Morgunblaðið - 17.01.1992, Síða 14

Morgunblaðið - 17.01.1992, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992 Minning: * Asta Þorláksdóttir Fædd 2. mars 1909 Dáin 8. janúar 1992 Haustið 1957 þegar skólarnir tóku til starfa á ný tengdust tvær unglingsstúlkur órúfanlegum vina- böndum. Báðar voru þær ný aðflutt- ar og kvíðafullar að byija í nýjum skóla um haustið. Heimilin stóðu skammt frá hvort öðru. Nú er árið 1992 og ég hugsa til móður æskuvinkonu minnar, Ástu Þorláksdóttur, sem við kveðjum í dag. Minningarmyndir fljúga hjá. Heimilið á Hofsvallagötu 16 var gott heimili. Þar bjuggu foreldrar með einkadóttur sinni, Svölu. Miðpunktur og þungamiðja heim- ilsins var Ásta, húsmóðirin, vilja- sterk kona ásamt eiginmanni sín- um, Svavari Árnasyni, sjómanni. Ásta var mikil húsmóðir og bar heimilið þess glöggt vitni en oft reyndi á hagsýni hennar og fóru heimilisstörfin henni afar vel úr hendi. Aldrei heyrði ég hana kvarta, heldur bar hún höfuðið hátt eins og hefðarkonu sæmdi. Á þessum árum var ég daglegur gestur á heimilinu og naut um- hyggjusemi Ástu í hvívetna. Það er ljúft að hugsa til þessa tíma þegar lífíð blasir við tveim unglings- stúlkum og allt er svo skemmtilegt. En senn voru unglingsárin að baki. Dóttirin gifti sig og flutti í annað byggðarlag. Saknaði Ástaþess mik- ið að hafa ekki dóttur sína og bama- böm nær sér. í lífinu skiptast á skin og skúrir. Fyrsta barnabam Ástu dó nýfætt og þegar annað bamabam hennar var einnig tekið frá henni, litli sólargeislinn hún Ásta María, bugaðist Ásta og víst er um það að hún varð aldrei söm eftir. Ásta helgaði Svölu allt sitt líf. Bamabörnin Una og Erla Svava skipuðu þar stóran sess og litla langömmubamið, hún Svala Dís, var henni afar kær. Ásta átti við mikil veikindi að stríða á síðari ámm og dvaldist hún langdvölum á hjúkmnarheimilum. En meðan hún dvaldist heima þá annaðist Svavar hana af stakri prýði. Ásta eignaðist góða dóttur sem aldrei vék frá henni og með ein- stakri þolinmæði hugsaði hún um móður sína. í dag þakka ég Ástu fyrir hvað hún var mér alltaf góð. Spámaður- inn segir: „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og óíjötraður leitað á fund guðs síns.“ Eg trúi því að Ásta sé nú fijáls. Guð gefi Svavari þrek og styrk. Þér, Svala mín, og dætmm sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Miss- ir ykkar er óumræðanlega mikill, en minningarnar um góða móður og ömmu munu ylja ykkur alla ykkar ævidaga. Guðríður Helgadóttir. Sennilega er meirihluti elstu kyn- slóðar höfuðborgarbúa fæddur og uppalinn í hinum dreifðu byggðum landsins og aðfluttir til suðvestur- homsins. Þessi staðreynd, og þær ástæður sem að baki liggja, er líf- seig í umræðunni og í hana hafa margir rekið hornin. Sem betur fer er þessi staðreynd ekki alvond; það sem að baki liggur er oftast sjálfs- bjargarviðleitni og menntaþrá, sem verður að teljast af hinu góða. Framan af öldinni var því miður oftast ekki frá miklu að hverfa. Oft em æskustöðvamar ofarlega í huga fólks alla ævi, og því tamt að ræða um þær og samferðafólk sitt þar. Misjafnt er í hvaða ljósi fólk sér bemskuslóðimar, en flest- um em þær mjög kærar. Sem betur fer fá afkomendur og skyldfólk oft- ast að kynnast aðstæðum af eigin raun í heimsóknum og sumardvöl- um.En sé ekki svo fer ekki hjá því að viðhorf og skoðanir mótist af því sem maður heyrir við móðurkné í æsku. Við andlát og útför Ástu Þorláks- dóttur, móðursystur minnar, koma þessar alkunnu staðreyndir í hug- ann og ég reyni að sjá fyrir mér æsku þeirra systra á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu upp úr síð- ustu aldamótum. Þetta er þó ekki eins auðvelt og ætla mætti því aldr- ei hef ég komið þangað, og Iangt um liðið; nú fer að styttast í næstu aldamót og margt hefur breyst. Tvennt finnst mér þó einkenna við- horf