Morgunblaðið - 17.01.1992, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992
9
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem
sýndu mér hlýhug og vináttu á sextugsafmœli
mínu.
Lifið heil.
Árný Friðriksdóttir.
ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA
Valborg, Laugavegi
Valborg, Borgarkringlunni
LAUSBLAÐA-
MÖPPUR
frá Múlalundi...
... þær duga sem besta bók.
é
Lán og saltsíld
Nokkur hvellur hefur orðið út af neitun
Landsbankans að lána Rússum 800 milljónir
króna til að greiða fyrir saltsíld frá íslandi.
Bankinn leitaði eftir áliti ríkisstjórnar og
Seðlabanka á þessum viðskiptum og til-
kynnti um neitunina að því fengnu. Þessari
niðurstöðu hefur verið mótmælt af hags-
munaaðilum og hafa þau fyrst og fremst
beinzt gegn ríkisstjórninni. DV og Alþýðu-
blaðið skrifuðu forystugreinar um málið í gær
og er vitnað til þeirra í Staksteinum í dag.
Furðuleg um-
ræða
DV skrifar forystu-
grein um saltsíldarmálið í
gær og segir m.a.:
„Furðuleg umræða lief-
ur sprottið upp vegna
hugsanlegra síldarkaupa
Rússa. Síldarútvegsnefnd
hefur farið fram á það við
Landsbankann að bankinn
láni síldarkaupendum í
Rússlandi fyrir kaupum á
300.000 tunnum af salt-
síld. Landsbankinn skrif-
aði ríkisstjóminni bréf og
leitaði álits hennar á þessu
erindi. Ríkisstjórnin gaf
bankanum einfalt svar
sem var efnislega á þá
leið að það væri bankans
að meta slík lánaviðskipti.
I framhaldi af þeim bréfa-
skiptum hefur Lands-
bankinn hafnað tillögu
Sfldarútvegsnefndar og
gerir það á þeirri for-
sendu að ríkisstjómin hafi
dregið úr honum lgark-
inn.
Þetta sérkennilega mál
hefur svo verið tekið upp
á alþingi þar sem einstak-
ir þingmenn gagnrýna
ríkisstjómina fyrir að
koma i veg fyrir síldarsölu
til Rússlands og nokkrir
þingmenn Framsóknar-
flokksins hafa beinlínis
lagt fram tiUögu um að
ríkisstjórninni verði heim-
ilt að ganga í ábyrgð fyrir
láni, allt að 300 milþ'ónir
króna, til að greiða fyrir
síldarviðskiptum við Rúss-
land.“
Annaðhvort
eða
Síðan segir DV :„Allt
er þetta dæmalaus mála-
tilbúnaður. Fyrir það
fyrsta getur það undir
engum kringumstæðum
verið hlutverk í-íkisstjóm-
arinnar að segja Lands-
bankanum fyrir verkum í
almennum Iánaviðskipt-
um. Annaðhvort veðjar
bankinn á sina viðskipta-
vini og þau viðskipti sem
þar um ræðir eða ekki.
Hafa ekki bankarnir sí-
fellt verið að leggja
áherslu á sjálfstæði sitt
og hafa ekki bankamir
einmitt verið gagnrýndir
fyrir ábyrgðarlausar lán-
veitingíu-, þar sem verið
er að gera greinarmun á
Jóni og séraJóni? Hvemig
fór fyrir Útvegsbankan-
um gamla og af hverju
er verið að tala um að
breyta ríkisbönkunum í
hlutafélög, nema til að
útrýma þeirri spillingu
sem felst í pólitiskum af-
skiptum af rekstri lána-
stofnana?"
Ríkiðalls
staðar
DV segir ennfremur: „í
öðm lagi er ósanngjamt
að keima ríkisstjórninni
um það að sfldarsalan geti
ekki farið fram til Rússa.
Ríkisstjómin gerði ekki
aimað en það sem henni
ber að gera, það er að
segja að vísa málinu til
afgreiðslu þeirra sem
hagsmuna hafa að gæta.
