Morgunblaðið - 14.01.1992, Page 3

Morgunblaðið - 14.01.1992, Page 3
B 3 MORGUNBLAÐIÐ IÞROI I IRpRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1992 SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM Wasmeier sterkur á svellinu Margirféllu illa í Kandahar-brunbrautinni . Reuter Patrick Holzer frá Italíu, sem er nú á öðru ári í heimsbikarkeppninni, vann fyrsta sigur sinn — vann keppni í risasvigi í Þýskalandi. Hér er hann á fullri ferð í brautinni á sunnudaginn. Slór helgi hjá Ginhter MARKUS Wasmeierfrá Þýska- landi kom, sá og sigraði íbruni karla í Garmish-Partenkirchen í Þýskalandi á laugardag. Hann hafði rásnúmer 38 og áttu því fáir von á því að hann blandaði sér ítoppbaráttuna. Brautin var mjög erfið og fóru margir keppendur út úr og þrír meidd- ust það illa að þeir missa af Ólympíuleikunum, þar á meðal Norðmaðurinn Atle Skárdal. Wasmeier, sem vann heims- meistaratitilinn í stórsvigi 1985, hafði á laugardag ekki unnið brunmót í fimm ár. „Það gefur sigr- inum enn meira gildi að vinna á heimavelli,“ sagði Wasmeier, sem var að hugsa um að hætta eftir síðasta keppnistímbil vegna lélegs árangurs. Kandahar brunbrautin var eins og svell yfir að líta og hættuleg keppendum og féllu þrír úr fyrsta ráshópi illa í brautinni. Það voru þeir Atle Skárdal, Noregi, Þjóðveij- inn Berni Huber og Rob Boyd frá Kanada. Meiðsli þeirra voru talin það sjæm að þeir myndu missa all- ir af Ólympíuleikunum í Albertville. Wasmeier, sem er 28 ára, fór brautina á 1:50.58 mín. og gerði sigurvonir Austurríkismannsins Patrick Ortleib, sem hafði rásnúmer eitt, að engu. Otlieb, sem hefur aldr- ei unnið heimsbikarmót, var 0,06 sek. á eftir Wasmeier. Þjóðveijinn Hansjörg Tauscher varð þriðji 1:51.35 mín. Skárdal ekki á ÓL vegna meiðsla Skárdal, sem var annar í þessari brunbraut í fyrra, datt á svellbungu neðarlega í brautinni og hentist langar leiðir og staðnæmdist loks meðal áhorfenda. Hann meiddist illa á vinstri fæti og hnéi. Hann fór flugleiðis heim til Noregs og var lagður inn á spítala í Osló þar sem hann gekkst undir aðgerð. Huber var fluttur á sjúkrahús með þyrlu eftir slæmt fall efst í TVÖ efstu lið 1. deiidar kvenna í handknattleik unnu örugga sigra á mótherjum sínum um helgina. Víkingar sigruðu ÍBK 28:20 og Stjarnan vann Gróttu 22:15. Framstúlkur mega hins vegar hrósa happi eftir viður- eign sína við KR sem þær unnu naumlega 15:14. Valur sigraði Ármann með tíu marka mun, 25:15 og FH-stúlkur burstuðu nágranna sína út Haukum 27:15. Viðureign Víkinga og ÍBK var mun jafnari og meira spennandi en lokatölurnar gefa til kynna. Fyrri hálfleikur var jafn á Hanna Katrín öllum tölum. Vík- Fnðriksen ingsliðið var yfírleitt skrifar fyrra til að skora, en ÍBK fylgdi fast á eft- ir og munaði þar mest um góðan leik hinnar ungversku Hajni Mezei. Víkingsstúlkur náðu góðum leikk- afla í upphafi ' íðari hálfleiks, náðu brautinni. Hann fékk mikið högg á bakið og meiddist á læri og ökkla. Mínútu áður datt Kanadamaðurinn, Boyd, á sama stað. Hann sleit lið- bönd í hægra hnéi og keppir að öllum líkindum ekki meira í vetur. Þetta var fyrsta keppni hans í nokkra mánuði eftir að hafa átt við meiðsli að stríða. Fyrsti sigur ítalans Italinn Patrick Holzer, sem er 21 árs, vann fyrsta heimsbikarsigur sinn á sunnudaginn er hann sigraði í risasvigi. Hann var þremur hundr- uðustu úr sekúndu á undan Paul Accola frá Sviss. Austurríkismaður- inn Peter Rzehak varð