Morgunblaðið - 17.01.1992, Page 27

Morgunblaðið - 17.01.1992, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992 27 Guðrún Stefáns- dóttir - Minning ____________Brids________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Frá Bridsdeild Rangæinga Lokið er tveim kvöldum í Barómet- ertvímenningi. Staða efstu Para: Daníel Halldórsson - GuðmundurPétursson 119 lón Steinar Ingólfsson - Jens Jensson 96 Einar Pétursson — Helgi Skúlason 87 Bridshátíð 1992 Ellefta Bridshátíð Bridssambands íslands og Flugleiða verður haldin dagana 14.-17. febrúar nk. Keppnin verður með sama sniði og undanfarin ár, tvímenningur föstudagskvöld og laugardag með þátttöku 44-48 para og sveitakeppni sunnudag og mánu- dag 10 umferða Monrad-keppni. Sveitakeppnin er öllum opin en Brids- sambandsstjóm áskilur sér rétt til að velja pör í tvímenninginn. Skráning er á skrifstofu Bridssam- bands íslands í síma 689360. Skrán- ingarfrestur í tvímenninginn er til föstudagsins 31. janúar en í sveita- keppnina til mánudagsins 10. febrúar. Keppnisgjald í tvímenninginn er 10.000 á par (án matar í hádeginu á laugardegi) og keppnisgjald í sveita- keppnina er 16.000 á sveit. Verðlaun samtals í keppnunum verða 13.500 dollarar, eða um 752 þúsund kr. Bridsfélag Hreyfils Níunda umferð í sveitakeppninni var spiluð sl. mánudag. Staða efstu sveita er þannig þegar tveim umferð- um er ólkið: Sveit Óskars Sigurðssonar 198 Sveit Daníels Halldórssonar 193 Sveit Sigurðar Ólafssonar 167 Næsta umferð verður spiluð mánudag- inn 20. janúar. Pandata Gemini mótíð í Hollandi Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörg- ensen, heimsmeistarar í brids fara fimmtudaginn 16. janúar, á mjög sterkt 16 para bridsmót í Haag í Hol- landi. Spilað verður á fimmtudags- kvöld, föstudag, laugardag og sunnu- dag. Spilaðir eru 10 spila leikir, allir við alla. Allir þátttakendur á þessu móti eru heimsþekktir spilarar og að- eins tvö hollensk pör fá að vera með. Framhaldsskólamótið 1992 Framhaldsskólamótið í brids verður haldið í Fjölbrautarskólanum á Sauð- árkróki, 31. janúar og 1. febrúar nk. Áætlað er að byija að spila á föstu- dagskvöldið og spila allan laugardag- inn. Þátttökugjald er kr. 4.000 á sveit og skráning er hjá Jóni Sindra í síma 95-35445. Spilafjöldi milli sveita verð- ur ákveðinn nánar þegar ljóst verður hvað margar sveitir verða með. Allir framhaldsskólar eru hvattir til að taka þátt í mótinu. Nú er lokið 4 umferðum í aðal- sveitakeppninni, en 16 sveitir taka þátt í keppninni. Staða efstu sveita er eftirfarandi: GuðmundurSigurvinsson 88 Vilhelm Lúðvíksson 77 Vigfús Gíslason 76 Bridsfélag kvenna Nú er 7 umferðum í sveitakeppn- inni lokið og er staða efstu sveita þannig: Sv. Sigrúnar Pétursdóttur 148 Sv. Ólínu Kjartansdóttur 139 Sv. Gunnþórunnar Erlingsdóttur 132 Svæðamót í tvímenningi á Dalvík 25. janúar Svæðamót Norðurlands eystra, tvímenningur, verður haldið í Vík- urröst, Dalvík, laugardaginn 25. janúar og hefst stundvíslega kl. 9.30. Þátttakendur mæti 10 mínút- um fyrr. Mótið er opið öllu bridsfólki á Norðurlandi eystra og er þátttöku- gjald kr. 1.200 á mann. Spilaðar verða tvær lotur eftir Mitchel fyrirkomulagi, alls 50-60 spil. