Morgunblaðið - 25.01.1992, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANUAR 1992
B 3
að það er önnur meðvitund í þessu
en virðist við fyrstu sýn. Með því
að sverta dró ég athyglina að
ákveðnum atriðum í Openings, en
í nýrri verkuknum, þeim sem ég
sýni núna og hef verið með á Aur-
ora sýningunni í Finnlandi og víðar
að undanförnu, vinn ég með and-
hverfuna, þ.e.a.s. ég tek allt annað
í burtu en formið sem ég vel í
myndinni. Það verður óljóst hvaðan
þetta form kemur, hvað það verður
og hvar það stendur. Þessi flötu
form eru færð út úr myndrýminu
yfir á stöpul þannig að þau mynda
eins konar skúlptúr sem tilheyrir
rými sem á sér samsvörun í höfðinu
á mér. Með því að nýta tvívíðan
veruleika og opna hann inn í sjálfan
sig þá opna ég um leið inn í hug-
lægt rými. Til þess að gera því
skil finnst mér hins vegar ekki
nægja að nota ljósmyndir heldur
nota ég mikið af myndskreytingum
líka, t.d. teikningar af dýrum og
biblíumyndir vegna þess að þar er
afstaðan hrein.
Myndskreytingin er laus við
þessa blekkingu sem er viðloðandi
ljósmyndina. Myndskreytingin
reynir ekki að vera annað en tákn-
mynd raunveruleikans og er þegar
best lætur dæmigerð fyrir þær
táknmyndir sem við erum alin upp
við að tileinka okkur sem fulltrúa
raunveruleikans. Táknmyndin,
þetta lifseiga afsprengi menningar-
innar, er oft mun handhægara verk-
færi en raunveruleikinn sjálfur. Ég
hef t.d. meiri áhuga á fallegum
teikningum af hundum heldur en
hundunum sjálfum og ég skil miklu
betur stóra teikningu af flugu með
viðeigandi skýringarörvum heldur
en fluguna sjálfa þegar ég horfi á
hana. Þetta eru tveir ólíkir hlutir,
flugan og skýringarmyndin af flug-
unni. Þetta eru tveir veruleikar og
sá veruleiki sem ég þrífst á er frek-
ar sá síðarnefndi, þ.e.a.s. sá sem
ég fæ í gegnum skýringarmyndina.
Hinn sýnilegi raunveruleiki kemst
hvort sem er ekki inn í höfuðið á
mér öðruvísi en að búa til mynd
af honum. Og þessi mynd verður
að nýrri frummynd í hausnum á
mér og fer í frummyndasafnið sem
er vandlega skipulagt og flokkað
af einhveijum meðfæddum mekan-
isma eða alvitrum galdrameistara
sem kemur mér sífellt á óvart með
starfi sínu. Það eina sem ég þarf
að gera sjálfur er að passa að fóðra
safnið reglulega með opnum huga
og láta innsæið velja. Ég hef mjög
gaman af því að kanna hvernig
meistarinn raðar hlutunum," segir
Þorvaldur og leggur áherslu á orð
sín með því að benda fingri hér og
þar í hausinn á sér.
— Þetta eru mjög súrrealískar
vangaveltur hjá þér.
„Já, ég skal ekki neita því. Ég
hef gaman af svona undirmeðvit-
undargælum og treysti undirmeð-
vitundinni betur og betur eftir því
sem ég kynnist henni meir. Kannski
eru stóru teikningarnar sem ég sýni
núna í Nýlistasafninu alvarlegasta
tilraunin til þess að sýna mönnum
beint inn í þennan heim, þar sem
ég geri raunar ekki annað en labba
úr einu herbergi í annað í hausnum
á mér. Það gat stundum orðið bein-
línis ónotalegt að vinna þær vegna
þess að ég hafði það á tilfinning-
unni að ég væri að hætta mér inn
á varasöm svæði.“
— Þú hefur líka mjög sterka
þörf fyrir að setja auðþekkta hluti
eða verur inn í þessar teikningar.
