Morgunblaðið - 17.01.1992, Síða 21

Morgunblaðið - 17.01.1992, Síða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992 pltrgmiiMiJÍíií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Ognvænleg út- breiðsla kjamavopna Utbreiðsla kjamorkuvopna og sala á þeirri þekkingu sem nauðsynleg er til að unnt sé að smíða slík vígtól hefur löngum verið ráðamönnum og hemaðar- sérfræðingum víða um heim mikið áhyggjuefni. Ekki síst hefur mönn- um orðið tíðrætt um þá hættu er skapast myndi, ef kjarnorkuvopn kæmust í hendur einræðisherra í þriðja heiminum og annarra öfga- manna, sem sumir hverjir hafa gerst sekir um ótrúlegustu grimmdarverk líkt og dæmin sanna. Nú liggur fyrir, að samn- ingar, sem gerðir hafa verið til að stemma stigu við útbreiðslu ger- eyðingarvopna og um eftirlit ríkis- stjóma víða um heim hafa ekki skilað þeim árangri, sem stefnt var að. Við þetta bætast síðan endalok sovéska heimsveldisins en á því svæði sem áður heyrði Sovétríkjun- um til er að fmna þúsundir kjarna- odda og kjarnorkuhleðslna auk þess sem gríðarlegur fjöldi fólks vann að smíði þessara vopna og kann nú að vera í atvinnuleit. Á undanfömum dögum hafa komið fram nýjar og válegar upp- Iýsingar um útbreiðslu kjarnorku- vopna í þriðja heiminum. Virtur bandarískur öldungadeildarþing- maður, Larry Pressler að nafni, fullyrðir, að Pakistanar ráði nú yfír þeirri þekkingu, sem nauðsyn- leg er til að setja saman kjamorku- sprengju. Þingmaðurinn hefur löngum haft miklar áhyggjur af kjarnorkuáætlun Pakistana og stóð ásamt fleirum fyrir því, að hemaðaraðstoð Bandaríkjamanna við Pakistan var hætt. Hafa sam- skipti þessara fyrrum bandamanna verið með stirðara móti að undan- fömu sökum þessa en Pakistanar fullyrða, að kjamorkuáætlanir þeirra séu einungis framkvæmdar í friðsamlegum tilgangi. Á Indlandi hafa sams konar rannsóknir farið fram en Indveijar kveðast raunar hafa lagt þær á hilluna. Áhyggjur þessar eru ekki síst komnar til sökum vaxandi áhrifa íslamskra bókstafstrúarmanna í þessum heimshluta. Fram hafa komið full- yrðingar um, að írakar hafi komið efnum til kjarnavopnaframleiðslu undan til Alsír þar sem öfgafullir fylgismenn spámannsins eru í mik- illi sókn. Þá hafa Norður-Kóreu- menn haldið uppi kjamorkuáætlun, sem þeir líkt og önnur verðandi kjamorkuveldi fullyrða, að sé ekki miðuð við þarfír hergagnaiðnaðar- ins. Vitað er að fleiri ríki vilja gjaman komast í hóp kjarnorku- velda. Komið hefur í ljós, að írakar voru mun lengra á veg komnir í kjarnorkuvopnaáætlun sinni en menn töldu. Upplýsingar frá þýsk- um stjórnvöldum um sölu þýskra og raunar fleiri fyrirtækja á bún- aði til Iraks gefa til kynna, að sér- fræðingar Saddams Husseins hafi verið mjög nærri því að geta sett saman frumstæða kjamorku- sprengju. Þá var unnið hörðum hönduin að því að þróa eldflauga- kerfí og miðunarbúnað til að unnt væri að beita þessum vopnum á ófriðartímum. Tæpu ári eftir að Persaflóastríðinu lauk með ósigri íraka hefur því enn ekki tekist að draga alla þætti kjamorkuvopna- áætlunar þeirra fram í dagsljósið. Sýnir það ljóslega hversu erfitt er að halda uppi fullnægjandi eftirliti á þessum vettvangi. Það flækir málið einnig, að margvíslegan bún- að, sem nauðsynlegur er við smíði gereyðingarvopna, má einnig nota í allt öðmm og friðsamari til- gangi. Það torveldar allt eftirlit með útflutningi iðnfyrirtækja á Vesturlöndum. Upplýsingarnar