Morgunblaðið - 17.01.1992, Side 13

Morgunblaðið - 17.01.1992, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992 13 Laugavegur 27, en þangað flutti Schalechfjölskyldan frá Bessastöð- um. Fjölskyldan bjó á fyrstu hæð til hægri í húsinu. Myndin var tekin um 1920. „Sumarið eftir ferm- ing’una, sem fram fór í Dómkirkjunni 13. maí 1920, vann ég um tíma við barnapössun. Seinna fékk ég vinnu á netaverkstæði við neta- hnýtingu.“ hósta. Foreldramir voru einnig veikir. Þau urðu því að loka bakarí- inu um tíma. Það gekk mikið á. Stundum vann ég í bakaríinu síðdegis eftir að hafa lokið störfum, og það leiddi eðlilega til þess að ég sofnaði fljótt þegar heim kom. Eg man að ég var einnig hrædd við að fara heim á kvöldin. Líkvagnarnir voru á ferð um strætin að sælq'a þá mörgu sem létust. Á vögnunum stóðu oft þrír til fjórir kassar, hver ofan á öðrum. Það voru ömurlegir mánuðir og allt fram til jóla. Jólin héldum við hátíðleg á dan- skan máta en fengum þó lamba- steik að borða. Á jóladag fórum við jafnan í kirkju til að hlusta á séra Bjarna Jónsson, sem hélt guðsþjónustu á dönsku og við nutum hennar. Á gamlarskvöld var einnig mikið um að vera. Komið var saman nið- ur við höfn til að syngja saman og hlusta á skipin þeyta flautur sínar. Þar fóru hátíðahöldin fram. Á nýársdag var svo synt í höfninni. Bolludagurinn er alveg sérstak- ur á íslandi. Við áttum frí í skólan- um og skemmtum okkur klædd allskonar grímubúningum. Svo kom sprengidagur og allir flýttu sér heim úr vinnunni til að borða saltkjöt og baunir. Á öskudeginum — eins og mið- vikudagurinn nefnist — sendu ást- fangin ungmenni hvert öðru fína öskupoka úr silki sem í var möl og aska. Þeir voru hrein listaverk og saumaðir í tilefni dagsins. Sjálf geymi ég tvo svona poka sem kærar minningar frá dvöl minni á því fallega Islandi. Það var alltaf viðburður hjá okk- ur þegar skip komu frá Danmörku. Þá mættum við öll niður við höfn til að taka á móti skipunum og fá fréttir frá gamla föðurlandinu. Og daginn eftir var farið í pósthúsið þar sem safnazt var saman til að sækja bréf og böggla. Þjóðhátíðardagurinn á íslandi var merkisdagur. Þá voru tónleikar og ræðuhöld. Og þá voru settar upp rólur og hringekja sem stóðu aðeins uppi þennan eina dag. Við höfðum einnig gaman af öllu íþróttafólkinu frá ýmsum lönd- um sem kom til að keppa við okk- ar eigið. Eg man greinilega eftir þjóðaríþróttinni, glímu. Mikill merkisviðburður meðan ég bjó þarna var konungsheim- sóknin árið 1921. Öll þjóðin var í hátíðarskapi meðan Kristján konungur tíundi, drottningin og prinsarnir voru þar í heimsókn. Það var ótrúlegt ævintýri að standa við Laugaveginn og sjá þau aka framhjá. Þau voru á leið til Þingvalla þar sem hátíðahöldin fóru fram. Við komum oft saman hjá Hjálp- ræðishemum. Þar hittum við vini okkar og skemmtum okkur með söng og tónlist. Eg lærði íslenzku og vildi gjarn- an hafa verið þarna áfram. En þegar móðir mín veiktist og læknir- inn mælti með því að hún yrði lögð inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaup- mannahöfn, yfirgáfum við þetta fagra land með söknuði í maí 1925. Á siglingunni