„Ég verð að halda mig við raun-
veruleikann, annað gengur ekki,
þ.e.a.s. táknmyndir raunveruleik-
ans. Þegar ég var kominn svolítið
áleiðis í Myndlista- og handíðaskól-
anum var ég beðinn að mála ab-
strakt mynd. Ég hlýddi því og mál-
aði mjög stórt abstrakt málverk og
vandaði mig mikið. Það var allt í
lagi með málverkið, en mér leið
afskaplega illa yfir þessu og var
eiginlega friðlaus vegna þess að
mér fannst ég ekki hafa neinar for-
sendur og vissi alls ekki hvaða vídd-
ir þetta voru. Það var ekki fyrr en
ég var búinn að mála örlitla mörgæs
neðarlega í myndina að mér fór að
líða betur — þá vissi ég loksins
hvar ég hafði verkið.“
Maastricht 1991
Layfey Helgadóttir.
í sígildri ritgerð sinni um Tómas Guðmundsson
(1961) skrifar Kristján Karlsson: „Byltingar í
skáldskaparmáli einhverrar tungu gerast í höfuðatriði jafnan á
eina lund. Þær hefja daglegt mál og prósa til vegs í skáldskap.“
Um byltingu Tómasar segir Kristján enn fremur í sömu ritgerð
að um leið og „hann gefur skáldskap sínum einatt áferð, hrynj-
andi og tón talaðs orðs og hagnýtir svo eftirminnilega ljóðræna
möguleika hversdagslegra orða, þá auðnast honum með alveg
sérstökum hætti að gefa tiltekinni menningarlegri hefð í fyrsta
sinn rödd í íslenzkum skáldskap og móta hana persónulegum svip“.
Kristján Karlsson skoðar
samband ljóðs og prósa í
ljóðum Tómasar Guð-
mundssonar í öðrum hluta
fyrrnefndrar ritgerðar
(1981), en hann er skrifað-
ur í tilefni fimmtu og síðustu
ljóðabókar Tcmasar, Heim til þín
Island, sem kom út 1977. Þar
talar Kristján Karlsson um „heils-
usamlega, nálæga rödd“ sem
hann kailar „rödd óbundins máls
í ljóðum Tómasar" og segir einnig
um þessa „rödd prósans“ að hún
sé „rödd tvíræðni, mótsagnar og
íróníu". Þá eru hugleiðingar um
þverstæðuna, „paradoxinn" sem
er Tómasi svo eiginlegur ekki
langt undan.
Við skulum að þessu sinni halda
okkur við óbundið mál sem eins
og Kristján bendir á er jafnharðan
orðið skáldskaparmál þegar það
birtist í ljóði eftir Tómas. Daglegt
mál er að vísu ekki allt jafn vand-
að, en það hlýtur að vera eitt hlut-
verk skáldanna af mörgum að
klæða það í ljóðrænan búning,
þ.e.a.s. opna vé ljóðsins fyrir því.
Er ekki hver ný skáldakynslóð
bundin viðteknu skáldskaparmáli
og uppreisnin gegn því í raun
fremur máttlítil?
Þessu svarar Kristján Karlsson
með eftirfarandi hætti:
„Allur skáldskapur er að vísu
háður einhverri hefð, hann getur
verið afneitun hennar, en án henn-
ar væri hann óskiljanlegur.“
Hversu „skáldlegt" eða hve
gott efni í skáidskap er það mál
sem nú er talað, þau orð sem
mest eru notuð? Og er það hvers-
dagslega líf sem nú er lifað jafn
kjörið yrkisefni og þegar Tómas
gerði sína byltingu með því að
yrkja um þorp sem var orðið bær,
bæ sem var að breytast í borg.
Þannig mætti endalaust spyija.