frá írak sýna svo ekki verður um villst, að áfram er nauðsynlegt að beita landið efnahagsþvingunum og að tryggja verður að Saddam Hussein og und- irsátar hans gefí fullnægjandi upp- lýsingar um vopnakerfí sem verið var að þróa í landinu áður en Pers- aflóastríðið skall á. Þær fréttir, sem borist hafa frá fyrram lýðveldum Sovétríkjanna gefa til kynna að umtalsverð hætta sé á því, að kjamorkuvopn verði seld eða komist í rangar hendur eftir öðrum leiðum. Þúsundir skammdrægra kjarnorkuvopna er að fínna í flestöllum fyrram lýð- veldum Sovétríkjanna. Áuk þeirrar hættu, sem stuldur eða sala þess- ara vopna hefði í för með sér, hafa rússneskir hershöfðingjar ásamt fleirum bent á þau óskaplegu um- hverfísáhrif, sem kjarnorku- sprenging gæti haft í för með sér. Ennfremur hefur verið bent á, að geymslustöðvar fyrir kjarnorku- vopn gætu orðið skotmörk hryðju- verkamanna. Raunsæir menn hafa löngum bent á þá staðreynd, að jafnvel þótt samið væri um algjöra útrým- ingu kjamorkuvopna væri þar með ekki unnt að koma í veg fyrir smíði slíkra vopna þar sem þekking sem þar býr að baki verður ekki upprætt. í Sovétríkjunum sálugu er talið, að allt að ein milljón manna hafi unnið að þróun og smíði gereyðingarvopna og eld- flaugakerfa með einum eða öðrum hætti. Veruleg hætta er á því, að sérfræðingar þessir gangi einræð- isstjómum í þriðja heiminum á hönd. Nú reynir á samstarfsvilja ráða- manna í evró-asíska samveldinu, sem leyst hefur Sovétríkin af hólmi, og stofnanir svo sem Al- þjóða kjamorkumálastofnunina, Sameinuðu þjóðirnar og Atlants- hafsbandalagið. Jafnframt þarf að herða reglur á Vesturlöndum um eftirlit til að tryggja, að búnaður sá sem nauðsynlegur er við þróun, smíði og framleiðslu gereyðingar- vopna verði ekki seldur úr landi. Reynslan sýnir, að vafasamt er að treysta á siðferðisþrek forráða- manna vestrænna iðnfyrirtækja og því þurfa samræmd viðmið og af- dráttarlaus refsiákvæði að Iiggja fyrir. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Saltsíldarsala til Rússlands: Bankí Rússa hefur ekki óskað eftir síldarláni SAMKVÆMT símbréfi sem Seðlabanka íslands barst í fyrrakvöld frá Utanríkisviðskiptabanka Rússlands (Rosvneshtorg-bank) er bankinn ekki reiðubúinn til þess að tala við fulltrúa íslenskra banka um lána- fyrirgreiðslu íslenskra banka vegna síldarviðskipta við Rússa. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins liggur ekkert fyrir um það hvort Utanríkisviðskiptabanki Rússlands sé reiðubúinn að þiggja lánaveit- ingar frá íslandi, þótt þær stæðu til boða. I ofangreindu símbréfí kemur fram að Utanríkisviðskiptabanki Rússlands sé ekki tilbúinn til þess að gera samning af þessu tagi, eða fara í neinar viðræður við Islend- inga vegna þess að hann hafí ekki verið beðinn um það af einum eða neinum: Hvorki af rússneska fyrir- tækinu sem ætlar að kaupa síldina né af því ráðuneyti sem skrifaði undir viðskiptasamninginn milli rík- isstjórnar Islands og lýðveldisins Rússlands 5. desember sl. Það var á liðnu hausti, á meðan Sovétríkin vora enn við lýði, að Einar Benediktsson, framkvæmda- stjóri Síldarútvegsnefndar, kom að máli við Sverri Hermannsson, bankastjóra Landsbankans, og greindi honum frá því að til þess að greiða fyrir síldarviðskiptum við Rússa þyrfti að útvega þeim lán. Sverrir mun hafa svarað á þann veg að hann hefði mikinn áhuga á að hægt yrði að