Morgunblaðið - 14.01.1992, Qupperneq 8
KORFUBOLTI
p|SBRp$’v
í' s'fí'i•%w®WSfSSIIi*?í
iPRúmR
SKIÐI
79
svigmótið
til
- sagði Kristinn Björnsson sem varð í
3. sæti á alþjóðlegu stigamóti í Austurríki
KRISTINN Björnsson, skíða-
maður frá Ólafsfirði, varð í 3.
sæti á alþjóðlegu stigamóti í
svigi sem f ram fór í Flachau í
Austurrríki á sunnudag. Hann
hlaut 42,00 stig fyrir árangur
sinn. „Þetta er besta svigmótið
hjá mér til þessa. Æf ingarnar
í Noregi eru greinilega að skila
sér. Markmiðið hjá mér er að
komast undir 40 stig í svigi,“
sagði Kristinn Björnsson ísam-
tali við Morgunblaðið.
Kristinn náði fjórða besta tíman-
um í fyrri umferð, en í síðari
umferð gerði hann enn betur og var
með næst besta tímann. Hann fékk
tímann 1:34.39 mín. Sigurvegari
var góðkunningi íslendinga, Tékk-
inn Peter Jurko, sem keppti á Flug-
leiðamótinu hér á landi í fyrravet-
ur. Hann fékk tímann 1:31.69 mín.
Austurríkismaðurinn Thomas Lo-
edler varð annar á 1:34.39 mín.
Ömólfur Vadimarsson, Valdemar
Valdemarsson og Arnór Gunnars-
son voru úr leik.
Eins og áður segir hlaut Kristinn
42,00 FlS-stig og er það besti ár-
angur hans. Hann átti áður best
43,93 sig er hann náði fimmta
sæti á alþjóðlegu stigamóti í Trysel
í Noregi í byijun desember.
„Það hefur gengið vel hjá mér
og ég er bjartsýnn á framtíðina.
Þetta er búið að vera svolítið erfitt
þar sem við höfum tekið þátt í svo
mörgum mótum á skömmum tíma,“
sagði Kristinn.
Kristinn og Örnólfur kepptu í
svigi á Evrópubikarmóti í Austur-
ríki í gær. Kristinn varð í 64. sæti
eftir fyrri ferð, en Örnólfur í 70.
sæti. Þeir fengu ekki að fara síðari
umferðina þar sem aðeins 60 bestu
fá að fara síðari umferð. Keppendur
voru 110. „Við áttum báðir slakan
dag og náðum okkur ekki á strik
í þessu móti,“ sagði Kristinn.
Á sama tíma kepptu Amór Gunn-
arsson og Valdemar Valemarsson
í risasvigi í St. Lardrecht. Arnór
komst niður og var 10 sekúdnum
á eftir Helmut Maier, sem sigraði.
Valdemar varð úr leik.
Ásta í 7. sæti
Ásta Halldórsdóttir frá ísafirði
varð í 7. sæti í svigi á alþjóðlegu
stigamóti í St. Lardrecht í Áustur-
ríki á föstudag. Hún hlaut 50,23
FÍS-stig og er það besti árangur
hennar í vetur. Harpa Hauksdóttir
lauk ekki keppni. 80 keppendur
tóku þátt í mótinu.
Á laugardaginn kepptu þær í
stórsvigi á sama stað. Ásta hafnaði
í 31. sæti og hlaut 86 stig, en hún
hafði rásnúmer 63. Harpa í 67.
sæti og hlaut 123 stig. 90 keppend-
ur tóku þátt í mótinu.
íslenska karlaliðið keppir í stórs-
vigi í St. Lardrecht í dag og síðan
verður keppt í þremur mótum í
Cortina á Ítalíu í lok vikunnar.
Ásta og Harpa keppa í Frakklandi
í dag og á morgun.
Morgunblaðið/Bjarni
Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði hefur staðið sig vel í skíðabrekkum á
meginlandi Evrópu að undanförnu. Hann varð þriðji á alþjóðlegu móti í Austur-
ríki á sunnudag.
Bikarkeppni KKÍ:
Páll tryggði
KR sigur
KR, UMFN, ÍBK, Haukar, Þór
og Valur eru komin í 8-liða
úrslit bikarkeppni KKÍ.
Bikarmeistarar KR sluppu með
skrekkinn gegn Skallagrími í Borg-
arnesi í gærkvöldi og unnu 88:87.
Birgir Mikaelsson kom heimamönn-
um yfír, 87:86, þegar sex sekúndur
voru eftir, skoraði úr tveimur víta-
skotum og heimamenn fögnuðu
ákaft. En Páll Kolbeinsson, sem lék
meiddur, skoraði sigurkörfu KR á
síðustu sekúndu.
Birgir var stigahæstur hjá
Skallagrími með 28 stig, Maxím
Krupatsjev skoraði 23 og Hafsteinn
Þórisson 12. Jon Baer skoraði 26
stig fyrir KR, Guðni Guðnason 24,
Hermann Hauksson 14 og Ólafur
Gottskálksson 13.
