Morgunblaðið - 14.01.1992, Page 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1992
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Leikmenn
Leeds
frábærir
- sagði Trevor Francis stjóri Sheffieid
Wednesday, eftir að Leeds tók menn
hans í kennslustund
EINVIGI Leeds og Manchester United um enska meistaratitilinn
í knattspyrnu heldur áfram. Bæði unnu um helgina og staðan
er því sú sama og fyrir helgi. United vann Everton á heimavelli
á laugardag en Leeds burstaði Sheffield Wednesday í stór-
skemmtilegum leik á Hillsborough í Sheffield á sunnudag. Li-
verpool er komið f þriðja sætið, skríður hægt og bftandi upp
töfluna eftir afleita byrjun á keppnistímabilinu.
Leikmenn Leeds fóru á kostum
á Hillsborouh í Sheffield.
„Þetta var stórkostlegur dagur fyr-
ir okkar alla — það
FráBob getur allt gerst í
Hennessy keppninni meistara-
i Englandi titilinn," sagði Lee
og Reuter Chapman, sem gerði
þrennu fyrir Leeds.
Trevor Francis, stjóri Wednes-
day, sagði eftir leikinn: „Við höfum
náð frábærum árangri á heimavelli
í vetur en leikmenn Leeds voru stór-
kostlegir í dag. Við réðum ekkert
við þá.“
Howard Wilkinson, stjóri Leeds,
var bókaður fyrir mótmæli eftir að
dómarinn hafði gefið heimamönn-
um vítaspymu á silfurfati. „Ég vissi
að leikmenn mínir hefðu „karakter“
til að gera þetta. Við höfum lagt
svo mikið á okkur til að ná þangað
sem við erum, að toppsætið verður
ekki gefið eftir baráttulaust.“
Kantsjelskís nýtti færið
Úkraínski útheijinn Andrej
Kantsjelskís gerði eina mark leiks-
ins er Man. Utd. vann Everton.
Hann fékk sendingu inn fyrir vörn-
ina á 56. mín., lék laglega á Ne-
ville Southall og skoraði örugglega.
Rússinn hefur leikið mjög vel að
undanförnu og skoraði einnig í 3:1
sigrinum á Leeds í deildarbikar-
keppninni sl. miðvikudag. „Andy
hefur gert sex mörk fyrir okkur og
öll hafa þau verið mjög mikilvæg,“
sagði Alex Ferguson, stjóri United,
eftir leikinn.
46.600 áhorfendur voru á Old
Trafford, það lang mesta í Eng-
landi eins og alla jafna. United var
meira með boltann og sigurinn var
sanngjam en vörn Everton var þó
sterk og skot Kantsjelskís var hið
eina mark United átti á mark allan
leikinn. Everton fékk hins vegar
ákjósanleg færi. Danski landsliðs-
markvörðurinn Peter Schmeichel í
marki United varði frábærlega frá
Mark Ward og Cottee og Mo Jo-
hnston brást bogalistin í dauðafæri.
Neil Webb, miðvallarleikmaður
United, var valinn maður leiksins —
átti stórleik.
Tæpt hjá Liverpool
Sigur Liverpool gegn Luton var
naumur — Nicky Tanner kom Luton
yfir er hann gerði sjálfsmark í fyrri
hálfleik og það var ekki fyrr en á
síðustu fímm mínútunum að Li-
verpool skoraði tvívegis. Fyrst
Steve McManaman á 85. mín. og
Dean Saunders gerði sigurmarkið
á 90. mín.
Liverpool hefur ekki tapað leik í
deildinni síðan 2. nóvember. Liðið
hefur 41 stig eins og Man. City en
er með hagstæðara markahlutfall.
City gerði jafntefli, 1:1, gegn Cryst-
al Palace á útivelli. Keith Curly jafn-
aði úr víti um miðjan síðari hálfleik
eftir að Mark Bright hafði náð for-
ystu fyrir heimamenn. Framherjinn
Bright hefði ekki skorað í 18 leikj-
upi í röð.