koma þessum viðskipt- um á. Þann 5. desember síðastliðinn var svo undirritaður viðskiptasamning- ur íslands og Rússlands fyrir árið 1992 þar sem m.a. er kveðið á um kaup Rússa á 300 þúsund tunnum af saltsíld að verðmæti 30 milljóna Bandaríkjadollara. í kjölfar þess samnings leitaði Einar Benedikts- son á ný til Sverris Hermannssonar og leitaði eftir því við Sverri að Landsbankinn lánaði 14 milljónir dollara, til þess að tryggja a.m.k. helming þessara síldarviðskipta. Samkvæmt mínum upplýsingum mun Sverrir hafa tekið þessari málaleitan Síldarútvegsnefndar mjög vel og Síldarútvegsnefnd raunar talið að málið væri þar með í höfn. Þegar málið var rætt í bankastjórn Landsbankans höfðu aðrir bankastjórnarmenn, þ.e. bankastjórarnir Halldór Guðbjarn- arson og Björgvin Vilmundarson, ákveðnar efasemdir um slík lána- viðskipti vegna áhættunnar, og vildu samkvæmt mínum upplýsing- um leita eftir ríkisábyrgð á slíkum lánum. Þegar þessi staða var komin upp leitaði Landsbankinn 13. desember sl. álits ríkisstjórnarinnar á þessum viðskiptum. Viðskiptaráðuneytið óskaði í framhaldi þessa álits Seðla- bankans 27. desember sl. Þann 6. janúar sl. svaraði Seðlabankinn er- indi viðskiptaráðuneytisins, þar sem sagði m.a.: „Það er álit bankastjórn- ar Seðlabankans að umrædd við- skipti geti orðið mjög áhættusöm eins og nú er ástatt í Rússlandi." Seðlabankinn bendir á í bréfi sínu að Utanríkisviðskiptabanki Rúss- lands hafi verið stofnaður fyrir um ári síðan og erfitt hafi reynst að fá greinargóðar upplýsingar um stöðu hans og styrkleika. Ekki sé vitað til þess að neinn annar banki á Vesturlöndum hafi boðið honum fyrirgreiðslu af þessu tagi. Meðan slík óvissa ríki um þennan banka sé ekki unnt að mæla með lánafyrir- greiðslu eins og þeirri, sem hér um ræði. í lok bréfsins býðst Seðlabankinn til þess að senda fulltrúa sinn til Moskvu svo fljótt sem verða megi til að reyna að koma á beinum tengslum við hina nýju banka í rússneska lýðveldinu. Efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis leitaði í fýrradag skýringa hjá hagsmunaaðilum og banka- mönnum og í kjölfar þess óskaði nefndin eftir því að Seðlabankinn beitti sér fyrir viðræðum við þá aðila sem málið sneríir og leitaði lausnar. Mikil fundahöld voru í Seðla- bankanum í gær þar sem þessi mál voru rædd. „Okkur barst þetta bréf frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og við tökum það auðvitað alvarlega," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Við höfum þess vegna haldið fundi í dag, fyrst með fulltrúa frá Síldarút- vegsnefnd og sendiherra íslands í Rússlandi, Olafí Egilssyni, sem er hér staddur. Síðan héldum við fund með fulltrúum viðskiptabankanna eftir hádegið til þess skýra málið hver fyrir öðrum og að ræða um hugsanlegar lausnir. Á þessu stigi er ekki hægt að ræða þær lausnir neitt frekar. Þó hefur veríð ákveðið að við munum senda Björn Tryggvason, aðstoðarbankastjóra Seðlabankans, sem er okkar sér- fræðingur í viðskiptum við austan- tjaldslönd, út til Moskvu nú um helgina.