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst og í síðasta lagi fyrir kl. 19.00 föstudaginn 24. janúar, eftir það er ekki hægt að ábyrgjast þátt- tökurétt. Eftirtaldir aðilar taka á móti skráningu í svæðamótið, Páll Jóns- son í síma 21695 heima, eða 25200 vs., Óli á Húsavík í síma 41314, Helgi á Bægisá í síma 26826, Ólaf- ur í síma 61619 eða 61354 Dalvík og Frímann í síma 21830 eða/og 24222 vs. Spilað verður um silfurstig og efsta sætið gefur þátttökurétt í úrslitum íslandsmótsins í tvímenn- ingi. Fædd 23. júlí 1890 Dáin 6. janúar 1992 Að morgni þrettándadags jóla andaðist móðursystir mín, Guðrún Stefánsdóttir, á hundraðasta og öðru aldursári. Hún var vistmaður á Elliheimilinu Grund, hafði dvalið þar síðustu 10-15 árin í góðu yfir- læti, en var orin þreytt og hvíldinni fegin, en hún andaðist í svefni og hélt andlegri heilsu til hins síðasta. Hún fæddist að Kotleysu, sem er hógvært bæjarnafn, og ólst upp í Kumbaravogi við Stokkseyri, þar til hún hleypti heimdraganum ung að árum og hélt til Reykjavíkur til þess að nema hannyrðir og annan saumaskap, karlmannafatasaum lærði hún og vann við þá iðju í mörg ár. Einnig lærði hún til rekstr- ar svokallaðra ijómabúa, en þau voru við lýði frá aldamótum til heimsstyijaldarinnar fyrri, 1914- 1918, að þau lögðust af að mestu. Guðrún lærði sín fræði á Hvítárvöll- um í Borgarfirði og stóð fyrir rekstri ijómabúa í Ytri-hrepp og Ölfusi. Guðrún fæddist á erfiðum tímum kólnandi veðurfars, vesturfarir voru enn við lýði, mönnum var í minni mesta rán þeirra tíma, Kambsránið, því þá fundust eftirhreytur ráns- fengsins í kistuhandraða í Simba- koti við Eyrarbakka, 6 pund silf- urs. Mikill uggur var í fólki og óvissa um framtíðina. En þrátt fyr- ir allt var fólk nægjusamt og hjálp- legt við náungann. Suðurlandsskjálftinn reið yfir 1896 með miklum hörmungum, sem þeim náttúruhamförum fylgdu. Mundi Guðrún það vel og hafði frá mörgu að segja af því sem hafði á dagana drifið. Hún fór kaupstaðar- ferðir til Reykjavíkur með föður sínum og var aðalinnleggið kartöfl- ur og rófur. Ferðin tók ekki minna en þijá daga. Guðrún gifti sig aldrei, hún vildi vera fijáls. En hún eignaðist eina dóttur, Sigríði, sem hún ól upp ein. Guðrún fylgdist vel með þjóðmál- um, var mikil sjálfstæðiskona og fannst að Sjálfstæðisflokkurinn stæði sig vel núna, og hefði ekki í annan tíma staðið sig betur. For- sætisráðherra, Davíð Oddsson, árn- aði henni heilla á 101 árs afmælinu og sagði að það hefði glatt hann hve fögrum orðum hún fór um Sjálf- stæðisflokkinn. Guðrún var mikil og ákveðin jafnréttiskona og vildi vera sjálfstæð, henni fannst ganga illa hjá konum að beijast fyrir sínum málum, þær verða bara að herða sig og beijast fyrir sínum réttind- um, sagði hún. Einn mann mat Guðrún öðrum fremur, það var Thor Jensen sem hún sagði að hefði verið besti maður sem hún hefði fyrirhitt á lífsleiðinni. Um Guðrúnu má með sanni segja að hún var harðdugleg kona, sem seiglaðist áfram en gafst aldrei upp. Foreldrar hennar voru Sesselja Sveinbjörnsdóttir, sem var fædd 29. júlí 1860 á Þórarinsstöðum í Hruna- mannahreppi, og Stefán Ólafsson frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, Vestur-Skaftafellssýslu, fæddur 21. apríl 1856. Foreldrar Sesselju voru ættuð frá