Morgunblaðið - 25.01.1992, Page 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992
„Skúlptúr
án titils."
Krít, grafít
og olía á
prent, 1991.
„Ef við lítum á ready-made verk
sem eru skyld innbyrðis eins og
Flora (1987) og Dit is Zwitserland
(Þetta er Sviss) (1988), síðan á ljós-
myndirnar í Openings og svo á
teikningarnar sem ég er að gera
núna þá er hægt að segja að Open-
ings sé eins konar brú þarna á
milli. Þegar ég tók bækur sem heita
„Dit is Zwitserland" og rammaði
þær inn þá var ég einfaldlega að
kanna hvernig áhrif það hefur að
taka svona upplýsingar bókstaflega
og sýna þær sem einhvern sannleik
á bak við gler, án þess að breyta
hlutnum að öðru leyti.
Ég hefði getað gert það sama
við ljósmyndirnar sem ég var búinn
að sanka að mér þúsundum saman.
Ég hefði alveg getað sett 32 þeirra
satnan í bók og sagt sem svo: val
þessara mynda eða það að þær eru
í þessari bók er það sem skiptir
máli. En það dugði mér ekki. Ég
vildi nefnilega undirstrika eitthvað
ákveðið í hverri mynd, afhjúpa for-
sendurnar fyrir valinu. Forsendurn-
ar gátu t.d. verið þær að ég tengi
mann og hund með svörtum fleti
eða þá að ég vil undirstrika ástand
með því að gera einhveija mann-
eskju svarta o.s.frv."
— Það sem þú svertir í myndinni
er þá alltaf það sem þú vilt leggja
áherslu á.
„Já, það sem skiptir mig máli í
myndinni án þess að ég geti gert
nokkra nákvæma grein fyrir því.“
— En þú afmáir það um leið og
þú leggur áherslu á það.
„Já þetta er svona svipað og
þegar nakin kona heldur um sköpin
þá er hún hvort tveggja í senn að
hylja og draga athyglina að. Vinnu-
brögðin í Openings fólust þannig í
því að breyta ready-made hlutum
fremur en setja hann eingöngu í
eitthvert nýtt samhengi eins og
áður. Það sama var uppi á teningn-
um í sjálfsmyndum sem ég gerði
með því að velja andlitsmyndir úr
ítölskum tískublöðum, árita þær og
stimpla: „The selfportrait series“.
Með þessu var ég að sýna fram á
Morgunblaðið/Einar Falur
Þorvaldur Þorsteinsson
Frummyndasaln
Þorvaldar
Þorsteinssonar
Leitið og
„SIGGA og Addi komu einu sinni í heim-
sókn að sumri til og gáfu mér appelsínu
sem þau höfðu keypt í Reykjavík áður en
þau lögðu af stað í bílnum sínum. Þetta
fannst mér miklu merkilegri appelsína en
þær sem fengust í kaupfélaginu af því að
hún hafði komið til Reykjavíkur."
Þ
essa stuttu sögu skrifar Þorvaldur Þor-
steinsson myndlistarmaður ásamt
mörgum öðrum í bókina Hundrað fyr-
irburðir sem kom
út árið 1987 og var
um leið lokaverk-
efni hans við Myndlista-
og handíðaskóla íslands.
Sagan er mjög gott dæmi
um þann hugsunarhátt
sem einkenndi verk Þor-
valdar á þessum árum, en
þá lagði hann mikla
áherslu á „að einfalda
munid nnast
veruleikann til þess að geta höndlað
hann — skilið hann betur“.
Síðan Þorvaldur lauk framhalds-
námi frá Jan van Eyek Akademie
í Maastricht 1989, heur hann hald-
ið einkasýningar í Hollandi, Belgíu
og Þýskalandi og tekið þátt í mörg-
um samsýningum heima og erlend-
is. Sýningin sem hann opnar í dag
í Nýlistasafninu er stærsta einka-
sýning hans á íslandi til þessa; þar
sýnir hann verk sem unnin eru á
síðastliðnu ári, en einnig stendur
sýning yfír á verkum hans á Mokka
við Skólavörðustíg.
„Ég fór líka í tímaritin, Æskuna,
Heima er best og gömlu skólabæk-
umar. Ég var heillaður af þessu
vegna þess að þetta var svo einfalt
og saklaust og það var ekki fyrr
en löngu seinna að ég fór að velta
því fyrir mér, af hveiju ég væri
svona hrifinn af þessu. Þessar sög-
ur eru flestar lyklar að alls kyns
viðhorfum. Þær afhjúpa ýmislegt í
sambandi við gildismat minnar kyn-
slóðar og hafa því verið mjög mikil-
vægar fyrir mig,“ segir Þorvaldur,
þegar hann er spurður út í tilurð
fyrstu verka hans og um bókina
Hundrað fyrirburðir.