“_ Birgir ísleifur sagðist treysta því að Björn næði fundum með fulltrú- um Utanríkisviðskiptabanka Rúss- lands á meðan hann dveldi í Moskvu. Von væri til þess að málin skýrðust eftir að Björn kæmi austur til Moskvu. Þá yrði sendiherra ís- lands kominn þangað á ný, auk þess sem Einar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, væri á förum til Moskvu og jafnvel fulltrúi frá Landsbankanum. „Það er því of snemmt að af- skrifa að af síldarviðskiptum verði við Rússa á þessari vertíð," sagði Birgir ísleifur, „en á hinn bóginn eru menn nú að tala um miklu lægri fjárhæðir en fyrir áramót, bara vegna þess að fitumagnið í síldinni minnkar dag frá degi og búast má við því að það verði einungis lítið magn sem verður hægt að salta.“ Landsbankinn á mikilla hags- muna að gæta í þessum efnum, þar sem flest fyrirtækin sem eru í síld- arsöltun era í viðskiptum við hann. Sum fyrirtækjanna munu ekki standa allt of vel í viðskiptum sínum gagnvart bankanum og því hefur verið talið að fengju fyrirtækin greiðslur vegna síldarsöltunar fyrir Rússlandsmarkað, gæti greiðslu- staða fyrirtækjanna gagnvart bankanum batnað að sama skapi. Samt sem áður mun Seðlabank- inn ekki telja ráðlegt fyrir Lands- bankann að ráðast í þessi lánavið- skipti einn. Ráðlegra sé að dreifa áhættunni og reyna að fá Búnaðar- banka og jafnvel íslandsbanka einn- ig inn í dæmið. Þá mun Seðlabank- inn ekki telja eðlilegt að útfiytjend- urnir verði ábyrgðarlausir í þessum viðskiptum. I bréfi Seðlabankans til viðskiptaráðuneytisins segir um þetta efni: „Ekkert liggur fyrir um það hvernig ábyrgð hinna íslensku útflytjenda er hugsuð á þessum við- skiptum." Tímamót í gengismálum eftir Jóhannes Nordal Hér fer á eftir forystugrein eftir dr. Jóhannes Nordal, for- mann bankastjórnar Seðlabanka íslands, sem birtist í nýútkomnu hefti Fjármálatíðinda. I. Tveir áratugir eru nú liðnir, síðan gulltenging dollars var numin úr gildi og fyrsta skrefíð tekið út á þá braut, sem brátt leiddi til falls fastgengis- kerfis Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem staðið hafði frá lokum síðari heims- styijajdarinnar. Allar götur síðan hafa íslendingar búið við breytilega stefnu í gengismálum, þar sem skipzt hafa á tímabil misjafnlega örra geng- isbreytinga annars vegar, en hins vegar að jafnaði mun styttri skeið viðnáms eða gengisfestu. Eru síðustu tvö árin lengsta tímabil algerlega stöðugs meðalgengis íslenzku krón- unnar á þessum tveimur áratugum, en það hefur jafnframt einkennzt af minnkandi verðbólgu og stöðugleika í efnahagsmálum. Gengisfesta þess- ara tveggja ára byggðist þó lengst af eingöngu á skammtímayfirlýsing- um stjórnvalda um gengisstefnu á tímabili gildandi kjarasamninga, en ekki á stefnumörkun í gengismálum til lengri tíma. Á þessu varð hins vegar afgerandi breyting með stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar og Seðlabanka í gengismálum, sem gef- in var út með fréttatilkynningu við- skiptaráðuneytis 3. október sl. I þessari yfirlýsingu fólst annars vegar staðfesting á því, að haldið verði fast við þá stefnu stöðugs gengis, sem fylgt hefur verið undan- farin tvö ár, þannig að hún geti skap- að traustan grundvöll efnhagslegra ákvarðana á öllum sviðum þjóðarbú- skaparins og um leið stuðlað að skyn- samlegum kjarasamningum og áframhaldandi stöðugleika í verðlagi hér á landi. Hins vegar verði hafizt handa um nauðsynlegar skipulags- breytingar á sviði hagstjórnar, er geri íslendingum kleift að tengja gengi krónunnar innan fárra ára við hina evrópsku gjaldeyriseiningu ECU, eins og hin Norðurlöndin og reyndar öll EFTA-ríkin hafa þegar gert með einum eða öðrum hætti. Til þess að leggja frekari áherzlu á þetta markmið verður sú breyting gerð