Ef íslendingar vilja koma
skikki á sín efnahagsmál
verða þeir að vegja sig af
þcim hugsunarhætti að
ríkisvaldið sé alls staðar
með puttana og safni öll-
um skuldum og skuldbmd-
inguni á bak við sig.
Skuldir þjóðarinnar, hall-
inn á fjárlögum og erfið-
leikar atvinnulífsins em
allt afleiðingar þess hugs-
unarháttar, að ríkið eigi
öllu að bjarga og geti sí-
fellt á sig blómum bætt.
Annað hvort er markaður
fyrir síldina eða það er
ekki markaður og annað
hvort em kaupendur
borgunarmenn og
ábyrgðarmenn fyrir
kaupum sínum eða ekki.
Islenska rfldsvaldið á ekki
og getur ekki selt síld til
útlanda eða lánað öðmnt
til að fá lán l\já okkur
með því að gangast í
ábyrgð fyrir greiðslu sem
kaupendur eiga að standa
skil á.
Ríkið á ekki að koma
nálægt þessu máli.“
Fleiri spreyti
sig
Loks segir DV: „Ef Sfld-
arútvcgsnefnd er svo mik-
ið í mun að selja Rússun-
um síldina af því nefndin
telur það vænleg viðskipti
þá er henni væntanlega í
lófa lagið að gangast sjálf
í ábyrgð og sildarútvegur-
imi tekur þá áhættuna
sjálfur. Það er engin frá-
gangssök, enda segjast
þeir hafa góða reynslu af
viðskiputm Rússa og
vissulega er þama stór
markaður og margt hægt
að gera amiað en að selja
allt eða ekkert. Em ekki
vömskipti möguleg? Get-
ur ekki Landsbankinn
gert einhveija greiðslu-
samninga í almennum
bankaviðskiptum við
Rússland? Er ekki kominn
tími lil að útflutnings-
verslunin leiti annarra
leiða og til annarra átta
um sölu á góðri síld?
Er ekki kominn tími til
að fleiri en Síldarútvegs-
nefnd fái að spreyta sig á
þessum viðskiptum?"
Má ég ekki
mamma...?
I fomstugrein Alþýðu-
blaðsins segir m.a.:
„Ef Landsbankinn væri
alvömviðskiptabanki
hefði bankastjórn bank-
ans afgreitt lánsumsókn
Rússa upp á eigin spýtur.
Bankastjómm hefði hug-
að að hagsmunuin sinum,
jafnvel sett skilyrði um
minni afhendingu síldar
og lægri lánveitingu, beð-
ið innlenda síldarsöluaðila
um tryggingar eða keypt
tryggingar á alþjóðlegum
tryggingamarkaði gegn
því að Rússlandsbanki
vanefndi skuldbmdingar
sínar. Ekkert af þessu
gerði bankastjóm Lands-
bankans. Þess í stað skrif-
aði baukastjómin bréf til
ríkisstj ó rnari i mar um af-
stöðu hennar til málsins:
„Má ég ekki mamma, ineð
í leikinn þramma?" Þessi
málsmeðferð bankasljórn-
ar Landsbankans sýnir í
hnotskura ósjálfstæði
bankans i veigameiri mál-
um sem hingað til hafa
verið afgreidd i flokka-
kerfhiu og skilaboðm send
til kommissaranna i
bankaráði eða bankastjó-
rastöðum Landsbankans.
Nú situr hins vegar ríkis-
stjórn við völd sem hefur
hug á að mhuika pólitísk
afskipti i bankakerfinu.
Þessi ríkisstjóm svaraði
pólitiska byltingarliðinu í
Landsbankanum, að þeir
yrðu að standa á eigin
fótum. Og þá meldaði
Landsbankinn pass og
benti á ríkisstjórnina sem
sökudólg sem vildi ekki
gefa sér línumar. Og
stjórnarandstaðan og þó
aðallega þingmenn ríkis-
forsjárflokkanna tóku
undir raunasöng komm-
issaranna í Landsbankan-
um. Enginn treysti sér í
skessuleik alþjóðlegra
lánaviðskipta án þess að
spyija mömmu.“
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
KRINGLUNNI
I
I