Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992
B 9
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA
Fram í úrslita-
keppnina eftir
siguráKA
FRAMARAR tryggðu sér sæti í
úrslitakeppni 1. deildar með
góðum sigri á KA, 30:28, i bráð-
fjörugum og hörkuspennandi
leik í Laugardalshöll á sunnu-
dagskvöld. „Við höfum ekki
náð að sýna okkar rétta andlit
í undanförnum leikjum, en nú
small allt saman og það gat
ekki gerst á betri tíma. Þetta
var alveg meirháttar sigur fyrir
okkur. Nú þurfum við ekki að
treysta á aðra. Við kláruðum
dæmið sjálfir," sagði Gunnar
Andrésson, fyrirliði Fram.
Mikil harka var í leiknum og
ljóst í upphafi að bæði liðin
ætluðu að selja sig dýrt enda stigin
sem * boði voru mjög
ömar dýrmæt. Norðan-
Jóhannsson menn byijuðu leik-
skrifar inn mun betur og
höfðu fljótlega náð
þriggja marka forystu og um miðj-
an hálfleikinn hafði KA sex marka
forskot, 8:14, og allt stefndi í stór-
sigur KA. En með góðum kafla
undir lok fyrri hálfleiks náðu Fram-
arar að minnka muninn niður í eitt
mark, 15:16, fyrir leikhlé.
Þegar 10 mín. voru liðnar af síð-
ari hálfleik náðu Framarar að kom-
ast yfir í fyrsta sinn í leiknum,
21:20. Jafnt var síðan á flestum
tölum þar til Fram komst í 25:23
og rétt um 10 mínútur til leiksloka.
Þrátt fyrir mikla baráttu náðu
KA-menn ekki að jafna leikinn eft-
ir það. Framarar héldu haus allt til
leiksloka og sigruðu, 30:28.
„Hvað getur maður sagt? Ég er
bara mjög svekktur með okkur að
ná ekki að klára leikinn og senni-
lega fauk þriðja sætið út í veður
og vind með þessu tapi. Ég óska
Frömurum til hamingju með sigur-
inn, en þeirra vegna hefði ég viljað
að þeir hefðu fengið minni hjálp frá
dómurunum," sagði Alfreð Gísla-
son, þjálfari KA.
Hjá Fram voru þeir Gunnar
Andrésson og Karl Karlsson bestir
og áttu báðir afbragðsgóðan leik
og var Karl sínum fyrri félögum
erfiður. Davíð B. Gíslason lék einn
besta leik sinn fyrir Fram og einnig
kom Þór Bjömsson, markvörður,
sterkur út í lokin.
Alfreð Gíslason, Erlingur og
Stefán Kristjánsson áttu allir góðan
leik. Alfreð gerði mörg falleg mörk
þrátt fyrir að vera í strangri gæslu
allan tímann. Axel Stefánsson varði
vel í fyrri hálfieik en náði sér ekki
á strik í þeim síðari.
Morgunblaöið/Bjarni
Karl Karlsson átti afbragðsgóðan leik og var sínum gömlu félögum í KA
erfiður. Hann gerði átta mörk.
Selfoss
slapp
fyrir
horn
KÆRULEYSIÐ kom Selfyssing-
um nærri í koll þegar þeir heim-
sóttu HK í Digranesið á sunnu-
daginn. Eftir frábæra byrjun
Selfyssinga tók kæruleysið öll
völd og þeir máttu þakka fyrir
eins marks sigur, 31:32.
m
Areynslulaust náðu gestirnir
fljótlega sex marka forskoti,
en þá datt botninn úr leik þeirra.
Michal Tonar tók
Sigurð Sveinsson úr
Stefánsson umferð og leikmenn
skrifar Selfoss biðu eftir að
leiknum lyki, en
gættu þess alltaf að hafa forskotið
þrjú til ljögur mörk. Með fjögurra
marka kafla fjórum mínútum fyrir
leikslok jafnaði HK í fyrsta sinn.
Þegar mínúta var til leiksloka var
enn jafnt, 31:31 og Selfyssingar
með boltann. Hilmar Ingi Jónsson,
markvörður HK, varði skot frá þeim
og hinu megin missti HK af sigri
með því að skjóta í þverslá. Þegar
10 sekúndur voru eftir varði Hilmar
aftur en boltinn hrökk til Siguijóns
Bjarnasonar, sem þakkaði fyrir sig
með því að skora sigurmark Selfoss.
Bestir í liði HK voru Jón Bersi
og Hilmar Ingi Jónsson, sem er
aðeins 16 ára gamall markvörður.