Valur vann Tindastól að Hlíða-
renda, 75:71. Tindastóll hafði for-
ystu í leikhléi, 37:45. Þrátt fyrir
að Booker hvíldi tókst Val að jafna
um miðjan síðari hálfleik 54:54.
Síðan var allt í járnum þar til Valur
fékk sex stig úr einni sókn.
Stigahæstir í liði Vals voru Franc
Booker með 29 og Magnús Mattías-
son með 20 stig. Pétur Guðmunds-
son og Ivan Jónas gerðu 20 stig
hvor fyrir Tindastól.
Haukar unnu Snæfell 107:63 í
Hafnarfirði. Pétur Ingvarsson var
stigahæstur í liði Hauka með 17
stig, Bragi Magnússon og Jón Arn-
ar Ingvarsson komu næstir með 15.
stig. Hjörleifur Sigurþórsson var
stigahæstur gestanna með 18 stig,
Bárður Eyþórsson kom næstur með
14 stig.
Þórsarar unnu 1. deildar lið Hatt-
ar frá Egilsstöðum 78:93. Á föstu-
daginn burstaði Njarðvík ÍA á
Akranesi, 73:155, og ÍBK vann b-
lið UMFN með 112 stigum gegn 67.
KNATTSPYRNA / AFRIKUKEPPNI LANDSLIÐA
Meistaramir töpuðu
Alsír, sem á titil að veija í Afr-
íkukeppni landsliða í knatt-
spyrnu, tapaði óvænt 3:0 fyrir Fíla-
beinsströndinni í c-riðli keppninnar
í gær og Egyptaland mátti þola 1:0
tap fyrir Zambíu í d-riðli. Kamerún
og Nígería byijuðu hins vegar betur
á sunnudaginn — Kamerún vann
Marokkó 1:0 í b-riðli, en í a-riðli
fór Nígería með 2:1 sigur af hólmi
í Senegal.
Leikmenn Fílabeinsstrandarinn-
ar gerðu út um leikinn fyrir hlé og
gerðu þá tvö mörk. í stöðunni 1:0
var einum leikmanna Alsír vikið af
velli, en þrír leikmenn Fílabeins-
strandarinnar fengu að sjá gula
spjaldið.
Andre Kana-Biyik, sem leikur í
Frakklandi, tryggði Kamerún sigur
í Dakar með skalla af sex metra
færi eftir innkast um miðjan fyrri
hálfleik. Marokkó missti varnar-
manninn Fadel Jilal og Zaki Badou
markvörð meidda af velli í fyrri
hálfleik, en lét mótlætið ekki á sig
fá og barðist til síðustu mínútu.
Kamerún, sem hefur tvisvar sigrað
í keppninni, var langt frá sínu
besta, en mætir Zaire á fímmtudag.
Marokkó og Zaire leika á morgun.
Stephen Keshi, vamarmaður hjá
Strasborg í Frakklandi, gerði sigur-
mark Nígeríu á 89. mínútu. Samson
Siasia, leikmaður Lokeren í Belgíu,
gaf Nígeríu tóninn á 13. mínútu,
en Jules Bocande, sem leikur með
Lens í Frakklandi, jafnaði skömmu
fyrir hlé.
Sigur Nígeríu var sanngjarn og
liðið lék mjög vel, en leikurinn var
mun betri en opnunarleikur keppn-
innar. Kenya og Nígería leika í a-
riðli á morgun, en Senegal og Kenya
a'fímmtudag.
RUÐNINGUR / BANDARIKIN
Reuter
Cornelius Bennett, leikmaður Buffalo Bills reynir að stöðva John Elway (7), leikstjórnanda hjá Denver Broncos, í
viðureign liðanna í undanúrslitum um helgina.
GETRAUNIR: X 1 X X12 X 2 X 112
Buffalo og Wash
ington í úrslitin
BUFFALO Bills og Washington
Redskins, sem hafa verið lang-
bestu liðin í vetur, leika til úr-
slita í bandaríska fótboltanum
„Super Bowl“ í Minneapolis 26.
janúar. Það má því segja að
um draumaúrslitaleik verði að
ræða.
Buffalo vann Denver Broncos
10:7 í undanúrslitum á sunnu-
dag í leik hinna sterku varna. Buff-
alo komst í 10:0, en
Frá Gunnari undir lokin var mikil
Valgeirssyni spenna og má segja
íBandaríkjunum að Buffalo hafi
marið sigur. Þetta
er annað árið í röð sem Buffalo
leikur til úrslita, en í fyrra tapaði
liðið fyrir New York Giants, 22:21.
Washington Redskins vann auð-
veldan sigur á Detroit Lions, 41:10,
í hinum undanúrslitaleiknum.
Redskins hafði mikla yfirburði og
komst fljótlega í 10:0 og jók síðan
forystuna jafnt og þétt og það var
aldrei spurning hvar sigurinn lenti.
Úrslitaleikurinn fer fram í
Minneapolis í Minnesota eftir tvær
vikur. Liðin æfa heima þessa vik-
una, en fara síðan til Minnesota og
undirbúa sig síðustu vikuna. Leik-
urinn fer fram á íþróttahöll sem
tekur um 70 þúsund áhorfendur.
LOTTO: 5 20 27 34 35 (3)