til baka til Dan- merkur andaðist móðir mín 25. maí, þegar við sigldum framhjá norska skeijagarðinum. Eg var nú komin aftur til Dan- merkur, til Kolding, þar sem ég fæddist, og þar hef eg búið síðan ásamt sonum mínum fimm. Nú er ég að skrifa endurminn- ingar mínar þar sem aðal áherzlan er lögð á árin mín á íslandi. Samband ungra sjálfstæðismanna: Vonbrigði með afstöðu þing- flokks til frelsis í olíuverzlun „SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna lýsir yfir vonbrigðum með þau viðbrögð, sem hug- myndir um frjálsa verðlagningu á olíuvörum hafa fengið í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins, “ seg- ir í ályktun, sem stjórn SUS sam- þykkti 11. janúar sl. Er þar vísað til bréfs þingflokksins, þar sem segir að hann vilji „auka frjáls- ræði í verðlagningu og verðsam- keppni milli olíufélaganna, en þó þannig að hvert félag tryggi sambærilegum viðskiptamönn- um sömu lqör alls staðar á land- inu.“ „Með fijálsum innflutningi á olíu- vörum hillir loks undir raunverulega samkeppni á milli olíufélaganna og er það vonum seinna," segir í álykt- un SUS. „Það er fráleitt að þá skuli ríkisvaldið eiga að blanda sér í verð- Iagninguna hér innanlands með því að ákveðið sé í lögum að skylt sé að selja öllum olíuvörur á sama verði, hvar sem er á landinu. Gildir einu þótt menn hugsi sér að ríkið skilgreini eitthvað sem heiti „sam- bærilegir viðskiptamenn", enda er ríkið ekki þess umkomið að meta hvaða viðskiptamenn á markaðnum séu „sambærilegir". í þessu efni er aðeins ein fær leið og hún er sú að gefa verðlagn- ingu algerlega fijálsa. Hefur marg- sinnis verið bent á dæmi sem sýna að óvíst er að slíkt breyting Ieiði til mikils verðmunar á olíuvörum á milli landsvæða, en slíkur munur þarf þó ekki að vera óeðlilegur. Ftjáls samkeppni er bezta trygging- in fyrir hagstæðum kjörum.“ Krabbameinsfélag ís- lands arfleitt að íbúð NÝLEGA hlaut Krabbameinsfé- lag ísland íbúð að Háaleitisbraut 37 í arf úr dánarbúi Valgerðar Jónsdóttur, sem þar bjó. Valgerður Jóndóttir var fædd 7. febrúar 1910 og lést 15. ágúst 1991. Hún ánafnaði Krabbameins- félaginu íbúðina til minningar um foreldra sína, hjónin Ingibjörgu Sig- urðardóttur og Jón Magnússon. íbúðin var afhent félaginu nú í janúar af bróðursonum Valgerðar, þeim Magnúsi Sigurði og Jóni Ing- ólfi Magnússonum. í frétt frá Krabbameinsfélaginu segir að fé- lagið þakki þessa góðu gjöf, sem mun koma félaginu að miklum not- um. LAUGAVEGI 97, SÍMI 621655 « BÓKAMARKAÐUR ARNAR OG ÖRLYGS » BÓKAMARKAÐUR ARNAR OO ÖRLYGS « BÓKAMARKAÐUR ARNAR OG ÖRLYGS • BÓKAMARKAÐUR ARNAR OG ÖRLYGS BORAMABKABMt ARNARogÖRLYGS= 77. JANUAR TIL 7. FEBRUAR NÚ ÍR TÆKIFÆRID Tll ÞFSS AÐ UGCJA GRUNN AD GÓDU HCIMILISBÓKASAFNI. OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL. 9 -19 LAUGARDAGA KL. 10 -18 OQ SUNNUDAGA KL.11-16 ÖRN OG ® ÖRLYGUR SÍÐUMÚLA 11 SÍMI 684866 o > s > 70 * > o c 70 > 70 Z > 70 O o Os 70 5 o in 07 O■ 7! > 2 > JO * > <9 BOKAMARKAÐUR ARNAR OG ORLYGS « BOKAMARKAÐUR ARNAR OG ORLYGS • BOKAMARKAÐUR ARNAR OG ORLYGS « BOKAMARKAÐUR ARNAR OG ORLYGS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.