á gengisvog íslenzku krónunnar í byijun árs 1992, að í stað sautján helztu viðskiptamynta íslendinga komi aðeins þrár mynteiningar, ECU, dollar og yen. Vegur ECU langþyngst í þessari nýju vog eða 76%, en vægi dollars verður 18% og yens 6%. II. Með þessu háa hlutfalli ECU í voginni er lögð áherzla á það mark- mið að undirbúa tengingu krónunnar við ECU á næstu árum, en jafnframt endurspeglar vogin þá þrískiptingu heimsins í þijú megingjaldeyris- svæði, sem hefur verið að festast æ meira í sessi á undanförnum árum. Virðist þróunin stefna eindregið í þá átt, að flest ríki heimsins skipi sér með tímanum í eitthvert þessara þriggja gjaldeyrissvæða með form- legum tengingum gjaldmiðla sinna við ECU, Bandaríkjadollar eða jap- anskt yen. Þannig myndast í heimin- um stór myntsvæði, þar sem innbyrð- is stöðugleiki gengis á hveiju svæði fyrir sig örvar viðskipti og stuðlar að stöðugleika í verðlagi og efna- hagsþróun. Á hinn bóginn er allt útlit fyrir, að áfram muni um ófyrir- sjáanlega framtíð ríkja breytilegt markaðsgengi milli hinna þriggja höfuðeininga, þar sem samræming efnahagsstjórnar milli þeirra stóru heimshluta, sem hér um ræðir, en enn fjarlægt markmið. Með sívaxandi viðskiptum íslend- inga við aðrar þjóðir Vestur-Evrópu á undanförnum árum hefur orðið æ ljósara, að þeir gætu ekki til lengdar staðið utan við þá þróun í átt til nánari efnahagssamskipta og sam- rana innan álfunnar, sem verið hefur að gerast nú um langt árabil og mun væntanlega fá enn aukið vægi fyrir íslendinga með nánari tengslum Vestur- og Austur-Evrópu á kom- andi árum. Jafnframt má búast við því, að útfærsla fríverzlunarsvæðis Norður-Ameríku til Mexíkó og síðar hugsanlega annarra ríkja Mið- og Suður-Ameríku geti einnig haft áhrif á þróun viðskipta við þann heims- hluta. Engu að síður er ljóst, að það er mikilvægt fyrir Islendinga og reyndar flestar þjóðir, að heimurinn skiptist ekki með tímanum í örfáar stórar viðskiptaheildir, er hlaði upp múra milli sín, heldur verði ekki minni áherzla lögð á almennt fijáls- ræði í viðskiptum milli allra þjóða en hingað til hefur verið gert. III. Örlagaríkar ákvarðanir er nú verið að taka eða undirbúa á alþjóðavett- vangi, sem munu hafa mikil áhrif á þróunina i þessum efnum í framtíð- inn. Nægir þar að nefna samninga um efnahagssvæði Evrópu, nánari tengsl Austur-Evrópu og þeirra MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992 21 AF INNLENDUM VETTVANGI ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN Sviptingar á ferðamarkaði: Hagræðing eða þró- un í átttil einokunar? SVIPTINGAR hafa verið á ferða- markaðnum undanfarna daga. Á nýbyrjuðu ári hafa þijár ferða- skrifstofur horfið af sjónarsvið- inu. Veröld varð gjaldþrota með látum. Úrval-Útsýn keypti 57% í Ferðaskrifstofunni Sögu á þriðju- dag og eignaðist þar með allt fyr- irtækið. I gær bætti Úrval-Útsýn svo öðru fyrirtæki við; utanlands- ferðum Atlantik. Undanfarin ár hefur grimm samkeppni ríkt á markaðnum og fyrirtæki í ferða- útvegi sameinazt undir merkjum hagræðingar. Hagræðing er einn- ig nefnd sem ástæða fyrir sam- runa Sögu og Atlantik við Úrval- Útsýn og forráðamenn síðast- nefnda fyrirtækisins segjast með þessu geta boðið neytendum lægra verð en aðrir. Keppinaut- arnir vilja þó gefa þessu annað nafn og tala um útþenslustefnu og einokunartilhneigingar Flug- leiða. Úrval-Útsýn er að fjórum fimmtu í