Hversdagsleikinn, daglegt líf
okkar, heldur áfram að kalla á
skáld sín. En hvaða svæði eru
bannsvæði, hvað er það sem ekki
getur orðið að ljóði? Það er IJoIA nn
skáldanna að fmna þá staði flclO 01
og freista þess að yrkja um -
þá, orða það sem ekki hefur 3f 116111111
verið sagt áður, með öðrum
orðum gera byltingu. TlClfflSlf
Þegar ljóðlistin er orðin **■ **
of háfleyg, takmörkuð við boð
turnsins, of reyrð í fjötra kenninga
um hvernig ljóð eigi að vera, get-
ur bjargvættur hennar orðið prós-
inn með fijálsræði sínu.
Yfirleitt er endurtekningin
áberandi í ljóðlist. Það sem við
finnum í nýjum ljóðum er oft fyr-
ir hendi í verkum eldri skálda,
tilhneigingin til að mynda skóla,
ánetjast hefð, er rík. Kristján
Karlsson talar réttilega um „nýja
hefð“ kennda við formbyltingu í
formála sínum fyrir fjórða bindi
íslenzks ljóðasafns (1977), þess
sem hefst á prósaljóði eftir Sigurð
Nordal.
Sjálfur dregur Kristján Karls-
son í kvæðum sínum dám af í
senn hefð og formbyltingu og
leggur sérstaka áherslu á línuna.
Það er meðal einkenna kvæðanna
hve vel þau eru byggð. Engu að
síður geta þau hljómað sem talað
mál, að minnsta kosti stök erindi,
einkum ef þau eru lesin án þess
að tillit sé tekið til línuskipta.
í Kvæðum 90, nýjustu bók
skáldsins frá í hittiðfyrra, má
finna slík dæmi þrátt fyrir agað
myndmál og skarpar líkingar.
Bókin samanstendur af
kvæðaflokki sem
nefnist Engey í þröngum
glugga og speglar útsýni
skáldsins og umhverfi og
riíjar jafnframt upp minn-
ingar úr ýmsum áttum. Það
sem er nærtækt er gætt skáldlegu
lífi, en styrkur kvæðanna liggur
ekki síst í óvæntum sjónarhom-
um, hve myndmálið er markvisst.
Margskyns leikur með málið,
útúrsnúningar og þess háttar, iðk-
un paradoxins, getur vissulega
tiiheyrt nýsköpun og vitnað um
hana. En oft leiðir slík ljóðagerð
til hvimleiðs vana, verður kækur.
Hún minnir að því leyti á áreynsl-
una við að vera fyndinn. Viss
gamansemi, húmor, sakar þó ekki
og má kalla Tómas Guðmundsson
tit vitnis að því leyti þótt undir-
staðan í mestu ljóðum hans sé
tíðum hinn sári tónn.
í Kvæðum 90 er víða að finna
gamansemi sem er einkar hóg-
vær, en leynir þó á sér og er aldr-
ei úr samhengi við kvæðin í heild.
í Einmanaleika tegundanna er
haftyrðillinn sagður „pikkólóspil-
ari/ svo vel að sér að hann brúk-
ar hvítt um hálsinn" og annað
erindið í Gestkomum er á þessa
leið: „í þá daga þegar kýrin slef-
aði ofan í/ hálsmál þitt og þú
harkaðir af þér/ eins og reyndar
gagnvart fleiri ástarhótum“.
Kristján Karlsson hefur oftlega
vikið að því að ljóð eigi að lifa
sínu eigin lífi og þarfnist ekki
skýringa. Veruleiki ljóðsins sé
ljóðið sjálft. Skáldskapur þurfi
ekki heldur réttlætingar við. For-
sendu alls skilnings á skáldskap
orðar hann svo í ritgerð um Einar
Benediktsson: „að taka meira
mark á kvæðinu sjálfu en höfund-
inum“.
