Morgunblaðið - 25.02.1992, Síða 5

Morgunblaðið - 25.02.1992, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 B 5 OLYMPIULEIKARNIR I FRAKKLANDI Reuter IMorsku gulldrengirnir Björn Dæhlie, t.v. og Vegard Ulvang — þeir unnu þrenn gullverðlaun hvor og ein silfurverðlaun, sem þeir sýna hér stoltir á svip. IMorðmenn í sigurvímu EKKERT lát er á sigurgleði Norð- manna, eftir frammistöðuna í Frakk- landi. Arangur norskra keppenda hefur aldrei verið betri og heim komu í gær níu gull, sex silfur og fimm brons. Þeir koma hins vegar ekki einungis hlaðnir verðlaunapeningum því ólympíufáninn fylgir og býður veröld allri til Lillehammer 1994. Til gamans má geta þess að fáninn var fyrst notaður á Ólympíuleikunum í Osló 1952 og kemur því aftur „heim“ nú eftir langa fjarveru. Undir svo dýrmætan farm dugar ekk- ert nema það besta. SAS lætur í té nýjustu flugvél sína, af gerðinni MD-80, til ferðarinnar frá Genf til Eriingur Oslóar — en vélin hefur Jóhannsson verið skýrð Vegard Viking skrifarfrá til heiðurs Vegard Ulvang. Noregi En það eru ekki bara flugvélar sem hljóta þau nöfn sem mest hefur verið rætt um í Noregi síðustu tvær vikurnar. Vinsælasta drengjanafnið í Nor- egi þessa dagana er Vegard, og æ fleiri nýfæddir drengir hljóta þetta nafn. Hér er það heiður að bera sama nafn og þjóð- hetjan. Hætt er við að gullverðlaunahöfun- um frá Albertville þyki nóg um enda eru þeir allir með báða fætur á jörðu niðri meðan þjóðin öll svífur skýjum ofar. Ár- angur þeirra í Albertville hefur ekki bara í för með sér frægð og frama, peningar streyma inn til þeirra í formi bónus- greiðslna og hér er ekki um smá upphæð- ir að ræða. Markaðsverð þeirra, ef svo má að orði komast, hækkar og meðal annars hafa vegard Ulvang verið boðnar um 2,5 milljónir ÍSK fyrir að taka þátt í Vasagöngunni í Svíþjóð. Stoltur forsætisráðherra Norsku konungshjónin og Gro Harlem Bruntland forsætisráðherra létu heldur ekki sitt eftir liggja og sendu heillaóska- skeyti til sigurvegaranna og héldu síðan til Álbertville til að heiðra keppendur með nærveru sinni. Hlutverk þeirra var einnig að bjóða veröld allri til Lillehammer 1994 og við það tækifæri sagði Gro meðal ann- ars: „Við erum stolt af því hlutverki sem við höfum leikið í þróun skíðaíþróttarinn- ar. Við erum stolt af okkar mönnum hér í Albertville og við erum stolt yfir því að geta boðið öllum til Lillehammer 1994.“ Mikilvægi Ullehammer 1994 Hinn glæsilegi árangur Norðmanna í Albertville hefur vakið mikla athygli víðs- vegar um heim og margir íþróttablaða- menn og íþróttaleiðtogar annarra landa hafa reynt að fínna skýringar á þessari velgengni. Að margra áliti er ein mikilvæg- asta skýringin sú að Lillehammer fékk Ólympíuleikana 1994. Allt frá því í sept- ember 1988 er ljóst var að Lillehammer fengi leikana varð gjörbreyting á allri íþróttastarfsemi í landinu. Bæði stjórnvöld og íþróttayfirvöld hafa lagt mikla áherslu á að styrkja vetraríþróttirnar í landinu og miklir fjármunir hafa verið notaðir í því sambandi. Öll þessi vinna hefur fyrst og fremst miðað að