Kluftum, Kaldbak, Tungufelli og Hrafnkelsstöðum í Hrunasókn, Ár- nessýslu. Sesselja var dóttir Svein- bjarnar á Kluftum í Ytrihrepp Jóns- sonar, b. í Tungufelli, Sveinbjörns- sonar, b. á Kaldbak, Jónssonar, b. á Kaldbak, Jónssonar. Móðir Svein- bjamar var Guðrún Guðmundsdótt- ir, blóðtökumanns, yfirsetumanns og bólusetjara í Hellisholtum, bróð- ur Margrétar, móður Magnúsar Andréssonar, alþingismanns í Syðra-Langholti. Guðmundur var sonur Ólafs, b. í Efraseli, Magnús- sonar og konu hans, Marínar Guð- mundsdóttur, b. á Kópsvatni, Þor- steinssonar, ættföður Kópsvatns- ættarinnar. Móðir Sesselju var Guð- rún ögmundsdóttir, b. á Rafnkels- stöðum, Arnbjörnssonar og konu hans, Sesselju Guðmundsdóttur, b. á Sandlæk, Björnssonar. Móðir Sesselju var Guðrún Ámundadóttir, og smiðs og málara í Syðra-Lang- holti og vefara í Innréttingunum í Reykjavík, Jónssonar og konu hans, Sigríðar Halldórsdóttur. Stefán faðir Guðrúnar var sonur Ólafs, b. á Syðri-Steinsmýri í Með- allandi, Ólafssonar,_b. í Skurðsbæ, Jónssonar. Móðir Ólafs á Steins- mýri var Þuríður Eiríksdóttir, b. á Syðri-Fljótum, Eiríkssonar og konu hans, Halldóru Ásgrímsdóttur. Móðir Stefáns var Margrét Giss- urardóttir, b. í Rofabæ, Jónssonar og konu hans, Sigríðar Bjarnadótt- ur. Ættmenni Stefáns hafa búið í Meðallandi allt frá og fyrir Skaftár- elda og þekktu af eigin raun bú- sifjar sem af þeim hlutust. Systkini Guðrúnar voru Valdimar Sveinbjörn, fæddur 2. október 1896, hann var lengst af bifvéla- virki og vörubílstjóri í Reykjavík. Kona hans var Asta Eiríksdóttir sem andaðist fyrir nokkrum árum. Systir Guðrúnar var Ólöf Guðrún, sem fædd var 12. maí 1900 og andaðist fyrir nokkrum árum, 85 ára að aldri. Eiginmaður hennar var Hannes Jónsson, fv. kaupmaður, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Hálfsystir þeirra systkina var Margrét sem lengst af bjó í Bakka- koti í Meðallandi, en er dáin fyrir nokkrum árum. Guðrún vann fyrir sér við fata- saum, aðallega við saum á karl- mannafötum og var hjá ýmsum klæðskerum aðallega Guðmundi Vikar og þótti dugleg og vandvirk saumakona. Hún var einnig ráðs- kona og bústýra norðanlands í nokkur ár hjá Sigurði bónda Árna- syni frá Höfnum á Skaga. Þau eign- uðust saman eina dóttur, Sigríði, sem gift er Friðrik L. Guðmunds- syni, fv. leigubílstjóra í Reykjavík. Sigríður hafði áður eignast son, Þórarin, með fyrri manni sínum, Baldvin Baldvinssyni. Þórarinn stundaði nám í listdansi í Englandi í mörg ár og var í miklu uppáhaldi hjá ömmu sinni. Guðrún fluttist til Reykjavíkur 1933 og átti hér heima síðan. Þá var Norðurmýrin að byggjast og reisti hún sér hús við Vífilsgötu, sem hún bjó í, þar til hún þurfti á umönnun og vist að halda á dvalar- heimili fyrir aldraða. Síðan hefur hún búið á Elliheimilinu Grund og undi þar vel hag sínum. Hún var við allgóða heilsu, hugurinn var ern og minnið gott. Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey. Ég votta aðstandendum samúð og kveð frænku mína með virðingu. Pétur Hannesson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur.Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. UTSAIjA c ® HERRASKOR kVIASkÓK Utsalan byrjar í dag í Borgarkringlunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.