Allen stal senunni
Clive Allen stal senunni á Stam-
ford Bridge í London þar sem
heimamenn í Chelsea unnu öruggan
sigur, 2:0, á Tottenham. Allen hef-
ur komið víða við — m.a. leikið með
Tottenham og hefur skorað mest
allra fyrir félagið á einu keppnis-
tímabili. Gerði hvorki fleiri né færri
en 49 mörk veturinn 1986-87. Allen
kom Chelsea á sporið á laugardag-
inn með glæsilegu mark í fyrri hálf-
ieik en Dennis Wise gulltryggði sig-
urinn seint í ieiknum, eftir laglegan
undirbúning Allens.
Allen hefur nú gert fimm mörk
í ijórum heimaleikjum síðan hann
kom til Chelsea frá Man. City, þar
sem hann fékk nánast ekkert að
spila.
Guðni Bergsson kom inn á sem
varamaður hjá Tottenham er lítið
var eftir af leiknum. Liðið hafði
ekki tapað í fjórum síðustu leikjum
fyrir viðureignina á laugardag.
Sóknarleikur þess var bitlaus í þetta
skipti, en hvorki Gary Lineker né
Gordon Durie með. Eru báðir
meiddir.
Það var líf í tuskunum í botn-
slagnum á The Dell í Southampton,
er heimamenn tóku á móti Sheffí-
eld United. Matthew Le Tissier kom
heimaliðinu yfír strax á þriðju mín.
en Mitch Ward jafnaði níu mín. síð-
ar. Þegar upp var staðið höfðu gest-
irnir gert fjögur mörk en heima-
menn tvö.
Það blés byrlega fyrir Don Howe
framan af fyrsta leiknum er hann
var í stjórasætinu hjá Coventry.
QPR kom í heimsókn, en hann var
einmitt rekinn frá því félagi í fyrra.
Coventry komst í 2:0 með mörkum
Kevins Gallacher og Roberts
Rosario, en Gary Penrice skoraði
tvisvar á síðusta stundarfjórðungn-
um og jafnaði.
Arsenal í vandræðum
Arsenal og Aston Villa gerðu
markalaust jafntefli á Highbury,
og Arsenal hefur aðeins unnið einn
af síðustu sex deildarleikjum. Stað-
an hjá félaginu er slæm, mikið um
meiðsli og George Graham, stjóri
liðsins, hafði aðeins 14 manna hóp
til að velja lið sitt úr. Framheijinn
Ian Wright og varnarmaðurinn
Andy Linigan voru báðir í banni.
Steve Bould og Svíinn Anders
Limpar eru meiddir. Þá má geta
að einn ungu mannanna hjá Arse-
nal, bakvörðurinn Craig McKernan,
hefur þurft að feta í fótspor Sigurð-
ar Jónssonar, og hætta í atvinnu-
mennsku vegna meiðsla.
■ Úrslit / B6
■ Staðan / B6
Lee Chapman, miðheiji Leeds, skoraði þrívegis hjá Chris Woods, enska landsliðsmarkverðinum hjá Sheffield Wednes-
day á sunnudaginn. Hér eru þeir í baráttu um knöttinn. Woods virðist hafa betur, en sá hlær best sem síðast hlær...
KNATTSPYRNA / EVROPA
AC Mílan á
beinni braut
Real Madríd sýndi gamla takta og
PSV taplaust í 20 leikjum í Hollandi
KEPPNIN í 1. deild á Ítalíu er
tæplega hálfnuð, en ítalskir
fjölmiðlar eru sannfærðir um að
AC Mílan fagni meistaratitlinum
t vor. Liðið vann 1:0 í Verona
um helgina og er með þriggja
stiga forystu á Juventus. Real
Madrfd er með fimm stiga for-
ystu á toppnum á Spáni og í
Hollandi hefur PSV leikið 20 leiki
í röð án taps.