Einar Gunnar Sigurðsson og Sigur-
jón Bjarnason voru einu leikmenn
Selfoss sem héldu haus í leik þar
sem einbeiting og sigurvilji voru af
skornum skamti.
■ Mörkin / B10
■ Staðan / B10
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
LA Lakers jafnar met!
LIÐ Los Angleles Lakers jafn-
aði eigið met um helgina. Met,
sem enginn hafði reyndar
áhuga á að jafna því liðið tap-
aði sjöunda leiknum í röð. Þeg-
ar það gerðist síðast var Eisen-
hower forseti. Þetta var 1958,
og þá var leikmaðurinn kunni
„Magic“ Johnson, sem hætti
með félaginu í haust eftir að
hafa smitast af alnæmisveir-
unni, ekki fæddur.
Lakers fékk Golden State Warri-
ors í heimsókn í Forum höllina
í Los Angeles um helgina og tap-
aði 124:126. Liðið lék reyndar
mjög vel, og sagði
Gunnar Þjálfarinn Mike
Valgeirsson Dunleavy að ef svo
skrifar frá héldi áfram ynni lið-
Bandankjunum ið mun fleiri leiki
en það tapaði af
þeim sem eftir væru. En þrátt fyr-
ir það er ekki hægt að mála yfir
þá staðreynd að liðið á í verulegum
erfiðleikum, og er satt að segja í
baráttu um að komast í úrslita-
keppnina.
Með sigrinum er Golden State
komið með besta árangurinn í
Vesturdeildinni, en Portland hefur
reyndar unnið og tapað einum leik
meira en Golden State. Þessi tvö
lið virðast einna sterkust í Vestur-
deild. Portland var í haust spáð
velgengni og liðið er nú komið á
fullt skrið eftir erfiða byijun.
Larry Brown, sem var rekinn
frá San Antonio Spurs fyrir hálfum
mánuði, tók við þjálfun Los Ange-
les Clippers á dögunum. Hann
byijaði heldur betur vel því liðið
vann fjóra fyrstu leikina undir
stjóm hans, og hefur nú aðeins
tapað tveimur fleiri en Lakers.
Clippers sigraði m.a. Lakers í vik-
unni, 125:94.
Úr austurdeild er það helst að
frétta að lið Chicago er á miklu
skriði sem fyrr, og Cleveland virð-
ist hið eina sem veitt getur liðinu
einhveija keppni. Öllum sérfræð-
ingum ber þó saman um að
Chicago sé með yfirburðalið í deild-
inni og fari með sigur af hólmi í
henni. Cleveland sigraði reyndar í
Chicago í vikunni, en það nægir
ekki. Liðið hefur tapað sjö leikjum
meira en Chicago. Þriðja besta lið-
ið er New York Knicks, sem stend-
ur sig vel undir stjórn Pats Riley,
fyrrum stjóra Lakers.
■ Staðan / B10
ÍÞRÚmR
FOLK
■ MOSES Malone, sem orðinn
er 36 ára og leikur nú með Mil-
waukee Bucks, hefur ekki leikið
jafn vel í tíu ár og hann hefur gert
undanfarið. Malone skorar nú að
meðaltali 21 stig í leik og tekur 15
fráköst.
■ „MAGIC“ Johnson hefur samið
við NBC sjónvarpsstöðina um að
verða aðstoðarþulur í úrslitakeppn-
inni. Sögusagnir höfðu verið á
kreiki um að Johnson hygðist jafn-
vel leika með Los Angeles Lakers
í úrslitakeppninni, en nú er ljóst að
ekkert verður úr því.
■ TVEIR snjallir leikmenn koma
aftur á kreik í fyrstu viku mars;
Larry Bird hjá Boston og Vlade
Divad hjá Lakers. þeir eru báðir
að jafna sig eftir bakmeiðsli.
■ HOUSTON rak í síðustu viku
þjálfarann Don Chaney, en hann
var valinn þjálfari ársins í NBA-
deildinni í fyrra.
■ KARL Þráinsson lék á föstu-
daginn síðasta leikinn fyrir Víking,
í bili að minnsta kosti, því hann er
á förum til Karlsruhe í Þýskalandi
í framhaldsnám í byggingarverk-
fræði. „Það er möguleiki á að ég
spili handbolta þama,“ sagði Karl.
■ VEISLA var haldin Karli til
heiðurs eftir leikinn gegn Haukum
í Víkinni.
■ ÓSIGURINN gegn Haukum er
fyrsta tap Víkinga í Víkinni, í
fyrstu^ deild.
