Morgunblaðið - 17.01.1992, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992
MINNINGAR
FRÁ ÍSLANDI
eftirEdith Schalech
Hansen
Fyrir 75 árum — 17. janúar
1917 — kom Edith Schalech til
Reykjavíkur frá Danmörku
ásamt foreldrum sínum og
systkinum. Hún var þá 12 ára,
en faðir hennar, Karl Scalech,
hafði verið ráðinn verkstjóri hjá
timburverzluninni Völundi árið
áður. Jörgen Hansen, sonur
Edith Schalech, hefur sent
Morgunblaðinu nokkra punkta
úr endurminningum móður
sinnar frá íslandsdvölinni .
I bréfi Jörgens Hansens segir
'meðal annars að eftir komuna
hingað veturinn 1917 hafi fjöl-
skyldan fyrst búið í nokkra daga
á gististað í Reykjavík, en síðan
flutt til Bessastaða og átt þar
heima í þijá mánuði. Eftir það
settist fjölskyldan að í íbúð í hús-
inu nr. 27 við Laugaveg. „Móðir
mín gekk í Landakotsskóla, þar
sem hún lærði meðal annars ís-
lenzku sem hún bæði les og talar
sæmilega enn í dag,“ segir Jörgen
Hansen. En í maí 1925 neyddist
Schalech-fjölskyldan til að halda
heim til Danmerkur. Móðirin,
Kristine Schalech, þjáðist af
sykursýki og þurfti að fara til
Danmerkur. Segir Jörgen Hansen
að amma hans hafi orðið fyrst til
þess á íslandi að fá insúlín, en
lyfið var þá nýkomið á markað og
hafði fyrst verið notað erlendis
þremur árum áður.
Þrátt fyrir insúlínið lézt Kristine
Schalech um borð í gamla Gull-
fossi á leiðinni til Danmerkur 25.
maí 1925.
En Edith Schalech segir svo frá:
Á Bessastöðum árið 1917
„Ég ætla fyrst að lýsa því hvað
mér fannst um íslendinga og land-
ið þeirra fagra — og finnst enn.
Islendingar eru mjög stolt og
greind þjóð. Þeir eru mjög málhag-
ir og þeir eru hreyknir af landi
sínu. Ég veit til dæmis um eldri
íslenzkar konur sem kunnu megnið
af íslendingasögunum.
Þegar við fluttum út til Bessa-
staða í janúar 1917 var þar varla
jafn vistlegt og í dag. Vanhirðan
var ótrúleg. Fjalir höfðu verið fest-
ar upp hér og þar til varnar kulda
og blæstri. Herbergin sem við
bjuggum í voru mjög stór og útilok-
að að halda þar hita.
Ferðin frá Reykjavík út til
Bessastaða var okkur öllum mjög
kuldaleg reynsla. Það var ótrúlega
kalt því mikið hafði snjóað og far-
ið var í opnum vagni.
En faðir okkar hefur trúlega
hugsað fyrir þessu, því þegar við
komum var tekið á móti okkur
með heitum mat. Því miður var
það lambasteik sem við kunnum
ekki að meta. Hana höfðum við
aldrei borðað heima í Danmörku.
Mánuðina sem við bjuggum á
Bessastöðum gengum við ekki í
skóla, ferðin inn til Reykjavíkur
var of löng.
Allt var ótrúlega frumstætt á
íslandi á þeim tíma. Stundum var
erfitt að búa á Bessastöðum. Vatn-
ið sem við notuðum þurftum við
að sækja í vatnsból, en þangað var
um tíu mínútna gangur. Við þurft-
um að draga það upp í fötu sem
hékk í kaðli.
Mjólkina sóttum við í gamlan
sveitabæ með torfþaki. Það tók
stundum upp undir klukkutíma að
sækja hana. Setustofan á bænum
var mjög frumstæð og sparlega
innréttuð. Það voru varla nokkur
húsgögn í stofunni. Ut við veggina
voru rúmin, og á milli þeirra stóð
langt borð. Þegar snætt var sátu
menn á rúmunum, stólar voru þar
engir.
A litlu borði úti í horni stóð prí-
mus. Þar fór matreiðslan fram auk
þess sem þar gátu menn hlýjað sér
örlítið.
Ég minnist dvalarinnar á Bessa-
stöðum með ánægju. Hún var köld
og stutt, en engu að síður indæl.
Til Reykjavíkur
Það var 1. maí 1917 sem við
fluttum inn til Reykjavíkur. Við
fengum íbúð á Laugavegi 27. Þar
hófst skólaganga mín, og ég fór í
Landakotsskólann, sem var mjög
strangur skóli.
Þó danskt uppeldi hafi mótað
bernsku mína og æsku gekk mér
vel að aðlagast náminu. Þar náði
ég meðal annars fullum tökum á
íslenzkunni, sem er erfitt mál.
Sumarið eftir ferminguna, sem
fram fór í Dómkirkjunni 13. maí
1920, vann ég um tíma við barna-
pössun. Seinna fékk ég vinnu á
netaverkstæði við netahnýtingu.
Þegar spænska veikin geisaði á
íslandi árið 1918 var ég í samtök-
um þar sem allir, stórir og smáir,
áttu að veita aðstoð. Heilu fjöl-
skyldurnar veiktust, og það var
mjög kalt þennan vetur man ég.
Ég var hjá dönskum hjónum sem
áttu bakarí. Fimm börn voru á
heimilinu, og öll voru með kíg-
Starfsfólk á netaverkstæðinu, Edith Schalech, er lengst til vinstri í fremstu röð. Elly systir hennar er
lengst til hægri í annarri röð.
Samtök
gagnrýnenda
Aðalfundur Samtaka listgagnrýnenda
verður haldinn miðvikudaginn
22. janúar kl. 21.00,
í Lækjarbrekku (uppi).
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosning nýrrar stjórnar.
Félagareru hvattirtil að mæta.
Stjórnin.
Sænsk kvik-
mynd fyrir
börn í Nor-
ræna húsinu
SÆNSKA kvikmyndin Húgó og
Jósefína, sem sérstaklega er
gerð fyrir börn ogd unglinga
verður ýnd í fundarsal Norræna
húsin á sunnudag, 19. janúar
klukkan 14.
Kvikmyndin er gerð eftir sögu
skáldkonunnar Marie Gripe og
leikstjóri er Kjell Grede. í aðalhlut-
verkum eru Marie Öhman, Fredrik
Becklén, Beppe Wolgers og Inga
Landgré.
Myndin er gerð æarið 1967 og
tekur sýningin hálfa aðra klukku-
stund.