Morgunblaðið - 25.02.1992, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992
B 3
OLYMPIULEIKARNIR I FRAKKLANDI
Arangur
íslend-
inganna
MT
Arangur íslendinganna á
Vetrarólympíuleikunum í
Albertville fer hér á eftir:
Alpagreinar kvenna:
■ Ásta Halldórsdóttir, ísafirði,
27. sæti í svigi og 30. sæti í
stórsvigi.
Alpagreinar kala:
■ Örnólfur Valdimarsson,
Reykjavík, 51. sæti í risasvigi,
44. sæti í stórsvigi og 35. sæti
í svigi.
■ Kristinn Björnsson, Ólafs-
fírði, 43. sætí í risasvigi, en
keyrði út úr bæði í sviginu og
stórsviginu.
Skiðaganga karla:
■ Rögnvaldur D. Ingþórsson,
Akureyri, varð í 69. sæti í 30
km göngu, 59. sæti í 10 km
göngu, 66. sæti í 15 km göngu
og 54. sæti í 50 km göngu.
■ Haukur Eiríksson, Akureyri,
varð í 81. sæti í 10 km göngu,
80. sæti í 15 km göngu, en
hætti keppni í 30 km göngu.
Hann tók ekki þátt í 50 km
göngunni.
Reuter
Finn Christian Jagge sigri hrósandi á verðlaunapallinum, fyrir miðju. Silfurverðlaunahafinn Alberto Tomba er til
vinstri og hægra megin Michael Tritscher sem varð þriðji.
Sigurinn enn sætari
þegar Tomba er annar
- sagði Finn Christian Jagge frá Noregi, sem varð ólympíumeistari í svigi
FINN Christian Jagge frá Nor-
egi sigraði nokkuð óvænt í
svigi karla á laugardag og
skaut ítalska kappanum Al-
berto T omba aftur fyrir sig.
„Það er draumur allra íþrótta-
manna að vinna gullverðlaun
á ólympíuleikum. Sigurinn er
enn sætari þegar Tomba er
annar," sagði Jagge.
Jagge, sem er 25 ára og býr í
Bærum, kom í veg fyrir að
Tomba næði að veija ólympíutitil-
inn í svigi eins og hann gerði í
stórsviginu. „Fyrri umferðin var
næstum fullkomin hjá mér,“ sagði
Jagge. „Það skipti ekki máli hvað
ég var langt á undan Tomba, ég
varð að fullvissa sjálfan mig um
að ég gæti unnið hann. Ég var
taugaóstyrkur fyrir síðari umferð-
ina því ég vissi að Tomba náði
mjög góðum tíma,“ sagði Jagge.
Tomba var með sjötta besta tím-
ann eftir fyrri umferð, 1,58 sek. á
eftir Jagge. ítalinn sýndi yfírburði
sína í síðari umferðinni og náði
besta tímanum - en ekki nógu
góðum til að vinna Jagge.
Tomba tók því með jafnaðargeði
er ljóst var að silfurverðlaunin
væru hans. „Ég hef unnið þrenn
gullverðlaun á ólympíuleikum. Ég
hafði áhuga á að sjá hvemig silfur-
verðlaun líta út,“ sagði hann og
brosti. „Ég gerði allt of mörg mis-
tök í fyrri umferð. Skíðin mín vora
ekki tilbúin til að dansa á snjónum
og brautin var ekki góð þegar ég
fór niður. Ég var mjög vonsvikinn
með fyrri umferðina, en ég átti
frábæra síðari umferð. Hann
[Jagge] átti mjög góða fyrri um-
ferð og það réði úrslitum,“ sagði
Tomba, sem rakaði skegg sitt milli
ferða.
Austurríkismaðurinn Michael
Tritscher, sem hafði næst besta
tímann í fyrri umferð, hlaut brons-
verðlaunin, 0,46 sek. á eftir Jagge
og 0,18 sek. á eftir Tomba. „Eg
hef átt lélegt tímabil og er því
ánægður með bronsverðlaunin.
Þessi verðlaun samsvara sigri í
heimsbikamum,“ sagði Tritscher.
Marc Girardelli var óheppinn í
sviginu. Hann krækti fyrir stöng
þegar aðeins þrjú hlið voru eftir í
markið, en hafði áður náð besta
millitímanum.
Jagge verðugur sigurvegari
FINN Christian Jagge var
verðugur sigurvegari í svig-
keppninni á laugardaginn.
Hann tryggði Norðmönnum
þá níundu gullverðlaunin á
Ólympiuleikunum í Albert-
ville. Svig er sú grein ólympíu-
leikanna er nýtur hvað mestr-
ar virðingar en Finn Christian
lét það ekki hafa áhrif á sig
og sýndi mikið öryggi í báðum
umferðum.
Finn Christian hefur langan
skíðaferil að baki. Hann byrj-
aði að æfa skíði þegar hann var
sex ára og er svo
að segja alinn upp
í Kirkerudbakken,
sem er góð skíða-
brekka í heimabæ
hans, Bærum.
Hann var fljótlega mjög efnilegur
skíðamaður og var spáð frama.