eigu Flugleiða og að ein- um fimmta í eigu Eimskips, sem er stærsti hluthafinn í Flugleið- um. Markaðshlutdeild Flugleiða á markaði orlofsferða nálgast nú 50%. Staða Flugleiða á ferðamarkaðn- um er afar sterk og sennilega eins- dæmi í Vestur-Evrópu. Fyrirtækið ræður bróðurpartinum af öllu milli- landaflugi og með síðustu landvinn- ingum er ekki ósennilegt að það sé í þeirri stöðu að selja helming allra ferða, sem íslendingar kaupa sér til að fara til útlanda í frí. „Flugleiðir og Úrval-Útsýn kalla þetta hag- ræðingu," segir Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða- Landsýnar og formaður Samtaka ferðaskrifstofa. „Ef þeir skilgreina hana þannig að hagræðing sé það að geta keypt sem flesta upp og hreinsað sem flest fyrirtæki af mark- aðnum, þá er þetta svo sannarlega hagræðing.“ Markaðshlutdeild íerðaskrilstofa 1991 Allir sem fóru í frí til útlanda á Skipulagðar hópferðir/ síðustu 12 mánuðum orlofsferðir félagasamtaka Sólarflug Annað r Veröld Annað Sólarflug Veröld \ 14% Úrval- Útsýn Atlantic 4% Atlantic 6% Samvinnu- ferðir Samvinnuferðir Flugleiðir í samkeppni við beztu viðskiptavinina Gagnrýni Helga Jóhannssonar og annarra ferðaskrifstofumanna bein- ist ekki sízt að því að félagið, sem ræður nærri öllu áætlunarfiugi til og frá landinu, sé auk þess í harðri samkeppni við stærstu viðskiptavini sína, ferðaskrifstofurnar, um sölu ferða. Enginn, sem ekki hefur eigin flugvélakosti að ráða eða flugvélar á leigu, kemst hjá því að skipta við Flugleiðir. „Flugleiðir eru að undir- bjóða ferðaskrifstofurnar með far- gjöld í eigin ferðum," segir Helgi Jóhannsson. „Flugleiðir eiga að vera í áætlunarfluginu. Það gera þeir vel og hafa haldið uppi þeim samgöng- um með sóma. Ég er hins vegar ekki sammála þeirri stefnu þeirra að eyða tugum eða hundruðum millj- óna i að beijast við sína stærstu viðskiptavini.“ Flugleiðir hafa tapað á ferðaskrif- stofurekstri sínum í mörg ár, fyrst á Úrvali og síðan á Úrvali-Útsýn eftir að Útsýn var keypt og samein- uð Úrvali. Á síðasta ári horfði þó betur í þeim rekstri og er útlit fyrir að hann standi í járnum á árinu Jóhannes Nordal „Frá þessu sjónarmiði marka síðustu ákvarð- anir ríkisstjórnar og Seðlabanka í gengismál- um merkan áfanga bæði í skipulagi efnahags- mála hér á landi og í samskiptum íslendinga við aðrar þjóðir.“ þjóða, sem áður voru hluti Sovétríkj- anna, við alþjóðastofnanir og aðra heimshluta, stækkun fríverzlunar- svæðis Norður-Ameríkú og loks hina víðtæku samninga á vegum GATT, er miðað að lækkun tolla og afnámi viðskiptahindrana á mörgum sviðum. íslendingar hafa nú um skeið verið þátttakendur í margvíslegum samn- ingum á þessum vettvangi, er miklu munu ráða um stöðu íslands innan þess alþjóðlega viðskipta- og efna: hagskerfis, sem nú er í mótun. I þeim efnum verður að leggja áherzlu á nánari og traustari tengsl við ná- grannaþjóðir, sem íslendingum standa næst í menningu og efna- hagsmálum, jafnframt því sem tryggð verði sem greiðust viðskipti við allar þjóðir heims. Þótt umræður um stefnuna í geng- ismálum hljóti ætíð að mótast öðru fremur af innri hagstjórnarvanda íslendinga sjálfra má ekki missa sjónar af því, að með ákvörðunum í þessu efni er einnig tekin afstaða til þess, hver skuli vera staða íslendinga í heimsbúskapnum og innan þess kerfis alþjóðlegs samstarfs, sem hann mótast af í æ ríkara mæli. Frá þessu sjónarmiði marka síðustu ákvarðanir ríkisstjórnar og Seðla- banka í gengismálum merkan áfanga bæði í skipulagi efnahags- mála hér á landi og í samskiptum íslendinga við aðrar þjóðir. Höfundur er formaður bankastjórnar Seðlabanka íslands. 