þriðji, 0,07 sek. á eftir Holzer, sem er á öðru ári í heimsbikarinum. Bianchi vann fyrsta sigur Frakka í sjö ár Frakkinn Patrice Bianchi, sem er frá skíðabænum Val d’Isere, vann fyrsta heimsbikarmótið er hann sló Hubert Strolz og Ólympíu- meistaranum Alberto Tomba við í svigi í Garmich-Partenkirchen í gær. Hann er fyrsti Frakkinn til að vinna svig síðan Didier Bouvet vann í Parpan í Sviss 1986. Bianchi var í öðru sæti á eftir Thomasi Stangassinger eftir fyrri ferð, en náði sér vel á strik í síðari ferðinni og náði besta samanlagða tímanum, 1:37.21 mín. Strolz varð annar á 1:37.67 og Tomba þriðji á 1:37.72 mín. Paul Accola, sem hafnaði í 8. sæti í sviginu og í níunda sæti í bruninu á laugardag, sigraði í alpat- víkeppninni og náði því að skjótast upp fyrir Alberto Tomba í heildar- stigakeppninni. Tomba keppir ekki í bruni og risasvigi, en sagði á sunnudaginn að hann yrði sjálfsagt að keppa í risasvigi til eiga mögu- leika gegn Accola. Marc Girardelli frá Lúxemborg, sem er í þriðja sæti í stigakeppninni, fór út úr brautinni í fyrri ferð í gær. ■ Úrslit / B7 fimm marka forskoti 18:13 og virtust hafa gert út um leikinn. Þá snerist leikurinn, ÍBK gerði 5 mörk á móti einu marki Víkinga og hleypti spennu í leikinn með því að minnka muninn í eitt mark, 19:18. Góður endasprett- ur Víkinga gerði hins vegar endan- lega út um leikinn og sigurinn var öruggur. Víkingsliðið var mjög jafnt í leikn- um eins og svo oft áður, en hjá ÍBK var Ólafía Bragadóttir best, átti mjög góðan leik á línunni og Hajni var atkvæðamikil í fyrri hálfleik. Reynslan gerði gæfumuninn Það má segja að reynsla Fram- stúlkna og reynsluleysi KR hafi gert gæfumuninn þegar Fram tryggði sér sigurinn með þremur mörkum í röð á síðustu þremur mínútunum. KR hafði þannig tveggja marka forystu rétt í lokin, en náði ekki að halda í hana og mátti þola eins marks tap í jöfnum SABINE Ginhterfrá Austurríki hafði ríka ástæðu til að fagna i' Schruns um helgina því hún vann sér inn 200 stig í heims- bikarinum. Hún sigraði í svigi og alpatvíkeppni á sunnudag og varð önnur á eftir þýsku stúlkunni Seizinger í bruni á laugardag. Ginther var 0,22 sek. á undan spænsku stúlkunni Fem- andez-Öchoa í sviginu á sunnudag. En það óvænta var að Annelise og spennandi leik. Fram hafði tveggja marka for- ystu í leikhléi, 9:7, en annars var leikurinn jafn á öllum tölum þar til KR náði forystunni undir lokin og missti hana síðan til Fram. Rutmeð 13 mörk Nágrannaslagurinn milli FH og Hauka endaði með stórsigri þeirra fyrrnefndu sem höfðu yfirhöndina alveg frá upphafi. Staðan í leikhléi var 14:7. Rut Baldursdóttir var mjög atkvæðamikil fyrir FH með 13 mörk og Jolia Klimavicena gerði 6, en Margrét Theódórsdóttir gerði bróðurpartinn af mörkum Hauka eða 9. Kaflaskipt hjá Val og Ármann Ármann hóf leikinn gegn Val af krafti og náði strax forystunni. Valsstúikum gekk illa að ná saman vörninni og um miðjan fyrri hálfleik hafði Ármann gert 11 mörk á móti 5 mörkum Vals. Valsstúlkur löguðu Coberger frá Nýja-Sjálandi varð þriðja og var þetta í fyrsta sinn sem skíðamaður frá þeirri þjóð kemst á verðlaunapall í heimsbikarnum. Coberger er 25 ára frá bænum Chrischurch, en hefur dvalið í Evr- ópu undanfarin ár og æft í St. Anton í Austurríki. Petra Kronberger, handhafi heimsbikarsins, náði sér ekki á strik og fór útúr í síðari umferð svigs- ins. Hún heldur þó enn forystunni í keppninni samanlagt með 419 stig og