Enginn núlifandi íslendingur
hefur unnið betur að því en Kristj-
án Karlsson að veita lesendum
innsýn í hugmyndaheim og að-
ferðir helstu skálda. Það hefur
hann gert í trausti þess að meiri
háttar skáldskapur þoli skýringar
þótt algild niðurstaða sé ekki
æskileg. Hjá honum hefur rit-
greiningin orðið listgrein. Og
Ijóðagerð hans sjálfs er með því
móti að vegur hennar hlýtur að
fara vaxandi. Með hverri nýrri bók
frá skáldinu verður myndin fyllri
og endurnýjunin heldur sífellt
áfram.
Jóhann Hjálmarsson
Sænskur gestakvintett ug nýtt íslenskt verk
BLÁSARAKVINTETT Reykjavík-
ur heldur á þriðjudagskvöld, 28.
janúar, þriðju afmælistónleika
sína í Listasafni íslands í vetur,
en tilefnið er tíu ára starfsafmæli
kvintettsins. Frumfluttur verður
nýr blásarakvintett eftir Ilauk
Tómasson, og gestir koma fram:
Quintessence blásarakvintettinn
sem starfar í Vaxjö í Svíþjóð. Auk
verks Hauks verður leikinn kvint-
ett eftir Jean-Michel Damase, og
saman munu kvintettarnir lcika
verk fyrir tíu blásara eftir Florent
Schmitt, George Enescu og Franz
Schubert.
Einar Jóhannesson klarinettuleikari
segir að kvint-
ett Hauks 101)161X8^
Tómassonar sé
eitt þeirra nýju
verka sem þeir
hafi fengið ís-
lensk tónskáld
til að skrifa í
tilefni af afmæli Blásarakvintettsins.
„Haukur skrifaðí það í sumar, þetta
er talsvert mikið verk, og hrynlega
mjög spennandi," segir Einar. „Fyrir
hlé leikum við einnig skemmtilegan
franskan kvintett eftir Jean-Michel
Damase. Eftir hlé erum við nánast
orðnir að lúðrasveit, tveir kvintettar,
og það er stór hópur og mikill hljóm-
Blásarakvintett Reykjavíkur og Quintessence-kvintettinn sænski á æfingu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Blásarakvintetls Reykjavíkur
í Listasafninu á priðjudag
ur. Þá
leikum við
þijú verk
fyrir tíu
blásara.
Eitt eftir Rúmenann Enescu, þá eitt
eftir Frakkann Florent Schmitt, sem
er að mínu mati ákaflega vanmetið
tónskáld, en bæði þessi verk eru
skrifuð á fyrri hluta aldarinnar.
Schmitt skrifaði impressjóníska tónl-
ist, jafnvel á undan Debussy, og
þetta verk hans er með leiðandi
hornrödd. Við endum síðan á útsetn-
ingu Jean Francaix á þremur mörs-
um eftir Schubert." Einar segir að
það hafi ekki verið auðvelt að finna
tónverk fyrir tvo blásarakvintetta,
þeir hafí orðið að leita vel í uppslátt-
arritum. „Við þekktum þessi verk
eftir Enesco og Schmitt ekki, og við
völdum þau fyrst vegna þess að tón-
skáldin eru góð. Þetta er spennandi
tónlist, sambland af rómantík og
einhveijum nýjum straumum."
Einar segir af sænski kvintettinn
hafi skrifað bréf, óskað eftir koma
í læri til þeirra, og læra þá íslensk
verk. „Þessa dagana erum við að
leiða þá í gegnum verk eftir Þorkel
Sigurbjömsson, Jón Ásgeirsson og
fleiri. Síðan eru þeir einnig á tón-
leikaferð nú um helgina.
Þetta er fyrsta utanlandsferð
þessa kvintetts, á meðan við höfum
ferðast mjög mikið, en munurinn á
okkur er þó sá að Quintessance er
atvinnukvintett á launum hjá ríkinu
á meðan við erum áhugamenn sem
vinnum með kvintettnum af ein-
skærum áhuga, utan vinnutímans.“
-efi