Morgunblaðið - 17.01.1992, Page 2

Morgunblaðið - 17.01.1992, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992 Morgunblaðið/RAX Komið úr róðri Vinnudegi sjómanna er sjaldnast lokið þótt báturinn hafi lagst við bryggju. Á þessari mynd sjást Rúnar Benjamínsson og Þorgrímur Benjamínsson síðla kvölds um borð í skipi sínu Skálavík SH-208 í Olafsvíkur- höfn taka bjóðin í land eftir veiðiferð. Rætt við Norðmenn • • um sölu á ms. Oskju Sjö fundir með ríkisstarfsmönnum í næstu viku: Ekki verður um launa- hækkanir að ræða í ár - segir formaður Samninganefndar ríkisins SJÖ samningafundir hafa verið boðaðir með félögum opinberra starfsmanna og Samninganefnd ríkisins í næstu viku. Ágúst Ein- arsson, formaður Samninganefnd- ar ríkisins, segir að á þessum fundum verði þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið í des- ember. „Eg held það séu alltaf fleiri og fleiri að gera sér grein fyrir því að það verði ekki um kauphækkanir að ræða á þessu ári og gengið verði óbreytt. Miðað við það erum við að tala um 2,4% verðbólgu á árinu og með því móti höldum við atvinnu- leysi í algeru lágmarki og höldum kaupmáttarrýrnun í skefjum eins og nokkur kostur er miðað við aðstæð- ur. Þannig náum við einnig niður vöxtunum," sagði Ágúst ennfremur. Hann sagði að ef fallist yrði á ein- hveijar kaupbreytingar í ár þá héldi gengisstefnan ekki lengur. Afleiðing- in yrði aukin verðbólga og þar með minni kaupmáttur en ella, auk þess sem þá myndi ekki takast að ná nið- ur vöxtum. „Þetta er skynsamlegasta leiðin og mér fínnst fólkið í landinu alltaf að gera sér þetta ljóst betur og betur. Því miður getur þetta ekki verið ár kjarabóta. Menn verða að horfast í augu við staðreyndir, en það kemur ár eftir þetta ár,“ sagði Ágúst. Hann sagðist gera sér vonir um að gangur fari að komast á viðræður í átt til samninga, þrátt fyrir svolítið háttstemmdar yfírlýsingar ýmissa forsvarsmanna í þessum málum. „Það er eins og gengur þegar menn eru búa sig til viðræðna, en mér fínnst orðinn mun meiri skilningur á því meðal almenns fólks í þessu landi að sú leið sem við höfum verið að tala um frá upphafi veldur öllum minnstri röskun á þessu ári.“ -----♦ ♦ ♦----- Fimmtán tilboð í flug- sljórnar- miðstöð TILBOÐ hafa verið opnuð í byggingu flugstjórnarmiðstöðv- ar á Reykjavíkurflugvelli. Fimmtán tilboð bárust. Að sögn Péturs Einarssonar, flugmála- stjóra, er nú verið að fara yfir tilboðin. Hann segir að búast megi við ákvörðun um hvaða til- boði verði tekið fyrir lok þessa mánaðar. Búið er að steypa sökkla að bygg- ingunni og á að skila henni tilbú- inni undir tréverk í þessum áfanga. Kostnaðaráætlun er upp á um það bil 139,5 milljónir króna og skal verkinu vera lokið fyrir haustið. Samgöngnráðherra gagnrýndur harðlega á Alþingi SAMNINGAR Samskipa hf. og samgönguráðuneytis um ms. Esju liggja fyrir með fyrirvara um endanlegt samþykki ráðherra og stjórnar Samskipa, að sögn Ómars Jóhannssonar, framkvæmda- sljóra Samskipa. í gær var farið yfir tæknileg atriði samningsins í fjármálaráðuneytinu. Þá eru viðræður einnig í gangi við nor- skan aðila um kaup á ms. Oskju sem fara fram með milligöngu norks skipamiðlara, samkvæmt upplýsingum Benedikts