systranna allra: Einstakur hlý- hugur og virðing fyrir sveitungum sínum og samferðamönnum fyrir norðan; fólkinu sem þar barðist harðri lífsbaráttu. Hins vegar lítil hrifning yfir ytri aðstæðum og kjör- um þessa sama fólks. Hvað hið fyrra varðar má segja að nokkur ástæða hafí verið til stolts; margir Húnvetningar höfðu á öndverðri öldinni náð miklum frama í Reykja- vík og á landsvísu. Þær voru af góðu og greindu fólki og vissu að þær máttu vera hreyknar af upp- runa sínum þrátt fyrir fátækt og skort. Hitt er víst að þau systkinin þurftu að leggja sitt af mörkum strax og kraftar leyfðu. Harka lífs- baráttunnar var meiri en góðu hófí gegndi og það hefur eflaust mótað samskipti manna. Hætt er við að þau hafi á stundum farið á mis við þá blíðu sem börnum er nauðsyn- leg. Oft mótast fólk af slíku í æsku, en sú varð ekki raunin með þann systkinahóp sem hér um ræðir. Þau voru öll blíðlynd að eðlisfari og hin hörðu kjör náðu ekki að breyta því. Það var miklu fremur þegar systumar eignuðust sín eigin börn að þær reyndu að láta þau njóta þeirrar blíðu og umhyggju sem þær fóru að einhveiju leyti á mis við í æsku. Ásta Þorláksdóttir var fædd 2. Þegar leiðir skiljast er margs að minnast. Gömul minningarbrot koma í hugann, sundurlausar myndir en safn ánægjulegra at- burða. ' I slíkum minningum standa sum- ar persónur okkur nær en aðrar og svo er einmitt um Sigurpál Jónsson. Margar af minningum frá æsku minni og unglingsárum tengjast Steinunni föðursystur og Palla. Léttleiki Palla orsakaði ósjálfrátt að hann varð miðpunktur alls þegar fjölskyldan hittist. Hápunkturinn voru jólaboðin en þar nutu pabbi, Palli og Steinunn sín best þegar þau stóðu fyrir leikjum og söng og sáu til þess að allir skemmtu sér sem best. Ég minnist ferðar norður í land með þeim. Þá var það nýlunda að grilla úti í náttúrunni og oftar en ekki var of hvasst til slíkrar iðju þar til komið var til Mývatns. Þá brá svo við að nú var of mikið logn. En Palli kunni ráð við því, grillið var rifíð á loft og hlaupið með það í hringi þar til næg glóð var komin. Þessi lausn var dæmigerð fyrir Palla. Ég minnist þess skjóls sem þau Palli og Steinunn veittu mér þegar ég missti pabba á unglingsaldri og þegar kom að því að ég gifti mig kom enginn annar til greina til þess að Jeiða mig upp að altarinu en Palli. I áranna rás urðu hin beinu tengsl stijálli en alltaf mætti manni blítt viðmót og faðmlag frá Palla þegar við hittumst. Nú er vík milli vina og því vil ég þakka hlýtt viðmót og stuðning á liðnu ári. Það var gott að vita af góðu og traustu fólki á Rauðalækn- um sem alltaf var hægt að leita til. Mínar bestu kveðjur til Steinunn- mars árið 1909 á Þóreyjarnúpi í Kirkjuhvammshreppi, V-Húna- vatnssýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Þorlákur Jónsson og Sæunn Kristmundsdóttir, bæði ættuð úr Húnaþingi, hann fæddur 1864 en hún 1877. Ásta var fjórða í röð sjö systkina. Elst var Ingibjörg, þá Jón- ína, næst Sigurbjörg, Ásta, Sigur- bjartur, Soffía og Kristín yngst. Nú er aðeins Soffía eftirlifandi af þessum stóra systkinahópi. En ekki naut fjölskyldan mikilla samvista á bernskuárum systkinanna. Þorlák- ur og Sæunn voru í húsmennsku á ýmsum bæjum á Vatnsnesi og þurftu oft að hafa vistaskipti. Ekki reyndist þeim unnt að sjá fyrir öll- um bömunum og hafa þau hjá sér. Þeim elstu var því komið í fóstur til vandalausra. Ekki hefur það ver- ið léttbært, en annarra kosta ekki völ. Ásta þurfti ung að hefja þátt- töku í lífsbaráttunni og skila sínu dagsverki. Ingibjörg systir hennar var alin upp á Böðvarshólum í Þver- árhreppi. Þegar uppeldisbróðir hennar, Páll Guðmundsson, hafði tekið við búi foreldra sinna á Böðv- arshólum fór Ásta þangað í vinnu- mennsku, þá um fermingu. Og þar var hún allt til þess að hún flutti til Reykjavíkur. Páll brá reyndar