1991, samkvæmt upplýsingum frá Úrvali-Útsýn. Helgi Jóhannsson seg- ir að Flugleiðir stórtapi á ferðaskrif- stofurekstrinum en haldi samt áfram að keppa við aðrar ferðaskrifstofur. Þetta sé nokkuð, sem hlutafjáreig- endur í Flugleiðum ættu að athuga. Sama gagnrýni heyrist á ferða- markaðnuin utanlands. Seint á síð- asta ári festu Flugleiðir kaup á fjórð- ungi hlutafjár í ferðaskrifstofunni Island Tours í Þýzkalandi. Þýzkir ferðamálafrömuðir eru Flugleiðum reiðir vegna þessa, þar sem flugfé- lagið, sem þeir kaupa ferðir af, hef- ur farið út í beina samkeppni við þá. Guðni Þórðarson, sem áður rak ferðaskrifstofuna Sunnu en stjórnar nú Flugferðum-Sólarflugi, sem flutti um 11.000 farþega í leiguflugi á síðastliðnu ári, segir að útþensla Flugleiða dragi úr samkeppni og hækki verð. Hann bendir jafnframt á að frá nóvember og fram í apríl séu Flugleiðir alls ráðandi í loftflutn- ingum til landsins, þar sem leiguflug er ekki heimilt á þessum tíma. „Flug- leiðir hafa það í hendi sinni að gefa þeirri skrifstofu, sem þeir eiga, allt önnur og lægri fargjöld en öðrum. Þá er einfaldlega ekki starfsgrund- völlur fyrir aðrar ferðaskrifstofur, þá mánuði sem leiguflug er ekki leyft,“ segir hann. í þessu sambandi má benda á að með væntanlegum EES-samningi er mjög líklegt að hömlur á leiguflugi verði afnumdar á árinu 1993. Fyrir ráðherraráði Evrópubandalagsins liggja tillögur um algjört frelsi í leiguflugi og sennilegt er talið að það frelsi verði ríkjandi innan Evr- ópska efnahagssvæðisins einnig. Litlar einingar bera sig ekki í harðri samkeppni „Lögmál stærðarinnar knýr menn til samruna fremur en hér sé rekin skipulögð útþenslustarfsemi," segir Hörður Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Úrvals-Útsýnar. Hann segir að litlar einingar beri sig einfaldlega ekki í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir. „Eg fé ekki séð að þessu fyrir- tæki sé umbunað af Flugleiðum. Það má deila um það hvort svona sterk eignaraðild Flugleiða sé umbun eða áþján. Það bindur frelsi félags að hafa svona sterkan eignaraðila. Aðr- ir hafa þetta frelsi og hafa nýtt sér það, en við beinum viðskiptum fyrst og fremst að okkar eignaraðila. Samkeppnisskilyrði Úrvals-Útsýnar eru þess vegna sízt betri en Sam- vinnuferða-Landsýnar, ekki sízt vegna þess að það fyrirtæki hefur einokunaraðstöðu til að semja fyrir öll verkalýðsfélögin um flugsæti. Það vildu allar ferðaskrifstofur á íslandi hafa þetta umboð.“ Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýn- ar bendir á að gífurleg samþjöppun og samrani fyrirtækja hafi átt sér stað í íslenzku atvinnulífi undanfarin ár. „Litlar einingar eru einfaldlega of dýrar. Það er vaxandi sam- kepppni erlendis frá. Þá skiptir máli hvar hagkvæmnin er. Samrunaþró- unin þarf því ekki að vera óeðlileg. Hún getur verið til góðs þegar til lengri tíma er litið,“ segir Hörður. „Það er til dæmis ljóst að samraninn við Atlantik mun styrkja samkeppn- isstöðu Úrvals-Útsýnar og við mun- um bjóða lægra verð á Royal-hótel- unum á Majorka en hefur sézt áður.