hluti tjóna-
bíla til svokallaðra „bílskúrskalla"
sem gera misvel við og oftast fer
þetta framhjá kerfinu og enginn
virðisaukaskattur greiddur. Stór
hluti bíla sem þannig er gert við
eru beinlínis hættulegir í umferð-
inni. Þessir menn hafa fæstir réttu
tækin til að gera við mikið
skemmda bíla, t.d. hjólabúnað og
grind og sumir þeirra eru ekki
með menntun til að gera við bíla.
Ef grind skekkist þarf að gera
við hana í réttingabekk. Það er
liðin tíð að hægt sé að nota sleggj-
una til að rétta bíla.
Vandamálið er að tjónabílar
sem seldir eru á uppboðum trygg-
ingafélaganna eru seldir á allt of
háu verði. Menn gera síðan við
þá og selja án þess að greiddur
sé virðisaukaskattur og engar
kvittanir eru notaðar. Bíllinn er
síðan seldur án þess að kaupand-
inn viti að um tjónabíl er að ræða.
Það væri ráð að tjónabíla mættu
þeir aðeins kaupa sem hafa virðis-
aukaskattsnúmer því það tryggir
að réttir aðilar geri við þá, menn
sem eiga að vera ábyrgir gerða
sinna. Fólk á að geta komið til
okkar öruggt um að bíllinn verður
jafn góður og hann var,“ segir
Sævar.
Hann segir að eins og málum
Morgunblaoio/Arni bæberg
Númerin voru ekki klippt af þessum bíl eftir árekstur. Sævar Pétursson kannar skemmdirnar.
sé nú háttað eigi maður frá Bif-
reiðaskoðun að koma og skoða
þá bíla sem seldir eru á uppboðum
tryggingafélaganna. Hann segir
talsverðan misbrest vera á við
afskráningu tjónabíla sem boðnir
eru upp. Ef um einkatjón sé að
ræða geti eigandinn farið með
bílinn hvert sem er og látið tjasla
honum saman.
„Til að koma í veg fyrir að
skemmdir bílar séu uppgerðir af
mönnum sem ekki kunna til verka
væri mjög æskilegt að lögreglan
kæmi inn í myndina með því að
klippa númerin af bílum á slys-
stað. Þetta á sérstaklega við um
bíla þar-sem hjólabúnaðurinn og
öryggistæki skemmast. Það nær
auðvitað ekki nokkurri átt að bílar
sem eru vart ökufærir séu á núm-
erum. Strangt til tekið má nota
þá þó svo þeir séu hættulegir,“
segir Sævar.
Hann bendir á ' að það fylgi
mikil ábyrgð og kostnaður að reka
bílaverkstæði. „Við þurfum að
fylgja öllum öryggiskröfum. Loft-
ræstikerfi þarf að vera í lagi og
annað og ef það er ekki í lagi er
verkstæðinu lokað. Húsnæðið sem
við þurfum að nota er dýrt og við
þurfum að láta eyða öllum eitur-
efnum og flokka allan úrgang frá
verkstæðunum. Þeir sem eru með
svona atvinnurekstur í bílskúrn-
um hjá sér geta hent öllu í næstu
ruslatunnu," segir hann.
Volvo í Guinnes
Hngsmunir neyt-
endn og bílnum-
boðonnn geto for-
ið snmon
bílum e.t.v. hærra en það þyrfti að
vera vegna ýmissa óvissuþátta sem
beinlínis má rekja til núverandi
kerfís. Það er hagur allra að verð
á bílum lækki og það ætti að geta
orðið með tímanum ef breyting
verður á skráningarkerfinu.
Til gamans má geta þess að þeg-
ar notaðir bílar eru fluttir til lands-
ins er árgerðin skráð og síðan hvaða
dag bíllinn fer á götuna hér á landi,
ekki hvenær hann var fyrst tekinn
í notkun. Væri ekki réttara gagn-
vart neytendum að skrá hvenær
bíllinn fór fyrst á götuna erlendis?
■
Skúli Unnar Sveinsson
„VIÐ teljum að eðlileg viðmiðun sé
fyrsti skráningardagur bílsins. Það
hefur verið rætt hvort bæta ætti
árgerðinni við en framleiðsluárið er
erfitt hugtak og það er á skjön við
það kerfi sem tíðkast í löndunum í
kringum okkur,“ segir Jónas Þór
Steinarsson framkvæmdastjóri Bíl-
greinasambands íslands.
„Fyrst ekki er vilji fyrir því að
hafa bara fyrsta skráningardag bíls-
ins þá er illskárra að hafa árgerðina
líka, en um þetta eru reyndar skiptar
skoðanir. Það eru stjórnvöld sem
ákveða hveiju sinni hvernig bílar eru
skráðir og það hefur verið rokkandi
undanfarin ár.