búi og flutti líka suður. Hann og hans mmæta kona, Anna Halldórs- dóttir, reyndust þeim systrum afar vel og entist sú vinátta alla ævi. Þau Páll og Ástar urðu reyndar nágrannar á Hofsvallagötu í Reykjavík löngu síðar. Eftir lát Þorláks flutti Sæunn móðir þeirra svo til Reykjavíkur. Systurnar eignuðust allar fjölskyld- ur nema Kristín, sem alla tíð bjó með móður sinni. Sigurbjartur bróð- ir þeirra varð eftir fyrir norðan, en flutti þó einnig til Reykjavíkur að lokinni starfsævi. Ásta flutti til Reykjavíkur 1928 og hennar fyrsta starf hér var hjá Jónasi Sveinssyni lækni, sem verið hafði héraðslæknir á Hvamms- tanga. Hún vann um tíma á Hótel íslandi, en lengst mun hún hafa unnið á sjúkrahúsi Hvítabandsins. Árið 1944 giftist hún Svavari Áma- syni sjómanni, sem í dag fýlgir ar, Vigga, Eybu og Nonna og fjöl- skyldna þeirra. Bibba. í dag kveðja ÍR-ingar fyrrverandi formann sinn, Sigurpál Jónsson, hinstu kveðju. Strax sem ungur drengur kynnt- ist Sigurpáll ÍR er hann stundaði fímleika hjá félaginu. Snemma á lífsferlinum hneigðist hugur hans þó til hins félagslega þáttar íþrótta- starfsins og honum hefír fljótlega skilist hin miklu sannindi er felast í orðum skáldsins Einars Benedikts- sonar: að maðurinn einn er ei nema hálfur með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Langt fram yfir miðjan aldur var Sigurpáll sístarfandi að ýmiss konar félagsmálum en aldrei varð ÍR út- undan. Árið 1941 er Sigurpáll kos- inn í stjórn félagsins og sat óslitið í stjórninni til ársins 1948 og sem formaður frá árinu 1945. Hann sat einnig í ýmsum nefndum og ráðum á vegum íþróttasamtakanna og naut alls staðar virðingar fyrir þekkingu sina á félagsmálum, sem og bókhaldi, sem hefir örugglega reynst notadijúgt fyrir íþróttasam- tökin. Á fjórða áratugnum var Sig- urpáll með fremstu knattspyrnu- mönnum landsins, en hann lék með Knattspymufélaginu Val. Sigurpáll var sæmdur æðsta heiðursmerki ÍR árið 1967. Steindór Björnsson frá Gröf starfaði mikið að félagsmálum ÍR og þeir Sigurpáll, þá sem ungur maður, hafa starfað mikið saman. Það var mikil gæfa fyrir Sigurpál að kynnast Steindóri, því líklegt er að þannig hafi hann kynnst eftirlif- Sigurpáll Jónsson aðalbókari - Minning henni til grafar eftir tæplega fimm- tíu ára kærleiksríka sambúð. Hann er rúmlega áttræður að aldri, en ber aldurinn vel. Svavar var eins og Ásta aðfluttur til Reykjavíkur, fæddur og uppalinn á Borgarfirði eystra, en hafði flutt til Reykjavíkur 1939. Svavar stundaði alla tíð sjó, mest á dagróðrabátum, en einnig á togurum. Fyrsta heimili Ástu og Svavars var á Grettisgötu 75 þar sem þau hófu búskap í skjóli sæmdarhjón- anna Ástu Sigurðardóttur og Krist- ins Guðnasonar bílakaupmanns, en þær nöfnur voru systradætur. Þau hjón áttu eftir að reynast mæðgun- um vel, því síðar dvöldu Sæunn og Kristín, yngsta dóttir hennar í húsi þeirra til æviloka. Ásta og Svavar fluttust á Frakkastíg 16, en lengst hefur heimili þeirra verið á Hofs- vallagötu 16, eða frá 1958 og allt til þessa dags. Húsrými var aldrei mikið á þessu heimili, en hjartarými því meira og þangað var gott að koma. Meðan þau voru enn á Grettisgöt- unni fæddist þeim dóttir. Ástríður Svala Svavarsdóttir heitir hún fullu nafni og var einkadóttir og auga- steinn foreldra sinna eins og nærri má geta. Ásta vakti yfir velferð hennar frá fyrstu stundu. Móður- hlutverkið var henni heilagt og þess nutu einnig börn Svölu þegar þau fæddust. Henni var líka ríkulega endurgoldið, því Svala hefur reynst henni frábær dóttir. Mikilvægi móð- urhlutverksins hlaut hún í erfðir því hún hefur starfað sem fóstra allan sinn starfsaldur. Hún er búsett í Njarðvík þar sem hún er forstöðu- kona barnaheimilis. Svala er gift Sigurði Vilhjálmssyni kafara og eiga þau tvær dætur, sem upp kom- ust, en misstu eina dóttur unga. Því