— En ertu þá ennþá upptekinn
af þessum bernskuhugmyndum þín-
um eða finnst þér þú hafa fjar-
lægst þær?
„Ég er ennþá upptekinn af þeim
og jafnvei í ríkara mæli en áður,
þó að í millitíðinni hafi ýmislegt
mikilvægt gerst. Það má segja að
þetta sé alltaf leitin að lykli eða
lyklum sem að ganga að sem flest-
um skrám. Ég er alltaf að safna
og raða saman. Ég sagði einu sinni
að ég væri eins og púsluspil og með
því að raða saman brotum ytri veru-
leikans þá gæti ég smám saman
fengið mynd af þeim innri. Þessi
brot hafa hins vegar alltaf reynst
mjög fjölbreytt, jafnvel virst ósam-
stæð, þannig að lengi vel hafði ég
áhyggjur af því hvað tjáningarleið-
irnar voru margar; teikningar,
skúlptúrar, vasaleikrit, klippimynd-
ir, myndbönd, ready-made o.s.frv.
og hélt ég þyrfti að velja þama á
milli. En sem betur fer er ég laus
við þessar áhyggjur núna. Ég veit
að þetta tilheyrir allt sömu mynd-
inni, auk þess sem við lifum á tím-
um Endurreisnar og dagar sérhæf-
ingadýrkunarinnar því senn taldir.“
— Afstaða þín til tilverunnar er
n\jög „realísk“ eins og kemur
reyndar strax fram í bamabókinni
Skilaboðaskjóðan sem þú skrifaðir
1986.
„Já, hún er fremur jarðbundið
ævintýri og í því verki eins og
mörgum öðrum reyndar kemur
fram þessi árátta hjá mér að vera
alltaf með ailt í kring um mig allan
tímann, reyna að skilja það og koma
því í eitthvert samhengi. I Skilaboð-
askjóðunni þurfti ég t.d. endilega
að hafa Ævintýraskóginn afmark-
aðan heim þar sem öll ævintýrin
gátu gerst. í öðrum verkum nota
ég gjarnan „herbergi þar sem allt
á að vera ... Aður en ég fór í
nám til Hollands (1987) var ég allt-
af að sanka að mér alls konar hlut-
um, myndskreytingum og öðru slíku
sem tilheyrðu í rauninni ákveðnu
„safni“ af því sem ég þurfti að hafa
í kring um mig og skiptu mig miklu
máli. Þegar ég kom út gerði ég
mér grein fyrir því að ég var með
of staðbundið efni og ég vildi breyta
því, víkka efnisvalið út og færa mig
nær nútímanum, en um leið halda
í þetta sakleysi sem ég var að sækj-
ast eftir.
En það má segja að ég hafi strax
lagt grunninn að ákveðnum vinnu-
brögðum og ákveðinni afstöðu í
Myndlista- og handíðaskólanum, þó
svo að fókusinn hafi skerpst til
muna eftir að ég kom út til Ma-
astricht. Allt í einu hafði ég allt
hráefni Evrópu við hendina og þá
var eins gott að vita hvað ég vildi
nota og hvers vegna.“
— Hvernig velur þú?
„Mottóið er leitið og þér munið
finnast," segir Þovarldur sposkur.
„Ég bara veit það, þegar ég sé eitt-
hvað, frétti af því eða dett um það,
að akkúrat þetta þurfi ég að nota,
„Úr Bibliuseríunni.11 Olía á prent, 1991.
hvort _sem ég skil það núna eða
ekki. Ég treysti bara innsæinu.“
Það eru hlutirnir sem velja þig.
„Þeir kallast á við frummynd sína
í höfðinu á mér og mitt hlutverk
er að skerpa stöðugt heyrnina svo
ég heyri til þeirra. En ég nota líka
mikið þá ágætu aðferð einfaldlega
að vinna og meðan ég er að vinna
kvikna nýjar og oft markvissar
hugsanir sem kreQast þess að ég
leiti að einhvetju ákveðnu hráefni
til ákveðinnar útfærslu. Hráefni
sem ég oftar en ekki hef eignast
löngu áður og hefur beðið þolinm-
ótt eftir að öðlast nýjan tilgang.“
— Þú hefur talað um mikilvægi
bókarinnar Openings og sagt að
hún sé eins konar þröskuldur á þín-
um listferli, upphafið á því sem þú
ert að gera núna. Getur þú útskýrt
það nánar?