Það er liðin tíð að bílar standi tím-
unum saman á hafnarbakkanum eða
hjá verksmiðjunum úti. Meginreglan
ætti því að vera að skrá fyrsta skrán-
ingardag því algengast er að bílar
séu seldir fljótlega eftir að þeir koma
til landsins, annað heyrir til undan-
tekninga," sagði Jónas Þór. ■
HFIB
„VIÐ höfum alltaf sett okkur upp á
móti því að nota aðeins fyrsta skrán-
ingardag bílsins vegna þess að þá.
gæti bíll staðið mjög lengi, hér eða
erlendis. Slíkan bíl teljrpn við ekki
sömu vöru og bíl sem kemur svo til
beint úr verksmiðjunum," sagði Run-
ólfur Ólafsson framkvæmdastjóri
Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
„Egtel það mikinn galla að hafa
aðeins framleiðsluár bílsins í skrán-
ingarskírteininu vegna þess að það
er svo langur tími sem það spannar.
Fram hefur komið tillaga um að skrá
framleiðsluár og mánuð þannig að
bíll værit.d. skráður 11/91.
Eg vil taka það fram að það er
mjög gott að eiga við umboðin og
þau vilja hafa allt eins og það á að
vera, en það eru fleiri en þau sem
flytja inn bíla,“ sagði Runólfur. ■
g Dómsmálaráduneyti
„FYRSTI skráningardagur hér á
landi og framleiðsluár bílsins er skráð
í skráningarskírteinið og ég á ekki
von á að miklar breytingar verði
gerðar á því á næstunni," segir Guðni
Karlsson í dómsmálaráðuneytinu.
„Hugmyndin er að Bifreiðaskoðun
skrái einnig árgerð bílsins ef bíla-
umboðin gefa hana upp, og það
gæti orðið um eða uppúr áramótun-
um. Annars eru allir þessir hlutir í
stöðugri endurskoðun.
Varðandi væntanlegan sameigin-
legan evrópskan markað þá sé ég
ekkert sem segir að við þurfum að
breyta okkar skráningu. Það virðist
ekki vera um nein stöðluð skráning-
arskírteini að ræða, en alltaf verða
einhveijar lágmarksupplýsingar að
koma fram,“ sagði Guðni.
Síðla síðasta sumars hafði Volvo
245 GLD árgerð 1979 sem skráður
er í Finnlandi verið ekið 1.906.879
km og komst hann þar með í meta-
bók Guinnes. Hlaut hann titilinn
endingarbesti bíllinn. Eigandinn hef-
ur ekki enn gefist upp við aksturinn
því hann stefnir að því að ná tveggja
milljón kílómetra markinu.
Volvo 245 bíllinn hefur skráning-
armerkið ALU-599 og er í eigu Ant-
ero Mákinen og er honum ekið dag-
lega milli Uleá og Kuusamo í norður-
hluta Finnlands. Ferðirnar hófust í
maí 1979 og er hringurinn 500 km.
Flytur bíllinn dagblöð og annan varn-
ing, stundum með aftanívagni. Bíll-
inn ekur nú með þriðju vélina. Önnur
vélin dugði í rúma milljón km án
viðgerða en þá gafst hún algjörlega
upp. Gírkassinn hefur ekki verið opn-
aður en bíllinn hefur annars fengið
tilskilið viðhald eftir kröfum Volvo
og aðeins hafa verið notaðir vara-
hlutir frá verksmiðjunum. Bíllinn
hefur ekki lent í árekstrum en einu
sinni rekist á hreindýr.
Lögguhjól
LÖGREGLAN í Gautaborg í Svíþjóð
ferðast talsvert um á 18 gíra fjalla-
reiðhjólum með ágætum árangri, að
eigin sögn. í mikilli umferð ætti lög-
reglunni ekki að verða skotaskuld
úr því að skjótast á milli bíla á sínu
ijallahjóli. Lögreglan er auðvitað með
hjálma á höfði þegar þeir eru í efti-
litsferðum enda ber þeim að vera til
fyrirmyndar. g
Því má að lokum bæta hér við að
vilji einhver reyna að hnekkja þessu
meti verður að skipuleggja aksturinn
vel og nýta tímann. Sé ekið 20.000
km að meðaltali á ári tæki það 100
ár að ná tveimur milljónum km. Ef
aka ætti 1.000 km á dag þyrfti alls
að veija 5,5 árum við stýrið!
Nýr rafbíll
NISSAN hefur þróað rafbíl sem
getur ekið 160 km á um 70 km
meðalhraða og þarf aðeins 6 mínútur
til að ná 40% endurhleðslu. Þetta er
mögulegt með nýjum efnum í raf-
geymum bílsins og staðhæfa tækni-
menn Nissan að þessi árangur í
hleðslu sé sex sinnum fljótari en fyrri
bílar hafa náð.
Nissan FEV, sem er skammstöfun
,á framtíðarrafbílnum, hefur sæti fyr-
ir tvo fullorðna og tvö börn í aftur-
sæti. Hann á að geta náð 130 km
hámarkshraða og ekið 250 km í senn
miðað við jafnan 40 km hraða eða
160 km vegalengd á 72 km meðal-
hraða. Bíllinn vegur 900 kg, er
byggður úr áli og plasti að mestu
og hann er framdrifínn. Hann er
búinn öryggisbeltum og loftpúða til
, að draga úr meiðslum við árekstur.
Hann er 3,99 m langur, 1,69 m breið-
ur og 1,29 m hár. Eitt af því sem
forráðamenn Nissan segja að þurfi
að byggja upp áður en rafbílar verða
algengir eru þægilegar hleðslustöðv-
ar, sem þyrftu að verða álíka út-
breiddar og bensínstöðvar eru í dag.