Jóhann- essonar, stjórnarformanns Ríkisskipa, sem stýrir viðræðunum fyrir hönd ráðherra. Benedikt sagði að Samskip hefðu einnig sýnt áhuga á að kaupa aðrar eignir Ríkisskipa og ms. Hekla hefði verið nefnd en engar viðræður um slíkt hefðu Ríkið kærir verkfalls- boðun FÍN til Félagsdóms TÍMABUNDIN verkfallsboðun Félags íslenskra náttúrufræð- inga 11. febrúar næstkomandi verður kærð til Félagsdóms þegar hún kemur fram, að sögn Ágústs Einarssonar, formanns samninganefndar ríkisins. Ágúst sagði að ágreiningur væri milli félagsins og ríkisins um það hvort lög um samningsrétt opinberra starfsmanna heimiluðu tímabundin verkföll og því myndi ríkið vísa ágreiningnum til úr- skurðar Félagsdóms. „Okkur sýnist að það sé ekki heimilt að fara í tímabundin verk- föll og höfum látið Félag íslenskra náttúrufræðinga vita um þessa skoðun okkar. Það er óheppilegt að það ríki vafi um svona atriði og komi til verkfallsboðunar mun- um við skjóta henni til Félagsdóms eins og ráð er fyrir gert í lögum. Ég held það sé jafn mikilvægt fyrir báða aðila að vita hvar þeir standa,“ sagði Ágúst. Lög um samningsrétt opinberra starfsamanna sem færðu meðal annars samnings- og verkfallsrétt frá heildarsamtökunum til ein- stakra aðildarfélaga eru frá árinu 1986. hafist. Að sögn Ómars hafa óform- legar viðræður þegar hafist um hugsanlega leigu á ms. Heklu auk fleiri eigna. -Sagði hann að niður- staða þeirra kynni að liggja fyrir um helgina. Vildi hann ekki greina frá efni samningsins um ms. Esju. Strandferðaskipið Askja var sett á sölulista sl. haust og ákvað samgönguráðherra að leggja skip- inu um áramót. Stærstu eignir Ríkisskipa eru strandferðaskipin þijú og vöruskemma en aðrar eignir, svo sem gámar og lyftarar, verða væntanlega auglýstar til sölu fljótlega. Nú er verið að útbúa eignalista vegna væntanlegrar sölu. „Það hefur komið í ljós að það er mikill áhugi á öllum eignum og hefur mikið verið um fyrir- spurnir að undanförnu,“ sagði Benedikt. Samgönguráðherra var gagn- rýndur harðlega á Alþingi í gær fyrir að hafa ekki veitt þinginu upplýsingar um að samningum væri lokið þegar umræður fóru fram um málið á þingi á mánu- dag. Ráðherra sagðist hafa skýrt þinginu satt og rétt frá því hvern- ig málin stóðu. Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður og for- maður undirbúningsnefndar um stofnun hlutafélags um strand- ferðir, gagnrýndi samgönguráð- herra fyrir meðferð málsins og sagði þetta mál í heild sinni heldur dapurlegt. „Ég get naumast tekið þátt í umræðum við hæstvirtan ráðherra um þetta mál. Mér ofbýð- ur,“ sagði Eyjólfur. Sjá þingsíðu á bls. 24 Engin hrygningarloðna úti fyrir Norðurlandi BRÆLA var á loðnumiðunum fyrir Austurlandi í fyrrinótt og loðnan stóð djúpt og því veiddist lítið. Einhveijir bátar fengu smáslatta í fyrra- kvöld. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur ekki orðið vart við hrygningarloðnu fyrir Norðurlandi. Bjöm Ingimarsson skipveiji á Hilmi SU 171 sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þeir hefðu kastað á torfu sem stóð á 45-50 föðmum en lítið komið út úr því. Loðnan er á stóru svæði út af Aust- fjörðum og er allur loðnuflotinn þar, auk norskra loðnuskipa og margra skuttogara. Hilmir var um 50 mílur austur af Dalatanga þegar Morgun- blaðið ræddi við Bjarna um hádegis- bilið í gær og var þá komið ágætis veður sem Bjarni vonaði að héldist þannig að veiði glæddist með kvöld- inu. Rannsóknaskipið Bjami Sæ- mundsson hefur verið við loðnuleit fyrir Austur- og Norðurlandi frá því 5. janúar. Leiðangurinn hófst við sunnanverða Austfírði og síðan var farið norður með Austfjörðum og vestur með Norðurlandi. Fannst ný ganga af hrygningarloðnu út af Langanesi og Melrakkasléttu. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur um borð í Bjarna Sæmundssyni sagði að sú ganga væri mun minni en aðal- gangan sem nú gengur suður fyrir land. Hann sagði þó að hún væri það langt á eftir fýrri loðnugöngunni að hún kæmi sér vonandi vel, myndi teygja úr veiðitímabilinu þar sem hún hiygndi mun seinna. Bjarni Sæmundsson er nú úti fyr- ir Norðurlandi en þar hefur ekki orð- ið vart við hrygningarloðnu. Næstu daga leitar skipið vestur með Norður- landi og út af Vestfjörðum. Alþýðusamband íslands: Ríkið breyti ákvörðunum sínum um kj araskerðingri Getur ráðið úrslitum um hvort samningar nást, segir forseti ASÍ MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands hefur skrifað forsætisráð- herra bréf þar sem ítrekuð eru mótmæli samtakanna gegn „árásum ríkisstjórnarinnar á lífskjör launafólks". Jafnframt er áréttað að í þeim samningaviðræðum sem nú standa yfir verði knúið á um það að ríkissljórnin breyti ákvörðunum um hækkun þjónustugjalda, gjald- skrárhækkanir, skerðingu barnabóta og sjómannaafsláttar, sem hafi í för með sér rúmlega 2% skerðingu á ráðstöfunartekjum að meðal- tali. „Við erum þarna að árétta efni sem við höfum ítrekað komið á framfæri við ráðherra og þing- nefndir án teljanlegs árangurs," sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, við Morgunblaðið en hann átti fund um þetta mál með Davíð Odds- syni forsætisráðherra í gær. „Við töldum ástæðu til að árétta það sérstaklega núna að það sem þarna gerist mun kalla á viðbrögð okkar í tengslum við kjarasamninga. Þær viðræður eru nú á vettvangi félaga og sambanda en við gerum ráð fyr- ir að þegar kemur að því að tala um tryggingar og fleira þá muni verða einhveijar sameiginlegar við- ræður. Ég ítrekaði það við forsætis- ráðherra að það hvernig ríkisvaldið bregst við í þessu efni getur ráðið úrslitum um það hvort samningar takast eða ekki, og þá hvort þeir takast með friði eða hvort þar verða átök,“ sagði Ásmundur. í bréfi ASÍ til forsætisráðherra segir að hækkun þjónustugjalda, m.a. fyrir lyf og læknisþjónustu, raunhækkun skatta, skerðing barnabóta, sjómannaafsláttar og gjaldskrárhækkanir hafi í för með sér rúmlega 2% skerðingu á ráðstöf- unartekjum að meðaltali og kaup- máttarskerðing sé enn meiri hjá barnafjölskyldum og þeim sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Skattleysismörk séu nú rúm- lega 2.000 krónum lægri á mánuði en ætti að vera, miðað við lánskjara- vísitölu, og þá sé einnig stefnt að því að skerða ellilífeyri og fella burt ríkisábyrgð á lífeyrisréttindi við gjaldþrot. A sama tíma hafi rík- isstjórnin enn vikist undan því að skattleggja fjármagnstekjur. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.