er 7 stigum á undan Katja Seiz- stöðuna aðeins síðustu mínútur hálfleiksins og var staðan í leikhléi 8:11. Fljótlega í síðari hálfleik jafnaði Valur og fram undir miðjan hálf- leikinn var jafnt á öllum tölum. Þá kom góður leikkafli hjá Valsstúlk- um sem gerðu endanlega út um leikinn með sterki vörn og hrað- aupphlaupum. Hanna Katrín Frið- riksen gerði sjö mörk fyrir Val og Berglind Ómarsdóttir 5, en Ellen Einarsdóttir var atkvæðamest hjá Ármanni með 6 mörk. Öruggt hjá Stjömunni íslandsmeistarar Stjörnunnar áttu ekki í erfiðleikum með að inn- byrða sigurinn vegna Gróttu. Liðið hafði fimm marka forystu í leikhléi og um miðjan síðari hálfleik var munurinn orðinn tíu mörk. Rétt undir lokin náðu Gróttustúlkur að klóra í bakkann og þegar upp var staðið var munurinn sjö mörk. inger, sem er aðeins 19 ára og sigr- aði í fyrsta sinn í bruni á sama stað á laugardaginn. Vreni Schneider, sem var einu stigi á eftir Kronberger í heildar- stigakeppninni fyrir helgina, keppti í bnminu á laugardag til að freista þess að vinna sér inn stig í alpatví- keppninni. Hún hafnaði í 32. sæti í bruninu, en keyrði síðan út úr brautinni í sviginu á sunnudag og fékk því ekkert stig þessa helgina. ■ Úrslit / B7 M RAUÐA Stjarnan frá Júgó- siavíu hefur áhuga á að leika „heimaleiki" sína í Evrópukeppninni á Ítalíu, segir í ítalska dagblaðinu Gazzetta Sportiva á sunnudaginn. Knattspymusamband Evrópu, UEFA, leyfir ekki að Evrópumeist- ararnir leiki í Belgrad vegna ástandsins í landinu. „Ef UEFA bannar okkur að spila í Belgrad höfum við mestan áhuga á að leika í Verona eða Bergamo," sagði talsmaður Rauðu Stjörnunnar við Gazzetta. Rauða Stjarnan á eftir að leika heimaleiki sína gegn Samp- dori og Panathinaikos og fara þeir fram í mars. Liðið hefur leikið „heimaleiki" sína í Ungverjalandi, en aðsókn hefur verið dræm og þess vegna á að flytja leikina til Italíu. H RODGER Davis, kylfingur frá Ástralíu, sigraði á opnu golfmóti í Sanctuary Cove í Ástralíu á sunnudaginn. Hann hafi fimm högga forskot fyrir síðasta daginn, en lék þá á 77 höggum og vann með tveggja högga mun. Gant Waite frá Nýja-Sjálandi varð ann- ar en hann lék á 70 höggum á sunnudaginn. Veður var ekki mjög hagstætt á sunnudaginn og fór vindhraðinn þá upp í 60 hnúta. ■ VICTOR Piturca var á laugar- daginn ráðinn þjálfari rúmenska knattspyrnuliðsins Steaua Búkar- est. Piturca, er 38 ára, og lék áður með Steaua. Hann tekur við af Emerich Jenei, sem hefur verið ráðinn þjálfari ungverska landsliðs- ins. KNATTSPYRNA / EM Talsmaður Knattspyrnusambands Júgóslavíu: Við verðum með Hátt settur forystumaður í júgóslavneska knattspymusambandsins sagði um helgina að Júgóslavar yrðu á meðal þátttakenda í úrsli- takeppni Evrópumóts landsliða í Svíþjóð í sumar, þó svo formaður UEFÁ, Svíinn Lennart Johansson teldi líkurnar á því hverfandi fyrir helgi, eins og fram kom í Morgunblaðinu. „Menn hafa verið að velta vöngum yfir því að Danir taki sæti okkar í keppninni, en það er fjarstæða," sagði Dusan Marovic í viðtali við fréttamann Reuters. „Við erum fullgildir meðlimir samkvæmt lögum UEFA. Júgóslavía er enn aðili að Sameinuðu Þjóðunum og Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, og tilraunir ýmissa til að þurrka okkur út af kortinu hafa ekkert að gera með knattspymuna.“ HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Öll úrslitin eftir bókinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.