“ Samvinnuferðir með áhuga á Sögu? Hörður nefnir sem dæmi um að útþenslustefna sé ekki á dagskrá, að Úrval-Útsýn hafi ekki ásælzt Ferðaskrifstofuna Sögu meira en svo, að fyrirtækið hafí verið tilbúið að afsala sér 43% hlut sínum í Sögn. „Annað tilboð í það fyrirtæki var sýnu betra, frá fyrirtæki sem heitir Samvinnuferðir-Landsýn," segir Hörður. Hann segir að Helgi Jó- hannsson hafí gert skriflegt tilboð í Sögu, sem gekk út á að Flugleiðir afsöluðu sér hlut sínum, en stjórn Samvinnuferða-Landsýnar ekki samþykkt það. Þegar svo var komið hafí meirihlutinn í Sögu tekið tilboði Úrvals-Útsýnar. Helgi hafnar þessu hins vegar eindregið. Hann segir að vissulega hafí verið rætt við Sögu er leitað var til SL um kaup á fyrir- tækinu. Verðhugmyndir Sögumanna hafi hins vegar verið of háar og aldr- ei hafí verið gert tilboð af hálfu SL. . Böðvar Valgeirsson, eigandi Atí- antik, tekur í sama streng og Hörð- ur Gunnarsson hvað varðar hag- kvæmni í ferðaskrifstofurekstri. Hann segir að sú rekstrareining, sem hann hafði í utanlandsferðum, hafí verið of lítil. Atlantik hafði um 4% markaðshlutdeild í sölu utanlands- ferða á síðasta ári, samkvæmt könn- un Félagsvísindastofnunar, sem náði til 1.500 svarenda. Böðvar tekur undir að staða Flugleiða á ferða- skrifstofumarkaðnum eigi sér vart hliðstæðu, en á það beri að líta að mikil ólga og umskipti hafi verið á þessum markaði. „Það er ekki þar með sagt að þessi samruni auki markaðshlutdeild Flugleiða til lengri tíma,“ segir Böðvar. Þörf á traustum fyrirtækjum Halldór Blöndal samgönguráð- herra hefur ekki áhyggjur af þeirri þróun, sem á sér stað á ferðamark- aðnum og gefur lítið fyrir tal um einokun. „Það er betra fyrir okkur Islendinga í þeirri erlendu sam- keppni, sem við stöndum frammi fyrir, að vera með eitt sterkt flugfé- lag fremur en mörg veik,“ segir ráð- herrann. „Það er stefna stjórnvalda, í samræmi við þann samning, sem gerður hefur verið um Evrópskt efnahagssvæði, að nema á brott samkeppnishömlur í flugi. Það eru engar hömlur á að íslenzkar ferða- skrifstofur geti leitað til erlendra flugfélaga til að ná ódýram fargjöld- um. í mínum samtölum við íslenzka ferðaskrifstofumenn hefur komið skýrt fram að um leið og þeir leggja áherzlu á samkeppni, kveða þeir skýrt á um að þeir, sem annast leigu- flug og aðra slíka þjónustu, verði að vera fjárhagslega sterkir, þannig að þeir geti treyst því að þeir standi við skuldbindingar sínar fram í tím- ann,“ segir Halldór og vísar þar til gjaldþrots Veraldar. „Það efast eng- inn um að við getum treyst FlugleLð- um.“ Hagræðing þarf að skila sér til neytenda Neytendur hafa vissulega hag af því að skipta við sterk félög, sem geta tryggt að þeir verði ekki strandaglópar í útlöndum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, telur þó samrunaþró- unina í ferðabransanum tvíbenta. „Af samruna getur leitt hagræðing. Ef sú hagræðing skilar sér til neyt- enda er það af hinu góða. Ég minni samt á að það hefur oft verið hag- rætt undir yfirskini því að lækka verðið. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið efnt. Ég minni þar á tryggingafélög og banka,“ segir Jó- hannes. „Það er alveg ljóst að þetta mun draga úr samkeppni og sam- keppni er alltaf ákveðinn aflvaki. Það er samt ekki svo slæmt að kom- in sé einokun. Samkeppni er á þess- um markaði og við siglum vonandi inn í frjálsara kerfi í heimsviðskipt- um í þessum efnum eins og öðrum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.