því að Norðmenn skuli standa sig sem best á Ólympíuleikunum í Lillehammer 1994 en nú vaknar óneitan- lega sú spurning hvort ekki verði erfitt að leika sama leikinn þá og nú. Reynslan hefur sýnt að það er ekki auðvelt að fylgja eftir slíkri velgengni. Frábær árangur norsku göngu- mannanna kemur ekki á óvart NORSKU göngumennirnir unnu öll fimm gullverðlaunin sem í boði voru í karlaflokki á Ólympíuleikunum. Þessi frábæri árangur þeirra kemur ekki á óvart. Þeim hefur gengið vel í heimsbikarkeppninni í vetur og hafa reyndar verið að mjaka sér nær toppnum í nokkur ár eftir gulltíma- bil Svíanna. Norska skíðasambandið sparaði ekk- ert til við að undirbúna keppnisfólk sitt sem best fyrir leikana og miklum fjármunum var varið til Erlingur þess. Meðal annars fóru Jóhannsson göngumennirnir fjórum s/cnfer sinnum í þriggja vikna ra oregi æfingabúðir þar sem æft var í mikilli hæð yfír sjávarmáli, allt að 2.000 m. Þetta er mikilvægt þegar þess er gætt að keppnin í Albertville fór fram í um það bil 1.700 metra hæð yfír sjávar- máli. Norðmenn eru sú þjóð sem hefur lagt hvað mesta áherslu á þessi atriði og bar það greinilega góðan árangur. Þessi undirbúningur liðsins kostaði um 18 milljónir íslenskar krónur. Margir góðir göngumenn Á undanförnum árum hefur komið fram fjöldi góðra göngumanna og til að búa sem best í haginn fyrir alla eru Norðmenn með 2 landslið, bæði hjá konum og körlum. A-liðið er skipað bestu göngumönnunum, þeim sem nú gerðu garðinn frægan í Frakklandi. í liði B eru ungir og efnilegir göngumenn sem án efa eiga eftir að láta til sín taka, svo og þeir sem ekki komast í A-liðið. Þetta fyrirkomulag hefur orðið til þess að geysilega hörð keppni er á meðal göngumannanna um að komast t.d. á Ölympíuleika. Það þarf varla að taka fram að allir þessir göngumenn eru atvinnumenn, enda vonlaust að stunda nám eða atvinnu þegar þeir eru á ferðalagi um 200 daga á ári. Margir aðstoöarmenn Þjálfari norska karlaliðsins, Inge Brat- hen, hefur unnið mikið og gott starf undanfarin ár en hann er ekki sá eini sem stendur á bak við þennan glæsilega árangur. Aðstoðarmenn landsliðsins eru fjölmargir og má þar nefna lækni, sjúkra- þjálfara, og fjóra menn sem eingöngu sjá um að bera áburð á skíði göngumann- anna. Fjórmenningarnir lögðu dag við nótt við að fínna heppilegan áburð fyrir hveija keppni og hafa örugglega haft nóg að gera því hver keppnismaður hef- ur með sér um 20 pör af skíðum á mót sem þetta. Til gamans má geta þess að íslensku göngumennimir þurftu að bera á sín skíði sjálfír. Jagge fetaði ífot- spor móður sinnar Norðmaðurinn Finn Christian Jagge, sem varð ólympíumeistari í svigi, ætlaði að verða tennis- stjama eins og pabbi hans þegar hann var yngri. Faðir hans keppt m.a. á opna bandaríska meistara- mótinu í tennis þegar hann var upp á sitt besta, en móðir Jagge var skíðakona. Finn Christian ákvað fljótlega að henda frá sér tennisspaðanum og snúa sér að íþrótt móður sinn- ar, skíðunum. Mamma hans tók þátt í Ólympíuleik- unum Innsbruck 1964 og náði þá 6. sæti i svigi. Það má