Undanfarin ár hefur hann verið
meiddur í hné og er hann hóf
keppni að nýju veturinn
1990/1991 var hann númer 136
á styrkleikalista yfir bestu svig-
menn heimsbikarsins.
En Finn Christian gafs ekki upp
og á síðasta keppnistímbaili nálg-
aðist hann þá bestu hægt og síg-
andi. Hans besti árangur fyrir
Ólympíuleikana í Albertville var
sigur í svigi heimsbikarsins á
heimavelli Alberto Tomba í Ma-
donna di Campiglio skömmu fyrir
jól.
Afrakstur mikillar vinnu
Árangur Jagge er enn ein stað-
festingin á miklum framförum
skíðamanna í alpagreinum.
Norska liðið vann tvenn gullverð-
laun og tvenn bronsverðlaun í
alpagreinum. Norðmenn vora með
fjóra keppendur í öllum alpagrein-
unum, en á ÓL í Calgary vora
þeir aðeins tveir. Þessi frábæri
árangur er afrakstur mikillar
vinnu norska skíðasambandsins.
Rekstur norska karlalandsliðsins
í alpagreinum kostaði um 100
milljónir ÍSK á síðasta ári. Pen-
ingamir koma að mestu frá einu
stærsta skipafélagi Norðmanna,
Bergesen, sem er helsti styrktar-
aðili liðsins.
Erlingur
Jóhannsson
skrifar frá
Noregi
heuter
Jagge á fullri ferð í svigkeppninni á laugardag þar sem hann sýndi mikið
öryggi. „Það skipti ekki máli hvað ég var langt á undan Tomba, ég varð
að fullvissa sjálfan mig um að ég gæti unnið hann.“
■ KRISTINN Bjömsson, skíða-
maður frá Ólafsfirði, var eini full-
trúi Islands á lokahátíð leikanna á
sunnudaginn og var fánaberi. Hinir
íslensku keppendurnir vora lagðir
af stað__heim.
■ BJORN Dæhlie, norski göngu-
maðurinn snjalli, hefur fengið viður-
nefndið „Alpe-ekspressen“ vegna
hins ótrúlega hraða sem hann nær á
gönguskíðunum.
■ DÆHLIE var sendur á Ólymp-
íuleikana í Calgary 1988, ekki til
að keppa heldur til að fylgjast með
og læra. Margir gagnrýndu för hans
og töluðu um peningasóun. En þær
gagnrýnisraddir hafa nú hljóðnað.
■ NANNESTAD er heimabær
Björns Dæhlie og búa þar um 5.000
manns. Þegar Björn vann fyrstu
gullverðlaun sín á leikunum komu
bæjarbúar saman og héldu veislu
til heiðurs göngumanninum. 500
manns mættu í samkomuhús stað-
arins með samtals 40 ijómatertur
til að fagna sigrinum.
■ LOKAHÁTÍÐ Ólympíuleikanna
í Albertville fór fram á sunnudag.
Það vantaði nokkur hundrað kepp-
endur, sem vora farnir til síns heima
áður en hátíðin hófst. Meðal þeirra
voru frönsku skíðastjörnurnar,
Franc Piccard og Carole Merle,
sem eru þegar farin að undirbúa sig
fyrir heimsbikarkeppnina. Þjóð-
veijar, sem unnu flest gullverðlaun,
voru aðeins með 30 keppendur af
114 á lokahátíðinni. Sömu sögu er
að segja af Samveldi sjálfstæðra
ríkja, sem voru með 76 af 263 kepp-
endum í Albertville á sunnudaginn.
■ ÞJÓÐVERJAR unnu fímm
gullverðlaun í skautahlaupum.
Þjóðveijar geta þakkað fyrrum
Austur-Þjóðverjum fyrir það því
allir verðlaunahafarnir komu þaðan.
Þjóðverjar búast ekki við jafn góð-
um árangri í Lillehammer eftir tvö
ár. „Ég verð ánægður ef við náum
að vinna tvenn gullverðlaun í Lille-
hammer,“ sagði Helmar Gröbel,
þjálfari þýska skautaliðsins. Uwe-
Jens Mey, sem sigraði í 500 m
skautahlupi karla og Gunda Nie-
mann, sem vann tvenn gullverðlaun
í kvennaflokki, hafa bæði ákveðið
að hætta eftir þetta tímabil.
Næstu leikar
íNoregi 1994
Næstu Vetrarólympíuleikar,
þeir 17. í röðinni, verða haldnir
í Lillehammer í Noregi eftir tvö
ár, 1994.
Til þessa hafa vetrar- og sum-
arleikar farið fram á sama ári,
en Alþjóða ólympíunefndin segir
að nú séu breyttir tímar og
umfangið of mikið. Því hefur
hún ákveðið að tvö ár verði á
milli vetrar- og sumarleika og
til að koma breytingunni á verða
næstu vetrarleikar 1994 og síð-
an á fjögurra ára fresti eftir
það. Sumarólympíuleikarnir
verða með óbreyttu sniði; í
Barcelona eftir fimm mánuði og
í Atlanta í Bandaríkjunum 1996,
en ekki hefur verið kosið um
mótsstað fyrir leikana árið
2000.