miður entist Ástu frænku minni ekki heilsa alla ævi og hún átti við veikindi að stríða árum sam- an. En hún átti því láni að fagna að eiga fjölskyldu sem reyndi eins og kostur var að létta henni veikind- in. Svavar eiginmaður hennar, Svala og Sigurður, svo og dætur þeirra eiga miklar þakkir skildar fyrir þá umhyggju. Árið 1989 fór Ásta til dvalar á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Hún hafði þá notið umönnunar sinna nánustu heima á Hofsvallagötu lengur en hægt var með góðu móti að ætlast til. I Skjóli hlaut hún þá hjúkrun sem hún þurfti á að halda en gat þó verið heima dag og dag, og það gerði hún síðast á nýliðnum jólum. Hún undi vel hag sínum í Skjóli, og á starfsfólk þar þakkir skildar fyrir mikla umhyggju. __ Ég á góðar minningar um Ástu móðursystur mína. Hún var mér ávallt góð. Eins er með systur henn- ar allar. Eftir að þær fluttu til Reykjavíkur höfðu systumar mik- inn samgang og stuðning hver af annarri og sameiginlega studdu þær móður sína til hinstu stundar. Heimili þeirra voru eins og önnur heimili fyrir okkur börn þeirra, og góðar eru bernskuminningarnar. Fyrir þær þakka ég nú. Ég og Guðrún, kona mín, sendum Svav- ari, Svölu og fjölskyldu hennar inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ástu Þorláksdóttur. Hvíli hún í friði. Sverrir Sveinsson. andi eiginkonu sinni, Steinunni, en hún er dóttir Steindórs. Innan ÍR er starfandi formanna- félag ÍR sem eru nokkurskonar ráðgjafar starfandi formanna og stjóma á hveijum tíma. Fastir fund- ir em tveir á ári, en oftar ef þurfa þykir. Aldrei lét Sigurpáll sig vanta á þessa fundi, fýrr en kannski á allra síðustu árum og þá af heilsu- farsástæðum. Sá er þetta ritar fyr- ir hönd ÍR leitaði oft til Sigurpáls, en oftar en ekki hringdi hann til að spyija hvernig gengi, þau ár sem ég gegndi formennsku fyrir félagið. Sigurpáll gegndi formannsstörfum á miklum uppgangstímum í sögu félagsins. Þá vom fijálsíþróttamenn ÍR meðal þeirra bestu í Evrópu, t.a.m. Clausenbræður, Finnbjörn Þorvaldsson o.fl. o.fl. Þetta hafa verið annasamir tímar og enginn vafi að Sigurpáll hefir lagt sitt af mörkum í þeirri velgengni. Við ÍR- ingar söknum góðs félaga og ekki síst við í formannafélaginu, um leið og við sendum fjölskyldu hans og venzlafólki okkar dýpstu samúðar- kveðjur. íþróttafélag Reykjavíkur, Þórir Lárusson. Þegar kærir vinir hverfa frá manni er eins og kvarnist aðeins úr manni sjálfum og maður stendur skörðóttari eftir, skörðóttari og lífs- reyndari. Sigurpáll reyndist mér vel, hann var mér góður vinur og kannski var ég honum dálítið eins og fósturbam. Mér fannst hann vera einn af þessum „gömlu“. Ef mennimir eiga sér fleiri en eitt tilvemstig var hann áreiðanlega búinn að lifa þau nokk- uð mörg - þekkti margt og vissi margt. Á bak við prakkarahúmorinn leyndist flókinn fmmskógur af þekkingu og lífsreynslu - lífs- reynslu margra æviskeiða, að því er manni fannst. Menn sem bera með sér þvílíka lífsreynslu reynast yngra fólki oft mikil hvatning í líf- inu, þeir miðla með því að vera. í huganum geymi ég mynd sem líklega á eftir að tengjast minningu Sigurpáls öðm fremur. Hún er frá því hann einhveiju sinni fór með Vögguþuluna úr leikriti García Lorca, Blóðbrullaupi. Flutningurinn var ekki án áhrifa fyrir óharnaða menneskju, maðurinn dálítið nef- mæltur og þurfti ekki bókina: „Hér skal hjartaljúfur heyra um Stóra-Faxa, hestinn úti í ánni. Áin svöl og skyggð rennur gegnum gljúfur grænrökkvaða skóga, byltist undan brúnni barmafull af hryggð. Aldrei drenginn dreymir dul, sem áin geymir, hálf í undirheimum, hálf í mannabyggð. Sof þú, baldursbrá, því mannlaus bíður hestur úti í á. Blunda, rósin ijóð,.. Um leið og ég þakka honum sam- fylgdina votta ég aðstandendum mína dýpstu samúð. E.G.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.