því segja að Finn Christian hafí fetað í fótspor móður sinnar, 28 árum síðar. Tomba með rakvél á lofti milli ferða Það vakti athygli þeg- ar ítalinn Alberto Tomba mætti í seinni ferð svigkeppninnar á laugardag að „þriggja daga“ skeggbroddámir, sem hann er svo frægur fyrir, voru ekki lengur til staðar. Það voru þeir í fyrri ferðinni um morguninn, þannig að kappinn notaði tímann milli ferða m.a. til að raka sig. Ekkert óeðlilegt Útkoma allra lyíjaprófa sem tekin vom á ólymp- íuleikunum í Frakklandi vom neikvæð; ekkert óeðlilegt kom sem sagt í ljós. AIls vom tekin 473 próf. Formaður lyfjanefndar alþjóða ólympíu- nefndarinnar (IOC), var spurður að því á blaða- mannafundi um helgina hvort IOC væri að að vinna baráttuna gegn lyfjanotkun íþróttamanna. Svarið van „Við skulum ekki fagna sigri." Það var gagmýnt fyrir leikana að kvenkeppend- ur þyrftu að mæta í kynferðis-próf. Læknirinn sem sá um þá hlið mála, Bemard Dingeon upplýsti að 557 slík próf hefðu verið framkvæmd og geng- ið vel. „Við emm ánægðir," sagði hann og bætti við að 95% kvennanna hefðu farið frá prófstað með bros á vor. Svisslendingur léstáæfingu Svissneskur skíðamaður lést á laugardag, er hann var að hita upp fyrir hraðakeppnina, sem var sýningargrein á leikunum. Nicolas Bochatay, 27 ára, sá ekki snjótroðara sem var í brautinni, renndi sér beint á hann og lést samstundis. Hann lætur eftir sig konu og tvö böm. Kona hans og faðir vom í Les Arcs en urðu ekki vitni að slysinu. Bochatay er fyrsti þátttakandi sem lætur lffíð á Ólympíuleikunum síðan skæmliðar Palestínu- manna myrtu 11 ísraelsmenn á sumarleikunum i Múnchen 1972. Loks fékk Tomba stefnumót við Witt Alberto Tomba beið í fjögur ár eftir stefnumóti við skautadrottninguna fyrrverandi, Katarinu Witt. Tomba fór með Witt á skíði í Les Menuires á föstudaginn, daginn fyrir svigkeppnina. Frægt varð er Tomba reyndi að fá stefnumót við Witt á leikunum í Calgary fyrir fjómm ámm, eftir að hún varð ólympíumeistari í listhlaupi á skautum, en ekkert varð úr. Nú tók hann Witt í þriggja stundarfjórðunga kennslu á skíðum og skauta- drottningunni sagði hafa líkað það vel. Tiltekið var að þau hefðu síðan sest saman inn á kaffihús og drukkið heitt kakó áður en þau héldu hvort sína leið! Witt vann gull á ólympíuleikunum 1984 og 1988 sem Austur-Þjóðveiji- Hún var á leikunum í Albertville sem sjónvarpsþulur. SAS-vél nefnd eft- ir Vegard Ulvang Norski hópurinn sem kom heim frá Frakklandi í gær, eftir frækilega för, kom með nýrri flugvél SAS-flugfélagsins, sem þama fór Jómfrúrferð sína. Vélin hefur verið skýrð Vegard Viking til heiðurs Vegard Ulvang, sem vann þrenn gullverð- laun og ein bronsverðlaun í skíðagöngu á leikun- um. Margir í Noregi hafa nú bent á að SAS beri að heiðra afrek göngumannsins Bjöm Dæhlie með saina hætti, en hann kom einnig heim með þijá gullpeninga og einn úr silfri. En það verður ekki hægt. Fyrir í flota SAS er nefnilega vél sem heit- ir Bjöm Viking! Tomba með skegg- broddana oftlr fyrri forð svlgsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.