Fabio Capello, þjálfari AC Mflan,
tók ekki undir þær raddir, sem
sögðu að heppni hefði ráðið úrslitum
í Verona. „Rossi, markvörður okkar,
fékk ekki skot á sig í leiknum og
ef eitthvað var vorum við nær því
að bæta við en þeir að jafna.“
Olæti brutust út á meðal áhorf-
enda eftir leikinn, þegar stuðnings-
menn Verona réðust að gestunum
og voru 11 manns handteknir, en
22 meiddust, þar af 15 lögreglumenn
og einn sjónvarpsfréttamaður.
Juventus, sem er í öðru sæti á
Ítalíu, náði aðeins 1:1 jafntefli gegn
Cagliari á útivelli. „Sú var tíðin, að
nóg var að sigra á heimavelli og
gera jafntefli á útivelli," sagði Gio-
vanni Trapattoni, þjálfari Juve, og
var allt annað en ánægður.
Hagi með draumamark
Rúmeninn Georghe Hagi gerði tvö
mörk fyrir Real Madríd í 5:2 sigri
gegn Osasuna og var fyrra markið
sannkallað draumamark. Hann var
rétt við miðlínu, sá að Santamaria,
markvörður Osasuna, var frekar
framarlega og lét vaða af um 44 m
færi — yfir markvörðinn og í netið.
„Ég er orðlaus,“ sagði Hagi. „Þetta
er besta mark mitt á ferlinum."
Antic, þjálfari Real, var ánægður
eftir slakt gengi að undanförnu. „Lið-
ið lék mjög vel og leikmennirnir voru
ákveðnir — létu mótheijana aldrei
komast í takt við leikinn."
Þijú efstu liðin í Hollandi sigruðu
öll sannfærandi. PSV hefur nú leikið
20 leiki í röð án taps, en liðið vann
Sparta 4:1 um helgina og gerði Bras-
ilíumaðurinn Romario tvö markanna.
Dennis Bergkamp gerði tvö mörk
fyrir Ajax í 4:1 sigri gegn Ma-
astricht og er markahæstur með 18
mörk.
FOLX
■ EVERTON keypti Gary Ablett,
varnarmann hjá Liverpool, á sunnu-
daginn fyrir 750.000 pund. Hann
er 26 ára, og annar leikmaðurinn
sem Graeme Souness selur erkiíj-
endunum í vetur — Peter Beardsley
fór í haust. Ablett hefur verið í átta
ár hjá Liverpool, gerði ijögurra ára
samning í sumar og hefur verið með
aðalliðinu 21 sinni í vetur.
■ BARRY Venison var á sömu
leið fyrr í vetur en ekkert varð úr.
Félögin höfðu samið um kaupverð,
en hann hætti við. Sagðist trúa því
að hann gæti komist aftur í liðið hjá
Liverpool.
■ PORT Vale, sem er í 2. deild,
er að reyna að fá írska landsliðs-
manninn Kevin Sheedy sem fékk
fijálsa sölu frá Everton.
■ DIEGO Maradona lék með
Parque Social í innanhúss meist-
aramótinu í Argentínu. Hann gerði
þijú mörk í úrslitaleiknum og leiddi
lið sitt til sigurs.
■ RINUS Michels hættir sem
landsliðsþjálfari HoIIands eftir Evr-
ópukeppnina í sumar.
■ DICK Advocaat, aðstoðarþjálf-
ari Michels, tekur væntanlega við
liðinu, sem er í riðli með Englandi,
Noregi, Póllandi, San Marinó og
Tyrklandi.
■ JOHAN Cruyff, þjálfari Barc-
elona á Spáni, hefur samþykkt að
taka síðan við hollenska landsliðinu
og stjórna því í úrslitakeppni HM
1994, ef liðið tryggir sér þar sæti.