■ JÓN Freyr Egilsson , átján
ára Haukamaður, gleymir Víkings-
leiknum eflaust seint. Hann kom
inná í fyrsta sinn í 1. deild og gerði
fyrsta mark sitt þar í stórsigri
Hauka.
FRJALSIÞROTTIR
Tuö heimsmet
Tvö heimsmet innanhúss í fijálsíþróttum féllu á móti í Birmingham
á Englandi á laugardag. Alsírbúinn Noureddine Morceli sló metið
í 1.000 m hlaupi og Liz McColgan, Bretlandi, bætti metið í 5.000 m
hlaupi kvenna.
Morceli hljóp á 2 mín. 15,26 sek. en gamla metið, 2:16,4 átti Rod
Druppers frá Hollandi. Það var sett 20. febrúar 1988.
Tími McColgan í 5.000 metrunum var 15 mín. 03,17 sek. Þýska
stúlkan Uta Pippig átti gamla metið, setti það í Stuttgart 10. febrúar
á síðasta ári.
BLAK
Stúdentar
ósigraðir
Stúdentar eru enn með fullt hús
stiga eftir leik sinn við Þrótt-
ara úr Neskaupstað. Stúdentar tóku
leikinn strax í sínar
Guðmundur H. hendur °K höfðu
Þorsteinsson töglin og hagldirnar
skrifar til loka. Sigruðu í
fyrstu hrinu með
15-6 og þeirri næstu 15-7. Þrótt-
urum voru afar mislagðar hendur.
og gekk fátt up, hvort sem var í
sókn eða vörn. Þróttarar hresstust
aðeins í þriðju hrinu og var þá nokk-
urt jafnræði með liðunum en það
dugði ekki til þegar upp var staðið.
Þróttarar gerður mikið af smámi-
stökunum og náðu aldrei að virka
ógnandi. Stúdentar eiga að leika
við KA um næstu helgi og þá kem-
ur í ljós hvort sigurgangan heldur
áfram.
Annar ósigur
Þróttarar úr Reykjavík bættu
tveimur langþráðum stigum í safnið
þegar þeir sigruðu nafna sína úr
Neskaupstað á laugardaginn með
þremur hrinum gegn engri. Það var-
sama upp á teningnum og daginn
á undan, mikið af smámistökum
sem reyndust dýr. Austanmenn
komust í 14-6 í annarri hrinu en
á ótrúlegan hátt léku þeir sigurinn
í hendur nafna sinna í Reykjavík
sem sigruðu í hrinunni 16-14 og
þá næstu 15-7.
Þróttarastúlkur unnu í hrinu
Stúdínur skelltu Þrótti N. í þrem-
ur hrinum gegn einni á föstudags-
kvöldið. Sigruðu í fyrstu hrinunni.,
nokkuð auðveldlega en Þróttara-
stúlkurnar náðu að jafna leikinn í
annarri hrinu, þar sem Stúdínur
léku langt undir getu. Þróttara-
stúlkurnar náðu ekki að fylgja
þessu eftir þar sem Stúdínur vökn-
uðu til lífsins og sigruðu í næstu
tveimur hrinum, þar sem Jóna
Harpa Viggósdóttir var frísk. Það
var greinilega að leikurinn skipti
Stúdínur ekki máli þar sem þær
hafa þegar tryggt sér sæti í úrslita-
keppninni ásamt UBK, HK og Vík-
ingi. Víkingsstúlkur sigruðu síðan
lið Sindra í Víkinni á laugardaginn
með þremur hrinum gegn engri, en
Víkingar eru á toppnum en lið
Sindra í neðsta sæti. <
■ Úrslit / B10
■ Staðan / B10
SUND
Eydís
bættitvö
telpnamet
EYDÍS Konráðsdóttir, 14 ára
sundkona úr SFS, setti tvö
telpnamet, í 50 og 200 metra
baksundi, í Stjörnukeppninni
1992 í sundi sem f ram fór í
Sundhöll Reykjavíkur um helg-
ina.
Eydís Synti 50 metra baksund á
32,28 sek. og sigi-aði á nýju
telpnameti. Hún endurtók leikinn í
200 metra baksundi er hún synti á
2:29.60 mínútum.
Stigahæstu sundmenn mótsins.
samanlagt úr þremur greinum voru
eftirtaldir:
Konur:
Bryndís Ólafsdóttir, SFS............2207
ArnaÞórey Sveinbjömsd., Ægfi........2045
Eydís Konráðsdóttir, SFS............2015
Karlar:
Eðvarð Þór Eðvarðsson, SFS..........2443
Arnþór Ragnarsson, SH...............2397
MagnúsMárÓlafsson, SFS..............2196
■ Úrslit / B11